Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 40
Æ. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Minninff: Lára Hjálmarsdóttir Fædd 4. nóvember 1933 Dáin 21. desember 1987 Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. (Stephan G, Stephansson.) * Þessar línur hafa oft flogið í hug mér undanfama mánuði, meðan ég hgf fylgst með hetjulegri baráttu hugrakkrar konu, sem ekki kvart- aði, átti ótrúlegan viljastyrk og nýttí hann.til hinstu stundar. Hún vildi ekki gefast upp, vildi vera hjá sínum, njóta samvistanna og eign- ast mörg bamaböm, sem hún gæti átt gleðistundir með og nlúð að. En sá tími kemur að lokum til okk- ar allra að viljinn er ekki það sem ræður, né heldur löngunin til lífs og athafna. Sá sem lífið gaf kallar oss heim til sín með eða án fyrir- vara. Sú sem hér er minnst fékk sinn fyrirvara og hún notaði hann skipulega og yfirvegað eins og ekk- ert hefði í skorist. En kallið kom. Bndsshóinn Námskeið fyrir hyrjendur að hefjast Byrjendanámskeiðið er sniðið fyrir fólk, sem lítið eða ekkert þekkir til spiisins. Reglur spilsins verða skýrðar og farið yfir undirstöðuatriði sagna og sjálfrar spilamennskunnar. Námskeiðið hefst 18. janúar nk. og stendur yfir í 11 mánudagskvöld (kl. 20.15- 23.15). Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Kennsla fer fram í Sóknarhúsinu við Skiphott 50a, í rúmgóðum og þægilegum fundarsal. Frekari upplýsingar og innritun er í síma 27316 á milli kl. 16.00-19.00 virka daga eða kl. 13.00-15.00 um helg'ar. Ennfremurá skrifstofu Bridsblaðsins, Brautarholti 4, á sama tíma. mmsDNMM mrwm fyrr skattkoww kvittun fynr nkatty.oni Á*rnt:>XT *rtunt t*:!H*n**f*AXM Nýjar skattareglur gera kröfur um ný og breytt bókhaldsgögn. Við fylgjumst með tímanum og höfum látið útbúa sérstaklega: - Akstursdagbækur - akstursreikninga - Eyðublöð fyrir ferðakostnað og dagpeninga - Kvittanaeyðublöð fyrir skattkort Auk þess bjóðum við nú bæði plasthlífar og geymslukassa fyrir skattkort. I Hallarmúla 2, sími 83211 Austurstræti 10, sími 27211 Kringlunni, sími 689211 Að morgni 21. desémber hvarf vin- kona mín og nágranni, Lára, til annars heims. Lára, Lore Else Charlotte Schmidt, fæddist í Schlösschen- Porschendorf í Sachsen, Þýska- landi. Foreldrar hennar voru Helmut Willi Gustav “ Schmidt, tæknifræðingur, og kona hans, Charlotte Helene, fædd Piesker. Þau eru bæði látin. Lára ólst upp í Berlín (Berlín- Zehlendorf, nú í Vestur-Berlín), nema dvaldi síðari stríðsárin í fæð- ingarbæ sínum með móður sinni og tveimur systrum, Marianne, nú bú- settri í Englandi', og Kristínu, sem er íslenskur ríkisborgari, nú bú- settri í Vestur-Þýskalandi. Faðir hennar gegndi þá herþjónustu. Lára dvaldi á íslandi 1955—1956 og giftist 2. júní 1956 eftirlifandi eiginmanni sínum, Vilhjálmi Þor- lákssyni. Þau dvöldu í Vestur-Berlín 1956—1961 í sambýli við foreldra og systur Láru. Vilhjálmur stundaði þá nám í byggingarverkfræði. Þar fæddust þeim tvö böm. Þuríður er flugfreyja, fæddist 1955. Hún er gift Símoni Pálssyni, forstöðumanni Flugleiða í Noregi, og búa þau í Osló. Þau eiga einn son, Vilhjálm Styrmi, sem er eina bamabam Láru og augasteinn fjöl- skyldunnar allrar. Sveinn fæddist 1958. Hann hefur stundað nám í mannfélagsfræði í Svíþjóð og býr þar ásamt konu sinni, Guðmundu Ingu Forberg, fóstm. Fjölskyldan fluttist til íslands 1961. Hér fæddust þeim tveir synir og búa þeir enn í foreldrahúsum. Hilmar er fæddur 1964. Hann er við nám í Háskóla íslands. Sam- býliskona hans er Sigríður Loga- dóttir, en hún er að ljúka lögfræðinámi við Háskóla íslands. Kári fæddist 1968. Hann er nem- andi við Skálholtsskóla. Fjölskyldan hefur búið í Garðabæ síðan 1965. Þótt Lára væri aðflutt varð hún sannur íslendingur. Það var hún sem hvatti til þess að fjölskyldan flutti hingað heim eftir námsárin. Hún lagði metnað sinn í að læra íslensku betur, gerði það fljótt og var mjög annt um að tungan væri rétt töluð og hreint. Lára bar mikla virðingu fyrir íslenskum hefðum og fjölskyldu- böndum. Einhveiju sinni talaði hún um það að hún hefði viljað vera bam á íslandi. Fyrir þann sem hef- ur verið bam og unglingur í stríðs- hijáðu landi, átt föður, ættingja og vini kallaða til herskyldu, hlýtur það að vega hvað þyngst á metaskálun- um að vita að eiginmaður og synir verða ekki kvaddir á vígvelli. Óöryggið, biðin og óvissan setur sín spor í sál þeirra sem hafa þurft að búa við það. Lára var lánsöm. Hún vissi það og var þakklát. Hún fékk að ala bömin sín upp í friði og öryggi, búa sínum kærustu heim umhyggju, kærleika og gleði. Fyrir Láru, sem frá því hún mundi eftir sér hafði séð ávaxtatrén blómgast á vori, notið ilms og feg- urðar þeirra og ávaxtanna að hausti, voru viðbrögðin mikil að setjast í landi með svo miklu kald- ari og styttri sumartíð. En hún lét það ekkert á sig fá. Garðurinn í Espilundi ber þess vott að þar hafi nærfamar hendur hlúð að. Hún eijaði sinn garð með natni, um- hyggju og eljusemi. Hún kom með fræ heiman frá Þýskalandi og sáði. Skrautlúpínurnar urðu ekki eins háar og í gamla landinu, en skört- uðu í öllum regnbogans litum. Annar gróður sem óx, dafnaði og breiddi úr sér fyrir sín mörk í garð- inum var fluttur að Apavatni, þar sem fjölskyldan, samhent að venju, kom sér upp griðastað fjarri skark- ala heimsins. Einnig þar vaxa nú tré sem notið hafa hlýrra handa hennar. Margir góðir vinir hafa notið þar gestrisni eigi síður en á heimilinu í Garðabæ. Lára laðaði að sér fólk. Hún var ævinlega með opinn faðm, einkan- lega við börn, sem henni fannst dýrmætast af öllu. Hún var óþreyt- andi að gleðja og muna eftir litlum vinum. Oft var hún að pijóna eða sauma fallegar litlar flíkur. Lára lærði kjólasaum og vann við þá iðn í Vestur-Berlín. Hún var snillingur í höndunum, hvort sem var um að ræða saumaskap, pijón, hekl eða bútasaum. Hvaða verk sem var fórst henni vel úr hendi. Þeir eru ófáir sem hafa þegið af henni handverk, gert af listfengi og smekkvísi, eða aðstoð og tilsögn við að skapa sitt eigið. Heimilið ber handbragði húsfreyjunnar fagurt vitni. Gestrisni þeirra hjóna hefur alla tíð verið söm og jöfn, fyrir innlenda sem erlenda. Lára naut þess ásamt fjölskyldu sinni að taka á móti gest- um, vera glöð í góðum hópi, en gat jafnframt tekið á móti sorgmædd- um og leitaðist þá við að bæta úr og létta lund ef á bjátaði. Þar var ævinlega gott að koma. Mörgum góðum stundum höfum við varið með Láru og fjölskyldu henn- ar. A síðkvöldum sátum við gjaman við snarkandi arineld, við ljóðalestur og við skemmtilegar samræður. Oft settist Villi við orgelið og þá var sungið. Ekki brást að „Skín við sólu Skagafjörður — Skrauti búinn, fagurgjörður", með sínum kraft- miklu, hljómfullu orðum væri á dagskrá. Það er margs að minnast, og aðeins góðar minningar. Kynni okkar Láru hófust er við fluttumst til Garðabæjar 1973. Eig- inmenn okkar eru bekkjarbræður úr menntaskóla, en Láru hafði ég þá aðeins einu sinni hitt áður. Með okkur tókst góð vinátta sem styrkt- ist eftir því sem tímar liðu og ekki bar skugga á. Vinátta hennar var mér dýrmæt. Hún var sannur vinur. Trygglyndið og óeigingimin brást aldrei. Að eignast slíka vini er auðlegð hjart- ans, sem hvorki mölur né ryð fær grandað og ekkert fær frá manni tekið. Lára var dýrmæt gersemi fjöl- skyldu og vinum. Hún hafði þegið margar góðar gjafír í vöggugjöf. Hún átti lífsreynslu sem hún kunni að nota. Hún kunni að þakka með auðmjúku hjarta þær gjafír sem henni voru gefnar. Góðan mann, heilbrigð böm, yndislegt bamabarn, sem hún sá ekki sólina fyrir. í hvert sinn sem hún talaði um litla Villa ljómuðu augun. Þegar veikindi Láru steðjuðu að kom hvað gleggst í ljós hvaða mann hún hafði að geyma. Hún vissi að hveiju hún gekk en fjölyrti ekki um það. Hún lét eins og ekkert væri, þessi sterka, hugrakka, atorku- mikla kona. í október fór Lára ásamt eigin- manni sínum að heimsækja fjöl- skyldu dótturinnar í Noregi. Þar hittu þau einnig son og tengdadótt- ur, sem búa í Svíþjóð. Þegar hún kom heim fór hún beint á sjúkrahús og komst ekki heim aftur. Fyrir mig, sem hef séð þann kærleika og umhyggju sem Lára umvafði íjölskyldu sína með, var það gleðilegt að sjá hvemig flöl- skyldan öll hlúði að henni og var hjá henni á erfiðum stundum allt til enda. Þar var endurgoldin umhyggja og kærleikur sem þau höfðu þegið. Það vakti mér einnig gleði og er þakkarskylt hversu vel starfsfólk A4 á Borgarspítala hjúkraði Lám í veikindum hennar. Á þessum jólum, sem eru blandin trega og tómleika, hefur mér verið hugsað til Láru, einkum þegar ung- viðið er í heimsókn, sem horfír glitrandi augum á jólapýramídann sem hún færði mér fyrir nokkmm ámm. Hún kom þá heim úr heim- sókn frá ættingjum og vinum í Þýskalandi ásamt Þuríði dóttur sinni dagana fyrir jól. Þá höfðu tvö bamabörn bæst í okkar fjölskyldu og Lára vildi sem oftar deila með okkur því sem hún átti sem vekur gleði. Þótt ég nefni einstakan hlut sem minnir á Lám þá er það einungis - spegilbrot af þeirri vináttu, hlýju og umhyggju sem hún sýndi okkur þessi ár sem við vomm samferða. Lára var jarðsungin frá kirkjunni okkar, Garðakirkju, þann 28. des- ember að viðstöddu fjölmenni. Við Óli Bjöm og fjölskylda okkar vottum Vilhjálmi, bömum, tengda- börnum, bamabarni, systmm og öllum öðmm ástvinum innilega samúð. Guð blessi minningu Lám Hjálmarsdóttur. Svanlaug Alda Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.