Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Björgvin með góða gesti Hljómplötur Sveinn Guðjónsson ý ÚTGÁFA á svonefndum jólaplöt- um hefur verið fastur liður í hljómplötuiðnaðinum á undanf- örnum árum, þótt mönnum hafi verið mislagðar hendur í þeim efnum eins og gengur. Oft hefur býsna vel tekist til og besta dæm- ið sem ég man eftir í þessum efnum er jólaplata hljómsveitar- innar Hljóma, „Gleðileg jól“, sem út kom á síðasta áratug og mun enn vera í sölu, eftir því sem mér er tjáð. Björgvin Halldórs- son var í einu af aðalhlutverkun- um á þeirri plötu og hefur raunar komið við sögu á mörgum jóla- plötum, sem síðan hafa komið út. Og enn er Björgvin á ferð með jólaplötu, sem ber heitið „Jólagestir", þar sem hann tekur á móti ýmsum þekktum söngvur- um og þykir mér vel hafa tekist til með valið á gestunum að þessu sinni. Björgvin fer nýjar leiðir á þess- ari plötu og í stað þess að endurflyja eldri jólalög, hefur hann látið gera nýja jólatexta við lög úr ýmsum áttum og hafa fæst þeirra áður verið færð í jólabúning. Undantekn- ing á því er þó lagið „Einmana um jólin“, sem Björgvin syngur ásamt Bjama Arasyni, en þar er á ferð- inni gamla jólalagið „Blue Christm- as“, sem Presley-aðdáendur hafa gjaman sett á fóninn á Þorláks- messukvöld á meðan þeir em að skreyta jólatréð. Sumum þeirra kann því að þykja það ósvífni af þeim Bjarna og Björgvin að herma með þessum hætti eftir goðinu, en þó er bót í máli að þeir gera það svo vel að engu er líkara en Elvis sálugi hafi risið upp úr gröf sinni til að syngja lagið á íslensku. Til gamans skal það upplýst hér að það er Bjami sem syngur fýrsta erind- ið, Björgvin annað og Bjarni hið þriðja, en margir hafa átt erfitt að greina þar á milli og hafa sumir staðið í þeirri trú að Bjami einn eigi heiðurinn af söngnum. Þetta sýnir bara að það geta fleiri náð Elvis en Bjarni Arason. Björgvin Halldórsson. Annað gamalt jólalag sem er að fínna á þessari plötu er sálmurinn „Hin helga nótt“ í ágætum flutn- ingi Egils Ólafssonar, Fóstbræðra og Sönghóps Söngskólans. Önnur lög á plötunni hafa ekki áður verið færð í jólabúning svo að ég viti, en em samt flest þess eðlis að þau venjast vel sem slík. Gestir Björg- vins á plötunni em, auk þeirra sem áður em nefndir, Eiríkur Hauksson, Ellý Vilhjálms, Eyjólfur Kristjáns- son, Ema Gunnarsdóttir, Halla Margrét Ámadóttir, Helga Möller, Jóhann Helgason, Pálmi Gunnars- son og Kór Öldutúnsskólans auk þess sem Björgvin syngur þama eitt lag með Svölu dóttur sinni, sem hefur fengið góðar viðtökur á vin- sældarlistum. Ég sé annars ekki ástæðu til að gera hér upp á milli þessara ágætu gesta enda standa þeir sig allir með prýði og í heild er þetta vel heppnuð jólaplata. Ef þig langar að gefa óvenjulega gjöf sem gleður augað þá er ársmappa Pósts og síma með frímerkjum ársins 1987 einmitt slík gjöf. Hún er einnig kjörin sem gjöf til vina og kunningja erlendis, því hún er á sinn hátt smámynd af Islandi sem gaman er að eiga og safna. Verð möppunnar er 590 kr. Mundu eftir ársmöppunni næst þegar þig vantar eitthvað eigulegt til að gefa. Hagkvæm- ustu sauð- fjárrækt- arhéruðin úr leik DEILDARSTJÓRAR Sláturfélags Suðurlands mótmæla harðlega mis- munandi skerðingu á fullvirðisrétti sauðfjárafurða verðlagsárið 1988—89. í ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra á Hvolsvelli fyr- ir skömmu segir að með þessu sé hallað á mikilvæg sauðfjárræktar- svæði á starfssvæði félagsins. Einnig kemur fram sú skoðun að aðgerðir þessar miði einungis að þvi að draga í heild úr neyslu kinda- kjöts í landinu þar sem hér myndu hagkvæmustu og samkeppnishæf- ustu sauðfjárræktarhéruðin í landinu dæmd úr leik. í ályktuninni kemur einnig fram: „Fundurinn bendir á að með þessum aðgerðum er verið að vinna að því að leggja niður að verulegu leyti sauð- fjárrækt á Suðurlandi og á engan hátt tekið tillit til þess, að góðar sauð- fjársveitir eru á þessu svæði, þar sem bændur starfa alfarið að sauðfjárrækt og eiga ekki annarra kosta völ. Bent skal á, að flokkun bænda eftir sýslum í álitsgerð starfshóps um sauðfjárrækt fýlgja fyrirvarar, sem ekkert tillit er tekið til í skerðingaraðgerðum. Þá bendir fundurinn á, að árang- ursríkt starf hefur verið unnið við uppbyggingu vinnslustöðva á svæði Sláturfélags Suðurlands, þar sem öll sláturhús þess á Suðurlandi eru nú löggilt af heilbrigðisyfirvöldum. Mark- aðsstaða félagsins hefur verið það traust, að það hefur nú um nokkurt skeið selt milli ára. Telja má, að þar um ráði einnig smekkur neytenda, sem vilja sunnlenskt kindakjöt öðru frem- ur.“ Á fundi deildarstjóranna var einnig samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjómina og sérstaklega fjár- málaráðherra að falla frá fyrirhuguð- um söluskatti á landbúnaðarvörur. Þá var það harmað að annað árið í röð skuli sláturleyfishöfum ekki vera unnt að gera upp við sauðfjárbændur á réttum tíma. „Fundurinn gerir þá kröfu til stjómvalda, að þau hlutist til um að útvega sláturleyfishöfum það fé sem nauðsynlegt er til þess að inna þessa greiðslu af hendi nú þegar ásamt fullum 'dráttarvöxtum til greiðslu- dags.“ .Miele. Heimilistœki annað er mála- miðlun. JÓHANN ÓLAFSSON & C0 • 43 SuncMborg - 104 Roykjavík - Slml 888588 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.