Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
3. tbl. 76. árg.
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Bandaríkjanna, George Shultz, var
á ferðalagi í Noregi og Danmörku.
Gro Harlem Brundtiand:
Kjamorkuvopna-
laust svæði kann
að minnka spennu
Segir umræðu um slíkt þó engan
veginn einkamál Norðurlandanna
Ósló, Reuter.
GRO HARLEM Brundtland, forsætisráðherra Noregs, telur að kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum kunni að minnka spennu
milli austurs og vesturs, en í viðtali við JZeufers-fréttastofuna sagði
hún meðal annars: „Við teljum svo sannarlega að kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndum geti orðið hluti af stærri mynd
samkomulags austurs og vesturs." í næstu viku kemur Nikolaj Ryzh-
kov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í opinbera heimsókn til Noregs.
Brundtland sagðist vonast til
þess að heimsókn Ryzhkovs gæti
borið þann árangur að deilur Nor-
egs og Sovétríkjanna um nýtingar-
rétt auðlinda í Barentshafi yrðu úr
sögunni. „Norðmenn hafa gefið það
ótvírætt til kynna að þeir séu tilbún-
ir til málamiðlunar, séu Sovétmenn
reiðubúnir til hins sama.“ Sagði hún
að von um slíkt væri í raun grund-
völlur heimsóknarinnar og að
samskipti Noregs og Sovétríkjanna
gætu oltið á máli þessu.
Brundtland sagði að embættis-
menn á Norðurlöndum reyndu nú
að koma sér saman um sameigin-
lega afstöðu til kjamorkuvopna-
lausra svæða. „Við viljum vera
tilbúin ef þróun mála verður á þann
veg að spennuslökun og minnkandi
vopnabúnaður á Norðurlöndum
verður raunhæfur möguleiki.“ Hins
vegar tók hún fram að málið þyrfti
að ræða á vettvangi NATO og
Varsjárbandalagsins, það væri ekki
einkamál Norðurlandanna.
Hugmyndin um kjamorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndum er
gömul, en óx ásmegin í október
síðastliðnum, þegar Míkhaíl Gor-
batsjov gerði það að tillögu. sinni í
ræðu, sem hann flutti í Múrmansk,
að dregið yrði úr vopnaskaki á norð-
urslóðum.
Bandamenn Noregs, Danmerkur
og Islands í Atlantshafsbandalag-
inu hafa ákaft varað við hugmynd-
um af þessu tagi, nú síðast í
desember, þegar utanríkisráðherra
Sovéskir
listamenn:
Vilja opna safn
í Tsjernobyl
Reuter.
SOVÉSKIR listamenn ráðgera að
opna safn til að endurskapa það
andrúmsloft sem ríkti í yfirgefnu
þorpunum i grennd við Tsjernobyl.
Að sögn fréttastofunnar Tass verð-
ur safninu ætlað að sýna fólki hvílík
ógn kjamorkan væri ef ranglega
væri farið með hana, en úr þorpunum
yflr 100.000 manns fluttir á brott.
Markaðurinn:
Reuter
Situr við sama á her-
numdu svæðunum
Óeirðir vom enn sem fyrr á hemumdum svæðum ísraela og var einn
Palestínumaður felldur eftir að hann og félagar hans höfðu grýtt
varðsveit ísraelskra hermanna. í Bin Zair-háskólanum gengu stúdent-
ar um með fána Frelsissamtaka Palestínu, PLO, og héldu á lofti
myndum af Yasser Arafat, leiðtoga samtakanna. Þeir létu allófrið-
lega, en ísraelskir hermenn skárust ekki í leikinn.
Jórdanir fóm í gær fram á tafarlausan fund öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna um ástandið á hemumdu svæðunum og er talið að
ráðið komi saman í dag.
Sovétríkin:
„Umbótatil-
raunir“ valda
verkfalli
Moskvu, Reuter.
AÐ SÖGN fréttarits verslunar-
ráðuneytisins Sovétríkjanna kom
til verkfalls i matvöruverslun
nokkurri síðastliðinn september.
Neituðu starfsmenn hennar al-
farið að hlíta nýjum reglum um
starfshætti.
Blaðið, Sovjetskaja Torgovlja,
sagði að Úníversam-verslun nr. 60
hafi verið ein sex matvömverslana
í Moskvu, sem gert var að sæta
ýmsum breytingum á starfsháttum,
en þær fólust aðallega í því að allir
starfsmenn hennar vom gerðir
ábyrgir fyrir vörarýrnun af völdum
þjófnaðar og úreldingar.
Að sögn blaðsins gengu breyting-
arnar þegjandi og hljóðalaust fyrir
sig í hinum verslununum fimm, en
í Úníversam nr. 60 brást starfs-
fólkið hið versta við og fór í verkfall.
Eftir að búðin hafði verið lokuð í
tæpar tvær vikur vom starfsfólkinu
settir úrslitakostir: annaðhvort tæki
það þátt í þessari umbótatilraun eða
hætti. 14 af 18 kassadömum
ákváðu að hætta og níu aðrir starfs-
menn sigldu í kjölfarið.
Mjög óvenjulegt er að skýrt sé
frá verkalýðsdeilum í Sovétríkjun-
um, en fréttaskýrendur telja ekki
ósennilegt að með frétt þessari hafi
einhver viljað vekja athygli á því
að ekki séu allir í sjöunda himni
vegna svonefndra umbótatilrauna
Míkhaíls Gorbatsjovs.
Bandaríkjadalur hækkar í
verði og verðbréf einnisr
New York-bonr. Reuter.
New York-borg, Reuter.
Bandaríkjadalur hækkaði
mjög í verði í gær og í kjölfar
Snjóar í Evrópu
Reuter
Frá því var sagt hér í blaðinu í gær að snjólaust væri í þýsku Ölpun-
um. Þá brá svo við að snjóa fór og er nú víðast hvar hvít jörð, þó svo
að snjórinn sé reyndar ekki mikill. Veðurfræðingar telja að lítil hætta
sé á snjóþyngslum á næstunni og hefur sums staðar verið gripið til
þess ráðs að búa til snjó eða nota gervisnjó frekar en að treysta á
Móður náttúm. í Saas-Fee í Sviss em menn þó heppnari, en þar er
meðfylgjandi mynd einmitt tekin.
þess hækkuðu verðbréf í Wall
Street og á öðrum verðbréfa-
mörkuðum heimsins einnig.
Gjaldeyrisvíxlarar sögðu að
seðlabankar Bandaríkjanna,
Vestur-Þýskalands, Ítalíu, Sviss,
Kanada og Austurríkis hefðu enn
á ný gripið harkalega í taumana
til þess að dalurinn félli ekki
frekar. Talið er að bankamir
hafi keypt milli tvo og þijá millj-
arða Bandaríkjadala á opnum
markaði í þessu skyni.
Þessar ráðstafanir urðu til þess
að auka verðbréfasölum hugrekki —
fyrst í Evrópu og síðar þegar kaup-
höllin í Wall Street var opnuð.
Fyrstu 30 mínútumar í Wall Street
hækkaði Dow Jones-verðbréfavísi-
talan um 51 stig. Þegar dagur var
allur var ávinnipgurinn hins vegar
nokkm minni, eða um 16,25 stig.
Svipaða sögu var að segja um
aðra verðbréfamarkaði og í Lund-
únum hækkaði Financial Times-
verðbréfavísitalan um 42,1 stig.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Hvíta hússins, lýsti yfir ánægju
sinni með aukna tiltrú manna á
markaðnum og sagði að sér virtist
sem dalurinn myndi ná þeim stöð-
ugleika, sem stjórnvöld í Washing-
ton sæktust eftir.
Annars staðar vom menn þó
ekki jafnbjartsýnir og sögðu að
afskipti seðlabanka leystu engin
vandamál — þau væm til þess eins
fallin að kaupa tíma. Hins vegar
væm áhyggjur manna af viðskipta-
og fjárlagahalla Bandaríkjanna litlu
minni en áður.
Í Evrópu notuðu bankar í Frakk-
landi og Sviss tækifærið til þess
að lækka vexti, en á sama tíma
féll gull nokkuð í verði og hefur
verð þess ekki verið lægra í sex
vikur.
V estur-Þýskaiand:
118 Pólverjar stinga
af frá borði í Liibeck
LUbeck, Reuter.
HÓPUR 118 Pólveija ákvað á
sunnudag að framlengja
skemmtiferð sína til Vestur-
Þýskalands svo um munaði, því
þegar leið að brottför skips
þeirra, frá hafnarborginni
Liibeck, var þá hvergi að f inna.
Hópurinn hafði farið í skoðunar-
og verslunarferð um borgina, sem
er við Eystrasalt, skammt frá
Iandamæmm Austur-Þýskalands,
en komu ekki aftur til skips.
Pólveijarnir komu um borð í
skemmtiferðaskipinu Wawel og
hafa allir gildar vegabréfsáritanir
til Vestur-Þýskalands.
Á liðnu ári notuðu 4.625 Pólverj-
ar tækifærið í skemmtisiglingum
sem þessum og ákváðu að freista
gæfunnar í vestri. Það er um 40%
meira en árið 1986, en þá stungu
3.250 Pólverjar af frá borði í vest-
ur-þýskum höfnum.