Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Nýr bæklingur um endatöfl og lausnir jólaskákþrauta Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. . 1. Kd4 - dG 2. Kc3! (A!ls ekki 2. Kd5? Kc7 og svartur vinnur) 2. - d5 3. Kd4 - b4 4. Kxd5 - b3 5. Kc6 - Kb8 6. Kb6 b2 7. a7-i— Ka8 8. Ka6 — bl=D. Patt! Skák Margeir Pétursson IBM-tölvufyrirtækið hefur gefið út kennslubækling um endatöfl fyrir unga skákáhuga- menn í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur og Skáksamband íslands. í bæklingnum eru 12 dæmi, lausnir á þeim og nokkur heiiræði til lesenda, m.a. frá Jóhanni Hjartarsyni, stórmeist- ara. Veg og vanda af þessari útgáfu hafa skákmeistararnir Davíð Ólafsson, Jón Þorvalds- son og Ólafur H. Ólafsson haft. Sem kunnugt er hélt IBM stór- mót hér í Reykjavík í febrúarmán- uði síðastliðnum, og var það eitt af allra sterkustu skákmótum árs- ins í heiminum. Nú ætlar fyrir- tælcið að leggja unglingastarfi' skákhreyfingarinnar lið. í formála að bæklingnum segir Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM m.a.: „Við setningu IBM-ofurskák- mótsins í febrúar 1987 tilkynnti ég ætlun okkar hjá IBM, að bjóða æsku landsins til veglegs skák- móts í mars 1988, þar sem keppt yrði í nokkrum styrkleikaflokkum 16 ára og yngri. Til þess að væntanlegir þátt- takendur geti undirbúið sig sem bezt ákváðum við að gefa út þijá bæklinga, þennan um endatöfl og síðan koma í byijun næsta árs bæklingar um leikfléttur og áætl- un í skák. Skákin er hollt tómstundagam- an. Sú rökhugsun, sem hún krefst, kemur sér einnig vel í námi sem og annars staðar í lífinu. Við höf- um því talið sjálfsagt að stuðla að framgangi hennar meðal ungu kynslóðarinnar.“ Um efni þessa fyrsta IBM- skákbæklings er það að segja að dæmin hafa verið vel valin. Þau eru einföld og skemmtileg og fela í sér lærdóm sem allir skákmenn verða að þekkja. Þegar horft er á öfluga meistara tefla hraðskák sýnist helst sem þeir séu með þekkingu á þessum undirstöðu- reglum í fingrunum, svo fljótir eru þeir að leika. Slíkt kemur ekki SkákþrautiriMM jh> fyrirböm og unglinga Endatöfl fyrr en eftir áralanga þjálfun og það er því mikilvægt að tileinka sér þessar reglur og heilræði sem allra fyrst. Ég hafði sérstaklega gaman af einu dæminu, því ég veit af eigin reynslu að jafnvel reyndir skák- menn þekkja það ekki. Ég var á móti erlendis fyrir nokkrum árum ásamt nokkrum ungum íslenskum skákmönnum. Þegar skákirnar fóru í bið kom einn þeirra til mín og sýndi mér sigri hrósandi sína stöðu, sem var mjög áþekk dæm- inu í bæklingnum, sem er svona: -„Vertu nú ekki of viss,“ sagði ég og það tók mig ekki nema mínútu að sannfæra hann um að staðan er dautt jafntefli. Það fór þó betur en á horfðist. Andstæð- ingur hans hafði heldur ekki lesið kennslubækumar og hafði ekki einu sinni fyrir því að mæta til leiks þegar tefla átti áfram. Með þessu dæmi fylgir reglan: „Mislitir biskupar auka líkurnar á jafntefli." IBM á þakkir skildar fyrir þetta framlag sitt, það á vel við nú þegar skáktölvur eru komnar á mörg heimili. Þótt slík tæki og forrit séu enn ekki nægilega öflug til að veita meisturum verðuga keppni em einnig að verða mikil tölvubylting í heimi stórmeistara og atvinnumanna. Nú er farið að bjóða upp á gífurlega stór skák- söfn á tölvudisklingum og getur notandinn kallað fram þær skákir sem hann þarf á að halda eftir vissu kerfi. Þetta er einkum hag- nýtt þegar verið er að rannsaka skákir ákveðins andstæðings eða sérstakt byijanaafbrigði. Skólar, taflfélög eða áhuga- menn sem vilja nýta sér bækling- inn, sem er ókeypis, geta nálgast hann hjá Skáksambandi íslands, Laugavegi 71, 3. hæð, Reykjavík, eða pantað hann í síma 27570. Lausnir á j ólaskákþrautum Hér fara á eftir lausnir á skák- dæmum sem birtust hér í Mbl. á aðfangadag. Mér hafa borist kvartanir yfir því að dæmi 5 og 6 hafi verið of þung og er það e.t.v. rétt. Það verður að teljast mjög góð frammistaða að hafa náð að leysa annað af þeim dæm- um. Hin eru aftur á móti fremur létt og ætti það að hafa vegið upp á móti. 1. Kubbel 1922. 2. I. Kantorovich 1987. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hh8+ - Kgl 2. Hhl+! (Auð- vitað ekki 2. a8=D? og hvíti kóngurinn nær ekki að skýla sér fyrir þráskákum) 2. — Kxhl 3. a8=D og hvítur er óveijandi mát. T.d. 3. - Kh2 '4. Dh8+ - Kgl 5. Dg7+ - Kfl 6. Dal+, eða 3. — Dfl+ 4. Kg3+ — Kgl 5. Da7+ - Khl 6. Dh7+ - Kgl 7. Dh2 mát. 3. A. Seleznev 1920. Hvítur leikur og vinnur. 1. c5! — Re6 (Ef 1. — dxc5 þá 2. Hd7 - Re6 3. He7 og bæði svörtu c peðin falla og hvítur vinn- ur létt) 2. cxd6! - Rxd8 3. dxc7 — Rb7 (Svartur leggur pattgildru) 4. c8=H! - Rxa5 5. Hc5! - Rb7 6. Hc6 mát! 4. A. Dombrovskis 1972. Hvítur leikur og mátar í öðr- um leik. 1. Dg6! og svartur er í leikþröng. Þótt hvítur hóti ekki máti, á svart- ur engan leik sem ekki leyfir mát í næsta leik. 5. A. Kuznetsov 1963. Hvítur mátar í fjórða leik. 1. Bd4! og nú: a) 1. — b2 2. Bbl með hótuninni 3. Dd3 og 4. Dxg6 mát. b) 1. - bxa2 2. Bal - g6 3. Dc3 — gxf5 4. Dg7 mát. c) 1. - g6 2. Bb2 - a3 3. Dc3 — axb2 4. Dh8 mát. d) 1. '- h2 2. Dc3! - g6 3. Bh8 — gxf5 4. Dg7 mát. Þetta er býsna erfitt dæmi. 6. A. Kuznetsov 1980. 1. Kel!(Hótar 2. Rc3!) 1. — He8 2. Bh2+ - Khl 3. Be5+ - Kgl 4. Rc3 - Rxc3 5. Bh2+ - Khl 6. Bg3+ — Kgl 7. Bf2 mát. Aðrar leiðir eru: 1. — Hd8 2. Bh2+ - Khl 3. Bd6+, eða 1. - Hc8 2. Bh2+ - Khl 3. Bc7+ o.s. frv. Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Spariskírteini ríkissjóðs 7,2-8,5% ávöxtun umfram verðbólgu Veðdeild Samvinnubankans 9,7% ávöxtun umfram verðbólgu Lind hf. 11,0% ávöxtun umfram verðbólgu Glitnir hf. 11,1% ávöxtun umfram verðbólgu Lýsing hf. 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu Samvinnusjóður íslands hf. 10,5% ávöxtun umfram verðbólgu Samband ísl. samvinnufélaga 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu Fasteignatryggð skuldabréf 12-15% ávöxtun umfram verðbólgu Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. VV l/ERÐBRÉFAUIÐSKIPTI TOLLARI ’88 Léttir mjög toJlskýrslugerð eftir áramót. Tollari ’88 er fullkomið forrit sem sparar inn- flytjendum miklar þjáningar við tollskýrslu- gerð og verðútreikninga. Tollareglur breytast verulega um áramótin. Tollari ’88 er arftaki Tollara II, sem er eitt vinsælasta tollaforritið í dag. Tollari ’88 borgar sig á nokkrum mánuðum í hreinum tímasparnaði. ★ Tollskrá með gömlum og nýjum tollflokk- um er innbyggð. Ef sleginn er inn gamall tollflokkur, stingur Tollari upp á þeim nýja eða þeim nýju sem til greina koma. Tollari fæst í öllum helstu tölvuverslunum. ÍSLENSK TÆKI, Garöatorgi 5, Garðabæ, sími 656510. öbbYIMmdstæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.