Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Frá æfingu á Jólaóratoríu Bachs. Langholtskirkja: Jólaóratoría Bachs Sagt er að tvisvar nái manns- ævin hámarki, með fæðingu og dauða. Allt sem við ber þar á milli eru áfangar. í kristindómi og vest- rænni menningu hafa tveir atburðir orðið listamönnum að yrkisefni öðr- um fremur: Fæðing og dauði Krists. Eitt mesta listaverk menningarsög- unnar er Jólaóratórían eftir Jóhann Sebastian Bach. í kvöld og annað kvöld verður fyrri hluti verksins fluttur í Langholtskirkju og hefjast tónleikamir klukkan 20.30. Þessi flutningur er löngu orðinn fastur liður í starfsemi Kórs Langholts- kirkju, eða eins og stjómandinn, Jón Stefánsson, orðar það: „Okkur finnst fólk þurfa að fá Jólaóratórí- una regiulega. Þetta tilheyrir jólunum, ekki síður en rjúpumar." Jólaóratórían er mikið verk sem sjaldnast er flutt í einu lagi. Kór Langholtskirkju hefur tvívegis flutt verkið í heild, og þá tvö kvöld í röð. Þetta er í fimmta sinn sem kórinn flytur verkið og tekur flutn- ingurinn um tvo tíma. Einsöngvarar em Kristinn Sigmundsson, Michael Goldthorp, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Sigríður Ella Magnús- dóttir, en konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir. — „Flutningur á borð við þennan er mikið fyrirtæki,“ segir Jón Stef- ánsson kórstjóri í viðtali við Morgunblaði, „og það má ekki miklu muna að fjárhagslega sé þetta ofviða. Til þess að flutningur- inn standi undir sér þurfum við að fylla kirkjuna tvisvar sinnum og það gemm við nú sjálfsagt. Hljómsveit- in er stærsti kostnaðarliðurinn, að sjálfsögðu, en til þess að flytja verk- ið með þeim myndarbrag sem er við hæfi þarf marga hljóðfæraleik- ara.“ Guðspjallamanninn syngur Mic- hael Goldthorp sem margoft hefur farið með það vandasama hlutverk í óratóríuflutningi hér á landi, ávallt við hinn bezta orðstír. Spumingu um það hvort af öllum íslenzkum tenómm sé enginn sem farið geti með hlutverk guðspjallamanns svarar Jón Stefánsson svo: „Það væri þá enginn nema Jón Þorsteinsson, sem er í Hollandi. Hins vegar hyllir undir tenór sem ég geri mér vonir um að verði kjör- inn í hlutverk guðspjallamannsins. Það er Gunnar Guðbjömsson og ég verð að segja það að hann lofar mjög góðu. Til að syngja hlutverk guðspjallamannsins þarf mjög létta rödd, hlutverkið allt liggur svo jafn- hátt að segja má að menn syngi sig bara á kaf ef raddimar em ekki þeim mun léttari, og dra- matískur tenór hefði ekki það úthald sem guðspjallamaðurinn krefst." Þegar Jón er að því spurður hvort árangurinn af vinnu þeirra mörgu kóra sem hér starfa yrði ef til vill meiri ef einhvetjir yrðu sameinaðir eða störfuðu meira saman en raun ber vitni, segir hann: „Það efast ég um. Eiginlega er ég viss um að svo yrði ekki. Sann- leikurinn er nefnilega sá að söng- kraftarnir hér virðast óþtjótandi. Mér líður aldrei illa í þessu starfí nema þegar inngöngupróf í kórinn em haldin og maður neyðist til að vísa frá mjög góðu söngfólki sem sannarlega á erindi í kór. En sam- vinna milli kóra er af hinu góða, og ég hlakka sannarlega til æfinga Langholtskórsins með Módettukór Hallgrímskirkju fyrir flutning á Verslunardeild Sambandsins: Hjalti Pálsson lætur af störfum HJALTI Pálsson framkvæmda- stjóri Verslunardeildar Sam- bandsins lætur af störfum fyrir aldurs sakir um áramótin eftir fjörutíu ára starf hjá Samband- inu. Ekki hefur verið ákveðið, hver taki við af honum. Hjalti er fæddur 1. nóvember 1922 að Hólum í Hjaltadal. Að loknu námi árið 1948 hóf hann störf hjá SÍS sem fulltrúi í Véladeild. Hann varð ári síðar fyrsti fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla hf. og gegndi því starfi til ársins 1960. Hann var framkvæmdastjóri Véla- deildar 1952 —67 og loks fram- kvæmdastjóri Innflutningsdeildar, sem nú heitir Verslunardeild Sam- bandsins, frá 1967. Meðal annarra starfa má nefna að Hjalti hafði for- ystu um byggingu skrifstofuhúss að Ármúla 3, komtumanna við Sundahöfn, fóðurblöndunarstöðvar Sambandsins og húsnæðis Verslun- ardeildar við Holtagarða. Hann hefur auk þess setið í stjómum ýmissa samstarfs- og dótturfyrir- tækja Sambandsins. Hjalti sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hygðist nú hægja verulega á sér og draga sem mest úr störfum fyrir Sambandið. „Þessa dagana er ég að undirbúa hestaferð sem ég ætla að fara í sumar frá Hrútafírði yfír í Haukadal. Er ég nú að lesa mér til um Haukadal og sögu hans.“ Auk hestamennskunn- ar sagðist Hjalti ætla að sinna öðru V er ðlagsstof nun: Unnið að upplýsingasöfn- un vegna tollabreytinga STARFSFÓLK Verðlagsstofnunar hefur unnið að upplýsingasöfnun um vöruverð í desember í þeim tilgangi að kanna hvort tollalækkanir í byrjun næsta árs skila sér í lækkuðu vöruverði. Georg Ólafsson verðlagsstjóri segir að unnið hafi verið við þessa upplýsingasöfnun fram undir jól og einnig dagana milli jóla og nýárs. Georg sagði að verðlagið yrði stöður fengjust fyrr en í febrúar kannað aftur eftir áramót og farið ofan í verðmyndunina. Hann sagði að nayðsynlegt væri að veita ákveðna aðlögun að þessum breyt- ingum, til dæmis vegna birgða sem væru í verslunum um áramótin, og því ekki útlit fyrir að miklar niður- næstkomandi. Hann sagði að upplýsingum um verðbreytingar yrði komið á fram- færi við almenning og síðan yrði ráðherra og verðlagsráði gerð grein fyrir einstökum málum eftir því sem tilefni gæfíst til. Hjalti Pálsson. áhugamáli sínu, sem væri ættfræði. Hjalti kvað margs vera minnast frá þessum 40 ára starfsferli; minnistæðastir væru þó hinir ýmsu sigrar sem fyrirtækið hefði unnið í harðri samkeppni. Þessi tími hefur verið lærdómsríkur, margt hefur gengið vel, en annað miður. Mín gæfa hefur hins vegar sú að hafa unnið með góðu fólki og kann ég því bestu þakkir fyrir.“ HÍK og ríkisvaldið: Vinnuhópur endur- skoðar launakerfið EINN fundur hefur verið með samninganefndum Hins íslenska kenn- arafélags og fjármálaráðuneytisins um nýja kjarasamninga og hefur næsti fundur samninganefndanna verið boðaður 8. janúar næstkom- andi. Stjórn og fulltrúaráð Kennarasambands Islands var á fundi í gær og verður á fundi í dag, þar sem gengið verður frá kröfugerð félagsins í komandi samningum. Hún verður lögð fram á fundi með samninganefnd fjármálaráðuneytisins, sem boðaður hefur verið á morgun, miðvikudag. Á fundi samninganefnda HlK og fjármálaráðuneytisins var settur vinnuhópur til að vinna að tillögu- gerð um launagrunn, sem byggður er á einingum eftir menntun, kennslugreinum, kennslu utan dag- vinnumarka, kennslu við öldunga- deildir og öðrum atriðum kjarasamninga, en samkvæmt bók- un í kjarasamningum aðila frá því í vor er gert ráð fyrir að unnið skuli að slíkum launagrunni. Vinnu- hópurinn hefur fundað einu sinni og verður á öðrum fundi í dag og á hann að leggja fram tillögur á fundi samninganefndanna 8. jan- úar. samband íslands hefur ekki sagt samningum lausum, en getur gert það með hálfs mánaðar fyrirvara. HÍK hefur einkum framhaldsskóla- kennara innan sinna vébanda og grunnskólakennarar eru félagar í Kennarasambandi íslands. 'O INNLENT Subaru-bílamir enn óskoðaðir ENN hafa Subaru-bifreiðirnar sem lentu í flóðum í Drammen ekki verið skoðaðar. Að sögn Hauks Ingibergssonar fram- kvæmdastjóra Bifreiðaeftirlits ríkisins vantar viðbótarupplýs- ingar frá tryggingafélagi bOanna í Noregi. Þegar þær liggja fyrir verður tekin ákvörðun um skoðunina. Haukur sagði að fyrir jól hefði verið tekin sú ákvörðun að afla frek'ari gagna um bílana frá tryggingafélagi þeirra í Noregi. Nú væri beðið eftir þessum við- bótarupplýsingum. Ekki vildi hann greina nánar frá því hvers konar upplýsingar þetta væru. Margeir Margeirsson einn inn- flytjenda Subaru-bifreiðanna sagðist vera bjartsýnn. Sagði hann að bifreiðaeftirlitsmenn æt- luðu að skoða verkstæði í Keflavík í dag. „Þeir vilja athuga hvort það fullnægi kröfum þeirra og hvort skoðunin geti farið fram þar. Það er ljóst að þeir væru ekki að skoða verkstæðið ef þeir ættu eftir að taka afstöðu til skoðunarinnar,“ sagði Margeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.