Morgunblaðið - 29.12.1987, Page 1

Morgunblaðið - 29.12.1987, Page 1
72 SIÐUR B 294. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins mmsmmmmmemmammammKmmmmmmmBmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmammmmmmmmmmammmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi Gengi dollar- ans lækkar enn Frankfurt, Reuter. ÞRÁTT fyrir ítrekaðar tilraunir bandaríska seðlabankans til að styrkja stöðu dollarans féll hann enn í gœr. Er dollarinn nú kominn niður fyrir 1,6 vestur-þýsk mörk og 123 japönsk jen. í kjölfarið féU Dow Jones-vísitalan um 52 stig fyrsta hálftímann eftir að við- skipti hófust í kauphöUinni í New York og aUs um 56,70 stig í gær. Seint í gærkvöldi tiikynnti talsmaður Ronalds Reagan Bandaríkjafor- seta í Los Angeles að það væri vilji Bandaríkjastjórnar að dollarinn félli ekki meira í verði. í Asíu var dollarinn lægst skráð- ur á 1,5870 vestur-þýsk mörk. í Evrópu féll gengi hans í 122,75 japönsk jen. Þegar gjaldeyrismark- aðir í Evrópu lokuðu í gær hafði tekist að hækka gengi dollarans í 1,5950 vestur-þýsk mörk og 122,95 jen. Gengi dollarans fór niður fyrir 36 íslenskar krónur í gær. Lækkun dollarans í gær er rakin til þess, að gjaldeyriskaupme’nn í Asíu töldu, að Bandaríkjamenn vildu gjaman að dollarinn félli enn frekar, svo að staða bandarískra fyrirtækja á erlendum mörkuðum batnaði. Vildu kaupmennimir láta á það reyna, hvort Bandaríkjastjóm og seðlabanka Bandaríkjanna væri ' alvara með yfirlýsingum sínum um að spoma yrði við frekara falli doll- arans. Þegar hann lækkaði í verði jókst framboðið í Asíu, því að selj- endur vildu losa sig við dollara, áður en viðskipti hæfust á mörkuð- um í Evrópu. Gengisfall dollarans gerði þriggja vikna baráttu fyrir jól á verðbréfa- markaðnum í New York að engu og Dow Jones-vísitalan féll úr 1,999 f 1,947, eða um 52 stig á fyrsta hálftímanum eftir að opnað var. Þegar kauphöllinni í New York var lokað síðdegis í gær hafði Dow Jones-vísitalan lækkað um 56,70 stig. Suður-Afríka: Mannskæð átök yfir hátíðarnar Jóhannesarborg, Reuter. ÞRJÁTÍU og tveir blökku- menn létu lffið yfir jólahelg- ina í verstu róstum sem átt hafa sér stað á þessu ári í S-Afríku. Mest mannfall varð í átökum á sunnudag þá létu tíu manns lífið. Urðu þau átök miili Súlú-manna innbyrðis. Þrátt fyrir að Desmond Tutu biskup haifi hvatt svarta menn í S-Afríku til að binda enda á átök jókst ofbeldi yfir hátíðamar. Alls létust 32 í átökum yfir jólin. Lögregla hefur engar skýringar á innbyrðis átökum Súlú-manna sem kostuðu tíu manns lífið. Að sögn lögreglu virðast gamlar væringar oft skjóta upp kollinum þegar farandverkamenn koma heim í leyfi. Reuter Um 1.500 manns, flestir þeirra afganskir flóttamenn, söfnuðust saman í London á sunnudag til að minnast innrásar Sovétmanna í Afganistan. Fólkið bar mótmælaspjöld auk þess sem brúður af Gor- batsjov Sovétleiðtoga voru bomar um götur borgarinnar. Átta ár liðin frá því Rauði herinn réðst inn í Afganistan: Irnirásarínnarmiruist með mótmælum víða um heím Islamabad, Moskvu, Peshawar, Los Angeles, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hvatti Sovétmenn á sunnudag til að kalla sovéskar hersveitir heim frá Afganistan en þá voru átta ár liðin frá þvi Rauði herinn réðst inn í iandið. Ríkisstjómir fjölmargra ríkja létu í ljós þá von að innrásarliðið yrði kallað heim á næsta ári. Afganskir útlagar minntust innrásarafmælisins með mótmælum í nokkmm borgum i Vestur-Evrópu og i Pakistan. í Moskvu bmtu óein- kennisklæddir öryggislögreglumenn á bak aftur mótmæii manna sem kröfðust þess að innrásarliðið færi frá Afganistan. Reagan forseti sagði Bandaríkja- menn fagna yfírlýsingum Sovét- manna þess efnis að þeir væru reiðubúnir til að kalla innrásarliðið heim en bætti við að enn væri því miður lítið samræmi milli orða Sov- étmanna og athæfis. Lét forsetinn í ljós þá von að Sovétmenn létu verða af því að kalla herliðið frá landinu á næsta ári. Ráðamenn í mörgum ríkjum Vestur-Evrópu og Japan tóku í sama streng í yfirlýsingum sínum í tilefni innrásarafmælisins. Mikill fjöldi afganskra útlaga safnaðist saman í borginni Peshawar í Pakistan til að minnast innrásar- innár. Hrópaði fólkið vígorð gegn Sovétstjóminni og krafðist þess að sovéskar hersveitir hyrfu skilyrðis- laust frá Afganistan. I sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga afganskra skæruliða sagði að frelsissveitimar væm reiðubúnar til að eiga beinar viðræður við fulltrúa Sovétstjómar- innar. Hins vegar var því bætt við að enn hefðu Sovétmenn ekki sýnt vilja sinn til að kalla herliðið heim í verki og hétu skæruliðar því að beijast allt þar til það yrði gert. Áfganskir flóttamenn efndu einn- ig til mótmæla i fleiri borgum í Pakistan. Víða brenndi fólkið fána Sovétríkjanna auk þess sem eldur var lagður í brúður af Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Átta meðlimir samtaka, sem beij- ast fyrir auknu trausti í samskiptum austurs og vesturs voru handteknir er þeir hugðust minnast innrásaraf- mælisins í Moskvu. Óeinklennis- klæddir öryggisverðir og lögreglu- þjónar hrifsuðu spjöld af fólkinu þar sem innrásin var fordæmd og þrír vom handteknir. Harðir bardagar hafa geisað und- anfama daga í Afganistan og segja talsmenn stjómarhersins að umsátri skæmliða um bæinn Khost skammt frá landamæmm Pakistans hafi ver- ið hmndið. Skæraliðar bám fullyrð- ingar þessar til baka í gær og sagði talsmaður þeirra í Pakistan að frels- issveitimar hefðu landsvæðið umhverfis Khost enn á sinu valdi. Skæmliðar hafa ráðið þessu land- svæði í átta ár og setið um bæinn undanfama þijá mánuði. Matar- skortur er tekinn að þjaka íbúana og hafa margir þeirra flúið af þeim sökum. Sjá einnig „Stórsókn gegn ...“ á bls. 30. Strauss lendir í Moskvu Reuter Franz-Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands, kom til Moskvu í gær. Flaug Strauss sjálfur einkavél sinni til Moskvu. Strauss mun eiga viðræður um efnahagsmál við sovéska ráðamenn. Getgátur hafa verið uppi um að hann muni ætla að fara þess á leit við sov- ésk stjórnvöld að Mathias Rust, sem lenti flugvél sinni á Rauða torginu, verði látinn laus. Bandarísk sljórnvöld: Engar vetnissprengjur á hafsbotni við Thule Kaupmannahöfn. Frá Níls Jörgen Bruun BANDARÍSK stjómvöld hafa opinberlega neitað þvi að hugs- anlegt sé að vetnissprengjur liggi á hafsbotninum úti fyrir Thule þar sem bandarísk sprengiflugvél af gerðinni B-52 hrapaði 21. janúar 1968. Að undanfömu hafa dönsk stjómvöld tekið upp þráðinn vegna flugslyssins úti fyrir Thule árið 1968. Er ástæðan sú að danskur starfsmaður f herstöðinni í Thule sagði frá því í danska útvarpinu að sumarið 1968 hefði hann séð kvikmynd af því, sem fyrir augu bar úr bandarískum kafbáti á hafs- fréttaritara Morgunbladsins. botni úti fyrir Thule. Daninn heyrði bandaríska hermenn segja að á filmunni sæjust leifar af sprengj- um. Sjálfur sagðist Daninn viss um að hafa séð heila sprengju. Málið var tekið upp á græn- lenska landsþinginu og síðar af nefnd á vegum danska utanríkis- ráðuneytisins, sem krafði Banda- ríkjamenn um skýringar á kafbátaferðum á þessum slóðum. Einnig fór nefndin fram á að fá að skoða umrædda mynd. í yfirlýsingu frá bandaríska vamarmálaráðuneytinu segir að sprengjur séu ekki og hafi aldrei verið við herstöðina í Thule. Full- yrt er að það sem sést hafi á myndinni hafi einungis verið brak úr flugvélinni. Bandarísk stjómvöld hafa ekki svarað fyrirspum sem utanríkis- ráðherra Dana, Uffe Ellemann- Jensen, lagði fram í mars á þessu ári um það hversu mikið geisla- virkt plútóníum hafi dreifst um svæðið þegar flugvélin hrapaði og brann áirið 1968. Bandaríkjamenn hafa einungis svarað því til að geislavirku efnin hafi verið hreins- uð upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.