Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Ánægður með titilinn en ekki útkomuna - segir Þröstur Arnason nýbak- aður Evrópu- meistari í skák „ÉG ER auðvitað ánægður með titilinn en ekki ánægður með útkomuna," sagði Þröstur Arnason við Morgunblaðið þeg- ar Ijóst var að hann hafði hreppt Evrópumeistaratitil skákmanna 16 ára og yngri. Hann tapaði síðustu skák sinni fyrir Finnanum Joosi Norri og endaði með 6V2 vinnig úr 9 umferðum, jafn Frakkanum De Grave. Mótshaldarar höfðu greinilega ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að tveir skák- menn yrðu jafnir og reglur þar um voru ekki á hreinu en eftir mikil fundahöld var Þresti dæmdur titillinn þar sem hann hafði tefld við mun sterkari andstæðinga en Frakkinn. Þröstur bauð Finnanum jafn- tefli strax í byijun skákarinnar sem hann hafnaði. Þröstur sagðist síðan hafa tefld skákina illa með- an Norri tefldi vel og varð að gefast upp eftir rúma 30 leiki. Síðan tók við taugaslítandi bið eftir niðurstöðu mótshaldara, því De Grave vann sinn andstæðing auðveldlega og varð því jafn Þresti. Þröstur tapaði fyrir De Grave í 7. umferð mótsins og áður hafði verið búist við að inn- byrðisviðureign yrði látin gilda þar sem slíkar reglur gilda í ein- hveijum unglingamótum. í 3. og 4. sæti urðu Boin frá ísrael og Markovic frá Póllandi með 6 vinn- inga en þeir gerðu innbyrðis jafntefli í síðustu umferðinni. Þröstur sagði við Morgunblaðið að titillinn hefði ekki verið sérlega erfíður viðfangs. „Ég var þó alltof bráður á mér eftir að ég hafði unnið fyrstu sex skákimar og ætlaði að reyna að vinna næstu skák einnig, gegn De Grave. Stað- an var jafnteflisleg en ég teygði mig of langt og tapaði. I næstu umferð var ég með mun betri stöðu, sem var að vísu flókin en lék henni niður í jafntefli," sagði Þröstur. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir stóð sig einnig ágætlega í stúlkna- flokki mótsins og endaði í 4. sæti af 12 keppendum með 5 vinninga þrátt fyrir tap í síðustu umferð. Evrópumeistari stúlkna varð Boj- kovic frá Júgóslavíu. Evrópumeistarinn nýbakaði er 15 ára gamall, fæddur skákárið 1972 eins og Hannes Hlífar Stef- ánsson heimsmeistari sveina. Þröstur vakti fyrst á sér athygli þegar hann vann Skákþing Reykjavíkur árið 1986, þá aðeins 13 ára gamall og síðan náði hann góðum árangri á Reykjavíkur- skákmótinu sama ár. Þröstur sagði að næst á dagskrá hjá sér væri skólinn, sem hann hefur lítið stundað undanfarinn mánuð vegna skákiðkana, og bjóst Þröst- ur við að hætta við þátttöku í Skákþingi Reykjavíkur. Hann sagðist síðan ætla á Norðurlanda- mót í skólaskák í febrúar og síðan að taka þátt í Reykjavíkurskák- mótinu síðar í þeim mánuði. VEÐURHORFUR í DAG, 6.01.88 YFIRLIT i hádegl í g»r Yfir N-Grænlandi er 1023 millibara hæð, en 1005 millibara lægð á Grænlandssundi þokast suður. Skammt vestur og suðvestur af Bretlandseyjum en 980 millibara iægöar- svæði sem hreyfist fremur hægt austur. SPÁ: Hæg breytileg ótt og lóttskýjaö inn til landsins en smáél við ströndína fram eftir degi. Þykknar svo upp með suðaustan kalda Vestanlands. Víða 15—20° frost á Noröur- og Austurlandi en 6—12 stig á Suöur- og Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðaustlæg átt, snjó- koma eða slydda sunnan- og vestanlands en úrkomulítið norðaust- anlands. Frost 0—6 stig. TÁKN: Heiðskírt M A Æ Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / Rigning / ' / # / * / * Slydda / * / * * # * * # * Snjókoma * # # -j Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur _J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö ísl. tima hlti v»ður Akureyri +18 létt*kýj»ft Reyk|av(k +12 léttíkýjafl Bergen 3 akýjaft Helsinki 3 þokumóða Jan Mayen +20 léttskýjaft Kaupmannah. 6 akýjaft Narssarssuaq +13 helftskírt Nuuk +8 alskýjað Oaló 2 skýjað Stokkhólmur 2 þokumóða Þórehöfn 0 snjókoma Algarve 17 skýjað Amsterdam 10 rignlng Aþena 16 skýjaft Barcelona 14 skýjað Beriln 8 skýjað Chicago vantar Faneyjar 7 alskýjað Frankfurt 12 skýjaft Glasgow 2 skúr Hamborg 7 skýjað Las Palmas 19 alskýjaft London 7 mistur LosAngeles 12 rignlng Lúxemborg 10 rign.és.ktot. Madrid 8 þokumófta Malaga 14 skýjaft Mallorca 16 þokumóða Montreal +12 skafrennlngur NewYork +8 léttskýjaft Parla 11 rign. é s. klst. Róm 16 þokumóða Vín 12 skýjaft Washington vantar Winnlpeg +31 heiftskirt Valencia 16 skýjaft 1 „Hraðþjónusta Útvegsbankans“: A að minnka bið- raðir í bönkunum - segirGuð- mundur Hauks- son, bankastjóri Útvegsbankinn býður við- skiptavinum sínum nú upp á þá þjónustu að láta bankann sjá al- gerlega um að greiða reikninga þeirra. Menn láta þá reikningana ásamt útfylltu eyðublaði í umslag sem þeir skila í einhverri af- greiðslu bankans, og bankinn sér um að millifæra greiðsluna af reikningum manna samdægurs. Þetta nýja fyrirkomulag, sem nefnt er „Hraðþjónusta Utvegs- bankans", tók gildi í gær. Ástæðan fyrir því að bankinn býður upp á þessa nýbreytni er að sögn Guð- mundar Haukssonar, bankastjóra, sú, að menn hafa verið að reyna að fínna lausn á því vandamáli að biðraðir myndast jafnan í bönkun- um um mánaðamót, og langan tíma getur tekið að sinna föstum greiðsl- um og einföldum erindum þá. Nú geta menn hins vegar fyllt út eyðu- blað og stungið því ásamt reikning- unum í umslag og afhent í bankanum. Hægt er að taka um- slögin og eyðublöðin með sér heim, og kvittanir fyrir millifærslur eru síðan sendar mönnum í pósti. Guðmundur sagði að hugsanlega yrði svipað fyrirkomulag útfært á öðrum sviðum ef þessi tilraun gæf- ist vel, en hann vildi ekki tjá sig nánar um það. Lögfræðingur inn- heimtir afurða- innlegg Arnfirðinga BÆNDUR í Arnarfirði hafa ákveðið að látá lögfræðing inn- heimta eftirstöðvar sauðfjárinn- leggs frá því í haust hjá Slátursamlagi Vestur-Barð- strendinga á Patreksfirði. Slát- ursamlagið greiddi bændunum lokagreiðslu fyrir afurðimar samkvæmt sinum útreikningi fyrir áramót, en bændurnir te\ja sig ekki vera búna að fá fullnað- argreiðslu, að sögn Sigurðar Guðmundssonar í Otradal. Slátursamlagið greiddi bændun- um 55% afurðaverðs samkvæmt sínum útreikningi í lok nóvember og 45% í lok desember. Báðar greiðslumar fengu bændumir seinna en búvörulög kveða á um og án dráttarvaxta að sögn Sigurð- ar. Þá sagði hann að þyngd dil- kanna í uppgjöri bæri ekki saman við innleggsnótur. Sagði Sigurður að verið væri að reikna út hvað vantaði 'upp á fullnaðamppgjör og síðan yrði krafan afhent lögfræð- ingi til innheimtu. Fjórir sviptir ökuréttind- um vegna hraðaaksturs FJÓRIR ökumenn vora sviptir ökuréttindum í fyrrinótt vegna glæfralegs hraðaaksturs í Reykjavík og nágrenni. Tveir þeirra vora í kappakstri í Garðabæ og mældist annar þeirra á á 147 km hraða, en hinn á 137 km hraða. Alls vom 10 ökumenn kærðir vegna hraðaaksturs á mánudag og aðfaranótt þriðjudags og þar af vom fjórir þeirra sviptir ökuréttind- um á staðnum. Sá fyrsti var tekinn á Gullinbrú um klukkan 20.30 á mánudagskvöld og var hann á 102 km hraða. Annar var stöðvaður á Kringlumýrarbraut um klukkan 23.00 á 130 km hraða. Loks vom tveir ökumenn, sem áður em nefnd- ir, teknir í kappakstri í Garðabæ laust eftir klukkan 1.00 í fyrrinótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.