Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 fclk f fréttum Fimm ættliðir í beinan kvenlegg Fimm ættliðir samankomnir í skírnarveislu þeirrar yngstu. F.v.: Guðrún Gísladóttir 21 árs, Guðrún Ólafsdóttir 62 ára, Guðrún Hannesdóttir áttræð, Ása Margrét Helgadóttir 6 mánaða og Ása Margr- ét Ásgeirsdóttir 39 ára. Morgunblaðið/Ámi Helgason Þorgrímur Bjarnason bóndi í Vík við Stykkishólm. Fæst ekki um lífsgæða- kapphlaupið Stykkishólmi. * AMEÐAN menn eru í kapp- hlaupi um að útvega sér nýja bíla og þeim fjölgar á met- hraða hér á landi lætur Þorgrím- ur Bjarnason bóndi í Vik við Stykkishólm sér nægja að koma á gamla traktornum sínum i bæinn, hvort sem það er til inn- kaupa eða í vinnuna. Þorgrímur Bjamason var áður í Borgarlandi, sem áður hét Dældar- kot, og bjó þar með Ingibjörgu Stefánsdóttur, en fyrir nokkrum árum fluttu þau sig um set eða til Víkur við Stykkishólm. Þorgrímur var á unga aldri tek- inn í fóstur til heiðurshjónanna Elínborgar og Hannesar Hannes- sonar en þau ólu alls upp þijú börn og komu þeim öllum til manndóms. Þorgrímur er mjög lagvirkur maður og öll sín verk vinnur hann af alúð og kostgæfni upp á gamla móðinn. Um auð og völd hefur hann sjálfsagt sjaldan eða aldrei dreymt og í kapphlaupi dagsins í dag er hann ekki hlutgengur. Fróðleiks- maður er hann og les þegar hann kemst til þess en auðvitað situr búsmali og vinnan fyrir. Fróður er hann, það fer ekki milli mála og er hjálpsamur og hollráður. Þorgrími líkar best að vera heima, hann ferðast ekki mikið og hefur engu eytt til utanferða. Öll eyðsla er honum andstyggð, enda vaninn við að fara vel með._ — Árni BERGÞÓRA í SEINNA LAGI Ég ætti kannski að safna skeggi Bergþóra Árnadóttir sendi frá sér í haust plötu með frumsömdu efni, en sú plata er m.a. nýstárleg fyrir það að hún var tekin upp líkt og á tónleikum; 19 lög voru tekin upp á rúmum fimm tímum í Stúdíói Stemmu á Seltjarnarnesi. Fólk í fréttum leitaði til Bergþóru til að spyrja hana um plötuna og hvernig það sé að vera kona á íslenskum plötumarkaði. Bergþóra býr í risíbúð á Skóla- vörðuholtinu og bauð blaðamanni uppá kaffi inn í eldhús. Þar fór við- talið fram með stöku upphlaupum vegna kattanna tveggja sem vildu fá sína athygli. Bergþóra, segðu mér frá tilurð plötunnar. Það var þannig að við, eða öllu heldur maðurinn minn, fékk upp- ljómun á föstudaginn langa síðast- liðinn, þetta er svo langur dagur og maður getur hugsað svo mikið, að fara og skoða hljóðverið hjá Didda fiðlu og einmitt að athuga þennan möguleika að taka upp beint. Nú, okkur leist ákaflega vel á þetta og bókuðum bara tíma í snatri. Næst var að finna undirleik- ara og fyrst var talað við Tryggva Húbner sem hefur verið mikið með mér. Næst hringdum við út til Bandaríkjanna til Pálma Gunnars- sona. til að gá hvort hann væri lifandi, því þá gengu þær sögur að hann væri dauður, og hvort hann væri ekki til í að rísa upp með okk- ur. Síðan barst Hjörtur Howser inn í þetta dæmi. Með okkur voru einn- ig þeir Abdou og Siggi Reynis og vinur minn Eyjólfur. Við tókum síðan upp 19 lög á fimm og hálfum tíma 27. maí og Sjónvarpið mynd- aði þetta alltsaman. Nú er þetta eina platan sem kemur út á þessu ári sem kona gefur út, og henni hefur ekki verið mikið hampað. Hefur það háð þér að vera kona í poppiðn- aðinum? Já, það kom mér á óvart hvað fólki er mismunað eftir kynferði í tónlistinni. Ég er mikið farin að spá í að reyna -verða mér út um skegg og fara í kynskiptingaraðgerð, vegna þess hve ég hef fundið það að það háir mér að vera kona; að vera „kelling“. Það er allt í lagi fyrir strákana að vera á svipuðum aldri og ég, en ég er bara kelling og á ekkert að vera að blanda mér í þessi mál. Ef konur vilja syngja þá eiga þær að vera skrautpíur með fallega rödd sem syngja bakraddir í popptónlist. Það sagði mér það maður um daginn að ég væri með ljóta rödd og kynni ekkert að syngja og ég var alveg sammála honum, en ég held nú að ég sé sæmilega lagviss og sæmilega vel að mér í tónlist og ég hef aldrei stílað inn á það að syngja með einhverri englarödd. Morgunblaðið/Þorkell Ég kann ágætlega við röddina í mér eins og hún er. Nú hefur plötunni ekki verið mikið hampað i fjölmiðlum en hvernig viðtökur hefur þú fengið þegar þú ert að spila fyrir fólk? Aíveg frábærlega góðar. • Það kom mér verulega á óvart, ég var að spila efni af plötunni, reyndar rétt áður en hún kom út, og fólk bað aftur um þau lög sem ég hefði reyndar talið að væru í þyngri kant- inum og ekki beint formúlúlög. Það er allt of útbreiddur mis- skilningur að plötukaupendur séu allir unglingar með lofttæmi á milli eymanna sem taki ekki við neinu nema diskótakti. Mér finnst, þegar ég held tónleika, að fóll: sé að hlusta á það sem ég er að syngja. 0g þess vegna finnst mér að ég þurfi að syngja eithvað sem er hlustandi á. Viltu segja eithvað að lokum? Já, ef einhver veit um gott skegg- meðal eða leið til að öðlast ákveðið líffæri þá endilega að láta mig vita. Viðtal Arná Matthiasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.