Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 s* /,\/íð hofum vc-riá oj\\\, í 38 ár, 09 hann 5pyr m\9 hvemig ág v‘iL}i hafix kafPið'" * Ast er... * 3 ... óskastund við vaxandi tungl. . TM Reo. US Pal. Otl.-íll righU reserved «1964 Lot Angeles Times Syndicate Við byrjum þá aftur þar sem pabbi þinn púaði á okkur? Með morgunkaffínu 1146 --~ .-^pMOWSW Tilbury: Skemmtileg sjónvarpsmynd Til Velvakanda Það hefur verið heldur hljótt um sjónvarpsmyndina Tilbury sem sjónvarpið sýndi mánudagskvöldið 28. desember. Ég var ekki alltof bjartsýnn þegar ég setist niður til að horfa á Tilbury eftir að hafa horft á þær tvær íslensku myndir sem sjónvarpið hefur sýnt að und- anfömu, Skammdegi og Atóm- stöð. En þama kom þá á skjáinn skemmtileg og vel gerð mynd, mynd sem kom á óvart og er að sínu leyti meistarastykki. Tilbury er afburða vel leikin, sérstaklega var það Karl Ágúst Úlfsson, tilber- inn, sem stóð sig stórkostlega vel. Ég veit að sumir telja það galla á myndinni að erfitt er að lesa út úr henni sérstakan boðskap. En ég held það megi nú vanta þennan boðskap. Sjálfur er ég búinn að fá mig fullsaddan á boðskap í bíó- myndum, svo miklu af alls konar boðskap er búið að hella yfir mann í kvikmyndum og leikhúsi að mað- ur gæti gerst farandpredikari útá það til æfiloka. Annars var þama auðvitað alls konar boðskapur en hann fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum - sem betur fer. Annars er skrítið að myndgera hemámsliðið sem tilbera, hafi það verið ætlunin. Allir vita hvað til- beri er og hvemig galdrakonur notuðu þá til að sjúga kýr ná- granna sinna. Aðalsmaðurinn Tilbury spjó smjöri i myndinni en mér er hulin ráðgáta hvaða kýr hann saug, í eiginlegri eða óeigin- legri merkingu. Því herinn var víst fremur veitandi en þyggjandi hér hvað efnisleg gæði varðaði að minnsta kosti. Ef hugsunin er aft- ur sú að Tilbury hafi sogið íslenska menningu úr læri frökenarinnar fínnst mér það langsótt, það gerði hann sér til lífsviðurværis og skýr- ir það ekki smjörið sem hann spjó. Enginn botnar í þessari tilbera- samlíkingu en þó gekk þetta allt upp. En þetta nöldur er ekki sett fram sem gagnrýni á myndina. Þetta var stórfín mynd. Ég óska leikstjóranum til hamingju með hana og vona að hann geri fleiri myndir þar sem íslensk þjóðsagna- minni fá að njóta sín. Hafi allir sem að myndinni stóðu þökk og sóma. Snakkur Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI — □c l 1 ) \ ' „ ÉG,HINN íÐRANDf HÖGSll, HEITI PUÍ HÉRMEÐ A 'AF2INU 192TA&. - - " Alistair Maclean hefur löngum verið metsöluhöfundur hér á landi, en hann er nú látinn eins og kunnugt er, þótt enn sé hann um- svifamikill á íslenska jólabókamark- aðnum. Víkveiji rakst á þessa klausu um rithöfundinn í breska tímaritinu Encounter, en hún er þar endurbirt úr breska dagblaðinu Daily Telegraph: „Bókmenntalegt morð: Hæfni Alistairs Macleans til að búa til leik- fléttur í skáldsögum hefur verið margrómuð að honum látnum, en ritleikni hans hefur ekki alltaf verið í samræmi við hana, sáust þess ekki síst merki hin síðari ár. Spennusagan frá 1980 Atha- baska — sem varð fjórða söluhæsta bók Macleans — var óbirtingarhæf þegar hann skilaði handritinu af henni. Söguþráðurinn var sumstað- ar svo ruglingslegur, að útgefand- inn, Collins, varð að kalla til rithöfund frá útlöndum til að greiða úr flækjunni og skrifa kafla í bók- ina til að „brúa“ söguna og gera úr henni heild. Útgáfustjórinn sem ritstýrði bók- um Macleans í fimm ár hefur sagt: „Það átti hið sama við um hann og flesta.aðra höfunda, að það þurfti að snurfusa handritin hans — en oft gerðust stórskemmtileg at- vik. Ég sagði honum, að mér þættu of margar konur í kringum hetjuna í Goodbye California, og hann svar- aði: „Dreptu þá eina þeirra." Maclean vildi aldrei lesa síðustu próförk af bókum sínum en eftir að hann sá þessa bók fullbúna sagði hann við mig: „Þú drapst vitlausa konu.“ XXX * Isama tíamriti rakst Víkvetji á þessa klaustu úr breska vikurit- inu The Observer. „Sjúkdómar: Þörfin fyrir að fínna nöfn á nýja sjúkdóma er, sem betur fer ekki mikil (ritar John Ayto). Furðulegust er þó líklega nafn- giftin á „sífílis". Á árinu 1530 orkti Girolamo Fracastoro, læknir frá Veróna, ljóð um óheppinn fjárhirði, sem hét Sífílus og var talinn fyrsti maðurinn, sem fékk sjúkdóminn (sem þá var venjulega kallaður „franska veikin", „franska bólan“ (fransós á íslensku)). Hann kallaði ljóðið Sífílis og hefur nafnið fylgt okkur alla tíð síðan.“ essi frásögn minnir á þær umræður, sem orðið hafa hér á landi um það hvað kalla eigi sjúk- dóminni AIDS, tvö orð eru nú einkum notuð: alnæmi og eyðni. Enginn talar lengur um áunna ónæmisbæklun eða ónæmistær- ingu. AIDS sést að vísu enn notað hér á landi; Frakkar nota skamm- stöfunina SIDA yfír þennan ógnvænlega sjúkdóm. Þannig er notuð um hann skammstöfun bæði á ensku og frönsku. Ætti að kenna sjúkdóminn við upprunastað myndi nafn hans líklega tengt Afríku. Ekki erum við í sömu sporum og 'læknirinn í Veróna að geta nafn- greint þann, sem fyrstur fékk hinn hroðalega sjúkdóm, sem ekki hefur enn tekist að finna ráð gegn. Veir- an sem veldur alnæmi fannst ekki fyrr en árið 1983, en það var í upphafí þessa áratugar, sem læknar í Bandaríkjunum veittu sjúkdómn- um eftirtekt meðal homma. „Fljót- lega varð ljóst að hér er á ferðinni nýr smitsjúkdómur sem breiðist út sem drepsótt," segir í bæklingi, sem dreift var til allra íslendinga sl. haust. Við skulum vona, að á ný- bytjuðu ári takist læknavísindunum að stemma stigu við útbreiðslu þessarar drepsóttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.