Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS „ JÞessir hringdu . . Aldrei of varlega farið Okumaður hringdi: „Aldrei er of varlega farið í umferðinni en það sjá margir ekki fyrr en eftir að óhappið er orðið. Það hefur komið í ljós í hálkunni að undanfömu að margir eru enn vanbúnir til vetraraksturs og sýn- ir það full mikið hirðuleysi meðal ökumanna að mínu mati. Þá er hraðinn allt of mikill, þegar hætta er á hálku ættu allir að draga verulega úr hraða og mætti þann- ig koma í veg fyrir mörg slys.“ Bjórinn myndi auka dry kkj uvandamál margra J.H. hringdi: „Ég vil taka undir pistil sem birtist í Velvakanda fyrir skömmu en það sagði að bjórinn yrði þeim sem veikir eru fyrir áfengi til mikillar ógæfu. Ég er ekki í vafa um að þetta er rétt. Sjálf átti ég í erfiðleikum með áfengi fyrir nokkrum árum og hefur það áreið- anlega bjargað mér að hér á landi fæst ekki bjór. Fólk sem á við drykkjuvandamál að stríða og heldur í við sig með áfengi hikar ekki við að ná sér í bjór. Það þarf enginn að segja mér að bjór- inn myndi ekki stórauka áfengis- vandann hér ef hann yrði leyfður." Sýnið meira af norrænum myndum Reykvíkingur hringdi: „Mig langar til að þakka sjón- varpinu fyrir tvær danskar myndir sem nýlega voru á dagskrá. Onn- ur fjallaði um danska verkamenn í Þýskalandi á stríðsárunum. Hin myndin var byggð á smásögu eft- ir skáldkonuna Karen Blixen. Báðar voru myndirnar sérlega vandaðar eg vil ég nú hvetja sjón- varpið til að sýna meira af norrænu efni í þessum gæða- flokki. Gleðilegt nýár.“ Tívolíbomburnar — kveikurinn of stuttur Fanney hringdi: ' „Mig langar til að vekja at- hygli á því að tívolíbombumar sem seldar voru fyrir áramótin voru ekki eins öruggar og af var látið. Að minnsta kosti vom þær tívolíbomur sem keyptar vom á mínu heimili með svo stuttum kveik að hann náði ekki upp úr hólknum. Þetta varð til þess að sá sem kveikti í þeim varð að vera mikið nær þeim en ella. Fleiri sem ég þekki hafa talað um að kveikurinn á þessum bombum hafí verið of stuttur.“ Giftingarhringur Breiður giftingarhringur með áletmninni „þín Sólveig“ fannst við Gunnarsbraut fyrir löngu. Eig- andi getur vitjað hans hjá óskila- munadeild lögreglunnar. Kéttlingar Fjórir kettlingar fást gefíns. Upplýsingar í síma 31116 eftir klukkan 17. Leiðrétting Orð féll niður í grein Óðins Pálssonar „Hættið sölu á eiturg- utlinu" sem birtist í Velvakanda hinn 31. desember. Setningin sem brenglaðist af þessum sökum er þannig: „Þessi áfengi drykkur mun verða til þess að eitra enn meir fyrir fólkið í landinu verði sala hans samþykkt en þegar er orðið af öllu hinu áfenginu sem selt er af ábyrgðarlausum stjóm- endum þjóðarinnar, sem eiga þó af öllu hjarta að vinna að sem mestri farsæld og heilbrigði þegna þjóðar vorrar, til þess em þeir kosnir." Ótrúleg stefnubreyting Til Velvakanda. Vonandi hefur fólk lesið grein Vladímírs Bukovskís, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 7. nóvember. Þar mun sannleikurinn um komm- .únismann í Sovétríkjunum sagður skýrt og afdráttarlaust. Vladimír segir Gorbachev kænan leikara og lygalaup. Ég er sama sinnis, mér hefur alltaf fundist þessi slökunar- tiltæki hans mjög varhugaverð og sé vestrænum þjóðum hætta búin að taka við þessari stefnubreytingu athugasemdalaust og má Gorbac- hev vara sig að ganga of langt. Séu þetta samantekin ráð valdhafanna til að blekkja, þá mun þetta geta gengið um hríð. Ótrúleg breyting virðist vera þama á ferðinni og færi betur að hún gengi lengra. Tilgangurinn virðist vera að ná upp áliti vestrænna þjóða á rússnesku þjóðinni, en stefna þeirra var komin á verulega lágt stig á heimsmæli- kvarða, en leiðtoginn ætlar sér stóran hlut sjálfum sér sem leið- toga. Vladímír Bukovskí segir augljóst, að ef gefíð verður mikið eftir í fijálsræðisátt, geti það stofnað friði innan Sovét í hættu. Þetta er aug- ljóst, fínni fjötraður lýður slökun á fjötrun er mikil hætta á að tak- markið verði að leysa alla fjötra, en það þolir stjómarformið ekki nema skipta algjörlega til vestræns stjómarforms. Nú í kjölfar nýgerðra samninga við Rússa um síldarkaup þóttust þeir hafa vel gert okkur í vil, enda mikið látið að því kveða að okkur hafi verið þessir samning- ar mjög mikils virði. Ekki stóð þá á því, að komast lengra inná islenzkt yfírráðasvæði. Blessunar- lega voru Rússar reknir héðan hér um árið er þeir voru vaðandi um allt land í því sem átti að heita Til Velvakanda Við emm héma fleiri konur sem emm sammála Trínu sem skrifaði i Velvakanda hinn 15. desember. íslenskir karlmenn ættu að lesa þá grein vel. Við emm reyndar eldri, um 40 ára. Okkur er oft boðið upp svo við emm sjálfsagt ekki mjög fráhrindandi en það er ekki mjög spennandi að dansa við dauða- dmkkna karlmenn. Þeir em heldur ekki viðræðuhæfir og eiga fullt í fangi með að halda jafnvægi. Það getur verið meiri háttar mál að dansa við einhvem sem drekkur meðan hann býður manni upp. Þar sem aldur okkar er þetta hár virðumst við hafa sérstakt aðdrátt- arafl fyrir unglingspilta um tvítugt. Þó við höfum ríkia móðurtilfínningu viljum við þó ekki úthella henni á þennan hátt. Við komum á dans- leiki til að vera innan um fólk, dansa og hlusta á músík. Bólfélagi fyrir rannsóknir á jarðfræði íslands. Varið ykkur! Nú á það að heita rannsóknir á hafsvæðum við ísland. Leyfið Rússum engar rannsóknir hér við land né á landi í náinni framtíð, njósnastarf sem sendiráðs- menn þeirra stunda er í fullum gangi. Þorleifur Kr. Guðlaugsson eina nótt er ekki takmarkið. Þau mannlegu samskipti sem lýst er í fyrmefndri grein, samtöl og fleira allt er þetta nákvæmlega eftir okk- ar reynslu. Þegar klukkan er að verða þijú er líka aldeilis handagangur í öskj- unni. Það eru sett hraðamet í að bjóða upp - þar á ég við þá kolómögulegu, því fleiri neita dansi en við. Karlmenn virðast margir álíta að ef þeir ná áer í kvenmann þessar síðustu mínútur sé hann innifalinn í aðgöngumiðanum. íslenskir karlmenn. Drekkið ekki frá ykkur allt vit, verið eðlilegir, kurteisir, snyrtilegir og umfram allt viðræðuhæfír. Fólk á þessum stöðum á það sameiginlegt að langa til að kynnast, blanda geði við aðra og jafnvel stofna til náinna kynna ef fólk hæfir hvort öðru. Karlmenn, takið ykkur á. G.K. ___i_____________ Enn um karlmenn Fótaaðgerðastofa Guðrúnar Hef opnað fótaaðgerðastofu í Miðbæ 91 á 2. hæð. Tímapantanir í síma 14192. Kynningarafsláttur út janúar. Guðrún Ruth, fótasérfræðingur. AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 Síðumúli Ármúli Óðinsgata Njörvasund Kambsvegur Sæviðarsund hærritölur Hvassaleiti 27-75 Kjalarland Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur4-33o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. Fornaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd Hjarðarhagi 44-64 Tómasarhagi9-31 Látraströnd Fornaströnd Nýbýlavegur 5-36 Laufabrekka o.fl. Kársnesbraut 77-139 Hraunbraut 18-47 Bæjargil jHfargtutMbiMfc KOPAVOGUR GARÐABÆR VESTURBÆR MIÐBÆR UTHVERFI SELTJARNARNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.