Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 294. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins mmsmmmmmemmammammKmmmmmmmBmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmammmmmmmmmmammmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi Gengi dollar- ans lækkar enn Frankfurt, Reuter. ÞRÁTT fyrir ítrekaðar tilraunir bandaríska seðlabankans til að styrkja stöðu dollarans féll hann enn í gœr. Er dollarinn nú kominn niður fyrir 1,6 vestur-þýsk mörk og 123 japönsk jen. í kjölfarið féU Dow Jones-vísitalan um 52 stig fyrsta hálftímann eftir að við- skipti hófust í kauphöUinni í New York og aUs um 56,70 stig í gær. Seint í gærkvöldi tiikynnti talsmaður Ronalds Reagan Bandaríkjafor- seta í Los Angeles að það væri vilji Bandaríkjastjórnar að dollarinn félli ekki meira í verði. í Asíu var dollarinn lægst skráð- ur á 1,5870 vestur-þýsk mörk. í Evrópu féll gengi hans í 122,75 japönsk jen. Þegar gjaldeyrismark- aðir í Evrópu lokuðu í gær hafði tekist að hækka gengi dollarans í 1,5950 vestur-þýsk mörk og 122,95 jen. Gengi dollarans fór niður fyrir 36 íslenskar krónur í gær. Lækkun dollarans í gær er rakin til þess, að gjaldeyriskaupme’nn í Asíu töldu, að Bandaríkjamenn vildu gjaman að dollarinn félli enn frekar, svo að staða bandarískra fyrirtækja á erlendum mörkuðum batnaði. Vildu kaupmennimir láta á það reyna, hvort Bandaríkjastjóm og seðlabanka Bandaríkjanna væri ' alvara með yfirlýsingum sínum um að spoma yrði við frekara falli doll- arans. Þegar hann lækkaði í verði jókst framboðið í Asíu, því að selj- endur vildu losa sig við dollara, áður en viðskipti hæfust á mörkuð- um í Evrópu. Gengisfall dollarans gerði þriggja vikna baráttu fyrir jól á verðbréfa- markaðnum í New York að engu og Dow Jones-vísitalan féll úr 1,999 f 1,947, eða um 52 stig á fyrsta hálftímanum eftir að opnað var. Þegar kauphöllinni í New York var lokað síðdegis í gær hafði Dow Jones-vísitalan lækkað um 56,70 stig. Suður-Afríka: Mannskæð átök yfir hátíðarnar Jóhannesarborg, Reuter. ÞRJÁTÍU og tveir blökku- menn létu lffið yfir jólahelg- ina í verstu róstum sem átt hafa sér stað á þessu ári í S-Afríku. Mest mannfall varð í átökum á sunnudag þá létu tíu manns lífið. Urðu þau átök miili Súlú-manna innbyrðis. Þrátt fyrir að Desmond Tutu biskup haifi hvatt svarta menn í S-Afríku til að binda enda á átök jókst ofbeldi yfir hátíðamar. Alls létust 32 í átökum yfir jólin. Lögregla hefur engar skýringar á innbyrðis átökum Súlú-manna sem kostuðu tíu manns lífið. Að sögn lögreglu virðast gamlar væringar oft skjóta upp kollinum þegar farandverkamenn koma heim í leyfi. Reuter Um 1.500 manns, flestir þeirra afganskir flóttamenn, söfnuðust saman í London á sunnudag til að minnast innrásar Sovétmanna í Afganistan. Fólkið bar mótmælaspjöld auk þess sem brúður af Gor- batsjov Sovétleiðtoga voru bomar um götur borgarinnar. Átta ár liðin frá því Rauði herinn réðst inn í Afganistan: Irnirásarínnarmiruist með mótmælum víða um heím Islamabad, Moskvu, Peshawar, Los Angeles, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hvatti Sovétmenn á sunnudag til að kalla sovéskar hersveitir heim frá Afganistan en þá voru átta ár liðin frá þvi Rauði herinn réðst inn í iandið. Ríkisstjómir fjölmargra ríkja létu í ljós þá von að innrásarliðið yrði kallað heim á næsta ári. Afganskir útlagar minntust innrásarafmælisins með mótmælum í nokkmm borgum i Vestur-Evrópu og i Pakistan. í Moskvu bmtu óein- kennisklæddir öryggislögreglumenn á bak aftur mótmæii manna sem kröfðust þess að innrásarliðið færi frá Afganistan. Reagan forseti sagði Bandaríkja- menn fagna yfírlýsingum Sovét- manna þess efnis að þeir væru reiðubúnir til að kalla innrásarliðið heim en bætti við að enn væri því miður lítið samræmi milli orða Sov- étmanna og athæfis. Lét forsetinn í ljós þá von að Sovétmenn létu verða af því að kalla herliðið frá landinu á næsta ári. Ráðamenn í mörgum ríkjum Vestur-Evrópu og Japan tóku í sama streng í yfirlýsingum sínum í tilefni innrásarafmælisins. Mikill fjöldi afganskra útlaga safnaðist saman í borginni Peshawar í Pakistan til að minnast innrásar- innár. Hrópaði fólkið vígorð gegn Sovétstjóminni og krafðist þess að sovéskar hersveitir hyrfu skilyrðis- laust frá Afganistan. I sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga afganskra skæruliða sagði að frelsissveitimar væm reiðubúnar til að eiga beinar viðræður við fulltrúa Sovétstjómar- innar. Hins vegar var því bætt við að enn hefðu Sovétmenn ekki sýnt vilja sinn til að kalla herliðið heim í verki og hétu skæruliðar því að beijast allt þar til það yrði gert. Áfganskir flóttamenn efndu einn- ig til mótmæla i fleiri borgum í Pakistan. Víða brenndi fólkið fána Sovétríkjanna auk þess sem eldur var lagður í brúður af Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Átta meðlimir samtaka, sem beij- ast fyrir auknu trausti í samskiptum austurs og vesturs voru handteknir er þeir hugðust minnast innrásaraf- mælisins í Moskvu. Óeinklennis- klæddir öryggisverðir og lögreglu- þjónar hrifsuðu spjöld af fólkinu þar sem innrásin var fordæmd og þrír vom handteknir. Harðir bardagar hafa geisað und- anfama daga í Afganistan og segja talsmenn stjómarhersins að umsátri skæmliða um bæinn Khost skammt frá landamæmm Pakistans hafi ver- ið hmndið. Skæraliðar bám fullyrð- ingar þessar til baka í gær og sagði talsmaður þeirra í Pakistan að frels- issveitimar hefðu landsvæðið umhverfis Khost enn á sinu valdi. Skæmliðar hafa ráðið þessu land- svæði í átta ár og setið um bæinn undanfama þijá mánuði. Matar- skortur er tekinn að þjaka íbúana og hafa margir þeirra flúið af þeim sökum. Sjá einnig „Stórsókn gegn ...“ á bls. 30. Strauss lendir í Moskvu Reuter Franz-Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands, kom til Moskvu í gær. Flaug Strauss sjálfur einkavél sinni til Moskvu. Strauss mun eiga viðræður um efnahagsmál við sovéska ráðamenn. Getgátur hafa verið uppi um að hann muni ætla að fara þess á leit við sov- ésk stjórnvöld að Mathias Rust, sem lenti flugvél sinni á Rauða torginu, verði látinn laus. Bandarísk sljórnvöld: Engar vetnissprengjur á hafsbotni við Thule Kaupmannahöfn. Frá Níls Jörgen Bruun BANDARÍSK stjómvöld hafa opinberlega neitað þvi að hugs- anlegt sé að vetnissprengjur liggi á hafsbotninum úti fyrir Thule þar sem bandarísk sprengiflugvél af gerðinni B-52 hrapaði 21. janúar 1968. Að undanfömu hafa dönsk stjómvöld tekið upp þráðinn vegna flugslyssins úti fyrir Thule árið 1968. Er ástæðan sú að danskur starfsmaður f herstöðinni í Thule sagði frá því í danska útvarpinu að sumarið 1968 hefði hann séð kvikmynd af því, sem fyrir augu bar úr bandarískum kafbáti á hafs- fréttaritara Morgunbladsins. botni úti fyrir Thule. Daninn heyrði bandaríska hermenn segja að á filmunni sæjust leifar af sprengj- um. Sjálfur sagðist Daninn viss um að hafa séð heila sprengju. Málið var tekið upp á græn- lenska landsþinginu og síðar af nefnd á vegum danska utanríkis- ráðuneytisins, sem krafði Banda- ríkjamenn um skýringar á kafbátaferðum á þessum slóðum. Einnig fór nefndin fram á að fá að skoða umrædda mynd. í yfirlýsingu frá bandaríska vamarmálaráðuneytinu segir að sprengjur séu ekki og hafi aldrei verið við herstöðina í Thule. Full- yrt er að það sem sést hafi á myndinni hafi einungis verið brak úr flugvélinni. Bandarísk stjómvöld hafa ekki svarað fyrirspum sem utanríkis- ráðherra Dana, Uffe Ellemann- Jensen, lagði fram í mars á þessu ári um það hversu mikið geisla- virkt plútóníum hafi dreifst um svæðið þegar flugvélin hrapaði og brann áirið 1968. Bandaríkjamenn hafa einungis svarað því til að geislavirku efnin hafi verið hreins- uð upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.