Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur: * Islensk kaupskipa- félög taka þátt í nútíma þrælahaldi ALMENNUR félagsfundur Skip- stjórafélags íslands, Stýrimanna- félags íslands, Vélsijórafélags íslands og Sjómannafélags Is- lands með farmönnum var haldinn í gær í félagsmiðstöð Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Á fundinum var rætt um atvinnuöryggi íslenskra farmanna og komu þar fram áhyggjur vegna verulegrar fjölg- unar útlendínga á skipum, sem annast flutninga á milli íslands og annarra landa. Á fundinn mættu auk forystu- og félagsmanna félaganna fjögurra Einar Hermannsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra kaup- skipaútgerða, Ragnhildur Hjalta- dóttir frá samgönguráðuneytinu og Atli Freyr Guðmundsson frá við- skiptaráðuneýtínu. Einar ræddi um stöðu íslenskrar skipaútgerðar og þróunina á Norð- urlöndum í sambandi við notkun svokallaðra „þægindafána“. Full- trúar ráðuneytanna svöruðu fyrir- spurnum fundarmanna um þessi mál. Guðmundur Hallvarðsson, form- aður Sjómannafélags Reykjavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið að sjómenn væru uggandi vegna þróunar mála undanfarið. „Á tíu ára tímabili hefur kaupskipum ís- lendinga fækkað um 16 á sama tíma og flutningar til og frá landinu hafa stóraukist. Um 300 farmenn hafa misst vinnu sína á þessum tíma vegna stóraukinnar leigutöku á er- lendum skipum." Benti Guðmundur á að á tímabilinu frá febrúar-nóv- ember á þessu ári hefðu leigutökur verið óvenjumiklar, eða samtals 81 Morgunblaðið/Bjami Fundarmenn á fundi um atvinnuöryggi islenskra farmanna í gær. skip. Guðmundur sagði að við komu m/s Hvítaness til landsins 16. des- ember síðastliðinn hefði fjórum íslendingum verið sagt upp og fjór- ir Pólveijar ráðnir í þeirra stað. „Menn hafa kallað þetta nútíma þrælahald,“ sagði Guðmundur. Benti hann á að menn þessir hefðu um 1.000 dollara (u.þ.b. 36.000 kr.) í mánaðarlaun fyrir 10 stunda vinnudag, sjö daga vikunnar. „Pól- verjar þessir voru víst ráðnir í gegnum ráðningarskrifstofu í Lon- don, sem er í sambandi við vinnum- iðlun ríkisins í Póllandi, sem tekur stóran hluta tekna viðkomandi sjóa- manna í gjöld og ýmsar greiðslur." Aðspurður um aðgerðir samtaka sjómanna sagði Guðmundur að þeg- ar hefði vérið leitað samstarfs Verkamannasambands íslands og Alþýðusambands Íslands og væru sjómenn um þessar mundir að skoða leiðir til úrbóta. „Það er enginn vafi á því að við munum sporna gegn þessari þróun og munum á einhvern hátt knýja útgerðarmenn til þess að manna farskipin íslend- ingum,“ sagði Guðmundur. VEÐURHORFUR í DAG, 29.12.87 YFIRUT á hádegi (gmr: Um 500 km suðsuðvestur af Vestmanna- eyjum er 952 millibara víðáttumíkil lægð sem þokast austnorðaust- ur, en 1023 millibara hæð yfir norðausturströnd Grænlands. SPÁ: i dag verður enn allhvöss norðaustanátt meö slyddu og hita nálægt frostmarki á Vestfjörðum en hægari austlæg eða suðaust- læg átt ( öðrum landshlutum, vfðast skúrir og 3ja—5 stiga hiti. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Nokkuð hvöss aust- an- og norðaustanátt og éljagangur á Vestfjöröum og á annesjum norðanlands en hægarí austlæg átt annars staðar. Dálftii rigning eða slydda á Suðaustur- og Austurlandi en úrkomulftið vestanlands og I innsveitum norðanlands. Hiti um frostmark norðantil ó landinu en 2ja—4ra stiga hiti sunnanlands. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjaó / / / / / / / Rigning / / / * / * Skýjað / * / * Slydda / * / J||^ Alskýjað .# # # * # * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V a = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður Vf. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhi VflAur Akureyri 1 snjóél ReykjavAc 8 skúr Bergen 3 skýjað Heisinki +8 skýjað Jan Mayen +17 légþokublettir Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq 5 skýjað Nuuk +7 heiðskírt Oaió 2 skýjað Stokkhólmur ♦1 léttskýjað Þórshöfn 7 rignlng Algarve 18 hólfskýjað Amsterdam 11 þokumóða Aþena 14 helðskirt Barcelona 14 lóttskýjað Bertfn 11 skýjað Chicago 1 snjókoma Foneyjar 2 þoka Frankfurt 9 skýjað Glasgow 12 rigning Hamborg 11 þokumóða Lat Palmas 21 skýjað London 13 súld 4 s. klst. LosAngeles 8 heiðskírl Lúxemborg 7 þokumóða Madríd 8 heiðsklrt Malaga 17 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal +13 léttskýjað NewYork 2 alskýjað París 7 þokumóða Róm vantar Vln 13 skýjað Washington 4 fskorn Winnipeg +7 þoka Valencia 13 helðskfrt Verður sfld söltuð í janúarmánuði? Sovétmenn falla frá kröfu um verðlækkun SOVÉTMENN hafa nú fallið frá kröfu á verðlækkun á saltsíld, sem áður var af þeirra hálfu skilyrði fyrir staðfestingu á kaupum á 30.000 tunnum af saltsíld til viðbótar áður staðfestum kaupum. Síldar- útvegsnefnd er nú að kanna hjá sjávarútvegsráðuneytinu möguleika á aukningu síldarkvótans sem svarar þessu magni, en leyfilegur afli á vertíðinni hefur þegar verið tekinn. Ennfremur er verið að kanna áhuga saltenda á frekari söltun. Verði af þessu hefst vertíð að nýju í janúar. Um 3.500 tonn þarf af síld upp úr sjó f þessar 30.000 tunn- ur og útflutningsverðmæti þeirra er 110 til 120 milljónir króna. í fréttabréfi frá Síldarútvegsnefnd Sovétríkjanna. Verði af þessari sölt- segir að í skeyti frá sovézku stofnun- inni Sovrybflot, sem barst á að- fangadag, hafí verið fallið frá kröfunni um verðlækkun frá samn- ingum haustsins, en þá var verð í dölum talið 12% hærra en á vertíð- inni þar á undan. í haust var samið um sölu á 200.000 tunnum af saltsíld tíl Sovétríkjanna og staðfestu Sovét- menn þegar kaup á 150.000 tunnum. Staðfesting á hinu hefur dregizt til þessa, að undanskildu því að sam- komulag náðist um kaup Sovét- manna á 20.000 tunnum til viðbótar til uppfyllingár samningi síðasta árs, en það magn glataðist er flutninga- skipið Suðurland fórst á leiðinni til un til viðbótar nú verður alls saltað í 200.000 tunnur fyrir Sovétmenn og söltun á vertíðinni í heild meiri en nokkru sinni fyrr í sögu söltunar á Suðurlandssíld. í fyrirframsamningi Síldarútvegs- nefndar og Sorvybflot er tekið fram að ekki megi afgreiða sfld með lægra fituinnihaldi en 12%. Samkvæmt fítumælingum, sem gerðar hafa verið af Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins undanfarin ár á sfld veiddri í janúar, hefur fitu- innihald hennar í þeim mánuði reynzt vera 12 til 17%. Það er því yfir lágmarkinu og söltun möguleg hvað það varðar. Fjárlög: Samkomulag náðist um framlög til Þjóðarbókhlöðu BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, kynnti við loka- afgreiðslu fjárlaga í sameinuðu þingi í gær samkomulag milli hans og fjármálaráðherra um fjárframlög til Þjóðarbókhlöðunnar. í sam- komulaginu felst m.a. að af innheimtum eignarskattsauka fyrir árið 1988 verði 50 mkr. varið til byggingarframkvæmda og allt að 20 mkr. af innheimtum eignarskattsauka ársins 1987 til viðbótar við framlag á fjárlögum. Birgir ísleifur sagði það ekki hafa farið fram hjá neinum að á milli hans og fjármálaráðherra hefði verið ágreiningur um framkvæmd laganna um þjóðarátak til bygging- ar Þjóðarbókhlöðu, sem samþykkt hefðu verið á Alþingi vorið 1986, en þá var samþykkt að leggja á sérstakan eignarskattsauka sem standa skyldi undir kostnaði við byggingarframkvæmdir. Áður en fjárlög væru afgreidd teldi hann rétt að greina frá samkomulagi sem hann og fjármálaráðherra hefðu gert um þessi mál. Byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu hefði gert áætlun um framkvæmdir ársins 1988 og ijármagnsþörf til þeitra. Samkvæmt þeirri áætlun myndi þurfa 110-130 milljónir til að byggingarhraði gæti talist eðli- legur. I samkomulaginu fælist í fyrsta lagi að af innheimtum eign- arskattsauka ársins 1988 yrði 50 mkr. varið til byggingarfram- kvæmda eins og gert væri ráð fyrir í fjárlögum. í öðru lagi að af inn- heimtum eignarskattsauka ársins 1987 yrði varið til byggingarfram- kvæmda allt að 20 mkr. til viðbótar við framlag á fjárlögum. I þriðja lagi að ráðuneytin tækju upp við- ræður eftir áramót um framtíðar- skipan þessara mála áður en útboðsáfangi 10 kæmi til fram- kvæmda. Menntamálaráðherra sagði að þrátt fyrir þetta samkomulag væri ágreiningurinn ekki útkljáður en hann teldi að með því ættu bygging- arframkvæmdir á næsta ári að geta gengið með eðlilegum hætti og í samræmi við áætlanir bygginga- nefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.