Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 32
 jrtpwr^ ’? ifpr AKUREYRI Morgunblaðið/GSV Asdís Sæmundsdóttir með litla strákinn sinn á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið: 363 börn fædd- ust á árinu 1987 SEX börn hafa nú þegar fæðst á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri á nýju ári. Fyrsta barnið, sem þar fæddist, var drengur 3,920 kg og 52 cm langur. Hann fæddist klukkan 23.40 þann 1. janúar. Foreldrar hans eru þau Ásdís Sæmundsdóttir og Leifur Ólafsson. Friðrika Þórunn Ámadóttir yfirljósmóðir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að alls hefðu 363 böm fæðst á árinu 1987, einu fleira en árið 1986. Síðasta barn ársins 1987 fæddist klukkan 16.02 þann 28. desember 1987. Árið 1985 fæddust hinsvegar að- eins 303 böm svo tölur þessar bera þess vott að fæðingum fari nú heldur fjölgandi frekar en hitt hér norðanlands. Flest barnanna, sem fæddust 1987, komu í heim- inn í maímánuði, 40 talsins, en næstur kemur septembermánuður með 39 böm. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Frostbitn- ir Norð- lendingar ÓHÆTT er að segja að Akur- eyringum og öðrum Norðlend- ingum hafi brugðið í brún þegar þeir héldu til starfa í gærmorgun. Frost mældist á Akureyri 18,4 stig, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, en mest mældist frostið við Mývatn og á Staðarhóli í Aðal- dal, 24 stig. Unnur Olafsdóttir veðurfræð- ingur sagði að Norðlendingar gætu búist við áframhaldandi hörkufrosti fram eftir miðviku- deginum, en . á fimmtudag og föstudag mætti búast viö að held- ur færi að draga úr frostinu og um helgina gæti vel viðrað til skíðaiðkana, en á laugardaginn verða Skíðastaðir í Hlíðarfjalli opnaðir í fyrsta sinn á þessum vetri. Endurnar á andapollinum á Akureyri voru heldur kuldaleg- ar á að líta i gærmorgun. Morgunblaðið/GSV Alafossmenn til Moskvu um helgina? „Styrinn stendur um verðin“ - segir Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Álafoss hf. „VIÐ BÍÐUM eftir svari frá Sovét- mönnum um áframhaldandi viðræður. Fyrir dyrum stendur samningaferð til Moskvu nú um helgina, en við höfum ekki fengið frá Sovétmönnum endanleg svör um hversu mikið af ullarvörum þeir áætla að kaupa frá íslandi á árinu og hvaða viðbrögð þeir sýna þeim verðhugmyndum sem við settum fram í nóvembermánuði er við fórum austur til viðræðna við þá,“ sagði Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Álafoss hf. í samtali við Morgunblaðið í gær. Viðræður á Akureyri í viðskiptasamningi Sovétríkjanna og íslands er kveðið á urh ullarvöru- kaup Sovétmanna upp á hátt í fimm milljónir dollara, eða 160 til 200 milljónir íslenskra króna. Viðskipti við Sovéska samvinnusambandið er utan þessa viðskiptaramma þjóð- anna, en fulltrúar frá því fyrirtæki eru væntanlegir til Akureyrar í lok janúar til að ræða við fulltrúa Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Þá gera forráðamenn Álafoss hf. sér vonir um að nýja fyrirtækið fái ullar- vörusamning í gegnum þær viðræður upp á þijár til fjórar milljónir doll- ara, eða sem svarar til 120 til 160 milljóna íslenskra króna. ' Forráðamenn Álafoss hf. fóru síðast austur til samningaviðræðna í nóvembermánuði og voru Sovét- menn þá ekki reiðubúnir til viðræðna, að sögn Aðalsteins. Þeir höfðu þá ekki endanlega gengið frá eigin áætl- unum fyrir árið 1988 vegna fyrir- hugaðra ullarkaupa. „Við lögðum okkar áætlanir fram á fundinum í Moskvu og til stóð að við fengjum einhver svör fyrir jólahátíðina -sem ekki varð úr. Þeir sendu að vísu skeyti til okkar milli jóla og nýárs þar sem þeir voru reiðubúnir að fá okkur nú í næstu viku til viðræðna um treflaviðskiptin. Þá sendum við skeyti til baka þar sem við lögðum á það áherslu að geta rætt viðskiptin í heild sinni, það er bæði treflana og peysumar. Ljóst er að þeir vilja ræða treflaviðskiptin þótt við höfum enga hugmynd um hvaða verð- hugmyndir þeir hafa né hvaða magn þeir hyggjast kaupa. Auk þess hafa þeir ekki gefið neitt til kynna um hvenær þeir hyggjast ræða um peys- umar eða nokkuð annað viðvíkjandi þeim, en á eftir því erum við einmitt -að reka.“ 20-40% verðhækkun Aðalsteinn sagði að sú hækkun, sem fyrirhuguð væri á vörum á Sov- étmarkað, væri jafnmikil og sú hækkun sem fyrirhuguð væri til ann- arra markaðslanda Alafoss hf., þetta 20 til 40%, eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinú. „Við höfum einfaldlega ekki fengið nein viðbrögð og erum í þeirri stöðu nú að vita ekki hvort við förum til Moskvu um helgina eða ekki. Ef þeir eru hvorki tilbúnir til að ræða magn né verð enn þann dag í dag, þá getum við alveg eins setið heima." Aðalsteinn sagði að undanfarin ár hefði raunin orðið sú að treflamir og peysumar hefðu skipst nokkuð jafnt niður þó stundum hefði verið selt heldur meira af treflum en peysum. Bílarnir ruku ekki allir f gang i frostinu enda hafa þeir átt að venjast sumarblfðu hér norð- anlands það sem af er vetri. Þrettándagleði Þórs í kvöld Þrettándagleði Þórs verður haldin í kvöld að venju, en þrett- ándagleðin hefur verið hefð- bundinn siður hjá íþróttafélag- inu Þór siðan árið 1925. Félagið var hinsvegar stofnað árið 1915 og er því 73 ára. Þrettándagleðin hefst á íþrótta- svæði Þórs klukkan 20.00, rétt við nýbygginguna sem Þórsarar eru nú að reisa á svæði sínu. Heilmikið verður um að vera að vanda, svo sem álfabrenna, dans og skemmt- un, að sögn Skúla Lórenzsonar, sem hefur m.a. haft veg og vanda að undirbúningi. Skúli sagði að kóng- ar, drottningar, púkar og tröll yrðu á meðal viðstaddra, auk þeirra Eiríks Fjalars, Skúla rafvirkja og Olla, sem allir nytu dyggrar aðstoð- ar Þórhalls Sigurðssonar eða Ladda öðru nafni. Þá munu jólasveinar heimsækja þrettándagleðina . og Amheiður Ingimundardóttir leik- kona ætlar að syngja lög úr bamaleikritinu Einari Askeli, sem Leikfélag Akureyrar sýndi á Norð- urlandi sl. haust. Þá ætlar Hjálpar- sveit skáta á Akureyri að halda flugeldasýningu og Jóhann Már Jóhannsson syngur nokkur álfalög. Skúli sagði að næg bílastæði væru við íþróttasvæðið. Nýlega hefði verið gerður vegur úr Skarðs- hlíðinni inn á svæði Þórs og þar væri rými fyrir nokkur hundruð bifreiðar. Gert er ráð fyrir að þrett- ándagleðin standi í hálfan annan tíma. Morgunblaðið Akureyri Vantar blaðbera í Dalsgerði og Grundargerði. Upplýsingar í síma 23905 og á afgreiðslu Morgun- blaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri. Jltargmifrlflifeife i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.