Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 15 Fiskeldisstöðin Smári hf.: Lax sendur með flugi beint á Bandaríkjamarkað ÞorlákshÖfn. FISKELDISSTÖÐIN Smári hf. í Þorlákshöfn slátraöi um 400 kíló- um af laxi í nýju og glæsilegu sláturhúsi sem þeir hafa reist. Allur þessi lax verður sendur með flugi beint á markað í Bandaríkjunum. Þorvaldur Garðarsson fram- kvæmdastjóri Smára sagði að þetta væri hálfgerð tilraunaslátrun, til að athuga hvernig nýja sláturhúsið reyndist og eins til að þreifa sig áfram með markaðinn í Banda- ríkjunum. „Húsið hefur reynst frábærlega vel, er rúmgott, bjart og hreinlegt, einnig hafa öll tæki rejmst mjög vel en tölvuvogir og annar búnaður er frá Marel," sagði Þorvaldur. „Við seljum allan okkar lax sjálflr og fer hann beint til veitingahúsa og hótela í Bandaríkjunum. Fyrir laxinn fæst mjög gott verð núna eða um 450 krónur. Það er mikilvægt að öll okkar vara verði í hæsta gæðaflokki og fái á sig gott orð því það gæti tryggt ókkur hæsta verð. Sá lax sem fer út núna er 4-6 pund að þyngd en einn og einn fer upp í 8 pund en þetta er heppilegasta stærðin til slátrunar," sagði Þor- valdur. „ Ársframleiðsla 400 tonn „Hjá okkur á stöðinni eru nú um 50 tonn tilbúin til slátrunar sem ráðgert er að vera búið að slátra fyrir vorið," sagði Þorvaldur. „Þeg- ar stöðin er fullbúin er reiknað með að ársframleiðslan verði um 400 tonn af laxi. Auk þess er seiðafram- leiðsla í fullum gangi og tilraunir með bleikju og urriða. Vonir standa til að eftir áramót verði hægt að senda fisk út tvisvar í viku. Það er mikill kostur að geta slátrað svona jafnt og þétt, jafnvel er hægt að hugsa sér að ef kaupanda vant- ar skyndilega aukið magn getur hann hringt og fengið þá pöntun afgreidda í Bandaríkjunum strax daginn eftir." Lax í svipuðum gæðaf lokki og náttúrulegur lax Þegar litið er ofan í kerin vékur það athygli að mikill straumur og hringiða er í þeim. Þorvaldur sagði að þetta væri til að líkja eftir nátt-. úrulegu umhverfi. Laxinn yrði að hafa fyrir því að synda upp í strauminn, þannig er minni hætta á að hann offitni. Þetta ásamt fóðr- inu sem kemur frá ístess á Akureyri gerir það að verkum að þessi eldis- lax gefur laxi sem vex við náttúru- legar aðstæður lítið eftir, sagði Þorvaldur. Heitur sjór í túnfætinum Grundvallaratriði fyrir góðri fisk- eldisstöð er mikið af góðu vatni, heitu og köldu ásamt hreinum og tærum sjó. Að sögn Þorvaldar eru aðstæður hér í Þorlákshöfn örugg- lega þær bestu sem hægt er að hugsa sér, að vísu eru boranir kostnaðarsamar, en þegar árangur- inn er góður er það vel þess virði. „Þær holur sem búið er að bora hér á berginu hafa allar skilað ár- angri. Það er ekki lítill kostur að hafa heitt og kalt vatn og heitan og kaldan sjó innan lóðamarkanna, og allt saman mjög hreint og tært eftir að hafa síast í gegnum jarðlög- in,“ sagði Þorvaldur að lokum. - JHS Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Þorvaldur Garðarson stöðvarstjóri með einn átta punda á tölvuvog- inni. Unnið við að verka laxinn og gera tilbúið til útflutnings. Hér er hreinlæti og vandvirkni í fyrirrúmi. Ennþá einu sinni nýr og byltingarkenndur HONDA CIVIC með breytingum, sem gera HOIMDA CIVIC tvímælalaust fremstan í flokki minni bíla. Allar gerðir koma nú með vél úr léttmálmi og 16-VENTLA, ýmist með einum eða tveimur kambásum, sem þýðir meiri orka og minni eyðsla. Ný frábær fjöðrun, sem á sór enga hliðstæðu í sambærlegum bílum og óvenju mikil lengd á milli hjóla gefur bílnum mjög góða aksturseiginleika og aukín þægindi í akstri. Með þessu hefur HONDA sannað enn einu sinni, að þeir framleiða „litla bílinn“ með þægindi og rými stóru drekanna en aðalsmerki HONDA í fyrirrúmi: SPARNEYTNI, GÆÐI OG ENDINGU. HONDA AISLANDI Vatnagörðum 24 s. 689900. NY HONDA CIYIC KYNSLOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.