Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 64
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Rankaði við mér undir strætó — segir Steinar Bragi Lemacks, sem varð fyrir f ólksbíl og kastaðist síðan milli framhjóla á aðvífandi strætisvagni „ÉG HLJÓP út á götuna, varð fyrir fólksbfl, kastaðist upp í loftið og bvo man ég ekkert fyrr en ég rankaði við mér undir strætó,“ sagði Steinar Bragi Lemacks, niu ára strákur, sem varð fyrir bifreið á Þorláks- messu og kastaðist af henni fyrir strætisvagn. í fyrstu var talið að Steinar væri mjög mikið slas- aður, en hann reyndist vera bandleggs- og fótbrotínn. Hann gat þvi haldið jólin hátiðleg heima með fjölskyldunni og var borubrattur þegar hann var heimsóttur i gær. Slysið varð skömmu fyrir kl. 16 á miðvikudag, Þorláksmessu, á Bústaðavegi. „Ég var að sendast með bækur fyrir mömmu og ætlaði með strætó. Fyrst kom ég við í sjoppunni við Bústaðaveg og þar hjálpaði ég til við gosmarkaðinn," sagði Steinar. „Ég gleymdi mér þar dálítinn tíma, var meðal annars að drekka kók, sem ég fékk fyrir hjálpina. Svo sá ég strætó koma og hljóp af stað, því ég var búinn að missa þrisvar sinnum af honum og varð að fara að drífa mig með bækumar. Ég hljóp beint út á götu og fyrir bflinn. Svo kastaðist ég upp I loftið og þá hefur liðið yfir mig, því ég man ekkert fyrr en ég rankaði við mér undir strætó. Ég lenti á milli framhjólanna á honum og þegar hann stoppaði þá var ég um tvo metra frá afturhjólunum. Það var eins gott að bflstjórinn gat stoppað." Steinar sagði að hann hefði reynt að skrfða undan vagninum, en svo hefði honum verið hjálpað. „Ég var settur upp í sjúkrabfl og einhveijar tuskur settar ofan á mig svo mér yrði ekki kalt. Svo var ekið alveg á hundrað á sjúkrahúsið og þar vora teknar röntgenmyndir. Ég fann eiginiega aldrei mikið til og núna sama og ekkert, nema ef litli bróðir minn kemur harkalega við mig. Svo á ég að fara í rannsóknir í dag, því það varð að bíða eftir að bólgumar minnkuðu til að sjá betur hvað væri að.“ Móðir Steinars Braga, Vigdís Stefánsdóttir, sagði að henni hefði bragðið mjög þegar hringt var frá sjúkrahúsinu og tilkynnt að sonur hennar hefði lent í slysi. „Til allrar hamingju reyndust meiðsli hans vera minni en á horfðist, hann er brotinn á handlegg og lærlegg og með skurð á nára, en að öðra leyti Morgunblaðið/Júlíus Steinar Bragi Lemacks ásamt litla bróður, sem heitír Böðvar Darri og verður tveggja ára í mars. heill, fyrir utan mar og skrámur. Fjölskyldan hefur alltaf verið bless- unarlega laus við stórslys, en systir Steinars brákaðist að vísu á hendi daginn áður en hann lenti í slys- inu. Hún var að leika sér hér heima og kom eitthvað illa niður. Vonandi linnir þessu núna.“ Talið útilokað að kvótafrumvarpið verði samþykkt fyrir áramót: Ýmsar heimildir til .fiskveiðistj órnunar ÝMSAR heimildir eru í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslandr frá 1976, sem hægt er að beita við stjóraun fiskveiða, verði lög um stjórnun fiskveiða ekki afgreidd frá Alþingi fyrir áramót. Matthías Bjarnason formaður sjávarútvegsnefndar neðri deildar sagði í umræðum í gærkvöldi að útilokað væri að frumvarpið yrði samþykkt fyrir áramót. Varla er talið hægt að framlengja núgildandi lög til bráðabirgða þar sem veiðiheim- ildir til skipa era gefnar út til árs í senn. Ragnar og Guðni til Munchen Landsliðsmennirnir f knatt- spyrau, Ragnar Margeirsson frá '®®*’Keflav£k og Guðni Bergsson úr Val, ákváðu f gærkvöldi að taka reynslutilboði frá v-þýska félag- inu 1860 MUnchen. Þeir fara til Mttnchen 1. febrúar. Reynslutilboðið gildir út þetta keppnisttmabil, eða til maí 1988. Eftir þann tíma kemur I ljós hvort ^félagið býður þeim nýjan samning. Sjá nánar bls. B/l. Samkvæmt upplýsingum úr sjáv- arútvegsráðuneytinu era, sam- kvæmt þessum lagaheimildum, ýmsir möguleikar á að skipta á veiðisvæðum, ákveða hámarksafla á tegundum og banna ákveðin veið- arfæri. Ekki eru þó heimildir fyrir að setja einstökum skipum afla- kvóta. Þessar heimildir era þó háðar mörgum skilyrðum og fyrirvöram og er því erfitt að segja til um hvaða möguleikar eru fyrir hendi, enda hefur þetta lítið verið athugað í ráðuneytinu. Núgildandi lög um stjórnun fisk- veiða gera ráð fyrir að veiðiheimild- ir séu gefnar út til árs í senn. Því er talið illmögulegt að framlengja þau í styttri tíma, hafi ný lög ekki tekið gildi um áramótin, því þá þyrfti að vinna nýja grannvinnu og reikna flesta hluti upp á nýtt. Sjá bls. 2: Kvótafrumvarpið aldrei afgreitt fyrir áramót. Eldur í Keflavík hf.: Ungur maður hætt kominn í eldinum KefUvik. UNGUR maður var hætt kom- inn þegar eldur kviknaði í herbergi hans í verbúð við Hafnargötu aðfaranótt sunnu- dags. Þegar lögregla og slökkvilið kom að iogaði f rúm- fötum mannsins sem var illa haldinn af reykeitrun. Hann var fluttur í skyndi f sjúkrahús- ið f Keflavík þar sem hann er enn. Þrír menn þjuggu í verbúðun- um sem er eign Keflavíkur hf. og varð einn þremenninganna var við reykjarsvælu um miðnætti. Við nánari athugun kom í ljós að reyk- urinn kom úr einu herbergjanna sem era á 2. hæð hússins, þar sem einn þremmenninganna hafði að- setur. Hann neitaði að hleypa sambýlismönnum sínum inn og kölluðu þeir þá til lögreglu og slökkvilið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar era eldsupptökin talin þau að óvarlega hafi verið farið með eld. Ekki urðu miklar skemmdir á húsinu, en á neðri Hannar Kjarvals- safn á Miklatúni BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Guðmund Jónsson arki- tekt, sem nú er búsettur f Noregi, til að hanna sérstakt Kjarvals- safn á Miklatúni. Síðastliðið sumar fól menningar- málanefnd Reykjavíkurborgar sérskipaðri undimefnd að kanna möguleika á að reisa safnhús á Miklatúni fyrir sýningar og rann- sóknir á verkum Kjarvals í eigu Reykjavíkurborgar. Undimefndin skilaði nýlega áliti til meriningar- málanefndar sem samþykkti fyrir sitt leyti að ráða Guðmund Jónsson arkitekt hpnnuð hússins. Frá minni- hiuta í menningarmálanefnd kom fram tillaga um að 'efnt skyldi til samkeppni um hönnun hússins en hún hlaut ekki stuðning. Samþykktin var síðan lögð fyrir borgarráð 22. desember síðastliðinn og var samþykkt þar með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá. P($rjpstiMa&i& Auglýsendur athugið Auglýsingar í blaðið á gaml- ársdag, 31. desember, þurfa að berast fyrir kl. 16.00 í dag 29. desember. Fyrsta blað á nýju ári kemur út sunnudaginn 3. janúar og þurfa auglýsingar að berast fyr- ir kl. 11.00 miðvikudaginn 30. desember. Tvennt varð úti á Klettshálsi SEXTÁN ára stúlka og 31 árs gamall maður urðu úti á Kletts- hálsi f Austur-Barðastrandar- sýslu á Þorláksmessudag, eftir að þau yfirgáfu bifreið, sem hafði orðið föst f skafli. Þau höfðu gengið 9-10 kílómetra er þau örmögnuðust. Lfk þeirra fundust um hádegi á sunnudag. Maðurinn sem lést hét Sigurjón Siguijón S. Thorarensen S. Thorarensen, til heimilis að Suð- urgötu 44 I Keflavík. Hann var fæddur 29. september 1956. Stúlk- an sem lést hét Þórann Hjördís Gestsdóttir, til heimilis að Hjalla- braut 50, Hafnarfirði. Hún var fædd 2. mars, 1971. Sjá miðopnu: „Héldu fyrst í átt...“ Þórunn Hjördís Gestsdóttir Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Slökkviliðsmenn f Keflavik komnir á vettvang og þeim tókst ásamt lögreglu með naumindum að bjarga manninum úr eldinum. hæðinni era skrifstofur Keflavík- ur hf. Að sögn lögreglunnar mátti ekki miklu muna að illa færi, því húsið er úr timbri og ekki hefði mátt skeika mörgum mfnútum að þessu sinni. BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.