Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 17 Víkingur FUS: Guðjón Andrí Kárason kos- inn formaður Sauðárkróki. AÐALFUNDUR Víkings, félags ungra Sjálfstæðismanna á Sauð- árkróki og í Skagafirði var haldinn 17. desember siðastliðinn i Sæborg á Sauðárkróki. Starf félagsins hefur verið í lágmarki frá síðustu kosningum, en ný stjórn sem kosin var hyggur á öflugt starf í vetur. Stefnt er að stórauknum sam- skiptum FUS-félaganna í kjördæm- inu. Fyrstu reglulegi fundur nýkjörinnar stjómar verður þegar eftir áramót og verða þar lagðar línur um starf framundan. Stjóm FUS Víkings skipa: Guðjón Andri Kárason formaður, en aðrir í stjóm eru Ari Jóhann Sigurðsson, Vigfús Vigfússon, Bjöm Jóhann Bjömsson og Ragnar Ólafsson. - BB Orfeus í undirheimum Styrktarfélag íslensku óperunn- ar sýnir gamanóperuna Orfeus í undirheimum eftir franska tón- skáldið Jacques Offenbach á kvikmyndatjaldinu í Gamla bíói I kvöld, þriðjudaginn 29. desember. Sýningin hefst kl. 8. Áður hafa verið sýndar fimm óperukvikmynd- ir í þessum sýningaflokki: Hollend- ingurinn fljúgandi og Tannh&user eftir Wagner, Fidelio eftir Beethoven, Töfraskyttan eft- ir Weber og Wozzeck eftir Alban Berg. Gaman og alvara Nú kveður við nýjan tón. Orfeus í undirheimum er ein vinsælasta gamanópera allra tíma, leiftrandi fyndin og íjörug frá upphafi til enda. Höfundurinnn, Jacques Offen- bach, fæddist í Köln 1819 og dó í París 1880. Hann hafði óskað þess alla tíð að fá að njóta viðurkenning- ar sem alvarlegt óperutónskáld. Honum varð ekki að þeirri ósk í lifanda lífi. Hann dó fullur örvænt- ingar með handritið að Ævintýr- um Hoffmanns í höndunum. Hoffmann var frumsýndur í París §órum mánuðum eftir andlát Off- enbachs og hefur notið mikillar hylli óperugesta um allan heim all- ar götur sfðan. Hoffmann var sýndur hér í Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum árum. Offenbach hóf tónlistarferil sinn sem hljóðfæraleikari og hljómsveit- arstjóri, en reyndi síðan að ná fótfestu sem gamanóperutónskáld. Það gekk ekki vel. Söngleikahúsin í París voru ófús að sýna óperur hans. Offenbach brást við þessu mótlæti með því að stofna eigið leikhús og sýna verkin þar. Frægð hans og hylli jukust smám saman innan Frakklands og utan. Hann sló í gegn með Orfeusi, sem var frumsýndur í París 1858. Textann sömdu Hector Cremieux og Ludovic Halévy. Síðan rak hver gamanóperan aðra. Stíll Offen- bachs hafði veruleg áhrif á önnur tónskáld, svo sem Englendinginn Sullivan, höfund Míkadósins og margra annarra vinsælla verka, og einnig á Vínarsnillinginn sjálfan, Jóhann Strauss, höfund Leður- blökunnar og Sígaunabarónsins. Gamanóperur Offenbachs eru um 100 talsins. Margar þeirra hafa notið mikillar hylli frá upphafí, ekki síst Orfeus og Helena fagra. Helena fagra var sýnd í Þjóðleik- húsinu fyrir nokkrum árum, en Orfeus hefur ekki enn verið settur á svið hér á landi. Tónlistin í báðum þessum óperum (og næstum öllum hinum líka) er léttúðug og Ijóðræn á víxl. Á okkar dögum eru mörg þessara verka þekkt fyrst og fremst af leikandi léttum forleikj- um og einstökum söngatriðum. Kan-kan-dansinn í Orfeusi þekkja næstum allir. Þetta er eitt allra fjörugasta gamanóperuatriði í ger- völlum tónbókmenntunum. Saga úr undirheimum Orfeusi var illa tekið á frumsýn- ingu. Hneykslun gagmýnenda yfir því, að Offenbach skyldi voga sér að gera grín að goðsögninni um Orfeus og Evridísi og samnefndri óperu Glucks, vakti þó áhuga. Þetta varð til þess, að verkið sló í gegn skömmu síðar. Þegar Orfeus var tekinn upp aftur 15 árum síðar, náði hann aftur miklum vinsæld- um. Leikhúsgestir í París þóttust sjá, að Offenbach væri að gera grín að samtfmafólki og fyrirbær- um í Frakklandi. Léttúðin í verkinu Jacques Offenbach átti vel við Frakka. Parísarbúar sungu kan-kan-dansinn og annað úr Orfeusi af mikilli lyst á götum borgarinnar. Þegar sagan hefst er Evridís, eiginkona fiðlusnillingsins Orfeus- ar, orðin langþreytt á sífelldum fiðluleik bónda síns og leitar hugg- unar hjá undirheimaguðinum Plútó, sem klæðist jarðnesku dular- gervi og kallast þá Aristeus. Hún segir Orfeusi frá lostafullu fram- ferði sfnu og fer svo með Plútó í undirheima. Orfeus er himinlifandi, enda hefur hann ekki undan að kenna imgum stúlkum á fiðlu og ýmislegt fleira, en almenningsálitið knýr hann til að sýna ábyrgð og reyna að bjarga konu sinni frá glöt- un. Með hjálp Júpíters, konungs guðanna, fer hann í undirheima með guðdómlegu föruneyti. Júpiter á Júnó, feita gyðju, sem er sambýl- is- og siðferðismálaráðherra í undirheimum. Júpíter gimist Evridísi, breytir sér í flugu til að komast að henni inn um skráargat og stígur í vænginn við hana. Guð- imir lýsa aðdáun sinni á Evrídísi í eldflömgum kan-kan og dansa menúett á milli. Júpíter mælir svo fyrir, að Orf- eus megi ná Evridísi aftur úr undirheimum, en hann muni tapa henni, ef hann líti við til að at- huga, hvort hún fylgir á eftir honum. Júpíter verður vonsvikinn, þegar Orfeus tekur tilboðinu eins og fyrirmynd hans í goðsögunni, og sendir eldglæringar á eftir hon- um. Orfeus hrekkur við og lítur glaðbeittur til baka. Evridfs snýr við. Hún er honum glötuð að eilífu, guði sé lof. Aðdáendur hennar í undirheimum fagna henni ákaft í villtum dansi. Orfeus er ekki síður sæll. Tjaldið fellur. Kvikmyndin Kvikmyndin, sem verður sýnd í Gamla bíói í kvöld kl. 8, er komin frá ríkisóperanni f Hamborg. Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar leikur undir stjóm Marels Jan- owski. Einsöngvarar, kór og list- dansflokkur Hamborgaróperannar koma fram. Sýningin tekur um 2 klukkustundir með hléum. Allir styrktarfélagar íslensku óperannar og gestir þeirra era velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Gleðilega hátíð. Texti: Þorvaldur Gylfason PHiUPS Tvær sjónvarpsstöövar eru barnaleikur fyrir Philips HQ-VR 6542 myndbandstækið - tæki sem svarar kröfum nútímans. • Þráðlaus fjarstýring • Sjálvirkur stöðva leitari • i6stöðva<orval • Upptökuminni í 14daga fyrir 4 skráningar • Skyndiupptaka óháð upptökuminni • Myndleitari i báðar áttir • Frysting á ramma • Og ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á • Verðið kemur þér á óvart. Opiðídag: Sœtúni8kl. 10-13 Kringlunni kl. 10-16 Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - KRINGLUNNI - SÆTUN. 8 - S.M. 69 15 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.