Morgunblaðið - 29.12.1987, Page 63

Morgunblaðið - 29.12.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 63 Skák: Jóhann vann jóla- mót Utvegsbankans JÓHANN Hjartarson vann ör- uggan sigur á jólahraðskákmóti Útvegsbanka Islands hf. sem haldið Var í 8. skipti sl. sunnudag í afgreiðslusal aðalbankans við Lækjartorg í Reykjavík. Jóhann fékk 14'/2 vinning, en Friðrik Ólafsson, sem kom næstur, fékk 12'/2 vinning. Alls tóku 18 skák- menn þátt í mótinu. Aðrir verðlaunahafar voru Karl Þorsteins, sem fékk IIV2 vinning, og Hannes Hlifar Stefánsson og Sævar Bjamason sem fengu 11 vinninga. Þessir fimm skákmenn skiptu á mílli sín 75 þúsund krónum sem bankinn veitti í verðlaun. Auk þess afhenti Gísli Ólafsson formað- ur bankaráðs bankans Þráni Guðmundssyni forseta Skáksam- bands íslands 100 þúsund krónur til styrktar skáklistinni. í næstu sætum eftir verðlauna- höfum urðu Jón L. Ámason með IOV2 vinning, Margeir Pétursson með 10 vinninga og Davíð Ólafs- son, Elvar Guðmundsson og Ingvar Ásmundsson með 9 vinninga. Morgunblaðið/Bjarni Jóhann Hjartarson, sigurvegarinn á jólahraðskákmóti Útvegsbank- ans, teflir við Elvar Guðmundsson. Morgvnblaðið/SPB Séra Sighvatur Karlsson sóknarprestur skirði lítið barn í Húsavík- urkirkju á jólunum. Hvítjól á Húsavík Húsavik. HVÍT jól, friðar jól og gleði- leg jól áttu Húsvíkingar að þessu sinni, en þó heyrandi og hugsandi um hörmungar víða í fjarska, sem snertu suma. Allan desembermánuð hafði verið hér einmuna blíða, stillt veður og úrkomulaust að heita má allan mánuðinn og auð jörð á láglendi. Margir höfðu óskað hvítra jóla og þeim varð að ósk sinni, því að á Þorláksmessu gekk á með slydduéljum og frosti er á daginn leið, svo að kvöldi var orðin hvít jörð. Á aðfangadag var svo hríðarhragl- andi af norð-austri og hálf leiðinlegt veður þá fjölmennt var til aftansöngs í Húsavíkurkirkju. Hún var þétt setin, en þó urðu menn ekki frá að hverfa vegna rúmleysis, því veður mun eitt- hvað hafa dregið úr kirkjusókn. Á jóladag var komið hið feg- ursta veður, þá sóknarprestur- inn séra Sighvatur Karlsson boðaði til hátíðarmessu kl. 14.00. Logn en kalt, 10 stiga frost og hélst sú frostharka báða jóladagana, en á þriðja í jólum fór að draga úr frosti. Greiðfært var um alla vegi svo að fjölskyldur gátu farið óhindr- að milli ættingja og vina, sem hér er siður á jólum og að kvöldi annars jóladags til skemmtana á dansleiki, sem voru vel sóttir og fóru hið besta fram. — Fréttaritari Evrópumót unglinga í skák: Þröstur Þórhalls- son er í 12.-15 sæti ÞRÖSTUR Þórhallsson gerði jafntefli við nngverska al- þjóðameistarann Csaba Hor- váth í 9. umferð Evrópumót^^ unglinga í skák, sem nú stend- 1 ur yfir í Arnheim í Hollandi. Þröstur er í 12.-15. sæti með 41/2 vinning. Fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Þröstur vann Italann Fabio Bellini í 6. umferð mótsins og gerði jafiitefli við Rui Damaso Almeida frá Portúgal í þeirri 7., en í 8. umferð tapaði Þröstur fyrir Dragan Kosic frá Júgó- slavíu. Sovétmennirnir Boris Gelfand og Vassilij Ivantsjuk berjast um sigurinn á mótinu, með 8 og 7V2 vinning. í 3-4. sæti eru Joriá^ Brenninkmeijer frá Hollandi og Lars Bo Hansen frá Danmörku með 6 vinninga. Ivantsjuk er núverandi Evrópumeistari en Gelfand hefur aldrei teflt áður á vesturlöndum. Raunar hefur. hann aðeins tekið þátt í einu al- þjóðlegu móti í Sovétríkjunum en þar stóð hann sig svo vel að hann er skráður með 2510 ELO stig. Smálog- ar hér og þar SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt út 15 sinnum frá þvi á aðfanga- dag og fram á sunnudags- kvöld. Ekki urðu þó neinir stórbrunar, ef frá er skil- inn eldur i mötuneyti Hampiðjunnar á laugar- dag. Slökkviliðið slökkti eld í sinu, ruslatunnum, pottum, stórsteikum, smákökum og fleiru. Þá þurfti eitt sinn að aðstoða fólk vegna vatnsleka í íbúð. Leitað að manni síðan á að- fangadagskvöld Selfossi. IUÖRGUNARSVEITIR frá Sel- fossi, Eyrarbakka og Þorláks- höfn hafa siðan á aðfangadags- kvöld leitað manns frá Þorlákshöfn sem saknað var þá um kvöldið. Bifreið mannsins fannst við Sogsbrú og hafa björgunarsveitar- menn leitað þar i kring og niður með ánni. Leitin hefur ekki borið árangur. — Sig. Jóns. rw~\ Oö PIOIMEER ÚTVÖRP örbylgjuofnar fyrir hækkun 4(mj ~ 1 ****** — tosmiba 30 \ n *T .'6 w ■. # 8 UirjHti cr 10 geróir at ofnum. Verð frá kr. 16.900. Kr. 15.990 stgr. Einar Fanestveit & Co .hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆOI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.