Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 37 Alþingi hækkaði heiðurslaun listamanna: Ekki fjölgað í heiðurslaimaflokki ALÞINGI samþykkti samhljóða á fundi sameinaðs þings i gær breytingartillögu við fjárlaga- frumvarpið frá menntamála- nefnd um hækkun á heiðurs- launum listamanna, úr 6,9 milljónum króna í 7,5 milljónir. Fimmtán listamenn eru í heið- urslaunaflokki og fær hver þeirra 500 þúsund krónur í heiðurslaun. Við afgreiðslu fjárlaga þessa árs var 16 lista- mönnum úthlutað heiðurslaun- um en einn þeirra, Snorri Hjartarson, lést i lok síðasta árs. Listamennirnir, sem njóta heið- urslauna, eru Ámi Kristjánsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Daní- elsson, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteins- son, Jóhann Briem, Jón Nordal, Jón úr Vör, María Markan, Matt- hías Johannessen, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Stefán Íslandi, Sva- var Guðnason og Valur Gíslason. Á síðustu fjálögum voru heið- urslaun alls 5,280 milljónir króna og hafa hækkað um 40% milli ára. Skiptust launin þá milli 16 manna og fékk hver 330 þúsund í sinn hlut. Þórhildur Þorleifsdóttir, form- aður þingflokks Kvennalistans, gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði að þrátt fyrir að heiðurslaun listamanna ættu að vera hafín yfir allan flokkadrátt þá væri þessi listi þannig að Kvennalistinn gæti ekki sætt sig við hann. Hlut- ur kvenna væri að þeirra mati fyrir borð borinn. Þær greiddu þó atkvæði með þessari breytingart- illögu í trausti þess að á næsta ári yrði ráðin bót á hlut kvenna. Grænmetisverslun ríkisins 6 imlljónir í hönnunarkostn- að vegna nýs þinghúss Breytingartillaga um sölu dregin til baka HLÉ þurfti að gera á atkvæða- greiðslu við þriðju umræðu fjárlaga í gær þar sem ákveðin sldlyrði er vera áttu í breyting- artillögu um leyfi til að selja eignir Grænmetisverslunar land- búnaðarins höfðu fallið niður. Ákvað fjárveitinganefnd áð draga tillöguna til baka af þess- um sökum. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur fjái-veitinganefndar sagði að í tillögu um að leyft yrði að selja fasteignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins að Síðumúla 34 og jarðhús í Ártúnsbrekku hefðu ákveðin skilyrði fallið niður. Þar sem ekki væri hægt að leggja fram breytingartillögu við þennan lið frumvarpsins hefði fjárveitinga- nefnd ákveðið að draga tillöguna til baka. Frumvarp um þetta efni yrði þó lagt fram við fyrsta hentug- leika. Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf) sagði að í frumvarpinu væri einnig liður er heimilaði sölu á grænfóðursverk- smiðju í Flatey. Þessi verksmiðja væri þegar seld og þyrfti því að leiðrétta þessi mistök. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, sagði að liður sá er Ólafur Þ. hefði vakið athygli á væri ekki til afgreiðslu á þessum fundi og því ekki hægt að gera neina breytingu þar á. TILLAGA um sex mUljóna króna framlag vegna hönnunarkostn- aðar við nýtt þinghús var samþykkt við afgreiðslu fjárlaga í sameinuðu þingi í gær. 36 þing- menn greiddu atkvæði með tillögunni, 12 á móti, 10 sátu hjá en 5 voru fjarstaddir. Þeir þingmenn sem greiddu at- kvæði á móti tiilögunni voru þau Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/ VI), Geir Gunnarsson (Abl/Rn), Guðmundur H. Garðarsson (S/ Rvk), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/ Rvk), Halldór Blöndal (S/Ne), Hjörleifur Guttormsson (Ábl/Al), Hreggviður Jónsson (B/Rn), Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl), Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn), Margrét Frímannsdóttir (Abl/Sl), Svavar Gestsson (Abl/Rvk) og Þórhildur Þorleifsdóttir. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Kristín Halldórs- dóttir sagðist vera andvíg því að þetta hús yrði reist á þeim stað sem því væri ætlað. Unnt væri og æski- legt að leysa húsnæðisvanda Alþingis á annan hátt. Halldór Blöndal sagði þessa fyrirhuguðu byggingu falla illa inn í umhverfið og vera „hátimbraða". Sighvatur Björgvinsson sagði að hér væri ein- FJARLÖGIN voru samþykkt í sameinuðu þingi í gær. Allar þær breýtingartillögur sem stjórnar- flokkamir báru upp við þriðju umræðu voru þá samþykktar en allar tillögur stjómarandstöð- unnar feUdar. Þegar frumvarpið var borið upp til atkvæða sátu allir þingmenn stjómarandstöðunnar hjá að einum undapskildum, Albert Guðmunds- ungis um að ræða fjárveitingu til að hægt væri að ljúka hönnun svo skipulagsyfírvöld borgarinnar gætu gert grein fyrir því hvort þau féll- ust á að þessi bygging myndi rísa þama. Síðan gæti Alþingi tekið afstöðu til málsins. Hann greiddi því atkvæði með þessari tillögu. syni, en hann greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Albert gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði að stjómin hefði fallið frá því mark- miði að slétta út halla ríkissjóðs á þremur ámm og hefði ákveðið að gera það á einu ári í staðinn. Hall- inn myndi nú lenda á heimilunum og atvinnufyrirtækjum sem ekki mættu við meiri álögum. Fjárlög samþykkt Siglufjörður: Oku út í sjó en sluppu ómeiddir Siflufirði. HVlT jól voru á Siglufirði og var rólegt í bænum yfir hátíðina. Færð var góð á vegum og komu tveir bUar yfir Lágheiði á sunnu- daginn frá Ólafsfirði. Er það i fyrsta sinn sem sú leið er fær um þetta leyti árs. Betur fór en á horfðist á jóladag þegar nokkrir ungir menn voru að leika sér á bílum á flugvellinum. Náði ökumaður eins bílsins ekki að stöðva og ók fram af flugvallarend- anum. Bíllinn hafnaði úti í sjó 4—5 metrum neðar. Sem betur- fer heml- aði ökumaðurinn ekki því ef hann hefði gert það er hætt við að bfllinn hefði hafnað í stórgrýti í fjörunni. Þrír menn voru í bflnum og gengu þeir út úr honum eftir óhappið alveg ómeiddir. Bíllinn virðist vera lítið skemmdur og var mikið lán að ekki fór verr. Vonskuveður var á Siglufirði á mánudag og komust menn varla út úr húsum. Siglfirðingur kom hingað fyrir jól- in með 180 til 190 tonn upp úr sjó. Togaramir Stálvík, Sigluvík og Stapavík voru í landi yfir jólin en fóru út eftir miðnætti á annan dag jóla. Þeir eru væntanlegir aftur á gamlársdag. Svanurinn er hér og er að lesta loðnumjöi. Matthías Smárahvammsland: Frestur til forkaups- réttar framlengdur SAMBAND fslenskra samvinnu- félaga hefur veitt bæjarstjórn Kópavogs frest fram tíl 15. febr- úar, til að ákveða hvort bærinn nýtir sér forkaupsrétt að Smárahvammslandi. Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra, hafa frumhugmyndir að nýt- ingu landsins verið kynntar bæjaryfirvöldum og sagði hann að forsendur hefðu ekki breyst frá þvf sem var, þegar kauptil- boðið var gert, þrátt fyrir ákvörðun um fyrirhugaða skrif- stofubyggingu á Kirkjusandi. Guðjón taldi að bæjaryfirvöld hefðu upphaflega búist við að Sam- bandið mundi reisa nýjar skrifstof- ur f Smárahvammslandi en um það hefur aldrei neitt ákveðið komið fram frá hendi Sambandsins. „Þegar við fórum fram á að kaupa landið var ekki ljóst hvar skrifstof- ur okkar yrðu staðsettar. Það kom síðar í ljós,“ sagði Guðjón. í frum- hugmyndunum er gert ráð fyrir að þama rísi hús fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi auk annarra möguleika sem eru í athugun. „Þetta er það stórt land að Sam- bandið mun ekki geta nýtt það allt nema á mjög löngum tíma og þess vegna var þegar í upphafí haft í huga að hugsanlega gætu aðrir aðilar nýtt hluta af landinu,“ sagði Guðjón. Landið allt er um 30 hektarar og þar af eru um 20 hektarar byggingarland. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri sagði að hugmyndir Sam- bandsins að landnýtingu í Smárahvammslandi væru ekki full mótaðar og að þær hefðu valdið nokkrum vonbrigðum. „Það er ekki óhugsandi að bæjarfélagið taki forkaupsréttinn því margir aðilar hafa lýst yfir áhuga á þessu landi, en okkur fínnst ekki gerlegt að taka afstöðu miðað við þær upplýs- ingar sem við höfum nú,“ sagði Kristján. Morgunblaöið/Siguröur Jónsson Fólksflutningabifreiðinni bakkað upp á Suðurlandsveg síðdegis á aðfangadag. Stór rúta fauk út af Suðurlandsvegi Selfossi. Áætlunarbifreið með 40 far- þega fór útaf Suðurlandsvegi skammt vestan IngólfsfjaUs siðdegis á aðfangadag jóla. Bif- reiðin lenti i snörpum vindsveip og ökumanninum tókst að sveigja útaf veginum og forða frekara óhappi. Á aðfangadag var mjög hvasst og hált á veginum undir Ingólfsfjalli og sterkur vindstrengur með flallinu vestanverðu. Fólksflutningabifreiðin, sú stærsta í bflaflota Sérleyfisbíla Selfoss, var í áætjunarferð frá Reykjavík þegar ()happið varð. Bflstjórinn stýrði bílnum skáhallt útaf og stöðvaði hann í móa spöl frá veginum. Nokkrum minútum sfðar var annar bfll frú Sérleyfisbílum Sel- foss kominn á vettvang og tók hann farþegana og flutti áfram. Ekki er vitað til að neinum hafí orðið meint af þessu óhappi. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.