Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Lárus Jónsson Félag rækju- og hörpu- diskframleiðenda: Lárus Jónsson ráðinn fram- kvæmdastjóri LÁRUS Jónsson, viðskiptafræð- ingxir og- fyrrum alþingismaður og bankastjóri, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda. Hann tók við starfinu um áramótin, en Guðmundur Stefán Mariasson hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri félags- ins í hálfu starfi. Með ráðningu Lárusar er ætlunin að auka starf- semi félagsins á ýmsan hátt. Stofnun félagsins má rekja aftur til ársins 1973 er félag Rækjufram- leiðenda var stofnað. Það var endurvakið árið 1983 með inngöngu framleiðenda á hörpudiski og 1985 var ákveðið að ráða framkvæmda- stjóra í hálfu 'starfi. Nú eru í fyrirtækinu 40 fyrirtæki. Lárus Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að venjubundin starfsemi félagsins fælist í verð- lagsmálum og þátttöku í Verðlags- ráði sjávarútvegsins og hagsmuna- gæzla af ýmsu tagi svo sem afskipti af Verðjöfnunarsjóði fískiðnaðarins. Á döfínni væru fleiri verkefni og verið væri að ræða á hvaða þætti ætti helzt að leggja áherzlu. Félagið hefur fyrst í stað aðsetur að Suðurlandsbraut 22 í húsakynn- um Þróunarfélags íslands hf. Fé finnst á afréttum Syðra-Langfiolti. NOKKRUM dögum fyrir jól fundust kindur á afrétti Hruna- manna og þann annan janúar fundust tvö lömb á Flóamannaaf- rétt en allnokkuð af fé hefur verið að heimtast af afréttum uppsveita Arnesinga eftir lög- boðnar leitir í haust. Ástæðan fyrir því að fé hefur verið að finnast allt fram að þessu má að miklu leyti rekja til þess að í fyrstu leit í haust gerði nokkra snjókomu og skyggni varð afleitt. í seinni leitum fannst því óvenju- margt fé. Hafa menn því nokkrum sinnum brugðið sér inn á afrétti og oft orðið kinda varir. Nokkrum dög- um fyrir jól fannst ær og tvö lömb framarlega á Hrunamannaafrétti en vart hafði orðið við för eftir þessar kindur áður. Þá fannst einn- ig lamb nokkru áður. Á annan dag í nýári brugðu sér feðgar tveir úr Flóanum inn í afrétt í kindaleit og fundu tvö lömb í Fagraskógi sem er í Vesturhlíðum Þjórsárdals. Er grunur manna að enn sé fé eftir á afréttum enda hefur haglendi verið ágætt þar sem jörð hefur verið auð. Menn héðan úr Hrunamannahreppi óku innfyrir Kerlingafjöll nú eftir áramótin, en færð var mjög góð, enda allt á hjami og hvergi snjór nema á Blá- fellshálsi, en þeir komu fram Tungnamannaafrétt. — Sig. Sigm. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir PETER MCGILL Uppgangnr list- munasölu í Japan Þegar alþjóða listaverkasalar heyra nefnda .japanska safnara" fer um þá svipaður taugaskjálfti og erlenda verðbréfasala þegar minnst er á „Nomura Securities". En það eru í það minnsta tvær hliðar á þeirri staðreynd að Japanir eru nú orðnir stærstu list- munakaupendur heims, og fluttu inn málverk fyrir 73,4 milljarða yena, eða um 20,4 milljarða króna, á fyrstu átta mánuðum yfir- standandi árs. Listasöfn og einkasafnarar eru ekki aðeins að stórbæta úrval þjóðarinnar af frægum vestræn- um málverkum, sem keypt hafa verið fyrir metverð á uppboðum. Sumir japanskir kaupendur hafa einnig fengið á sig orð fyrir að vera auðblekktir að hætti nýríkra og haldnir svipaðri menningarg- ræðgi og lengi var sagt að einkenndi olíukóngana í Texas. Það var fyrst og fremst þessi menningargræðgi sem laðaði til sín franska listaverkaþjófa þegar þeir tóku upp samvinnu við jap- anska glæpamenn við að selja stolin frönsk listaverk í Japan. Við Namiki-dori, sem er ein af „fínni" götunum í Ginzahverfí Tókýóborgar með fjölda listmuna- sala, næturklúbba og verzlana á borð við Gucci og Louis Vuitton, getur að líta báðar þessar hliðar. Oft mátti sjá Shinichi Fujikuma, japanskan „yakuza" eða smá- glæpamann, sem nýlega var dæmdur til 30 mánaða fangelsis- vistar fyrir þjófnað í pelsabúð, á ferli á Namiki-dori þar sem hann var að reyna að selja myndir eftir Corot sem franskir listmunaþjófar höfðu stolið árið 1984. Honum tókst að lokum að selja í það minnsta eitt af málverkum Corots, og var kaupandinn lítil listmunasala uppi á fjórðu hæð, Kawakami gailerí. Hiromichi Yamasaki sölumaður viðurkenndi að galleríið hefði keypt málverkið, sem nú er verið að gera ráðstafan- ir til að kortiist í hendur lögmæts eiganda, Louvre safnsins í París. En hann var skjálfhentur þegar hann kveikti sér í sígarettu og staðhæfði að hann vissi ekkert frekar um kaupin. „Þeir hefðu aldrei þorað að láta sjá sig hér,“ sagði Mitsuhiko Ámakata " framkvæmdastjóri hinnar virtu listmunasölu Fuj- ikawa gallerís í Tókýó, sem stendur neðar við Námiki-dori. „Við erum hreykin af 50 ára sögu okkar,“ sagði hann hátíðlega, og viðstaddir kinkuðu kolli allir sem einn. „Það er ekki markmið okkar að græða peninga, heldur að sýna snilldarverk svo Japanir fái að njóta þeirra. Forstjóri og eigandi Fujikawa Jistmunasölunnar er Tokuzo Miz- ushima. Hann er 78 ára og olli miklu fjaðrafoki nýlega þegar hann keypti málverk Modiglianis „Kona með svarta slaufu" fyrir andvirði 6,09 milljóna dollara (um 225 milij. kr.) og bátsmymd eftir Seurat fyrir 769 þúsund dollara (nærri 29 millj. kr.) á uppboði í Champs Elysee leikhúsinu í París. Amakata framkvæmdastjóri sagði að mynd Modiglianis yrði meginverkið á fyrirhugaðri mál- verkasýningu á næsta ári, og að listmunasalan ætlaði að eiga lista- verkið „eins lengi og okkUr er unnt.“ Meðal annarra verka á sýningunni verða nýkeyptar myndir eftir Cezanne og Chagall. 120árahefð Þegar valdatíma hershöfðingj- anna (shogun) lauk árið 1867 eftir að þeir höfðu ráðið ríkjum í Japan í tæpar sjö aldir, kusu nýskipuð yfírvöld að senda japanska lista- menn til Frakklands til að kynna sér vestræna málaralist. Þetta varð upphaf ríkjandi aðdáunar Japana á „Parísarskólanum" og impressjónisma. I byijun þessarar aldar byggði viðskiptajöfurinn Kojiro Matsuk- ata upp stórglæsilegt safn lista- verka. Erfðagripir hans mynda enn uppistöðuna í ríkissafninu fyrir vestræna list í Tókýó, en hann hafði áður selt öðrum söfn- urum í Japan fjölda verka. Eftir lok síðari heimsstyijaldarinnar, þegar Japanir höfðu verið knésett- ir og margir þessara safnara voru fjárþurfi, seldi Mizushima „hugs- anlega um eitt þúsund" málverk eftir imressjónistana og Gaugain til Evrópu og Bandaríkjanna að sögn Amakata. Nú þegar Japanir eru orðnir ótvíræðir sigurvegarar á alþjóða- mörkuðum eru þeir að vinna að endumýjun þess safns dýrmætra franskra listaverka sem svo mjög var skert eftir síðari heimsstyrj- öldina. „Við viljum að japönsk söfn kaupi þessi málverk,“ segir Amakata. Nýlega seldi Mizushima Bridgestone safninu í Tókýó Sjálfsmynd" eftir Manet og Ohara safninu í Kurashiki „La Meule de Foin“ eftir Monet. Amakata segir að þessi tvö einkasöfn séu þau einu í Japan sem eigi „þokkalegt úrval mynda impressjónistanna", og hafí fjármagn handbært. Hann bendir á að árlegar íjárveitingar til ríkissafnsins fyrir vestræna list til kaupa á listaverkum nemi að- eins 150 milljónum yena (tæplega 42 millj. kr.), eða aðeins tæpum sjötta hluta þeirrar upphæðar sem Mizushima greiddi í París fyrir eitt málverk eftir Modigliani. Árssalan nemur mill- jörðum Chieko Hasegawa og Tokus- hima eiginmaður hennar hafa rakað saman fé á því að full- nægja þörfum Japana fyrir að eignast „ekta“ frönsk málverk. Hún segir að Nichido galleríið þeirra, ásamt tveimur útibúum í Japan og útibúi á mjög góðum stað í París, sé „sennilega það stærsta í heiminum" og árssala þeirra nemi „um tíu milljörðum yena“ (nærri 2,8 milljörðum króna). Chieko er glæsileg kona, sem jafnan er mjög vel klædd, skreytt dýrum skartgripum og ekur um í Mercedes-bifreið, en eiginmaður hennar í Bentley. Flestir viðskiptavina hennar eru forstjórar sem kaupa málverk til að hengja upp í fundaherbergj- um fyrirtækja sinna, læknar eða lögfræðingar (en þessar stéttir eru vel launaðar í Japan). Yfír- leitt eru viðskiptavinirnir „ihaldss- amir“, og þeir kaupa ekki aðeins ánægjunnar vegna, heldur til að fjárfesta, „svo þeir vilja vera ör- ugg>r og kaupa aðeins þekktustu nöfnin." Frönsku impressjónist- amir eru vinsælastir, segir hún, af því þeir eru „auðskildari - litim- ir ekki of sterkir, og þeir em frekar myndrænir." Þýzku ex- pressjónistamir - „of sterkir" - em í litlu uppáhaldi, og sömuleið- is verk frá því fyrir upphaf 19. aldar, sem em „of gömul til að hengja upp í nýjum húsum“. Þeg- ar ég heimsótti Nichido var verið að sýna þar verk japanskra lista- kvenna sem allar vom á sjötugs- aldri. Myndirnar vom mjög dýrar, aðallega landslagsmyndir i hálf impressjónískum stíl, sem japan- skir efnamenn virtust hafa furðu mikinn áhuga á. Neðar við götuna var útibú Christie’s í London að sýna verk eftir Renoir, Gaugain, Degas, Chagall, Pissaro, Leger, Cezanne, Sisley, Vlaminck, Roualt og Braque, en málverkin áttu síðan að fara á uppboð í London. Verðlagning eftir f ersentimetrum James Roundell, deildarstjóri fyrir verk impressjónista og nú- tímamálara hjá Christie’s, hafði verið að „útskýra“ fyrir japönsk- um viðskiptavinum hvers vegna rétt væri að meta verk Vlamincks („Femme au Chien") á um 700 þúsund til eina milljón dollara. í hugum Japana er Vlaminck mál- ari götumynda frá París eða blómamynda, en þessi mynd hans frá árinu 1906 er hinsvegar frá „fauvismaskeiðinu á ferli hans, þegar hann var framúrskarandi listamaður, en þeir sjá þetta ekki nema þeim sé bent á það,“ segir Roundell. Hann á jafn erfítt með að fá Japani til að meta vatnslita- myndir frá fauvismaskeiði Braques, sem þeir þekkja lítið til. Á Vesturlöndum „kunnum við að meta eitthvað sem er nýstárlegt, en Japanir leggja meira upp úr gömlum hefðum og verðleggja listaverk eftir fersentímetra- §ölda,“ segir hann. Hann komst að þessari harkalegu niðurstöðu í fyrra þegar stöðugt var verið að spyija hann hvers vegna mjög góð mynd eftir Renoir væri verð- lögð hærra en lélegri mynd Renoirs sem hékk við hlið hennar „þótt báðar myndimar séu jafn stórar." Þessar „freistandi" sýningar Christie’s í Tókýó eru ljós vottur þess hve yenið er orðið mikils metið á listmunauppboðum, þótt þær segi lítið um smekk Japana fyrir vestrænni list. Roundell telur að innan 10 til 15 ára hafi Japön- um tekizt að koma sér upp söfnum vestrænna listaverka sem standist fyllilega samanburð við beztu söfn í Evrópu og Bandaríkjunum. En hann bendir á að í Japan verði listaverkin ekki saman komin í „húsum prýddum grískum súlum á forhlið til að sýna að þar séu listasöfn," heldur öllu fremur í verzlunar- og skrifstofuhúsum. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Obser- ver. VINŒNl van GOCÍH (1853-189(1) SUNFLOWERS L-OJES TOURNESOLS) Mynd van Goghs „Sólblóm", sem til skamms tima var dýrasta málverk heims, hangir nú i listasafni á efstu hæð skýjakljúfs Yasuda- tryggingafélagsins í Tókýó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.