Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 46
AUK hl. 99.S/SIA 46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Minning: Guðrún H. Stein- grímsdóttir Fædd 13. febrúar 1981 Dáin 15. desember 1987 b' Guðrún Hansína Steingrímsdótt- ir var fædd 13. febrúar 1891, dáin 15. desember 1987. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Einarsdóttir og Steingrímur Steingrímsson, bóndi í Stóra- Nýjabæ í Krísuvík. Hún giftist Magnúsi Bjama Há- konarsyni frá Nýlendu, Miðnesi, 2. júní 1916. Magnús lést árið 1964. Böm þeirra: Steinunn Guðný, gift Skúla K. Halldórssyni, tón- skáldi; Ólafur Hákon, bóndi, Nýlendu, kvæntur Svölu Sigurðard- óttur; Björg Magnea, látin, var gift Ólafi Guðmundssyni, birgðaverði, sem einnig er látinn; Einar Marinó, jámsmiður, kvæntur Helgu Aðal- steinsdóttur; Gunnar Reynir, endurskoðandi, kvæntur Sigur- laugu Zophoníasdóttur; Hólmfríður Bára, gift Brynjari Péturssyni, verkstjóra; Tómasína Sólveig, skrif- stofustúlka; Jóhanna Halldórsdóttir kom til þeirra um fermingu og var hjá þeim til fullorðinsára. Hún gift- ist Helga Helgasyni. Bjuggu þau í Vík í Mýrdal og seinna í Keflavík. Þau em bæði látin. Afkomendur þeirra hjóna em 65 á lífí. ★ Guðrún Steingrímsdóttir tengda- móðir mín er látin. Ég sakna hennar. Hún var mér góð. Hún var gáfuð kona. Hún var mikill persónu- leiki, sem maður aldrei gleymir. Hún var mikil húsmóðir og stjóm- söm. Gaman var að borða hjá henni, því kokkur var hún með afbrigðum góður. Þá var það ekki amalegt að fá morgunkaffið hjá henni beint á sængina, í Nýlendu, þegar maður gisti þar, eða var í sumarfríi með Steinunni konu minni. Ekki talaði hún mikið, en hugs- aði þeim mun meira, enda heyrði ég aldrei nema gáfulegt frá hennar munni koma. Enginn gekk bónleið- ur til búðar, sem á hennar fund fór til að leita ráða hinna ýmsu vanda- Einar Benediktsson, skáld, réð hana til heimilis síns í London í tvö ár í fyrra stríði, og einnig var hún hjá þeim hjónum um skeið í Höfða í Reykjavík. Það var heldur engin tilviljun, að Einar las kvæðin sín fyrir hana til að heyra álit hennar og hvem skilning hún legði í ljóðin hans. Konur eins og Guðrún eru ekki á hvetju strái, því miður. Ég veit að eiginmaður hennar, Magnús Hákonarson, breiddi hvorki hey né fisk án þess að spyrja Guðrúnu hvort hún héldi að hann væri að koma á eður ei. Það er gaman að hafa átt slíka konu sem Guðrún var að vini og félaga í 50 ár. Síðustu 10 ár æfi hennar á Hrafnistu í Hafnarfirði vom lær- dómsrík fyrir mig, og þá ekki síður henni sjálfri. Við hjónin heimsóttum hana alltaf vikulega þessi ár. Hún var mér ávallt hvati í tónlist minni. Hún vissi vel hvað ég var að gera. Ég vann þama suður frá hjá henni, aðallega að hljómsveitarútsetning- um. Eg var varla búinn að vera nema hálftíma hjá henni, þegar hún hálfpartinn rak mig niður í setu- stofu til að láta eitthvað ganga. Ekki neitt slór. Hún var ekki vön slíku í sínu lífí. Ég er ekki viss um að henni hafí alltaf liðið nógu vel í lífinu. 'Ég veit að hún vildi gera meira, og umfram allt að láta gott af sér leiða. Ég segi ekki meira um Guðrúnu að sinni. Ég gæti sagt svo mörgum sinnum fleira, því það er úr mörgu að moða. Hún gæti hafa sagt eins og skáldið Örn Amarson: „Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag.“ Ég kveð hana bæði með söknuði og fögnuði. Ég veit, að nú líður henni best. Skúli K. Halldórsson Nú er hún amma mín loksins dáin. Það finnst einhveijum kannski skrítið á ég segi „loksins" en ég veit að hún er hvfldinni fegin. Guðrún Steingrímsdóttir, amma átti stórbrotna, Ianga og marg- slungna ævi. Hún kynntist bæði allsnægtunum og örbirgðinni og því. hvemig það var að koma upp stór- um bamahópi við lítil efni. Þessum þætti í lífi ömmu minnar kynntist ég aldrei og þá sögu verða aðrir að segja. Mínar fyrstu minningar um ömmu em tengdar skápnum hennar í stofunni heima í Nýlendu, þar sem góða lyktin var og allt góðgætið, hárinu hennar, sem hún þvoði upp úr vaskafati og fléttumar náðu næstum tvo hringi í kringum höfuð- ið, og hænunum hennar, sem verptu bragðbestu eggjum í heimi. En manneskjunni sjálfri, ömmu minni, kynntist ég ekki fyrr en fyr- ir nær átta ámm þegar við misstum þá konu, sem okkur var báðum kær. Hún missti dóttur sína, ég móður mína. Þá var amma komin á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem var heimili henn- ar síðasta áratuginn, og var orðin þreytt. Hún vissi hvemig mér leið, betur en margir aðrir, því sjálf hafði hún, á unga aldri, misst móður sína og systkini öll. Það kom ekki sá dagur að hún spurði ekki um stelpukrakkann og mörgum bitanum stakk hún að mér af sínum litla kosti. Amma mín sagði ekki margt en verkin hennar töluðu. Peysumar, hosumar og vettlingamir, sem hún pijónaði bæði handa mér og öðmm allt fram á sín síðustu ár. Ég þakka elskulegri ömmu minni. Guð geymi hana. Sólveig Með þessum fáeinu orðum langar mig að kveðja ömmu mína, Guðrúnu Hansínu Steingrímsdóttur, sem borin er til hinstu hvíldar í dag. Ætlun mín er ekki sú að gera grein fyrir ævi hennar, það gera aðrir sem betur þekkja. Hins vegar þakka ég af heilum hug þær hlýju samveru- stundir sem ég var svo lánsamur að fá að njóta með henni. Hugurinn reikar aftur til þeirra tíma er ég sem lítill drengur bjó í Nýlendu. Minnist ég þess að vakna sólríka sumarmorgna. Þá sátu amma og afi í eldhúsinu. Amma greiddi og fléttaði sítt og fallegt hár sitt. Mér fannst þá að þetta myndi aldrei breytast. Þó ég stækk- aði og fullorðnaðist þá yrðu amma og afí alltaf eins og byggju í Ný- lendu. Frá þeim árum á ég margar mínar hugljúfustu minningar. Með lífsviðhorfí sínu og breytni setti amma mark sitt á samtíð sína og afkomendur sem margir koma til með að búa að um ókominn tíma. Allir sem henni kynntust, virtu hana og litu upp til hennar. Aldrei varð mér þó ljósara en sumarið 1984 hversu mikil einurð og viljastyrkur bjó í þessari öldnu konu. Þó heilsufar hennar væri með þeim hætti, að hún þyldi illa ferða- lög frá Hrafnistu í Hafnarfirði, gat ekkert fengið hana ofan af þeirri fyrirætlan sinni að heimsækja okk- ur í nýju íbúðina að Ásabraut í Sandgerði, þetta sumar. Þar áttum við góðan dag. Að leiðarlokum vil ég þakka elsku ömmu fyrir allar þær gleði- og hamingjustundir sem hún veitti okkur. Algóði Guð blessi hana og varðveiti. Pétur Brynjarsson Á þessum degi, er við kveðjum föðurömmu okkar, Guðrúnu H. Steingrímsdóttur í Nýlendu, er okk- ur efst í huga þakklæti fyrir það sem við fengum að njóta er við dvöldum hjá henni og afa svo oft sem böm, við leik og störf. Amma var góður uppalandi og kenndi okk- ur margt til munns og handa sem við búum að enn í dag. Hún við- hélt ýmsum góðum gömlum siðum sem við borgarbömin fengum að kynnast. Við vomm ekki gamlar er hún sendi okkur til Jónu í Nýjabæ með Maríufiskinn okkar og eigum við hlýjar minningar úr eldhúskrók ömmu og afa þar sem við sátum og hreinsuðum æðardún sem amma safnaði gjarnan og nýtti. Minnis- stæðir em tvflitu fingravettlingarn- ir sem hún kenndi okkur að pijóna og nutum við þá einnig frásagnar- gáfu hennar og stálminnis, en hún hafði frá mörgu að segja, enda sigldari en margir aðrir henni sam- tíða. Bar gyllti kortakassinn sem við fengum ósjaldan að skoða í, því glöggt vitni. Horfði hún þá dreym- andi út um gluggann og greiddi og fléttaði síða fallega hárið sitt sem í eina tíð var tinnusvart og hennar stolt og piýði. Æfiágrip ömmu munum við ekki rekja hér en óhætt er að segja að líf hennar hafi einkennst af þeim tíðaranda sem vinnulúnar hendur hennar bám vitni um. Nýtni, ráð- deild og síðast en ekki 'síst umhyggja fyrir náunganum vom hennar aðalsmerki. Hyggjum við að allir þeir sem líta til baka og hugsa um húsfreyjuna, formanns- konuna, vinnuforkinn, móðurina og ömmuna, Guðrúnu í Nýlendu, minnist hennar með virðingu og hlýju. Nú er langri æfi hennar lokið og viljum við fyrir hönd íjölskyldna okkar og þá ekki síst foreldra og systkina sém vegna fjarvem í út- löndum geta ekki fylgt ömmu síðasta spölinn, senda ykkur öllum, ættingjum og vinum, innilegar sam- úðarkveðjur. Við kveðjum ömmu að leiðarlokum með versinu fallega sem hún kenndi okkur í æsku: Vertu yfir og allt um kring með eiiífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Hvíli elsku amma í friði. Gjuðrún og Guðný mála lífsinS. | I Verzlunarskóli íslands FULLORÐINSFRÆÐSLA Innritun á vorönn verður á skrifstofu skólans 5.-8. og 11. janúar 1988 kl. 08.00-19.00. Boðið er upp á eftirtalda náms- möguleika auk stakra námskeiða: ÖLDUNGADEILD Nám til verslunarprófs og stúdents- prófs. STARFSNÁM Bókhaldsbraut og skrifstofubraut. FORNÁM TÖLVUHÁSKÓLA VÍ Áfangar fyrir þá nemendur, sem ekki hafa lokið stúdentsprófi af við- skiptabraut, en hafa áhuga á að sækja um íTVÍ næsta haust. Áfangalýsingar, umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu skólans, Ofanleiti 1. t Móðir okkar, GUÐMUNDA PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipasundi 92, andaðist á gjörgæsludeild Landakotsspítala þann 24. desember sl. Sophus Henry Holm og Guðmundur Holm. t Móðir okkar, RAGNHEIÐUR SVEINSDÓTTIR, Dalbraut 27, lóst í Landspítalanum aðfaranótt 28. desember. Vilborg og Helga Harðardætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.