Morgunblaðið - 29.12.1987, Page 31

Morgunblaðið - 29.12.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 31 JOL VIÐA UM HEIM Kína: „Trúin blómstrar að nýju“ Mikil kirkjusókn kristinna manna og jólakortasala með ólíkindum Peking. Reuter. KRISTNIR menn í Kína, lítill en vaxandi söfnuður, fjöl- menntu sem aldrei fyrr til messu í kirkjum ag kapellum í borgum landsins á þessu jólum. Um 5.000 manns voru við messu í dómkirkju kaþólskra manna í Peking og hafði verið komið fyrir þar stóru jólatré. Endurómaði kirkjan af hinum hefðbundnu jóla- sálmum og biskup kaþólskra í Peking, Pu Tieshan, hvatti trú- bræður sína til að elska hver annan og sameinast í baráttunni fyrir betri heimi. Önnur 30.000 kaþól- skra manna sóttu messu í öðrum kirkjum í Peking og um 6.000 mótmælendur. Grænar grundir á skíðasvæðum ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara FERÐAMENN gripu í golfkylfur og tennisspaða í stað þess að festa á sig skíði á sumum stöðum í Ölpunum yfir hátíðirnar. Vorblí- ða ríkir á meginlandi Evrópu og það þarf að fara hátt í fjöllin eða á jökla til að komast í snjó. Göngustígar voru opnaðir og skíðakennarar sýndu skugga- myndir á stöðum þar sem skíða- lyftur voru ekki settar í gang yfir jólin. Flestar lyftur á skíðasvæðum sem íslendingar kannast við í Aust- um'ki, eins og td. í Mayrhofen, Kitzbuhel og Zell am See, gengu jrfir hátíðirnar þótt snjórinn væri ekki mikill. Þar var margt um manninn eins og endranær um jól. Upplýsingasjálfsvari í Kitzbuhel Morgfunblaösins. varaði fólk í gær við löngum biðröð- um við helstu lyfturnar. Hótel- og verslunareigendur á lægri skíðasvæðum í Sviss kvarta ekki enn þótt snjóinn vanti. Fáir gestir hafa hætt við að koma þrátt fyrir hlýindin og hafa nú góðan tíma til að gæða sér á mat og versla í snjóleysinu. En ástandið getur orðið svart fyrir þá sem lifa af skíðaí- þróttinni ef það snjóar ekki í janúar. Veðurhorfurnar næstu daga lofa ekki góðu fyrir skíðafólk. Hæð yfir suðvestur Evrópu kemur í veg fyrir snjókomu það sem eftir er af þessu ári og fyrstu tvo daga næsta árs. Verulegt snjóleysi hrjáði Svisslend- inga síðast veturinn 1971/72. Þá mældist ekki nema einn meter af snjó í 2.540 metra hæð um miðjan febrúar. Xinhua-fréttastofan kínverska hafði það eftir Fu biskup, að kaþ- ólskir menn í Kína væru nú 3,3 milljónir talsins og snerust árlega til trúarinnar um 30.000 manns. Kaþólskir menn og mótmælendur sættu miklum ofsóknum í Kína fyrst eftir valdátöku kommúnista og í menningarbyltingunni 1966-76 þegar kirkjunum var lok- að en nú eru tímamir miklu umburðarlyndari. „Trúin blómstrar að nýju í Kína,“ sagði í fréttum Xinhua. Jólakortasala var mjög mikil að þessu sinni en hún var með öllu óþekkt í Kína fyrir fáum árum. í einni bókaverslun í Peking voru seld 400.000 kort og kvaðst versl- unarstjórinn ekki hafa haft tíma til að reikna út hagnaðinn. „Ég er ekki kristin en mér líka jólakortin með mynd af Maríu mey og litlum englum. Mér finnst ein- hver heilagleiki fylgja þeim,“ sagði Zhao Huanhong, skólastúlka í Pek- ing og þrýsti tveimur kortum að brjósti sér. Israelskir hermenn með alvæpni á verði við Jötutorg í Betlehem á --------- aðfangadag. Jólaboðskapur páfa um frið og gleði Páfagarði, Betlehem, London. Reuter. JÓHANNES Páll páfi talaði til milljóna rómversk-kaþólskra manna í miðnæturmessu sinni i St. Péturskirkjunni á aðfangadagskvöld. í predikun sinni fjallaði páfi um frið og gleði. Hundruð pílagríma söfnuðust saman við fæðingarstað Jesú í Betlehem á aðafangadag, en gífurleg úrkoma og óeirðir undanfarnar tvær vikur drógu veru- lega úr umfangi hátíðahaldanna. Elizabeth II Englandsdrottning gagurýndi IRA, Irska lýðveldisherinn, í jólaræðu sinni. Sovétríkin: Jólin eru Moskvu. Reuter. Jóladagur var bara venjulegur vinnudagur fyrir flesta Sovét- menn en Tass-fréttastofan sagði þó frá því, að kaþólskir menn hefðu fjölmennt til messu á að- f angadagsk völd. Messað var í kirkju heilags Loðvíks í Moskvu og annarri, ka- þólskri kirkju í Lvov í Úkraínu og var mikill fjöldi viðstaddur á báðum stöðunum. í Eystrasaltsríkjunum 7. janúar var hins vegar haldið upp á jólin með sama hætti og gerist á Vestur- löndum enda er fólk þar almennt kaþólskt eða mótmælendatrúar. Sagði í fréttum Tass, að kirkjusókn hefði verið meiri en nokkru sinni. \ Rússneska rétttrúnaðarkirkjan heldur sín jól 7. janúar en þó er yfirleitt mest um dýrðir um ára- mót. Þá eru gjafir gefnar og dansað í kringum áramótatré. Um 10.000 manns voru viðstödd miðnæturmessu páfa og var henni •útvarpað og sjónvarpað beint til 42 landa í fimm heimsálfum. Messu- skrúði páfa var gylltur og hvítur, — í litum gleði og vonar. A Péturstorg- inu stóð gríðarmikil jata við hliðina á 28 metra háu ljósum prýddu jóla- tré. Páfi minntist orða engilsins, sem birtist fjárhirðunum á Betle- hemsvöllum og sagði: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð." „í dag endurómar þessi boðskap- ur í kirkjum í öllum heimshornum," sagði páfi. Hermenn voru meðfram öllum götum í Betlehem og á húsaþökum í nágrenni Jötu-torgs, þar sem Fæðingarkirkjan stendur. Strangt eftirlit var með öllum, sem fóru inn á torgið. Að minnsta kosti 22 Pa- lestínumenn hafa fallið fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu undanfarnar tvær vikur og allt að 200 manns hafa særst. Öryggisráð- stafanir vegna mótmælaaðgerð- anna og gífurleg úrkoma settu svip sinn á hátíðarhaldið í borginni. Elizabeth II Bretadrottning brá út af venju í jólaræðu sinni og gagn- rýndi IRA óbeint fyrir sprengjutil- ræðið í Enniskillen, þar sem ellefu manns létu lífið. „Það hendir allt of oft, að menn leiðast út í of- stæki, miskunnarleysi og ofbeldi vegna tryggðar við land sitt, kyn- þátt eða trú, eða jafnvel fótböltafé- lag,“ sagði drottningin í jólaræðu sinni í sjónvarpinu. Þó að hún nefndi IRA ekki á nafn sérstaklega, talaði hún um sprengjutilræðið í Enniskillen í síðasta mánuði sem dæmi um slíkt ofbeldi. Bankubréf Landsbankans eru 1,2ja, 3ja og 4ra ára bréf. Ársávöxtun er 9,25%-9,5% umfrám verðtryggingu. Örugg langtímabréf til 6,7, 8,9, og 10 ára. Ársávöxtun 8,5-9,25% umfram verðtryggi'ngu. Ný spariskírteini ríkissjóðs til 2ja, 4ra og 6 ára. Ársávöxtun 7,2-8,5% umfram verðiryggingu. Eldri spariskírteini ríkissjóðs kaupum við og seljum í gegnum Verðbrcfaþing íslands. Ársávöxtun er nú um 8,7%. Kaup- og söluþóknun, aðeins 0,75%. Skuldabréfin fást í verðbréfadeild Aðalbanka og í útibúum bankans um land allt. Nánari upplýsingar veita Verðbréfa- viðskipti, Fjármálasviði, Laugavegi 7, símar 27722 (innanhússsími 388/392) og 621244. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna 10,8% ÁYÖXTUN UMFRAM VERÐTRYGGINGU Landsbankinn býður örugg skuldabréf Skuldabréf Lýsingar hf., 3. flokkur 1987. Bréfin eru til 2ja, 3ja og 4ra ára og eru í 100.000,- kr. einingum. Ársávöxtun umfrarn verðtryggingu er 10,8%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.