Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Singapore: Skorður settar við útbreiðslu tímarita Singapore, Reuter. STJORNVÖLD í Singapore hafa fyrirskipað að aðstandendur tímaritsins Far Eastern Economic Review dragi stórlega úr sölu þess í landinu. Þetta er í fjórða skiptið undanfarna 17 mánuði sem yfirvöld hefta út- Túnis: Stjórnmála- samband við Líbýumenn Túnis, Reuter. STJÓRNVÖLD í Túnis og Líbýu hafa ákveðið að taka upp stjórn- málasamband að nýju, að þvi er TAP, hin opinbera fréttastofa Túnis skýrði frá í gær. Túnisbúar slitu stjómmálasam- bandi við Líbýu í septembermánuði árið 1985 er stjómvöld í síðar- nefnda ríkinu ákváðu að vísa 30.000 verkamönnum frá Túnis úr landi. Undanfama mánuði hafa sam- skipti ríkjanna farið batnandi og hefur tekist að leysa nokkur helstu ágreiningsmál ríkjanna svo sem greiðslu skaðabóta til verkamanna sem vísað var frá Líbýu. Þá hafa Líbýumenn fallist á að gefa eftir fé í eigu Túnisbúa sem var fryst í líbýskum bönkum. Búist er við að ríkin tilkynni formlega að stjómmálasamband hafi verið tekið upp að nýju á næstu dögum. breiðslu erlendra tímarita. Áður hafði upplag Time, Asian Wall Street Journal og Asiaweek verið skorið niður um 90%. Far Eastem Economic Review var refsað fyrir fréttaflutning en hinum þremur tímaritunum fyrir að neita að birta svör stjómvalda við því sem kallað var „mistök í fréttaflutningi". Stjómin greip til þess ráðs að minnka upplag tíma- ritsins í landinu úr 10.000 eintökum í 500 eftir að birst hafði frétt þann 17. desember um að yfírvöld hefðu handtekið marxista sem reynt hefðu að steypa stjóm Lee Kuan Yews forsætisráðherra af stóli. íbúar Singapore sem er eitt auð- ugasta ríkið í Suðaustur-Asíu búa við stórlega skert persónufrelsi og stjómin hefur ekki farið dult með þann ásetning sinn að hindra að fréttamennska, gagnrýnin á vald- hafa, nái að skjóta þar rótum. Austurríki: Fannfergi vestanhafs Þrátt fyrir hríðarbyl léku Denver Broncos og San Diego Chargers um helgina í bandaríska fót- boltanum. Mikið óveður hefur geisað undanfarna daga í Bandarikjunum. Innanríkisráðherrann hvet- ur Waldheim til afsagnar Vínarborg, Reuter. KARL Blecha, innanrikisráð- herra Austurríkis hefur nú bæst í hóp þeirra manna, sem hvetja forseta landsins, Kurt Waldheim, til afsagnar. Kom þetta fram í viðtali, sem birt var í blaðinu Die Sovétríkin: Óháð félagasamtök gagn- rýnd fyrir starfsemi sína Moskvu, Reuter. MÁLGAGN sovéska kommúni- staflokksins Pravda varaði á sunnudag mörg hinnna 30.000 félagasamtaka í landinu við því að ástunda það sem kallað var „athæfi fjandsamlegt ríkinu“. í dagblaðinu sagði að margir fé- laganna væru þrjótar sem ýttu undir karlrembu, væru fjand- samlegir gyðingum, hvettu til stofnunar stjórnarandstöðu- flokka og fijálsra verkalýðsfé- laga. „Starfsemi þeirra er í mörgum tilvikum ólögleg og án leyfís skipu- leggja slík samtök mótmælagöngur og prenta og dreifa efni sem er fjandsamlegt sósíalismanum," sagði ennfremur í frétt blaðsins. „En þeir sem vilja físka í gruggugu vatni ættu að skilja að við stefnum ekki að vestrænu fíjálsræði heldur að dýpra og víðtækara sósíalísku lýðræði." Þetta var í fyrsta skipti sem sovéskir fjölmiðlar ráðast gegn félagasamtökunum í landinu. Svo virðist sem hið opinbera hafi áhyggjur af því að sveitarsjómir megni ekki að halda starfsemi slíkra samtaka í skefjum. Óopinber félög hafa lengi verið við lýði í Sovétríkj- unum. Þar fást félagar við ýmis hugðarefni sín utan ramma kom- múnistaflokksins. Síðan valdatími Gorbatsjovs hófst hefur slíkum samtökum vaxið fískur um hrygg. Á einkaheimilum koma menn gjama saman og ræða ýmis þjóð- félagsleg vandamál. Oleg Lyamín, lögfræðingur og félagi í perestrojku-umræðuhópn- um sem hittist hvem þriðjudag í Moskvu, sagði í samtali við Reut- ers-fréttastofuna að menn óttuðust nú að yfírvöld hygðust loka klúbbn- um. Hópurinn komst í deigluna eftir að hann krafðist þess að ræða sem Boris Jeltsin hélt áður en hann var rekinn yrði birt opinberlega. Að sögn hefur sá bjartsýnisandi sem ríkt hefur. innan umræðuhópanna beðið hnekki eftir að Jeltsin var látinn víkja fyrir að gagnrýna þá sem stæðu „glasnost" í vegi. Presse á aðfangadag. Er hann hæstsetti embættismaður þar i landi, sem tekið hefur þessa af- stöðu til Waldheims, en hún kann að gefa til kynna að ekki sé allt sem skyldi í stjórnarherbúðun- um. Blecha, sem einnig er varaform- aður sósíalistaflokksins, sagði að Waldheim ætti að láta af störfum eftir að nefndarrannsókn á fortíð forsetans lýkur í febrúar. Nefndin hefur grafíst fyrir um það hver starfí Waldheims var á stríðsárun- um, en hann hefur ítrekað verið sakaður um að hafa á einhvem hátt tekið þátt í eða haft vitneskju um stríðsglæpi nazista. Hinn íhaldsami Þjóðarflokkur, sem studdi Waldheim í forsetakjör- inu 1986 en er jafnframt í ríkis- stjóm með sósíalistum, mótmælti þessum orðum harðlega og sagði þau „smekklaust dæmi um friðrof jólahelginnar". Blecha sagði Die Presse að Aust- urríki hefði einangrast á alþjóða- vettvangi vegna máls Waldheims og að svo gæti ekki haldið áfram. „Hvert sem ég fer um Evrópu eru fjölmiðlar herskáir vegna Wald- heim-málsins og ráðherrar em á verði gagnvart Austurríki." Innanríkisráðherrann sagðist gera ráð fyrir að niðurstaða rann- sóknamefndarinnar yrði sú að ekki yrðu færðar sönnur á neina af hin- um meintu stríðsglæpum Wald- heims. Waldheim gæti þá þjónað landi sínu með því að segja af sér, laus undan álagi og sekt, sagði Blecha. Talsmaður Þjóðarflokksins, Lud- wig Steiner, sagði að ef Blecha væri ekki sáttur við Waldheim í forsetastóli ætti hann sjálfur að segja af sér embætti. „Það er hlut- verk ríkisstjómarinnar að berjast gegn galdraofsóknum þeim, sem í orði kveðnu beinast gegn forsetan- um, en beinast í raun mest gegn Austurríki." Time velur Gorbatsjov Mann ársins: Tækifærissinnaður en boðar þó nýja von fyrir Sovétmenn New York. Reuter. Bandaríska timarítið Time kaus Míkhaíl Gorbatsjov, leið- toga Sovétríkjanna „Mann ársins“ slðastliðinn laugardag. Fylgdi kjörinu sú umsögn, að hann værí „tækifærissinnaður stjórnmálamaður, sem einskis svifist" en samt sem áður „táknrænn fyrír vonina um ný Sovétríki“. Time sagði, að Gorbatsjov hefði „endurskapað hugmyndina um sovéskan leiðtoga" á þeim tíma, sem hann hefði verið við völd. „Sovétríkin og flest, sem þeim viðkemur, einkennast ekki lengur af sömu þyngslunum og áður, það hefur rofað til í myrkrinu, sem jrfír þeim grúfði, síðan Gorbatsjov varð aðalritari sovéska kommúni- staflokksins," sagði Donald Morrison, blaðamaður við Time. Sagði hann, að Gorbatsjov væri „sanntrúaður kommúnisti en einnig tækifærissinnaður stjóm- málamaður, sem einskis svifíst". „Á árinu 1987 var hann dálítið meira en þetta: Tákn fyrir ný Sovétríki, ríki, sem em opnari og leggja ögn meiri áherslu á velferð þegnanna og ögn minni á áróður meðal annarra þjóða. Fyrir að kynda undir þessum vonum hefur Time kosið Míkhafl S. Gorbatsjov Mann ársins 1987,“ sagði Morri- son. Þetta er í 61. sinn frá árinu 1927, að Time velur sér Mann ársins og er Gorbatsjov fjórði Sovétleiðtoginn, sem hlýtur þann titil. Árið 1983 varð Andropov fyrir valinu ásamt Ronald Reag- an, Nikíta Khrústsjov árið 1957 og Stalín tvisvar, 1939 og 1942. Aðrir, sem komu til greina sem Maður ársins, vom Reagan for- seti, sem hlaut titilinn árið 1980, Oliver North fyrir aðildina að vopnasölumálinu og Oscar Arias, forseti Costa Rica, en hann fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir áætl- unina um frið í Mið-Ameríku. Þá kom til álita að gefa Svarta mánu- deginum, verðhmninu í Wall Street, þennan titil og einhig al- næmissjúkdómnum. Fyrsta lán NIB til Sovét- ríkjanna Helsinki, Norrœna fjárfestingarbankan- nm. NORRÆNI fjárfestingarbankinn (NIB) hefur nú í fyrsta skipti veitt Sovétmönnum ián. Lánið nemur 128 milljónum danskra króna og verður notað til að fjár- magna smíði fjögurra þjónustu- skipa fyrir sovéska fiskveiðiflot- ann. Skipin fjögur verða smíðuð hjá Danyard Á/S í Danmörku en önnur Norðurlönd leggja að hluta til efni og tæki. Lántaki er Vneshtorgbank, ut- anríkisviðskiptabanki Sovétríkj- anna, en hann sér um allar erlendar lántökur fyrir Sovétríkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.