Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JAJNÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri > Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600Ír. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Ferðaþjónusta og atvinnuhættir egar rætt er um starfs- skiptingu ráðuneyta er að jafnaði talað um þrjú ráðuneyti er fari með atvinnumál, land- búnaðarráðuneyti, sjávarút- vegsráðuneyti og iðnaðarráðu- neyti. Að iðnaðurinn sé með í þessari upptalningu er tiltölu- lega nýtt af nálinni. I raun er hefðbundin skoðun okkar sú, að atvinnugreinamar séu í raun tvær, landbúnaður og sjávarút- vegur. Miðast aðgerðir stjóm- valda að minnsta kosti að verulegu leyti við að halda þeim á floti. Breytingamar á atvinnu- háttum hin síðari ár hafa verið á þann veg, að færri hendur þarf til að afla þeirra verð- mæta, sem sjávarútvegur og landbúnaður skapa. Þær grein- ar, sem krefjast sívaxandi vinnuafls, em þjónustugreinar. Fjölmennustu vinnustaðir landsins em skólar, sjúkrahús, peningastofnanir og trygging- ar. Á ráðuneytin sem stjóma skólum og sjúkrahúsum er ekki litið sem atvinnumálaráðuneyti og ekki heldur viðskiptaráðu- neytið, sem fer með yfirstjórn bankamála. Sömu sögu er að segja um samgönguráðuneytið, en undir það heyra ferðamál í landinu. Ferðaþjónusta er þó sú atvinnugrein, sem hefur verið í ömstum vexti á undanfömum ámm. Fjárfesting í nýjum hótel- utn og skemmtistöðum er aðeins sambærileg við fjárfestingu í togumm og fiskiskipum. í ára- mótagrein Birgis Þorgilssonar, ferðamálastjóra, hér í Morgun- blaðinu á gamlársdag kemur fram, að á sl. fimm ámm hefur erlendum ferðamönnum fjölgað1 um 66,5%. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins vegna ferðaþjón- ustunnar hafa vaxið hlutfalls- lega meira en sem nemur þessari Qölgun ferðafólksins og losuðu þær 5 milljarða íslenskra króna á árinu 1987. Á þessum sömu fímm ámm hefur ferðum íslendinga til annarra landa fjölgað um 75%; 141.000 lands- manna eða 58% fóm til útlanda á síðasta ári, sem er ótvírætt heimsmet. Segir Birgir Þorgils- son, að íslensk ferðaþjónusta hafi um það bil 6.000 einstakl- inga við heilsársstörf. Gjaldeyristekjumar af ferða- mönnum eiga langt í land með að nálgast útflutningsverðmæti sjávarafurða, sem var um 42 milljarðar króna á árinu 1987. Þegar ársverk em talin, veitir ferðaþjónustan fleimm atvinnu en fiskveiðar og slagar upp í fiskiðnaðinn og landbúnaðinn. Er ljóst, að æ fleiri búa sig undir að starfa við ferðaþjón- ustuna, fyrir utan fjárfestingu hér heimafyrir er sókn Islend- inga í nám í hótel- og ferðafræð- um til marks um það. Hér er ekki mælt með •því að ríkisvaldið eða opinberir aðilar aðrir auki afskipti sín af ferða- þjónustunni. Hún hefur dafnað fyrir fmmkvæði einstaklinga. Opinber afskipti í því skyni að tryggja að gæðakröfum sé full- nægt og öryggi samhliða umhyggju fyrir náttúmnni sé í heiðri höfð eiga rétt á sér, að öðm leyti þarf ekki annað en skapa þessari atvinnugrein al- menn skilyrði, er gera henni kleift að stunda samkeppni á hörðum og miskunnarlausum alþjóðlegum markaði. Hættulegar bombur Nú hefur komið í ljós, að yfirvöld telja sig hafa gert ráðstafanir til að banna al- menna sölu á einni tegund þeirra bomba, sem ollu líkam- legu tjóni á gamlárskvöld. Þfátt fyrir þessar ráðstafanir var bomban til sölu. í Morgunblaðs- frétt í gær kemur fram, að lögregla og eldvamareftirlit em ekki sammála um það, hvemig að eftirliti með sölu á flugeldum skuli staðið. Guðmundur Oddsson augn- læknir minnir á það í Morgun- blaðssamtali, að á sínum tíma vom „kínverjar" gerðir útlægir vegna þess hve margir urðu fyrir heymarskemmdum vegna þeirra. Og hann segir einnig: „Nú þegar þessar tívolíbombur hafa valdið þremur fullorðnum mönnum, sem em auk þess þekktir að vandvirkni og ráð- vendni í hvívetna, varanlegu heilsutjóni, þá er tímabært að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að stöðva sölu þeirra og fínna áramótagleðinni annan og hættuminni farveg, þétta er greinilega hættuleg vara sem almenningi getur stafað hætta af.“ Morgunblaðið tekur undir þessi orð Guðmundar Oddsson- ar og hvetur rétt yfirvöld til skjótra ákvarðana, sem enginn vafi ríki um hver á að fram- kvæma. Tveir myndarmenn úr flugsveitum Konunglega flotans, lautinantamir Lugard og Anthonijs, við eina af Orion-flugvélunum á Valkenberg-flugvelli. Hollendingar leita að kafbátum við Island: „Hvergi í heimi eins lík- legt að rekast á kafbát“ FLESTUM mun fullkunn- ugt um veru bandarískra varnarliðsmanna í varn- arstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavikurflugvelli. Menn tala um „Kanann“, þegar rætt er um varnarliðið og margir líta svo á að eingöngu sé um bandaríska herstöð að ræða. Hitt munu færri vita, að auk bandarískra eftirlits- og varnarsveita hefur Konunglegi hollenski flotinn fasta bækistöð á Keflavikur- flugvelli og stundar þaðan eftirlit með kafbátum í' kring um landið í samvinnu við kaf- bátaleitarsveitir Bandaríkja- manna, enda er varnarstöðin í Keflavík á vegum NATO-ríkj- anna í sameiningu, en ekki bandaríska hersins sem slíks. Hollensku flugliðamir í Keflavík hafa eina Lockheed Orion P-3c-II kafbátaleitarflugvél til umráða. Hún er ein af þrettán slíkum í eigu hollenska flotans. Þær hafa bæki- stöð í Valkenberg-flotastöðinni, sem er við Hollandsstrendur skammt frá Amsterdam. í bytjun desember heimsótti blaðamaður Morgunblaðsins flotastöðina ásamt fleiri íslendingum, sem ferðuðust til Brússel og Amsterdam að kynna sér starfsemi NATO, og var frædd- ur um starfsemi eftirlitssveita hollenska flotans og athafnir þeirra við Island. í Valkenberg varð fyrstur fyrir svörum lautinant G. Platje, glaðleg- ur maður um fimmtugt, sem var nýbúinn að vera á íslandi og hafði hrifíst mjög af landi og þjóð, ekki síst fegurð höfuðborgarinnar. Platje sagði hlutverk flugsveita hollenska flotans vera tvíþætt. Ann- ars vegar að sjá Konunglega flotan- um fyrir eftirliti og vernd á höfunum, og hins vegar björgunar- störf. Eftirlitssveitimar eru þtjár. Ein þeirra sér eingöngu um að þjálfa áhafnir á Orion-flugvélamar á jörðu niðri, en hinar tvær hafa yfir flugvélum að ráða og fara í regluleg eftirlitsflug yfír Norðursjó og Norður-Atlantshaf. Viðbúnir allan sólar- hringinn „Við sjáum til þess að allan sólar- hringinn séu flugvélar og áhafnir viðbúnar því að fara í loftið með stuttum fyrirvara til eftirlits eða björgunarflugs," sagði Platje. „Ori- on-vélamar gegna bæði því hlut- verki að leita uppi kafbáta og einnig að sýna fánann gagnvart öðrum skipum úr flota Varsjárbandalags- ins og að safna um þau öllum mögulegum upplýsingum. Við tök- um af þeim ljósmyndir og tökum upp hljóðmerki frá þeim. Það er sérstaklega mikilvægt að safna hljóðmerkjum frá kafbátum Var- sjárbandalagsins. Við tölvugreinum þau, og tölvur um borð í eftirlitsvél- unum em svo mataðar á upplýsing- unum. Þannig getum við þekkt einstakar kafbátategundir á hljóð- inu og gert okkur grein fyrir því, hvort þar sé vinur eða óvinur á ferð.a Orion-vélar flotans em búnar afar fullkomnum búnaði til þess að leita að kafbátum. Vélarnar geta varpað hlustunarbaujum búnum radíósendi í sjóinn og numið þannig vélarhljóð kafbátanna. Einnig em þær búnar segulmælingarbúnaði, sem greint getur breytingar þær, sem kafbátar valda á segulsviði Jarðar. Fullkominn ratsjárbúnaður leitar uppi kafbáta á yfírborði hafs- ins. Allar upplýsingar koma fram á tölvuskjám um borð í vélunum, og hægt er að senda þær rakleiðis til samsvarandi tækja í skipum eða öðmm flugvélum. Þannig geta Ori- on-vélamar leiðbeint skipum eða kafbátum að skotmarki sínu, og sjálfar bera þær tundurskeyti til að granda kafbátum. Island í miðjum kaf- bátasveim ■ Lautinant Platje sagðist telja gildi þess að hafa bækistöð fyrir kafbátaleitarvélar í Keflavík ómet- anlegt. „Út frá sjónarmiði kafbáta- hemaðar er ísland afar mikilvægt. Flestir kafbátar Sovétmanna hafa bækistöðvar í Murmansk eða ann- ars staðar við Kola-skaga og til þess að komast suður á Atlantshaf verða þeir að fara um svokallaðar Ein af Orion-flugvélum Konunglega hollenska flotans á flugi yfir söndum Suðurlands. í trjónunni, sem stendur aftur úr vélinni, eru tæki til segulmælinga, og undir miðjum flugvélarbolnum má sjá búnaðinn, sem notaður er til að varpa sónarbaujum í sjóinn. kafbátarennur, þar sem hafsbotns- skilyrði eru með þeim hætti að kafbátar komast hindmnarlaust um. ísland liggur einmitt mitt á milli slíkra kafbátarenna, og frá Keflavík er aðeins hálfrar til einnar stundar flug að þessum rennum," sagði Platje. „Við leitum uppi um það bil hundrað kafbáta á ári í hafinu umhverfis ísland. Það er raunar gróf tala, og hugsanlegt er að sum- ir séu tvítaldir, en hvergi í heiminum er eins líklegt að rekast á kafbát og við ísland. Oft höfum við fundið þá aðeins 150 kílómetra undan suð- urströnd landsins. Ef eftirlitsstöðv- arinnar á íslandi nyti ekki við þyrftum við að notast við stöðvar Norður-Skotlandi, en það myndi stórlega draga úr öryggi siglinga- leiðanna yfír Atlantshaf, því að þaðan er-erfíðara að athafna sig og við þyrftum að fljúga miklu lengri leið.“ Aðspurður sagði Platje að raunar hefðu hollenskar flugsveitir haft tímabundnar bækistöðvar víðar en á íslandi, til dæmis á Suður-Spáni, Azoreyjum í Norður-Noregi og Skotlandi. „Ég jafna því hins vegar ekki saman, hvað áhafnir okkar fá miklu betri þjálfun á íslandi. Við verðum oft að fara í löng flug, á ólíklegustu tímum og við erfíð veð- urskilyrði. Nánast í hverju flugi við Lautinant Platje útskýrir legu kafbátarenna sitt hvoru megin við ísland. ísland koma upp einhver óvænt vandamáj, sem reyna mjög á áhöfn- ina. Við ísland er mikið að gerast,“ sagði lautinantinn. Hljóðlátari kafbátar Sovétmanna - öflug-ra eftirlit nauðsynlegt Platje sagði að það væri farið að segja til sín á seinni árum að tækni Sovétmanna í gerð kafbáta- hreyfla hefði fleygt fram. Það hefði svo bæst við að sovéska flotanum hefði áskotnast tækniþekking og tæki frá norskum og japönskum fyrirtækjum, sem áttu óleyfileg við- skipti við Sovétmenn. Það væri því orðið erfiðara en fyrr fyrir eftirlits- sveitir Atlantshafsbandalagsins að finna kafbáta Varsjárbandalags- ríkja, og mikilvægara en nokkru sinni fyrr að halda uppi öflugu eftir- liti. „Það er raunar hægt að týna kafbáti, jafnvel þótt menn hafi yfír fullkomnustu tækni að ráða,“ sagði Platje. „Góður kafbátsforingi getur villt um fyrir okkur með því að skjóta sér milli hitalaga í sjónum eða fela sig innan um ójöfnur á hafsbotninum. Það kemur nokkrum sinnum fyrir að við missum sjónar á þeím.“ Platje sagði hins vegar að Atlantshafsbandalagið væri. sífellt að þróa nýja kafbátaleitartækni, og bráðlega væri væntanleg ný kyn- slóð sónarbauja, sem myndi breyta stöðunni á ný, NATO í hag. Aðspurður sagðist Platje ekki telja það einleikið, hversu illa sænska flotanum gengi að hafa upp á óþekktum kafbátum í sænska skeijagarðinum. „Það er persónu- leg skoðun mín að oftar en einu sinni hefðu Sviar getað eytt ókunn- um kafbáti, sagði hann. „Hins vegar stóðu þeir þá frammi fyrir því að þurfa að drepa áttatíu manns, sem ekki hefði bætLtengsl þeirra við ríkið, sem kafbáturinn kom frá. Þess vegna held ég að stundum hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um að láta kafbát sleppa.“ Áhersla lögð á góða þjálfun Að loknu erindi Platjes var farið með íslensku gestina í skoðunarferð um Valkenberg-flotastöðina. Fyrst var farið um borð í svokallaðan flughermi, en það er eftirlíking af flugstjórnarklefa Orion-flugvélar, sem getur á jörðu niðri líkt eftir hreyfingum flugvélar og á „glugg- um“ stjórnklefans birtist mynd af umhverfinu. Þar má velja hvort sem er Keflavíkurflugvöll eða Hollands- strönd, og á þar til gerðu stjómborði má velja um þrumuveður, ísingu, sviptivinda og fleiri náttúmfyrir- bæri, sem oft gera flugmönnum erfítt fyrir. „Við leggjum gífurlega áherslu á að menn okkar séu í góðri þjálfun," sagði lautinant De Jong, sem sýndi gestunum flugherminn. „Hingað til höfum við þurft að senda menn til Bandaríkjanna til þjálfunar, en tilkoma þessa tækis og annars nýs búnaðar, sem við fáum bráðlega, gerir okkur kleift að þjálfa áhafnir okkar án þess að þurfa að fljúga eina mílu.“ Gestirnir fengu síðan að reyna eftirlíkingu af lendingu á Kefla- víkurflugvelli, og ekki var laust við að suma sundlaði við, enda engu líkara en að vera staddur í háloftun- um. Hollensku gestgjafarnir skemmtu sér vel yfir þessu, og laut- inant A. Lugard upplýsti okkur um að stundum væm lætin í flug- herminum slík, að nemendurnir yrðu hreinlega flugveikir. Er menn höfðu náð sér eftir sína fyrstu flugferð á Jörðu niðri, var farið um verkstæði og flugskýli stöðvarinnar, og að lokum skoðuð ein Orion-vélanna. Meðan á heim- sókninni stóð, vom eftirlitsvélarnar sífellt að hefja sig til flugs eða koma inn til lendingar á Valkenberg- flugvellinum. Lautinant Platje upplýsti okkur um að vélarnar og áhafnir þeirra skiptust á um að halda uppi eftirliti frá Keflavík. Annan hvern fimmtudag er skipt um áhöfn, en hópur flugvirkja, sem sér um viðhald á hollensku vélinni, dvelur einn mánuð í senn á íslandi. „Framlag íslendinga til vama Vesturlanda er ómetanlegt," sagði Platje er hann kvaddi okkur. „Meg- inhluti ógnunarinnar af langdræg- um eldflaugum Sovétmanna er frá kafbátum. Nýju Typhoon-kafbát- amir geta borið allt að 20 SS-N-20 eldflaugar, og þeir geta falið sig undir heimskautaísnum, sem eldri gerðir gátu ekki. ísland er og verð- ur besti staðurinn til að fylgjast með ferðum kafbátanna, og við höfum hreinlega ekki efni á að vita ekki hvar þeir em.“ Textí: ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Menntaskólinn við Hamrahlíð: 74 stúdent- ar braut- skráðir 74 STÚDENTAR brautskráðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 19. desember sl. Við brautskráninguna söng kór skólans undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og strokkvartett fé- laga í kórnum flutti jólalög, en kórinn átti tuttugu ára afmæli nú í haust og minntist þess með veg- legum tónleikum í skólanum 22. nóvember sl. Hæsta einkunn á stúdentsprófi hlaut Ragnheiður Þórarinsdóttir, stúdent af náttúrufræðibraut. I ræðu sinni minnti rektor á að ekki hefur enn' verið reist íþróttahús við skólann. Einnig minnti hann á vanda fatlaðra nemenda í hjólastól, sem alltaf em nokkrir við skólann, en þeir kom- ast ekki leiðar sinnar um allan skólann, m.a. á bókasafn, skrif- stofu og kennarastofu. (Fréttatilkynning) Loðnu- skipin aftur á miðin FLEST loðnuskipanna eru nú komin á miðin eftir fri um jól og áramót. Ekkert þeirra hafði tilkynnt um afla síðdegis í gær. Skipin byrjuðu að fara út að- faranótt síðastliðins sunnudags og hafa verið að reyna fyrir sér víða út af Norðurlandi. Lítillar sem engrar loðnu hefur enn orðið vart. Auk þess hefur mikið tunglskin komið í veg fyrir að loðan grynni á sér. Fyrir jólafrí var Börkur NK aflahæstur loðnuskipanna og Jón Finnsson RE næstur. Jeppabif- reið valt en enginn slasaðist Stað, Hrútafirði. JEPPABIFREIÐ á leið til Akur- eyrar valt skammt fyrir sunnan Brú í Hrútafirði í gær og endaði á toppnum. Engin slys urðu á fólki. Bifreiðin skemmdist ekki mikið og gat haldið áfram ferðinni norður eftir að honum hafði verið komið á hjólin aftur. Full ástæða er til þess að vekja athygli fólks á því að á þjóðveginum yfir Holtavörðuheiði em víða hættulegir hálkublettir, þó vegurinn sé að mestu auður. I gær var hér blíðskaparveður, en mikið frost. Það mældist 18 stig í gærmorgun, en heldur dró úr því með deginum, enda þá aðeins farið að þykkna í lofti. Jörð er að mestu auð, en snjór til fjalla. MG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.