Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 63 Skák: Jóhann vann jóla- mót Utvegsbankans JÓHANN Hjartarson vann ör- uggan sigur á jólahraðskákmóti Útvegsbanka Islands hf. sem haldið Var í 8. skipti sl. sunnudag í afgreiðslusal aðalbankans við Lækjartorg í Reykjavík. Jóhann fékk 14'/2 vinning, en Friðrik Ólafsson, sem kom næstur, fékk 12'/2 vinning. Alls tóku 18 skák- menn þátt í mótinu. Aðrir verðlaunahafar voru Karl Þorsteins, sem fékk IIV2 vinning, og Hannes Hlifar Stefánsson og Sævar Bjamason sem fengu 11 vinninga. Þessir fimm skákmenn skiptu á mílli sín 75 þúsund krónum sem bankinn veitti í verðlaun. Auk þess afhenti Gísli Ólafsson formað- ur bankaráðs bankans Þráni Guðmundssyni forseta Skáksam- bands íslands 100 þúsund krónur til styrktar skáklistinni. í næstu sætum eftir verðlauna- höfum urðu Jón L. Ámason með IOV2 vinning, Margeir Pétursson með 10 vinninga og Davíð Ólafs- son, Elvar Guðmundsson og Ingvar Ásmundsson með 9 vinninga. Morgunblaðið/Bjarni Jóhann Hjartarson, sigurvegarinn á jólahraðskákmóti Útvegsbank- ans, teflir við Elvar Guðmundsson. Morgvnblaðið/SPB Séra Sighvatur Karlsson sóknarprestur skirði lítið barn í Húsavík- urkirkju á jólunum. Hvítjól á Húsavík Húsavik. HVÍT jól, friðar jól og gleði- leg jól áttu Húsvíkingar að þessu sinni, en þó heyrandi og hugsandi um hörmungar víða í fjarska, sem snertu suma. Allan desembermánuð hafði verið hér einmuna blíða, stillt veður og úrkomulaust að heita má allan mánuðinn og auð jörð á láglendi. Margir höfðu óskað hvítra jóla og þeim varð að ósk sinni, því að á Þorláksmessu gekk á með slydduéljum og frosti er á daginn leið, svo að kvöldi var orðin hvít jörð. Á aðfangadag var svo hríðarhragl- andi af norð-austri og hálf leiðinlegt veður þá fjölmennt var til aftansöngs í Húsavíkurkirkju. Hún var þétt setin, en þó urðu menn ekki frá að hverfa vegna rúmleysis, því veður mun eitt- hvað hafa dregið úr kirkjusókn. Á jóladag var komið hið feg- ursta veður, þá sóknarprestur- inn séra Sighvatur Karlsson boðaði til hátíðarmessu kl. 14.00. Logn en kalt, 10 stiga frost og hélst sú frostharka báða jóladagana, en á þriðja í jólum fór að draga úr frosti. Greiðfært var um alla vegi svo að fjölskyldur gátu farið óhindr- að milli ættingja og vina, sem hér er siður á jólum og að kvöldi annars jóladags til skemmtana á dansleiki, sem voru vel sóttir og fóru hið besta fram. — Fréttaritari Evrópumót unglinga í skák: Þröstur Þórhalls- son er í 12.-15 sæti ÞRÖSTUR Þórhallsson gerði jafntefli við nngverska al- þjóðameistarann Csaba Hor- váth í 9. umferð Evrópumót^^ unglinga í skák, sem nú stend- 1 ur yfir í Arnheim í Hollandi. Þröstur er í 12.-15. sæti með 41/2 vinning. Fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Þröstur vann Italann Fabio Bellini í 6. umferð mótsins og gerði jafiitefli við Rui Damaso Almeida frá Portúgal í þeirri 7., en í 8. umferð tapaði Þröstur fyrir Dragan Kosic frá Júgó- slavíu. Sovétmennirnir Boris Gelfand og Vassilij Ivantsjuk berjast um sigurinn á mótinu, með 8 og 7V2 vinning. í 3-4. sæti eru Joriá^ Brenninkmeijer frá Hollandi og Lars Bo Hansen frá Danmörku með 6 vinninga. Ivantsjuk er núverandi Evrópumeistari en Gelfand hefur aldrei teflt áður á vesturlöndum. Raunar hefur. hann aðeins tekið þátt í einu al- þjóðlegu móti í Sovétríkjunum en þar stóð hann sig svo vel að hann er skráður með 2510 ELO stig. Smálog- ar hér og þar SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt út 15 sinnum frá þvi á aðfanga- dag og fram á sunnudags- kvöld. Ekki urðu þó neinir stórbrunar, ef frá er skil- inn eldur i mötuneyti Hampiðjunnar á laugar- dag. Slökkviliðið slökkti eld í sinu, ruslatunnum, pottum, stórsteikum, smákökum og fleiru. Þá þurfti eitt sinn að aðstoða fólk vegna vatnsleka í íbúð. Leitað að manni síðan á að- fangadagskvöld Selfossi. IUÖRGUNARSVEITIR frá Sel- fossi, Eyrarbakka og Þorláks- höfn hafa siðan á aðfangadags- kvöld leitað manns frá Þorlákshöfn sem saknað var þá um kvöldið. Bifreið mannsins fannst við Sogsbrú og hafa björgunarsveitar- menn leitað þar i kring og niður með ánni. Leitin hefur ekki borið árangur. — Sig. Jóns. rw~\ Oö PIOIMEER ÚTVÖRP örbylgjuofnar fyrir hækkun 4(mj ~ 1 ****** — tosmiba 30 \ n *T .'6 w ■. # 8 UirjHti cr 10 geróir at ofnum. Verð frá kr. 16.900. Kr. 15.990 stgr. Einar Fanestveit & Co .hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆOI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.