Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
15
wmmfii
HB
míwm
»§ltl§
■ ; '
§lltelfÉ!Íɧ
^SlffiSKöSS
É|
ÉÍfiJi
■Ílij
H
m
*§HSil»S
SK0lgÍ
WM9MM
IpMMI
iÍÉgÉÉS
#fl$ti®I
Ö*É#P
mSmms,
«S&»SR®É&&8s
Norska húsinu, elsta húsi bæjarins
nú byggðasafiii. Forseti Islands
kom í heimsókn og var henni fagn-
að af íjölda manns og var sú
heimsókn ánægjuleg. Skrúðgarður
bæjarins tók verulegum breyting-
um til hins betra enda vel um hann
hirt. Hvítasunnumenn héldu upp á
40 ára starfsaftnæli.
Þá fékk Stykkishólmur bæjar-
réttindi, sem sérstakt sveitarfélag.
Frá Stykkishólmi.
íbúar eru nú rúmir 1.300 og hefír
þeim seinustu ár fjölgað hægt og
bítandi. Verslun og viðskipti hafa
aukist og bflum Qölgað að mun.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Þægindi aukast og leiðin styttist
til Reykjavíkur ár frá ári með
bættri vegagerð. .
— Arni
Hor
JU u
jjlAND
mLLARII
'ha Jf Y^tC
laugardagskvöldið 9. janúar
Höffundar: Gísli Rúnar Jónsson og ólafur Gaukur
Leikstjórl: Sigriður Þorvaldsdóttir HlJÓmSVOltar-
Stjóri: Ólafur Gaukur Hðfundur dansa: Nanna
Óiafsdóttir Búnlngar: Garia Lelkmynd: Björn
Björnsson Lslkmyndagsrö: Sigurður Sigurðsson og
Sviðsmyndir Hljóðstjórn: Sigurður Bjóla Ljósa-
meistarar: Magnús Sigurðsson og Arni Baldvinsson
Hárgrelðsla og andlltsfðrðun: Ragna
Fossberg Sýningarstjóri: Krístinn Karlsson
LEIKARAR:
Bessi Bjarnason - Julius Brjansson - Kolbrun Halldors-
dóttir - Árni Pótur Guöjónsson - Lísa Pálsdóttir - Þórdis
Arnljótsdóttir - Eiríkur Guömundsson - Stefán Sturla Sigur
jónsson - Guðjón Sigvaldason - Jón Þór Jónsson.
DAIMSARAR:
Siguröur Gunnarsson - Björgvin Sigurösson - Ingibjörg
Jónsdóttir - Anna Maria Pitt - María Dis Cilia - Rúna íris
Ólafsdóttir - GuÖrún Edda Þórhannesdóttir - Viöar
Maggason - Axel Guömundsson - Haukur Clausen -
Helena Jónsdóttir.
FJÓRTÁN MANNA STÓRSVEIT ÁSAMT
SÖNGVURUNUM:
Ellý Vilhiélms - Ragnari Bjarnasyni - Helgu Möller - Jóhanni Helgasyni - Eddu Borg
og Þór Ásgeirssyni.
GESTIR:
Kristján Kristjánsson og KK-sextett
Hin frábæra breska hljóm-
sveit DESOTO ásamt
KK-sextett leika fyrir dansi.
Glæsilegur þríréttaður matseðill
Yfirmatreiðslumeistari:
ÓlafurReynisson
Yfirþjónn:
Bergþór Páimason
VerÖ aðgöngumiöa meö mat kr. 3.500,-
Miðasala og boröapantanir i Hótel ísland dag-
lega frá kl. 9-19
Simi687111.
Áríð 1987 í Stykkishólmi:
Ferðaþjónustaii _
aldrei verið meiri
Stykkishólmi.
Aramótin i Stykkishólmi voru
friðsæl eins og endranær. Veður
var hagstætt svo það var hægt
að kveikja í brennunni hér uppi
á ásnum og sást hún víðast um
bæinn. Þá voru áramótamessur
i báðum kirkjunum hér og eins
voru samkomur i Fíladelfiu.
Kveikt var í miklu af flugeldum
og allskonar sprengjum og var
fagurt á að líta yfir flóðlýstan
bæinn. Og svo hélt Snæfell ára-
mótadansleik eftir áramótin.
Árið 1987 hefír verið Stykkis-
hólmsbúum jrfírleitt farsælt. Það
hefír verið nóg að gera og fremur
vantað fólk til starfa en hitt. Sjáv-
arafli var meiri í ár en í fyrra ef
allt er talið. Hér eru svo sem áður
hefir verið sagt 4 fískvinnslustöðv-
ar sem unnið hafa aflann. Grá-
sleppuveiði hefír aldrei verið meiri
og fleiri bátar gerðir út á þann
veiðiskap en fyrr. Aflakvóti hefír
verið vel nýttur og aflaverðmæti i
góðu gengi. Ferðaþjónusta hefur
aldrei verið meiri en í sumar og
hafði hótelið nóg að gera við að
anna þjónustunni sem það gerði
með sóma. Veður voru hagstæð
og fóru skemmtiferðabátar um
eyjasund og fagra staði. Baldur fór
sína sömu rútu og nú er búið að
semja um smíði nýrrar ferju við
Þorgeir og Ellert á Akranesi og
forráðamenn ákveðnir að koma
henni í gagnið sem fyrst. Þá verð-
ur bærinn að huga að aðstöðu í
höfninni og er nú unnið að því að
skipuleggja svæðið. Hafín er vinna
við smábátahöfn og fyrsta áfanga
lokið.
Hafnarbryggjan — hafskipa-
bryggjan okkar, upphaflega byggð
1909 — hefir jafnan verið í styrk-
ingu og endurbyggingu og nú var
hluti hennar endurbyggður og er
ekki langt í að þeirri styrkingu
verði lokið fáist til þess fjármunir.
Hótelið minntist 10 ára farsæls
starfs á árinu með aukinni þjón-
ustu við ráðstefnuhöld og fímdi.
Áætlunarbifreiðir Helga Péturs-
sonar sf. óku daglega milli
Reykjavíkur og Snæfellsness og
fylgdu sumaráætlun allt árið.
Áætlunarflug var með svipuðu
móti.
í menningarlífí Stykkishólms
var mikil gróska á sl. ári. Ýmsir
listamenn komu og fluttu tónlist
og með tilkomu hins góða flygils
eru nú möguleikar stórir fyrir
flutningi góðrar tónlistar. Leik-
félagið Grímnir sýndi Jámhausinn
t tilefni 20 ára starfs. Kvenfélagið
átti 80 ára afmæli og hefír það
gegnum árin sett mikinn svip á
féiagslífið í Hólminum. Bamastúk-
an hefír starfað í 60 ár og stúkan
Helgafell í 35 ár. Lionsklúbbur
starfar hér, Rotary, JC og
Frímúrarastúka. Verkalýðsfélagið
er næstelst félaga hér og um
íþróttalífið sér UMF. Snæfell. Nú
hefur verið opnuð og endumýjuð
félagsmiðstöð fyrir unga fólkið og
er hún í gamla góðtemplarahúsinu
sem byggt var um aldamót.
fþróttamiðstöð rís á næstu árum
og er langt komið með fyrsta
áfangann. Nýju kirkjubyggingunni
miðar áfram og ein hæð nýja
sjúkrahússins var tekin í notkun á
árinu. Byggðasafnið var vígt og
tekur senn til starfa af krafti og
Amtbókasafnið eflist. Gömul hús
hafa verið gerð upp í sínum upp-
mnalega stíl og setur það fagran
blæ á Hólminn.
Hér var unnið í sumar að gerð
kvikmyndarinnar um Nonna og
Manna og fór hluti hennar fram í
Fyrstu tónleikar ársins
Villur voru í þessari grein
er hún birtist í blaðinu i gær.
Hún er því endurbirt, leiðrétt
og eru hlutaðeigendur beðnir
afsökunar.
Strengjasveitin í Reykjavík
(Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík) vakti feikna mikla at-
hygli hér um árið, fyrir ágætan
leik, undir stjóm Marks Reedman,
bæði heima og erlendis og nú á
sunnudaginn var, 3. janúar, kom
þessi sveit saman i Bústaðakirkju
og flutti tónlist eftir Hándel, Bach,
Elgar, Albinoni og Britten. Þeir
flestir sem skipuðu þessa hljóm-
sveit hafa nú um árabil stundað
nám erlendis en notuðu jólaleyfíð
til að riija upp gamlar samstarfs-
stundir undir stjóm Mark
Reedman.
Það var sannarlega fallegur
hljómur í sveitinni og víst að með
svona mannskap væri hægt að
bjóða upp á feikna vandaða tón-
leika, ef tök væm á að æfa meira
en nú var gert. Þeir sem leiddu
hljómsveitina og léku einleik voru
Auður Hafsteinsdóttir í Concerto
grosso nr. 1 úr ópus 6, Sigurlaug
Eðvaldsdóttir í Serenöðu eftir Elg-
ar, Sigrún Eðvaldsdóttir í fjórða
Brandenburgarkonsertinum eftir
Bach, Gréta Guðnarsdóttir í Conc-
erto grosso nr. 3 úr opus 6 eftir
Hándel og Gerður Gunnarsdóttir
í Adagio eftir Albinoni.
Með þeim léku Bryndís Páls-
dóttir, Ólöf Þorvarðardóttir,
Ágústa Jónsdóttir, Martin Frew-
er, Bryndís Björgvinsdóttir,
Ömólfur Kristjánsson, Hávarður
Tryggvason, Anna Magnúsdóttir,
Úlrik Ólason og í Brandenburgar-
konsertinum bættust Áshildur
Haraldsdóttir og Bemard Wilkin-
son í hópinn.
Víða brá fyrir feikna fallegum
leik bæði hjá einleikurum og í
samspili allra en tónleikunum lauk
með Simple Symphony eftir Britt-
en. Auk ágæts leiks má nefna að
Mark Reedman tekst oft að laða
fram sterka tilfinningatúlkun.
Þannig gat að heyra meira en
fallegan leik eins og t.d. í Elgar-
serenöðunni, Adagio eftir Albin-
oni og í Saraböndunni eftir
Britten. Það fer vel. á að unga
fólkið hefji starfið á árinu og ef
svo heldur fram sem horfir þarf
ekki að kvfða neinu um fslenska
tónmennt.
Blaóú) sem þú vaknar vió!