Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 jólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og itað helst sem þjóðlegast. íslenska akjötið er hráefni sem á fáa sína líka, íeyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað Spennandi lambastórsteik er tromp á orðið. Hér er uppskrift af einni Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá ef lærið er of feitt. Stingjð um 2 sm djúp göt í lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið þóvlltha1 [tíðai Lambalæri með Kahlua-sósu Fyrir6-7. 1 meðalstórt lambalæri 2 msk matarolía 3 sellerístilkar Vi blaðlaukur (púmdaukur) 1 tsk græn eða bvít piparkom 1 tskrósmarín (sléttMI) 2 dl Kahlua-kaffikkjör 2 msk Kikkoman sojasósa safi úr 1 sítrónu salt 2dIljóstkjötsoð dökkur sósujafhari MARKAÐSNEFND sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærinu og sláið pokanum með lærinu í nokkmm sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holumar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðm hvom og nuddið safanum vel inn í lærið um leið. Hitið ofninn í 220°C. Takið lærið úr pokanum og skafið kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar til það er búið að fá á sig fallegan lit. Minnkið þá hitann á ofninum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og þykkið það hæfilega með sósujafnara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að skolaþvíniður. SPENNANDl ——---gj Japanskur kvintett í Bústaða- kirkju Á TÓNLEIKUM Kammermúsík- klúbbsins í Bústaðakirkju þriðju- daginn 29. desember kl. 20.30 leikur japanskur kvintett, The Ensamble Forum. f þessari tón- leikaferð halda hljóðfæraleikar- arnir einnig tónleika í Helsinki í Finnlandi, en ferðin er farin að frumkvæði utanríkisráðuneytis Japan. Tónlistarmennirnir stunduðu tónlistamám í heimalandi sínu, Jap- an, en tveir þeirra hafa stundað framhaldsnám á Vesturlöndum og Ieikið þar í strengjakvartett og á sinfóníuhljómleikum. Kvintettinn hefur starfað um nokkurra ára skeið við flutning á kammertónlist. I frétt Kammermúsíkklúbbsins segir: „Vesturlandabúar hafa oft furðað sig á þeim skilningi, sem framúrskarandi hljóðfæraleikarar austurlanda hafa öðlast á vestrænni tónlist, þótt aðrar tónlistarhefðir liggi að baki. Veldur hér ef til vill mestu um knýjandi þörf mannkyns að eiga sér sameiginlegan tjáning- armiðil, tónlistina.“ Höfn í Hornafirði: KASK stærsti saltfisk- framleiðandi landsins Höfn, Hornafirði. FIMM fyrirtæki á Höfn hafa tek- ið á móti fiski til verkunar og útflutnings á þessu ári. Lang- stærstur aðili í fiskverkun er Kaupfélag Austur-Skaftfellinga. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, KASK, hefur tekið á móti um 19.000 tonnum af ýmsum tegund- um físks. Um 4500 tonn af síld hafa borist til frystingar hjá kaup- félaginu. Síldin er seld til Bretlands, Frakklands og Tékkóslóvakíu að mestu leyti. Frystihús KASK skilar mestu verðmæti af SÍS frystihúsum á landinu. Þó háir mannekla frysting- unni mjög verulega, þannig að í frystinguna hafa ekki farið nema rösk 5000 tonn á árinu. Kaupfélagið er stærsti framleið- andi saltfisks á landinu á þessu ári. Um 9000 tonn hafa verið verk- uð í salt, og er hann að mestu þegar fluttur úr landi. Þessi u.þ.b. 9000 tonn gefa um 3300 tonn af verkuð- um físki, en hann skiptist þannig að 2500 tonn eru fullstaðin, en um 800 tonn eru verkuð í tandurfísk. Rúm 240 tonn af humri bárust til kaupfélagsins í sumar, 235 tonn af slitnum humri sem seldur er á Bandaríkjamarkað. Um 6 tonn af óslitnum, heilum humri voru svo verkuð fyrir Ítalíumarkað í sam- vinnu við Dani. Þetta er svipaður afli og áður. Skinney hf. hóf síldarsöltun hér í haust. Til þeirra bárust um 1900 tonn af síld, sem fyllir 13.300 tunn- ur. Þar af eru sfldarflök 300 tunnur. Vísir-Haukafell sem er útgerðar- aðili bátanna Vísis SF-64 og Haukafells SF-111 stóðu að sam- eiginlegri saltfískverkun á vertíð- inni í vetur. Lögðu þeir upp 916 tonn til þessarar framleiðslu. Hrellir hf. flytur físk út í gámum. 737 tonn hafa á þann máta verið flutt út frá Höfn og mest til Eng- lands. Ekki er ljóst hve mikinn afla bátar og togari á Höfn hafa siglt með á þessu ári. Garðey SF-22 hefur siglt með 213 tonn, Þórhallur Daníelsson SF-71 með um 300 tonn. Fleiri hafa siglt og má ætla að aflinn sé á bilinu 700-1000 tonn. - JGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.