Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 60
60 >;= MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 2--Z1 © 1985 Universal Press Syndicate „ 5\Jono- r\Li... vcrbur aidrei \jar<5 - hundur meb þi/i einu c!b horfa. ci honn." Með morgnnkaííinu Fyrir þessum fundi liggnr einnig að endurskipu- leggja niðurröðun bílanna á bílastæðinu. HÖGNI HREKKVÍSI Bjórinn - matarskattur: Hefur markviss verðstýr- ing áhrif á heildarneyslu? Til Velvakanda. Lítið hefur farið fyrir því fram til þessa að heilbrigðisstéttimar hér á Islandi hafi blandað sér í þjóð- málaumræðuna, hvað þá tekið afstöðu opinberlega til einstakra mála sem legið hafa fyrir á Alþingi. Nú má hins vegar sjá þess merki að breyting sé að verða á — og láti nú guð gott á vita! Fyrir skömmu mun hafa verið skýrt í fjöl- miðlum frá áskomn 16 prófessora við læknadeild Háskóla íslands til þingmanna um bjórfmmvarpið. í dag birtist svo í Mbl., og dynur yfir í hveijum fréttatíma Ríkisútvarps- ins, yfirlýsing frá hvorki fleiri né færri en 133 læknum sem mæla með því að leyfð verði sala bjórs hér á landi og telja „ekki ástæðu til að ætla að íslenska þjóðin muni missa fótfestuna í áfengismálum" við það. Þessi fullyrðing hlýtur að fela í sér það mat læknanna að þjóðin hafi náð góðri fótfestu í þessuin efnum og muni halda henni enn um sinn. Það hlýtur að vera mikils virði fyrir þjóð, sem hefur staðið í þeirri trú að hún væri sérlega htjáð af áfengisvanda, að fá svo skýr skila- boð frá þeim sérfræðingum sem gerst ættu að þekkja til þessara mála. Þess vegna veldur það furðu að af þeim læknum, sem stunda meðferð áfengissjúklinga sérstak- lega, skuli enginn eiga nafn sitt á þessari yfirlýsingu. Hefði ekki verið enn áhrifameira að fá nöfn þeirra með á listann? Kannski er skýring- in sú að þeir hafi ekki fundist vegna fæðar, því það eru aðeins sárafáir læknar sem fást til þess að sinna þessum tiltekna sjúklingahópi. Læknarnir 133 færa margvísleg rök fyrir áliti sínu, m.a. þau að virk- ustu ráð til að stjórna heildarneyslu séu „. . . markviss verðstýring og takmörkun dreifingar, en ekki bann á einstökum tegundum". Það getur varla farið á milli mála að þegar svo stór hópur sér- fræðinga finnur sig knúinn til að hafa áhrif á framgang frumvarps á Alþingi, sem fjallar um neyslumál almennings, þá þyki honum mikið í húfi og brýnt að gefa góð ráð. Og hverjum skyldi svo sem betur treystandi í þessum efnum en ein- mitt læknum? Óþarft að taka fram að þegar læknisráðin eru þar að auki með ofurlítið hagfræðilegu yfirbragði verða þau mun trúverð- ugri í augum og eyrum nútímakyn- slóðarinnar. A sama tíma og bjórinn freyðir um vit þingmanna rétt eina ferðina eru til umræðu og afgreiðslu fleiri frumvörp á Alþingi sem snúa að neyslumálum og gætu allt eins varðað fótfestu þjóðarinnar í fram- tíðinni. Því er gott til þess að vita að á næstu dögum hljótum við að mega vænta fleiri álitsgerða sér- fræðinganna 133. Hér er átt við þær miklu verð- breytingar sem boðaðar hafa verið frá og með næstu áramótum og fela m.a. í sér að fiskur og egg eigi að hækka um 25%, nýtt grænmeti og nýir ávextir um 15—25%, ostar um 15—20%, brauð um 13%, nauta- kjöt um 10—15% og fleira mætti Til Velvakanda Við tókum okkur saman um 40 manns og ákváðum að fara í leik- hús. Fyrir valinu varð Bílaverkstæði Badda, sem nú er sýnt á litlasviði Þjóðleikhúsins. Ég var farinn að hlakka mikið til, þetta hlaut að vera skemmtileg sýning. Langan fyrirvara þurfti til að nálgast miða, uppselt langt fram í tímann. En mikil urðu vonbrigði mín með sýninguna og sömu sögu hafa þeir úr hópnum að segja, sem ég hef haft tal af þótt þeir orði það hver telja. Til að mæta væntanlegum vanda fólks af þessum sökum á svo að lækka verð á þurrkuðum og nið- ursoðnum ávöxtum um 35%, frystu og niðursoðnu grænmeti um 15%, hnífapörum um 50%, borðbúnaði um 40%, hreinlætistækjum um 45%, ilmvatni og rakspíra um 45% og varalit um 47%. Telja læknarnir 133 að hér muni gilda hið sama og um áfengið að markviss verðstýring hafi áhrif á heildarneyslu? Þjóðin bíður örugglega í ofvæni eftir því að heyra hvað læknarnir 133 hafa hér til málanna að leggja. Og það væri svo sem ekkert verra að fleiri heilbrigðisstéttir blönduðu sér í umræðuna. Ingibjörg Helgadóttir með sínu móti. Einn sagðist bara sjá eftir aurunum, annar sagðist ekki hafa sofið nóttina eftir. Þetta er bölvaður óþverri sagði sá þriðji og þessu líkir voru dómar hinna. Að mínu mati er sýningin byggð á þrem megin stoðum. Þær eru: vinnusvik, hórdómur, morð. Þetta er léleg eftiröpun á lélegustu klám og glæpamyndum sjónvarpsins. Og þetta sýnir Þjóðleikhúsið sem við skattborgarar verður að halda uppi með hluta af skattpeningum okkar. Sigsteinn Pálsson Bílaverkstæði Badda: V onbrigði * Sonja vill tala við 'astina sína." Yíkverji skrifar Um jólin átti Ríkisútvarpið fréttasamtal við fararstjóra skátahópsins, sem þessa dagana dvelur í Ástralíu. Hann var spurður um jólahald þar í landi og svaraði því til, að það væri nokkuð frá- brugðið því, sem við eigum að venjast hér: „Þetta er allt afslapp- aðra,“ sagði fararstjóri skátanna. Það verður flest annað sagt um jólahald hér á Islandi en að það sé „afslappað". Þvert á móti virðist allt þjóðfélagið vera í æðisgengnu kapphlaupi við tímann allt fram til hádegis á aðfangadag. Jólin eru mikil verzlunarhátíð. Sagt er, að afkoma sumra verzlana á ári hveiju ráðist alveg af því, hve mikil verzl- un er í desembermánuði. Það er ótrúlega margt, sem þessi þjóð þarf að gera „fyrir jól“, þótt það hafi ekkert með jólin að gera! Þeir, sem starfa við fjölmiðla, þekkja hamaganginn vegna bóka- og plötuútgáfu. Fyrirgangur er mikill í sambandi við fréttafrásagn- ir af nýútkomnum bókum og plötum. Áð því loknu skiptir öllu máli, að umsagnir um bækur og plötur komi „fyrir jól“, þótt augljóst sé, að t.d. bókagagnrýnendur kom- ast með engu móti yfir að skrifa um 300-400 bækur á örfáum vik- um. xxx Víkveiji leyfir sé að fullyrða, að fyrir margt fólk er jólahaldið að verða að einhvers konar mar- tröð. Sumir ofbjóða fjárhagslegri getu sinni, t.d. vegna þeirrar kröfu, sem umhverfið gerir, aðrir leggja of mikið á sig við undirbúning jól- anna. Það verður æ vinsælla að fara til útlanda um jólin. Raunar er hyggilegt fyrir þá, sem ætla að komast til útlanda um næstu jóla að panta farseðla og gistingu á miðju næsta sumri vegna þess, að þegar komið er fram á haustið eru jólaferðir uppseldar! Sumt af því fólki, sem fer til útlanda um jólin er örugglega að flýja það æði, sem grípur um sig hér í skammdeginu í tengslum við jólahaldið. xxx að verður áreiðanlega erfitt að breyta þessum jólavenjum ís- lendinga. Þeir fjárhagslegu hags- munir, sem tengjast þessum hamagangi eru miklir. Þörf fólks til að gera sér dagamun í mesta skammdeginu er augljóslega rík og á áreiðanlega þátt í þeim mun, sem er á jólahaldi hér norður frá og í Ástralíu, þar sem jól eru haldin um hásuihar. Samt sem áður sýnist ástæða til að stöðva við og hugsa sinn gang. Er það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.