Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Leikendum fagnað S lok frumsýningar. Morgunblaðið/Bjami sónu frá grunni og yfirstígur öll þau tæknilegu vandamál sem því eru samfara að túlka persónuna í gegnum söng einvörðungu. Jóhann Sigurðarson er stór- fenglegur. Hann á senuna í orðsins fyllstu merkingu. Fas, út- lit og gervi ber allt að sama brunni. Fyrir söng þeirra beggja hneigi ég höfuð mitt. Sverrir Guðjónsson gerir róm- antísku hlutverki Maríusar góð skil og söngurinn er fallegur eins og búast mátti við. Kvenhlutverk verksins bjóða ekki upp á sömu tilþrif og aðal- karlhlutverkin. Ragnheiður Steindórsdóttir fer sérstaklega vel með hlutverk Fantine og kemur móðurástinni vel til skila. Sigrún Waage þreytir hér frumraun sína á sviði í hlutverki Eponine. Sigrún fer vel með þetta hlutverk og syngur mjög vel, en kannski kemst ekki nægilega vel til skila að þrátt fyrir fórnfýsi og gott hjartalag býr Eponine yfir reynslu og hörku sem uppeldi inn- an um undirheimalýð hefur gætt hana. Hlutverk Cosette er rýrast af þessum þremur stærstu kven- hlutverkum. Cosette er í raun ekki ætlað annað en að vera fal- leg og ástfangin. Edda Heiðrún Backman hefur því ekki úr miklu að moða og satt að segja nær hún ekki sannfærandi tökum á þessu hlutverki. Búningur hennar og útlit beinast líka í þá átt að gera Vogun vinniir Morgunblaðið/BAR Leiklist Hávar Sigurjónsson Þjóðleikhúsið. Söngleikurinn Vesalingamir eftir sögu Victors Hugo. Leikstjóm: Benedikt Arnason. Tónlistarstjórn: Sæbjöm Jóns- son/Agnes Löve. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Lýsing: Páll Ragnarsson. íslensk þýðing: Böðvar Guð- mundsson. Þjóðleikhúsið hefur lagt mikið undir við uppfærslu söngleiksins Vesalinganna. Hér eru flesttromp hússins .lögð á borðið og líklega næsta fá í bakhöndinni, ef þessi spil hefðu brugðist. Ég segi ef, því hér hirðir Þjóðleikhúsið örugg- lega það sem lagt var undir, þó tvísýnt sé um úrslitin á stöku stað meðan á spilinu stendur. Vesalingamir segja frá stroku- fanganum Jean Valjean (Egill Ólafsson) sem er á stöðugum flótta undan lögregluforingjanum Javert (Jóhann Sigurðarson). Sagan spannar ein 30 ár (1805—1832) og á þeim tíma tek- ur Valjean að sér stúlkuna Cosette (Edda Heiðrún Backman) að móð- ur hennar Fantine (Ragnheiður Steindórsdóttir) látinni. Cosette vex og dafnar og vérður ást- fangin af byltingarmanninum Maríusi (Sverrir Guðjónsson), en þar á hún sér keppinaut í stúlk- unni Eponine, sem vill öllu fóma fyrir Maríus. Hann særist í götu- bardaga, Valjean bjargar honum, Eponine fellur, lögregluforinginn verður úr sögunni og Maríus og Cosette ná saman að lokum. Ég tel ástæðulaust að þegja yfír söguþræðinum, hann er ítar- lega rakinn í leikskrá og áhorf- endum er nauðsynlegt að vera honum kunnugir ef þeir eiga að njóta sýningarinnar til fullnustu. Einnig er afskaplega misjafnt hversu vel, og hreinlega hvort, söngtextar skila sér efnislega til áhorfenda, þrátt fyrir ágæta þýð- ingu Böðvars Guðmundssonar. Jóhann Sigurðarson og Egill ÓI- afsson skera sig úr hvað varðar skýran textaflutning og gerir það gæfumuninn, því þeirra em stærstu hlutverkin. Allt er verkið sungið, hvergi er talaður texti, og segir sig því sjálft að sýningin stendur og fellur með gæðum söngs og tónlistarflutnings. Er þetta þá einhvers konar ópera? Nei, þetta er söngleikur, tónlistin er ekki óperutónlist og flytjendur eru leikarar en ekki óperusöngv- arar. Það er ánægjulegt að geta sagt að allur hópurinn stendur sig vel í söngnum, misvel að vísu, en mér er til efs að jafngóður söngur hafí áður heyrst í íslensku leik- húsi. Þá er tónlistin sjálf sérstak- lega falleg og raddsetningar og meðferð sumra laganna í sýning- unni skila sér skemmstu leið í hjörtu áhorfenda. Stjómendur hljóðs, söngs og tónlistar skila verki sínu með miklum ágætum. Tónlistin sníður sýningunni stakk- inn, hvergi má verða hlé, hvergi má skipting bregðast, ekkert má tefja, svo ekki verði hreinlega vandræðaleg þögn. Leikstjóm, leikmynd og lýsing verða að hald- ast þétt í hendur og vera samstiga tónlistinni ef sýningin á að ganga upp. Þetta tekst. Sýningin hefur því á sér agað yfírbragð, allar hreyfíngar og staðsetningar leikenda ráðast af lengd og takti tónlistarinnar í hvetju atriði. Fyrir vikið dregur nokkuð úr frískleika og krafti á stöku stað, sérstaklega í hópsen- um. Einn meginkostur leikstjóm- arinnar felst í flæði sýningarinnar frá upphafi til enda og hversu fullkomlega hefur tekist að fá alla tæknilega þætti hennar til að ganga upp. Karl Aspelund Ieysir öll hin fjöl- mörgu vandamál leikmyndar við þessa viðamiklu sýningu með prýði. Reyndar er mér ekki ger- legt að meta að hve mihlu leyti yfirbragð sýningarinnar er fengið „að láni“ frá fmmuppfærslunni í London, enda gildir það í sjálfu sér einu. Söngur, leikur og fag- mennska verða aldrei fengin að láni. Atriðaskiptingar í verkinu eru fjölmargar, bæði í leikmynd og búningum, og hreint frábært að sjá hversu fljótt, hljóðlaust og lipurlega þetta gengur allt fyrir sig. Búningar eru fallegir og trúir hugmyndum okkar um tímabilið, en kannski skortir nokkuð á að áhorfendur fái nægilega sterka tilfínningu fyrir vesalingum verksins. Til þess eru leikaramir full snyrtilegir og hreinlega fal- legir. Hér vantar herslumuninn til að gefa nægilega sterka tilfínn- ingu fyrir skítnum og eymdinni. Fyrir vikið verður heldur styttra á milli þessara andstæðu póla í sýningunni en efni verksins gefur Atriði úr Vesalingunum. tilefni til. Lýsing Páls Ragnarsson er vel hugsuð, falleg og myndræn. Hún á ekki minni þátt í að gera sýning- una glæsilega útlits en leikmynd- in. Enn og aftur, það er verulega gaman að sjá hversu mikil natni hefur verið lögð við að tónlist, staðsetningar, leikmynd og lýsing falli sem best saman. Það er ánægjuleg framför í Þjóðleikhús- inu. Leiksigrar Jóhann Sigurðarson og Egill Ólafsson eru burðarásar þessarar sýningar. Þeim hefur tekist, í samvinnu við leikstjóra sinn, að fínna lykilinn að tveimur höfuð- andstæðum verksins, góðu og illu, á þann hátt að unun er á að horfa. Persónur beggja eru skýrar frá upphafi, harðneskja Javerts og hjartahlýja Valjeans skína úr fasi þeirra. Þá tekst þeim einnig að fylgja persónunum eftir í gegn- um sýninguna, þó nær 30 ár skilji milli upphafs og loka verksins. Með þessari sýningu sýnir Egill svo ekki verður um villst að hann getur leikið ekki síður en sungið. Hann skapar hér heilsteypta per- persónuna eldri en efni standa til. Það hvarflar að manni að bet- ur hefði hentað að skipta hlut- verkum á hinn veginn á milli þeirra Eddu og Sigrúnar. Þá hefði leikreynsla og kraftur Eddu notið sín betur, sem og brothættara útlit Sigrúnar. Loks verður að nefna Sigurð Siguijónsson og Lilju Þórisdóttur í hlutverkum krárhaldarans og spúsu hans. Leikur þeirra hristir upp í þessu mikla melódrama og gefur því nauðsynleg ærsl og glaðværð. Leikhópurinn í heild sinni er traustur, þó frammistaða hvers og eins sé ekki tíunduð hér. En það er greinilegt að allir hafa lagt sig fram svo vegur þess- arar sýningar yrði sem mestur og bestur. Söngleikurinn Vesalingamir er sýning sem höfðar fyrst og fremst til tilfínninganna fremur en kaldr- ar skynsemi. Almennt virðist smekkur áhorfenda beinast í þá átt nú um stundir. Því ætti eng- inn, sem vill fínna hjarta sitt mýkjast, sæluhroll hríslast og hvarmana vökna, að verða svikinn af kvöldstund með Vesalingum Þjóðleikhússins á nýju ári. Borgarspítalanum gefnar gjafir Á undanfömum árum hefur Lionsklúbburinn Njörður gefið Borgarspítalanum ýmsar gjafir. Hinn 26. nóvember sl. afhenti klúbburinn spítalanum nokkrar gjafir. Eftirtöldum deildum voru færðar þessar gjafin Hjartadeild var gefinn „ytri gangráður" (Extemal Pace- maker) sem er notað til að jafna óregluíegan hjartslátt, endurhæf- ingadeild voru gefnir fjórir með- ferðarbekkir fyrir sjúklinga með sjúkdóma í miðtaugakerfi og háls-, nef- og eymadeild vom gefin tvö tæki til speglunar á nefí, koki og barka. Einnig var deildinni gefíð tæki til skoðunar á afholum nefs. Við afhendingu þessara gjafa lýsti starfsfólk framangreindra deilda notkunargildi tækjanna. Jafnframt þakkaði Páll Gíslason, formaður Stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, gefendum fyrir höfðinglegar gjafír. (Fréttatilkynning) Frá afhendingu gjafanna. Félag- ar úr Lionsklúbbnum Njörður, fulltrúar hjarta-, endurhæfinga-, háls-, nef- og eymadeilda ásamt formanni stjórnar sjúkrastofn- ana Reykjavíkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.