Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Um lífskjör elli- lífeyrisþega eftirHrafn Sæmundsson Hveijir eru það sem ráða kjörum aldraðra? Svar við þessari spurn- ingfu er einfalt. Það eru fyrst og fremst alþingismenn á hvetjum tíma — löggjafinn. Og það eru svo einnig embættismenn og sérfræð- ingar sem samið hafa lögin og reglugerðimar. Þessir einstaklingar — a.m.k. alþingismennimir, hafa einnig ákveðið sín eigin kjör á ellilífeyrisaldri. Það gæti verið fróð- leg spurning og rannsóknarefni hvaða kjör þessir aðilar telja við hæfi að skammta sér og sínum. Að sjá hvað frammámenn í þjóð- félaginu hafa ætlað „sér“ og hvað þeir hafa ætlað „öðrum“. Þetta er á vissan hátt spuming um siðfræði. En það er auðvitað einnig spuming um „getu“ þjóð- félagsins. Fámennir forréttindahóp- ar lífeyrisþega vega ekki þungt í heildarpakkanum. Eftirlaun þing- manna, ráðherra, bankastjóra og háttsettra embættismanna em til að mynda ekki stór biti í heildar- pakka fjárlaganna eða í marg- nefndri þjóðarköku. Á síðustu áratugum verður þó einnig að taka mið af heildarfjár- magni sem er í umferð í þjóðfélag- inu og hvemig því er skipt á milli stétta og þjóðfélagshópa. í þeim frumskógarhemaði hafa ellilífeyris- þegar jafnan farið verst. Og það mál snýr ekki eingöngu að beinum kjömm lífeyrisþeganna — beinum kaupmætti ellilífeyrisins. Það mál snýr ekki síður að öðmm almennum kjömm, að húsnæðismálum ellilíf- eyrisþega, að umönnun ellilífeyris- þega og að almennri félagslegri þjónustu. Ég fullyrði að í þessum efhum dregur þjóðfélagið á eftir sér slóða sem ekki sæmir siðmenntaðri þjóð sem síðustu áratugina hefur verið ein sú ríkasta í heiminum. Hungoirvísitalan Ég vil þá fyrst snúa að beinni efnahagslegri hlið í kjömm lífeyris- þega. Þar verður að skilgreina þarfimar. Hvaða þörfum þarf lífeyrisþegi að fullnægja? Svar lög- gjafans hefur alltaf verið það sama. Það á að miða lífeyri við fmm- þarfir. Þessar frumþarfir em skilgreindar á þann hátt að lífeyris- þeginn líði ekki skort — að hann hafí nóg að borða. Undanfama ára- tugi hefur lífeyrir verið miðaður við þessar fmmþarfír. Allan þennan tíma hefur lífeyririnn farið upp eða niður fyrir þetta strik — þessa hungurvísitölu. Þegar einstakar ríkisstjómir hafa komið lífeyrinum upp fyrir strikið, hefur verið blásið í margar básúnur. Þegar gamal- menni hins vegar hafa fundist í kjöllumm eða risum — eins og sann- anleg dæmi em um — og komið hefur í ljós að fólkið þjáðist af næringarskorti, þá hafa orðið svolítil læti og lífeyrinum aftur kippt upp á fmmþarfastigið, þó að því hafí þá stundum verið haldið fram að næringarskorturinn stafaði af rangri samsetningu fæðunnar og reynt á þann hátt að veija þau mistök að fara undir hungurstigið. Lífeyrir hefur aldrei verið raun- vemlega verðtryggður. Það er heldur ekki auðvelt að halda lífeyr- inum nákvæmlega á hungurstiginu m.a. vegna margvíslegra efnahags- aðgerða sem koma málinu ekki við en geta í dag eða á morgun breytt kaupi lífeyrisþeganna. Stundum getur það verið tæknilega erfítt að verðtryggja lífeyrinn nákvæmlega þegar um flóknar efnahagsaðgerðir er að ræða, jafnvel þó stjómvöld hefðu vilja til þess. Siðfræðilegt mat Eins og áður sagði er það stað- reynd að lífeyrir er miðaður við fmmþarfír. Það er reynt að komast hjá því að fólk líði beinan skort. Það er ekkert mið tekið af breyttum lífsháttum. Það er ekkert mið tekið af þróun almennra lífskjara og nýj- um þörfum fólks. Það er ekkert mið tekið af almennum neysluvenj- um eða því lífsgæðakapphlaupi sem ríkt hefur. Það er ekkert mið tekið af breyttri gerð þjóðfélagsins og nýjum félagslegum þörfum vegna þeirra breytinga. Það er ekkert mið tekið af nýrri skilgreiningu á fá- tækt. Hugtakið fátækt í ríku velferðarþjóðfélagi verður að skil- greina öðmvísi en í fátækum ríkjum þriéja heimsins. Á ráðstefnu sem haldin var fyrir nokkmm ámm um spuminguna „Er fátækt á íslandi?" kom þessi skilgreining til umræðu og gerði Páll Skúlason heimspek- ingur þar grein fyrir þessari hlið málsins. Einnig gerði Vilhjálmur Ámason heimspekingur þessu máli skil í erindi sem hann flutti á Hótel Sögu nýlega. Bæði þessi erindi birt- ust í Morgunblaðinu og má segja að þetta framlag sé eitt af því fáa á einhveiju plani sem komið hefur inn í almenna þjóðfélagsumræðu í dagblöðunum um gildismat og sið- fræðilega ábyrgð stjómmálamanna og er það raunar ánægjulegt að fagfólk úr Háskólanum skuli vilja taka þátt í þessari umræðu þó að þessar raddir séu eins og óp í eyði- mörkinni í þeim frumskógarhemaði sem rekinn er um skiptingu gæð- anna og aðra þætti í mannlegum samskiptum. „ Aðrar tekjur“ Eins og áður sagði eru vissir for- réttindahópar ellilífeyrisþega sem búa við önnur og betri kjör vegna betra lífeyris. En óréttlætið nær lengra. Ef við höldum áfram við beinu kjörin, fjárhagslega afkomu ellilífeyrisþega, sitja ekki allir við sama borð. Allir hafa raunar grunnlífeyri og tekjutryggingu. Sú upphæð er sú hungurvísitala sem á að mæla það að fólk líði ekki bein- an skort. Og tekjutryggingin er stöðugt að hækka, verða stærri hluti af ellilífeyrinum. Þetta er auð- vitað gert til að koma í veg fyrir að fólk fari upp fyrir mörkin. Tekju- tryggingin skerðist eftir vissum reglum ef um aðrar tekjur er að ræða. Grunnlífeyririnn gengur hins vegar yfír alla. Fljótt á litið virðist þetta vera sanngjarnt. Tekjutrygg- ingin átti alltaf að standa undir nafni sínu. En ekki er þama allt sem sýnist. Það er ekki sama hvaða „aðrar" tekjur eru. Sumir fá aldrei tekjutryggingu eða litla vegna skerðingarinnar. Aðrir komast fram hjá skerðingunni. Tökum dæmi: Tveir ellilífeyrisþegar hafa „aðrar" tekjur. Annar fær tekjur úr lífeyris- sjóði. Hinn fær vexti af verðtryggðri bankabók. Lífeyrissjóðurinn skerðir tekjutrygginguna en arðurinn af bankabókinni ekki. Hver er svo munurinn á þessum tekjum. Ann- arsvegar hefíir maður greitt 10% af umsömdum tekjum sínum — kannski um áratuga skeið til lífeyr- issjóðsins. Hinsvegar hefur maður lagt peninga inn í banka. Hvort tveggja em fjármunir sem einstakl- ingurinn hefur tekið frá, lagt til hliðar, af ævistarfí sínu. Ég kem raunar síðar að verkalýðshreyfing- unni. En sú spuming vaknar hvemig stendur á að verkalýðs- hreyfíngin lætur það líðast að einkaeign félaga hennar skuli verða á þennan hátt til að skerða ellilíf- eyri fólks. Miðaldamyrkur En sagan er ekki öll sögð með þessu. Ég talaði um þann slóða sem þjóðfélagið dregur á eftir sér varð- andi afkomu ellilífeyrisþega. Sú kynslóð sem nú er í sínum síðasta róðri hefur lifað miklu hrikalegra óréttlæti af hendi þjóðfélagsins en það sem hér hefur verið drepið á. Þessi kynslóð var rænd — í mörgum tilfellum öllum eignum sínum — þegar verðbólgan geisaði og áður en verðtrygging var tekin upp.‘ Fyrstu ár lífeyrissjóðanna voru á þessum tímum. Þá fengu ungir fé- lagar í verkalýðshreyfíngunni óverðtryggð lán á meðan ellilffeyris- þegar sömu verkalýðsfélaga fengu nánast ekkert. Nafnið „lífeyrissjóð- ur“ varð að öfugmæli. Og enginn æmti eða skræmti. Og það fólk sem með spamaði hafði lagt til hliðar fjármuni í bönkum landsins var beinlínis rænt öllum eignum sínum. Þrátt fyrir það að mestallan þennan tíma væru til verðtryggð spariskír- teini notaði fullorðið fólk sáralítið þann möguleika og var ekki bent á hann. Það trúði á hina almennu bankabók og það trúði ekki því sið- ferðisstigi sem stjómvöld voru á. Ég vil halda því fram að það þurfí að fara aftur á miðaldir til að fínna aðra eins hliðstæðu í siðleysi í mannlegum samskiptum. Og ættum við þó ekki að tala illa um forfeður okkar hvað framfærslumál snertir í öllum tilvikum meðan siðalögmálin voru þó tíunduð á annan hátt en nú er gert. Hrafn Sæmundsson „Lífeyrir er miðaður við frumþarfir. Það er reynt að komst hjá því að fólk líði beinan skort. Það er ekkert mið tekið af breyttum lífsháttum. Það er ekk- ert mið tekið af þróun almennra lífskjara og nýjum þörfum fólks. Það er ekkert mið tekið af almennum neyslu- venjum eða því lífsgæðakapphlaupi sem ríkt hefur. Það er ekkert mið tekið af breyttri gerð þjóðfé- lagsins og nýjum fé- lagslegum þörfum vegna þeirra breyt- inga.“ Steypubíllinn Hverfum þá frá hungurvísi- tölunni og til annarra þátta í kjörum ellilífeyrisþega. Einhvers staðar stendur að tvisvar verði gamall maður bam. umönnun þeirra sem komnir eru að fótum fram hefur verið til háborinnar skammar und- anfama áratugi. Og þó að nú séu gerð ýmis átök í þessum efnum er enn langt í land að aldrað fólk fái þá umönnun sem sæmir okkar ríka þjóðfélagi. Þama virðist vera miðað við umönnunarvísitölu sem er hlið- stæð þeirri sem notuð er í efnahags- hlið málsins. Víða þarf að miða við frumþarfir á þessu sviði. Til að fyr- irbyggja misskilning, þá er þó verið að gera ýmislegt í þessum efnum og er til að mynda verið að gera tilraunir með nýtt og manneskju- legra vistunarform en tíðkast heftir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að víða verður að miða umönnun gamals fólks við það að veita lág- marksþjónustu og ekki er alls staðar tækifæri — mannafli og að- stæður — til að veita bestu alhliða þjónustu. Þeir sem kunna að staldra við þetta og telja að hér sé um ósanngjama ásökun á þjóðfélagið að ræða vita einfaldlega ekki hvað þeir eru að segja og þekkja ekki til málanna eða horfa fram hjá þeim. Jón Bjömsson félagsmálastjóri á Akureyri flutti erindi á Hótel Sögu nýlega þar sem hann kom víða við og drap þá m.a. á þróunina í málum aldraðra: „Við sjáum þessa ævisögu í þró- un öldrunarmála hér á landi. Éinn góðan veðurdag urðu aldraðir, sem alla tíð höfðu verið með okkur, að vandamáli, ekki af því að þeir breyttust heldur aðstæður. Og eftir nokkurt japl og fuður sagði fólkið í landinu: Við skulum bara byggja stór hús úr vandaðri steinsteypu og láta alla aldraða eyða þar ævi- kvöldinu í ró og friði fyrir amstri heimsins, þó fæsta í landinu lang- aði nokkurn skapaðan hlut til slíks fyrir sína hönd. Og það voru stofn- aðir sjóðir og sett lög og byggt úr vandaðri steinsteypu og nú standa fjölmörg elliheimili víðsvegar um land, sem aldraðir eru í, og ég vil ekki vera í og helst ekki láta mömmu í, né pabba í, og þú vilt ekki vera í og ekki láta pabba þinn og mömmu í þó okkur fínnist elli- heimili svosem ágætis lausn fyrir aldraða almennt." Og síðar sagði Jón af öðru til- efni: „Og það hafa verið byggð mörg hús úr vandaðri steinsteypu til að leysa þetta vandamál, því það er eins og sama sé, hvert félagslegt vandamálið er, ávallt verður okkur fyrst fyrir að hringja í steypubíl.“ Tvisvar verður gamall maður bam. Þrátt fyrir að ekki sé á allan hátt búið vel að bömum í þjóðfélag- inu þá er ekki sami mælikvarði lagður á aldrað fólk og umönnun þess. Mikill fjöldi aldraðra fær ekki þá lágmarksþjónustu, ekki þá umönnun — ekki síst félagslega umönnun — sem hæfir þeirri marg- nefndu siðmenningu og því ríki- dæmi þjóðarinnar sem talað er um í þessari grein og við erum gjaman að stæra okkur af. Aðlögun starfsloka Hér hefur verið drepið á nokkra þætti í kjörum lífeyrisþega. Hér hefur verið reynt að benda á að afstaða þjóðfélagsins, eða ráða- manna þjóðfélagsins á hveijum tíma, til ellilífeyrisþega, hefur ekki verið til sóma. Kannski er skýringin á því sú að gamalt fólk, allavega það gamla fólk sem nú lifir sinn lífeyrisaldur, er ekki mikið kröfu- gerðarfólk yfírleitt. Það er ekki sá þrýstihópur sem nær sínu fram hvort sem rök eru fyrir því eða ekki. Þetta fólk hefur einfaldlega orðið undir í frumskógarhemaðin- um. Hér hefur aðallega verið reynt að drepa á það ástand sem ríkir í kjaramálum og lífskjörum aldraðra þegar fólk er komið á lífeyrisaldur. Ef þessi málefni hefðu þróast væri fyrir löngu farið að huga meira að því sem kannski er kjami málsins. Huga að þvf hvemig fólk býr sig undir ellina. Hvernig hægt er að vinna að því með forvarnarstarfí að elliárin verði gjöful og fijó. Auð- vitað eru ytri gæði undirstaða þess að geta lifað þokkalegu lífí. En maðurinn lifír ekki af brauði einu saman. Það er augljóst að sú kynslóð sem nú er að ljúka ævistarfí sínu er mjög mismunandi vel búin undir það að fara af vinnumarkaði og byija að eyða dögunum á lífeyr- isaldri. Undanfama áratugi hefur gengdarlaus vinna oft komið í veg fyrir að fólk hafí haft tíma til að sinna áhugamálum. Oft gerist það líka þegar fólk fer af vinnumark- aði, að þau félagslegu tengsl og þau mannlegu samskipti sem þátttaka í atvinnulífínu veitir fólki, hætta allt í einu. Einnig kemur oft fleira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.