Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 mestar mætur á. Og þær svip- myndir sem hann festi á léreft munu ylja þeim sem á horfa um mörg ókomin ár. Sturla Friðriksson Horfinn er á braut mikill lista- maður, sérstakur og sjálfstæður persónuleiki, þjóðrækinn íslending- ur og góður fulltrúi Mýramanna, Ásgeir Bjarnþórsson, 88 ára gam- all. Þótt Ásgeir næði háum aldri og nyti sæmilegrar heilsu lengi vel, varð fjöldi málverka hans ekki í samræmi við það. Hann þjónaði list- inni, án þess að hugsa um hvað hún gæfi af sér í peningum. Hann kast- aði aldrei til höndum við verk sín. Hann vann hvert þeirra af mikilli kostgæfni og lét ekkert verka sinna frá sér fyrr en hann var búinn að grandskoða þau tímum saman, jafnvel misserum og árum. Hann tignaði gömlu meistarana og lét ekki tískuna ráða ferð sinni. í sam- talsbók þeirra Andrésar Kristjáns- sonar segir hann á einum stað: „Tískulist er eins og hrímið, sem myndast á einni nóttu eða degi, en hjaðnar fyrir þeirri sól sem eilíflega skín. Öll sönn list er löng. Hún verður að hafa í sér eitthvert brot af eilífðinni, sameina nútíð og fortíð, ef hún á að vera mann- bætandi, lyfta huganum." Hann spyr ennfremur hvort það sé ekki hlutverk nútíðarinnar að tengja saman fortíð og framtíð og skila arfinum helst með örlítilli viðbót af þroska, sem líkja megi við lítinn árssprota á vaxandi eilífðartré. I þessum anda vann Ásgeir Bjamþórsson. Þetta var hugsjón hans sem listamanna. Henni þjón- aði hann trúlega til lokadægurs. Mér finnst það sennileg spá, að verk hans verði meira metin sem lengra líður og þau eigi eftir að verða eftirsótt í samræmi við það. Ég hygg að mörgum, sem kynnt- ust Asgeiri, sé líkt farið og mér. Ég met list hans mikils, en maður- inn sjálfur var ekki síður eftirminni- legur. Hann var svipmikill og bar sig vel, sagði allra manna best frá, stálminnugur, skjótur til svara og oftast bæði á skarplegan og skemmtilegan hátt. Fáir höfðu mál- ið betur á valdi sínu. Ómyrkur var hann í máli og fór ekki dult með skoðanir sínar. Ég þekkti Ásgeir eiginlega betur eftir að hann kenndi mér afmælis- vísuna, _sem Helgi Hjörvar sendi Bjama Ásgeirssyni: Glöggt hefur Mýramannakyn markað sér hinn væna hlyn. Tvennan áttu ættargrip Egilsmál og Þorsteinssvip. Egilsmál lék á tungu hans. Sama mætti segja um fleiri frændur Ás- geirs á Mýrum en Bjama ÁSgeirs- son. Ásgeir hafði sterkar taugar til æskuhéraðs síns og helst hefði hann viljað að safni verka hans yrði val- inn staður í Borgamesi. Ásgeir var þjóðrækinn og unni sjálfstæði íslands. Fjölþættar gáfur Ásgeirs áttu sinn þátt í því að fleira tafði hann við vinnu hans sem lista- manns en vandvirkni hans og virðing hans fyrir listinni. Hann hafði áhuga á mörgum málum, var vel heima á íjölmörgum sviðum og féll vel að ræða við menn um flest milli himins og jarðar. Þetta tafði oft fyrir honum. Að þessu leyti var íslensk bændamenning honum í blóð borin, eins og hann sjálfur lýs- ir henni í áðumefndri viðtalsbók í frásögn sinni af Sigurði á Haugum, sem gat rætt við Asgeir af mikilli þekkingu um Jótlandsmálin og önn- ur mál úti í heimi, en var ekki að sama skapi afkastamaður við bú- skapinn. Vði hjón emm í hópi þeirra, sem minnast við fráfall Ásgeirs margra ánægjulegra samvemstunda með honum og teljum hann með eftir- minnilegustu mönnum samtíðar sinnar. Þórarinn Þórarinsson t Faðir okkar og tengdafaðir, GÍSLI V. SIGURÐSSON póstf ulltrúi, Fálkagötu 13, lést 24. desember. Ómissandi með steikinni og hangikjötinu, hentar vel í salatið, á kalda borðið og í síldarréttina, svo fátt eitt sé nefnt. Sigrún Gísladóttir, Gunnar Kristinsson, Guðrún Gísladóttir, Arnar Gunnarsson, Anna Sigríður Gísladóttir Neville, William Neville, Aðalheiður Erna Gisladóttir, Oddur Gústafsson, Garðar V. Gíslason, Lára Gislason. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR i. GUÐMUNDSSON fyrrverandi utanríkisráðherra, sem andaðist 19. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast láti líknarfélög njóta þess. í ORA grænmeti eru engin rotvarnarefni, aðeins valin hráefni. Fæst í næstu Rósa Ingólfsdóttir, Guðmundur I. GuÖmundsson, Rósa St. Jónsdóttir, Grétar Guðmundsson, Kathleen Guðmundsson, Örn Guðmundsson, Kristín Guófinnsdóttir, Ævar Guðmundsson, Guörún Jóhannesdóttir og barnabörn. Heíurðu reynt nýju 200 ASA Gullfilmuna? matvöruverslun, hagstætt verð. Þú opnar ORA dós - og gæðin koma í ljós! Vesturvör 12, Kópavogi. 30 ÁRA VAXANDI VINSÆLDIR SANNA GÆÐIN AUK hf 95,6/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.