Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 55 var síðari kona Jóns bónda Þor- steinssonar. Sonur Ragnhildar og Símonar ólst upp suður í Lóni. Hann hét Eiríkur og bjó frá 1861 til 1871 í Vík í Lóni, kona hans var Guðrún dóttir Jóns bónda Ketilsson- ar og Sigríðar Halldórsdóttur frá Þórisdal, systur Símonar. Jón Pétursson í Tunghaga var sonur Péturs Ólasonar bónda á Gíslastöðum á Völlum og Sigur- bjargar Jónsdóttur. Bróðir Jóns Péturssonar var Pétur faðir Sigur- bjargar konu Péturs Björgvins og þeirra systkina. Bróðir Péturs Óla- sonar var Jón bóndi á Utnyrðings- stöðum, faðir Þorsteins M. Jónssonar skólastjóra á Akureyri og Önnu húsfreyju á Útnyrðings- stöðum, móður Þorsteins Sigurðs- sonar læknis og Guðlaugar kennara og Sigríðar húsfreyju á Utnyrðings- stöðum. Annar bróðir Péturs Ólasonar var Einar póstur faðir Óla í Þingmúla, Einars á Jökulsá í Borg- arfirði, Stefáns og Jónínu konu Stefáns á Mýrurm Pétur Ólason var sonur Óla á Útnyrðingsstöðum Isleifssonar bónda á Hallberuhúsum og Geirúlfsstöðum í Skriðdal Finn- bogasonar sem um skeið bjó á Hófsborg í Vopnafirði Ólasonar. Finnbogi var fæddur 1719 og lifði fram yfir 1785. í Móðuharðindun- um er sagt að hann sé „öreigi umrólandi". Kona hans Bergþóra Jóakimsdóttir var fædd 1718, hún dó í Móðuharðindunum 1784. Kona Péturs Ólasonar og móðir Jóns í Tunghaga var Sigurbjörg dóttir Jóns bónda og smiðs Finn- bogasonar á Arnhólsstöðum í Skriðdal. Kona Jóns Finnbogasonar og móðir Sigurbjargar var Kristín ísleifsdóttir Finnbogasonar, systir Óla á Útnyrðingsstöðum. Meðal systkina Sigurbjargar voru Jón bóndi á Hryggstekk, Arnfinnur á Arnhólsstöðum og ísleifur í Tung- haga. Ingibjörg giftist Aðalsteini Jóns- syni frá Fossvöllum 6. ágúst 1922. Sama ár hófu þau búskap á Vað- brekku í Hrafnkelsdal. Þau eignuð- ust 10 börn: Guðrún á Egilsstöðum, hún er gift Jóni Jónssyni, Jóhanna á Húsavík, hún er gift Helga Bjamasyni, Guðlaug á Neskaup- stað, hún var gift Ara Bergþórssyni. Hann er látinn. Jón Hnefill í Reykjavík kona hans er Svava Jak- obsdóttir, Stefán í Reykjavík, kona hans er Ellen Setre. Sigrún á Akur- eyri, hún var gift Benedikt Krist- jánssyni. Hann er látinn. Aðalsteinn á Vaðbrekku, kona hans er Sigríður Sigurðardóttir, Ragnhildur, dó 5 ára, Hákon á Egilsstöðum. Ragnar Ingi á Laugum í Dalasýslu, kona hans er Sigurlína Davíðsdóttir. Fóstursynir Ingibjargar og Aðal- steins eru Birgir Þór Asgeirsson á Fossvöllum, giftur Ragnheiði Ragn- arsdóttur, og Kristján Jóhann Jónsson búsettur í Ósló í Noregi, giftur Dagnýju Kristjánsdóttur. Hrafnkell A. Jónsson Eskifirði. Mig langar að minnast tengda- móður minnar í örfáum orðum. Þá er mér efst í huga þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum saman og þá aðhlynningu er hún veitti mér og minni fjölskyldu á fyrstu búskaparárum okkar hjónanna og ætíð er með þurfti þau 15 ár sem við tengdamæðgur vorum sambýl- ingar og nágrannar. Ingibjörg hafði sterkan persónu- leika sem henni kom vel við þær aðstæður er voru hjá bóndakonu í afskekktu byggðarlagi á þriðja tug tuttugustu aldarinnar. Þá mátti segja með sanni að unnið væri hörð- um höndum myrkranna á milli, því ekki voru þá vélar til allra hluta eins og nú er orðið. Oft minntist hún á þá gjörbreytingu sem varð á þjónustustörfum þegar ptjónavélin kom á heimilið. Allur fatnaður var á þeim tíma heimatilbúinn, skór gerðir úr sauðskinni, eldað við tað og sprek. Heyskapur var allur unn- inn með handverkfærum og svona mætti lengi telja. En Vaðbrekku- hjón tóku svo smámsaman í sína þjónustu þá tækni sem hver tími hafði upp á að bjóða. Þau Ingibjörg og Aðalsteinn voru afskaplega samhent um að láta enda ná saman. Það hefur verið nokkur vandi með svo stóran hóp barna og fósturbama er þau ólu upp og studdu öll til mennta er hugur þeirra stóð til. Ingibjörg var greind kona, víðlesin og þaulminn- ug. Það var reisn yfir henni eins og öllum se eru frekar gefandi en þiggjandi. 50 ár var hún húsfreyja á Vaðbrekku og þurfti þá stundum að hafa öll búsforráð, er bóndi henn- ar var íjarverandi í aðdráttarferðum eða að sinna félagsmálum. Það mun hafa verið erfítt á þeim árum þegar hvorki var vega- eða símasamband að vera sífellt í óvissu um hvernig ferðalögin gengju um fjöll og fim- indi, yfir óbrúuð vatnsföll í misjafnri veðráttu og kannski bara labbandi. Árið 1971 fluttu þau hjónin til Egilsstaða sem þá var kauptún. Aðalsteinn átti við vanheilsu að stríða og var ráðlagt að búa nálægt lækni. Ingibjörg hjúkraði honum til hinstu stundar og taldi það ekki eftir þó vaktin yrði stundum nokkuð löng. Hún var alltaf jafn kurteis, ljúf og brosmild, létt í spori og kvik í hreyfingum. Síðustu æviár sín dvaldi hun á Egilsstaðasjúkrahúsi. Hafði fótavist þar til síðasta mánuð- inn að hún veiktist og var rúmföst eftir það, uns yfír lauk. Ingibjörg Jónsdóttir andaðist að kvöldi 17. desember síðastliðinn á 87. aldursárinu. Með henni er hnig- in í valinn ein af kvenskörungum íslands. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Sigurðardóttir Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. (V. Briem.) Þann 17. desember lést föður- systir mín, Ingibjörg Jónsdóttir frá Vaðbrekku. Fréttin um andlát Ingi- bjargar kom ekki á óvart, þar sem hún hafði verið sjúk um nokkurt skeið. Þótt aðdragandi kveðju- stundar hafi verið nokkur fer ekki hjá því að tregi sæki að þá er kveðja skal. Ingibjörg var mikils metinn af öllum sem hana þekktu og í fjöl- skyldu minni var hún öllum sérlega kær. Fyrstu minningar mínar sem tengjast Ingibjörgu og heimili henn- ar á Vaðbrekku eru frá bamæsku. Stór fjölskylda á leið í sumarfrí, til að heimsækja hjónin á Vaðbrekku. Þar var okkur tekið af kærleika og af höfðingsskap. Sumar eftir sumar var farið í Vaðbrekku og þótt hóp- urinn væri stór var okkur alltaf tekið af sama myndarskapnum. Mér var það ljóst löngu síðar að það var mikið mál að taka við svo stómm hóp, en þótt margt væri fyrir var alltaf pláss. I bernskumynd minni man ég vel hversu ég var upp með mér af henni frænku minni, sem auk þess að vera glæsileg, geislaði af lífsorku og dugnaði. Heimsóknir Ingibjargar til okkar á Akureyri vom einnig alltaf sérstakar. Blær- inn sem fylgdi henni var svo sér- stakur, og fann ég það á foreldrum mínum, að sérstök virðing var borin fyrir Ingibjörgu. Kynni móður minnar og Ingi- bjargar hófust snemma. Þær vom þá ungar stúlkur á Héraði, er þær fóm að skrifast á. Seinna áttu ör- lögin eftir að tengja þær, þegar móðir mín giftist Pétri, bróður Ingi- bjargar. Móðir mín hefur sagt mér að vinskapur hennar og Ingibjargar hafí strax orðið með sérstökum hætti. Þar hafi borið mest á því trúnaðartrausti sem á milli þeirra hafí myndast. Sérlega hafi verið gott að eiga samskipti við Ingi- björgu vegna þess hversu hrein- skiptin hún hafi verið. Minnist hún Ingibjargar með sér- stökum hlýhug og þakkar almætt- inu fyrir kynni þeirra. Sérstakar samúðarkveðjur sendir hún öllum bömum hennar og aðstandendum. Ingibjörg var sérlega vel gefín kona og vel menntuð. Hún hlaut þó aðeins venjulegt barnanám í æsku, en allt lífið var hún að mennta sig. Hún var með afbrigðum minnug og fylgdist einnig vel með í þjóðmálum. Það var því sama um hvað rætt var, hún var þar heima. Ingibjörg var sérlega vel lesin í sögu þjóðarinnar og oft var gaman að heyra hana vitna í fornmenn og fomsögur. Vel man ég eftir þeim stundum við útvarpið þegar hún var þátttakandi í keppni ríkisútvarps- ins, sýslurnar keppa. Þá var nú betra fyrir strák eins og mig að vera ekki að skvaldra. Ingibjörg var einnig kjarkmikil, enda þýddi ekki neitt annað fyrir fólk sem bjó jafn langt frá byggð og þau. Heyrði ég hana vitna í hvað allt hafi breyst við að fá símann. Fólk í dag, sem finnst síminn svo sjálfsagður, fólk sem býr þó á allan hátt í vernduðu umhverfi, hefði átt að heyra hana lýsa þessu. Síðasta heimsókn Ingibjargar til mín verður mér alltaf sérlega minnisstæð. Þá sátu þær í stofu, móðir mín og Ingibjörg. Var þá farið að rifja upp löngu liðin atvik. Sögur þær og dagur þessi mun ekki líða mér úr minni. Þessar gömlu konur hurfu í huganum 60—70 ár aftur í tímann og fyrr en varði höfðu þær hrifið mig með. Dagur þessi er nú einn af perlum lífs míns. Ingibjörg var fædd þann 10. mars 1901 á Tunghaga á Völlum, dóttir hjónanna Jóns Péturssonar og Jóhönnu Stefánsdóttur. Hún var yngst 5 barna, bræður hennar, Stef- án, Pétur, Bogi, Kristján og Hall- dór, eru allir látnir. Föður sinn missti Ingibjörg á fimmta ári og nokkrum árum síðar elsta bróður- inn, Stefán. Móðir hennar var nokkur ár í húsmennsku á Héraði, þar til þær fluttu til Eskiijarðar en þangað höfðu þeir flutt, Bogi og Kristján. Árið 1922 kvæntist Ingibjörg Aðalsteini Jónssyni frá Fossvöllum og flutti þá um vorið að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Þar bjuggu þau í 50 ár eða þar til þau fluttu til Egils- staða árið 1972. Fyrst í stað voru húsakynni fátækleg, en árið 1937 byggðu þau stórt og myndarlegt hús. Aðalsteinn var glæsimenni og sérstakur höfðingi heim að sækja. Hann lést fyrir nokkrum árum. Dugnaður sá sem Ingibjörg sýndi er hún hjúkraði honum í hans veik- indum var aðdáunarverður. Þau eignuðust 10 börn og eru 9 þeirra á lífí. Auk þess tóku þau tvo fóstur- syni. Afkomendur þeirra í dag eru 101. Með þessum fátæklegu orðum vil ég senda afkomendum Ingi- bjargar sérstakar samúðarkveðjur. Minningin um hana er sérstakur Qársjóður. Þá finnst ér rétt að ljúka orðum mínum með einu af erindi úr kvæðinu Landnemamir eftir Davíð Stefánsson. Þau unnu bæði - hann og hún uns holtinu var breytt í tún'. Þau ristu sundur brunabörð og breyttu þeim i græna jörð sem gaf þeim fleiri og fleiri strá og feita hjörð. Því moldin var þeim mild og góð sem miskunnsemi hennar þrá sem lifa fyrir land og þjóð, sem lúta því sem jörðin á og plægja sá og raka og slá. Hún er þeim trygg hún elskar þá. Þorsteinn Pétursson, Akureyri. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDSÍNA SIGURRÓS SIGURGEIRSDÓTTIR frá Hellissandi, sem lést 21. þ.m. verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju mánu- daginn 30. desember kl. 14.00. Kristfríður Kristjánsdóttir, Guðríður Kristjánsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Kristinn Hermansson, Ludy Ólafsdóttir, Guðmundur Kristjónsson, Kristinn Guðmundsson, Sigurður Guðnason, Svava Sigmundsdóttir, Steinþór Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, KRISTJÁN BENEDIKTSSON frá Haganesi, siðast til heimilis að Hrafnistu, Reykjavík, sem andaðist 18. þ.m., verður jarðsunginn þriðjudaginn 29. desember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Kristbjörg Benediktsdóttir, Hákon Benediktsson, Marfa Benediktsdóttir, Valey Benediktsdóttir, Sigurbergur Benediktsson og aðrir vandamenn. t Móðir mín og tengdamóðir, MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR, Granaskjóli 16, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Ásmunds, Þórunn Guðmundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURLÍN JÓNSDÓTTIR, Kirkjubraut 7, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 11.30. Sigurlaug Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Helgi Sigurðsson, Sigrún Rafnsdóttir, og Vilhelmína Elísdóttir, Heiðrún Þorgeirsdóttir, Arný Kristjánsdóttir, Einar Guðleifsson barnabörn. t Kveðjuathöfn um föður okkar, HREGGVIÐ JÓNSSON frá Hlíð, Vestmannaeyjum, verður í Langholtskirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 10.30. Jarðsett verður sama dag kl. 15.00 frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð. Tómas Hreggviðsson, Eyvindur Hreggviðsson. t Minningarathöfn um manninn minn, RAGNAR H. RAGNAR, ísafirði, fer fram i Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. desember kl. 6 siödegis. Sigríður Jónsdóttir Ragnar. Blómastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna fráfalls mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, GUÐVARÐAR PÉTURSSONAR, Hrafnagilsstræti 31, Akureyri. María Ásgrímsdóttir, börn og tengdabörn. t Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu og einlægan vinarhug eftir andlát konu minnar og móður okkar, KLÖRU MAGNÚSDÓTTUR. Einnig sendum við innilegar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 2b Landakotsspítala. Hákon Hafliðason, Guðrún Birta Hákonardóttir, Magnús Óskar Hákonarson, Gfslfna Hákonardóttir, Guðfinna Hákonardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.