Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Sovétríkin: Víða andstaða við „glasnost“ Moskvu, Reuter. HÁTTSETTUR embættismað- ur í Kreml sagði fyrir helgina að margir frammámenn innan kommúnistaflokksins víðs veg- ar um Sovétríkin væru á móti umbótum og reyndu að hindra opinskáa umræðu um vanda- mál landsins. „Það er ekki tímabært að segja að „glasnost“ sé ástundað hvar sem er,“ sagði Georgíj Raz- umovskí ritari miðstjórnarinnar í viðtali við dagblaðið Prövdu. Hann sagði ennfremur að til væru þeir flokksmenn sem sannfærðir væru um að almenningur þyrfti ekki að vita allt: „Þeir halda vegna stöðu sinnar að í þeim einum safn- ist saman viska og þekking.“ Orð Razumovskís koma í kjöl- far vaxandi opinberrar umræðu um það í Sovétríkjunum að up- stokkun þjóðlífsins eigi við ramman reip að draga. Búist er við að á næsta flokksþingi í júní eðajúlí verði „glasnost" markaður nýr rammi og þeir embættismenn látnir víkja sem staðið hafa um- bótum í vegi. Cö PIOINIEER Harðir bardagar í Afganistan: Stórsókn gegn frelsissveitum nærri landamærum Pakistans Islamabad, Peshawar, Reuter. TALSMENN stjórnarhersins í Afganistan segja að umsátur skæruliða um landamærabæinn Khost, sem staðið hefur í átta ár, hafi verið brotið á bak aft- ur. Tilkynning þessi hefur ekki fengist staðfest og fréttir af átökunum eru óljósar. Tals- menn skæruliða í Pakistan kveðast efast um að tilkynning stjórnvalda í Kabúl eigi við rök að styðjast og bera til baka fullyrðingar um mikið mann- fall í röðum skæruliða. Átta ár eru nú liðin frá því að Sovét- menn réðust inn í Afganistan. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings sovéskra innrásar- sveita, blés til stórsóknar gegn skæruliðum í síðustu viku en þeir hafa ráðið landsvæðinu umhverfis Khost, sem er skammt frá landa- mærum Pakistan, síðustu átta árin. Talið er að 8.000 stjómar- hermenn haldi til í Khost auk þess sem þar er einnig að finna sovéska hernaðarráðgjafa. Hefur bærinn verið nefndur „Litla Moskva" af þessum sökum. Útvarpið í Kabúl, höfuðborg Afganistan, skýrði frá því á sunnudag að stjórnarherinn hefði unnið sigur á skæruliðum og brot- ið umsátur þeirra á bak aftur. Þess var ekki getið hvernig staðið hefði verið að þessum hernaðarað- gerðum en þjóðinni var heitið því að skýrt yrði nánar frá þeim síðar. Sovéska fréttastofan Tass skýrði hins vegar frá því að sveitir stjórn- arhersins væru enn í níu kílómetra fjarlægð frá Khost og hafði frétt- ina eftir . aðstoðarutanríkisráð- herra stjórnarinnar í Kabúl. Talsmaður Sovétstjórnarinnar sagði í Moskvu á Þorláksmessu að 1.500 skæruliðar hefðu fallið eða særst í bardögum í nágrenni Khost. Skæruliðar sögðu þessa tölu fráleita en talsmaður þeirra í Pakistan viðurkenndi að sveitir Sovétmanna og stjómvalda í Kab- úl hefðu náð hluta landsvæðisins umhverfis Khost á sitt vald. Tals- maðurinn kvað 41 skæmliða hafa fallið í bardögum í desember en sagðist ekki geta sagt til um mannfall í röðum stjórnarher- manna en taldi fullvíst að það væri mun meira en það sem frels- issveitirnar hefðu orðið fyrir. Talsmaðurinn skýrði einnig frá því að skæruliðar hefðu skotið niður fjórar þotur í eigu stjórnar- hersins og grandað fjórum til viðbótar á flugvellinum í Khost. Til þess að komast að bænum þarf stjórnarherinn að fara um 80 kílómetra leið í gegnum land- svæði sem frelsissveitir Afgana hafa haft á sínu valdi allt frá því Sovétmenn réðust inn í Afganist- an fyrir átta ámm. Landsvæði þetta hentar einnig sérlega vel fyrir skæmhernað. Sérfræðingar hafa og bent á að stjórnarherinn geti tæpast treyst á liðs- og birgðaflutninga með flugvélum þar sem skæmliðar ráði nú yfir öflugum loftvamarflugskeytum. Bardagarnir í nágrenni Khost em hinir hörðustu í landinu frá því í janúarmánuði er yfirvöld hmndu af stað herferð til að koma á „þjóðársátt". Skæmliðum var veitt uppgjöf saka og útlögum leyft að snúa heim auk þess sem stjórnvöld lýstu yfir vopnahléi. Viðbrögð við þessu hafa verið dræm og viðurkenna stjórnvöld til að mynda að einungis um 100.000 flóttamenn hafi snúið til baka en talið er að um þrjár millj- ónir manna hafi flúið landið yfir til Pakistan. Skæmliðar hafa hafnað „þjóðarsáttinni“ og heita því að beijast allt þar til sovéska innrásarliðið verður kallað heim. Diego Cordovez, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, er væntan- legur til Pakistan í næsta mánuði og mun hann einnig eiga viðræður við ráðamenn í Kabúl. Cordovez hefur stýrt óformlegum viðræðum milli stjórnvalda í Pakistan og Afganistan frá árinu 1982 og er búist við að þessi lota viðræðn- anna muni einkum snúast um hvernig standa beri að brottflutn- ingi sovéska innrásarliðsins. Bögglast þú við flók- inn undirbúning þeg- ar von er á vinum? | Gerðu þér lífið létt og gestunum gott með að bjóða þeim girnilegt og stökkt mms Bugles með maís- og ostabragði; tilbúið beint úr pakkanum í skálina. Ljúffengt eitt sér eða með ídýfu. / Bc NACK aJASTEUKF BWACADOEN WRSAOEAUUMINIO KNUSPRIG OURCH PAHAMANTCNfflSU FRISCHHALTE- FRESCURA PACKUNG F0RPACKA0 I AROMBEVARANDE F0UE SMAAKTALS íAB0RaM.A,Z * GEROOSTERDE « " rOSTADO Ð^OSr BEVARER SPROHETEN F0LIEP0SE BEVARER FRISKHEDEN VERS D00R VERPAKKING IN F0LIE FRAIS GRACE AU SACHETEN ALUMINIUM S :'xy NACK0 i-i , '<■< > - > - ; •-. - U ■- . v.-. mmá m ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.