Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
9
Börnum mínum og tengdadóttur, frœndfölki
og vinum ncer og fjœr, þakka ég af alhug fyrir
aÖ gera sjötíu ára afmœlisdaginn minn 22.
desember sl. ógleymanlegan.
Hulda Valdimarsdóttir Ritchie.
Frá heimilislækni
Samlagsfólk athugið!
Hef flutt stofu mína á 3. hæð í Domus Medica.
Tímapantanir daglega kl. 9-18 í síma 14433.
Viðtöl kl. 10-12, nema miðvikudaga kl. 16-18.
Símatími kl. 9.30-10, nema miðvikudaga kl. 15.30-16.
Vitjanabeiðnir kl. 9-12 daglega.
Skráning nýrra samlagsmanna fer fram hjá Sjúkrasam-
lagi Reykjavíkur, Tryggvagötu 28, og á stofunni.
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir,
Domus Medica, Egilsgötu 3, s. 14433.
ÚTSALA
svanurinn
tískuverslun
Skólavörðustíg 6b, sími 623525
JARÐLEIR 0G
STEINLEIR (uds og dökkur)
GiFS 3 TEGUNDIR
BRENNSLUOFNAR
Útvegum
brennsluofna frá
Danmörku
meö stuttum fyrirvara.
Stæröir 50-1500 iitra.
Sendum myndalista
t&íi
HÖFÐABAKKA9
REYKJAVÍK SÍMI 685411
It um landbunað og hesQimpnnRinil
NÝR FORYSTU- MAÐUR ÁORÐIÐ | VIÓUI: Oddn< Bjor*MnWóllir
Haukur Halldórsson, hinn nýl fbrmaður Stittusamhands bænda segir skoðun sína á stööu landbúnaðarins í hreinskilnu viðtali.
Staða bænda betri
eftir fimm tii tíu ár?
„Ef tekst að nýta skynsamlega fjármagn sem
í boði er — ef tekst að efla nýjar búgreinar
hraðar - ef tekst að auka við innanlandsmark-
að — ef tekst að upplýsa fólkið í landinu
betur um stöðu landbúnaðarins — ef tekst
að stjórna framleiðslu með tilliti til landkosta
og -ókosta — og ef allir bændur standa heils-
hugar á bak við síðustu stefnumörkun — þá
er trúa mín að staða bænda verði bjartarr
eftir 5-10 ár.“
Þannig kemst Haukur Halldórsson, nýr form-
aður Stéttarsambands bænda, að orði íviðtali
við Oddnýju Björgvinsdóttur í tímaritinu
Bóndinn.
Tveir millj-
arðar á fimm
árum
Haukur Halldórsson,
formaður Stéttarsam-
bands bænda, segir i
viðtali við tímaritið
Bóndann:
„Tveir milljarðar á
fimm árum áttu að fara
til uppbyggingar nýrra
atvinnugreina i sveitum.
Þegar er búið að ráð-
stafa einum inilljai'ði að
mestu leyti í útflutnings-
bœtur og aðlögun. Ef við
gætum okkar ekki og
nýtum seinni milljarðinn
skynsanUega, hverfur
þetta mikla fjármagn allt
í viðbótar útflutnings-
bætur og við stöndum
eftir enn ver stödd en
áður. Það verður að við-
urkennast að við höfum
ekki farið skynsamlega
með peningana miðað við
markaðshorfur erlendis.
Við eru nýlega búnir
að funda með öllum bún-
aðarsamböndum og
ráðunautum til að gera
þeim ljósa stöðuna. Einn
milljarður er uppurinn á
rúmu ári. Bændur hafa
staðið gegn breytingum
og óábyrgir sfjómmála-
menn verið fengnir til
að úthluta viðbótarfull-
virðisrétti. Við verðum
að horfa til framtiðar og
byggja upp með tilliti til
markaðsþróunar. Við
verðum að nýta migjarð
númer tvö til að byggja
raunhæft upp. Hann má
ekki fara i viðbótar út-
flutningsbætur".
Landkostir og
atviimumögu-
leikar
Síðar í viðtalinu segir
Haukur:
„Aðalfundurinn [Stétt-
arsambands bænda]
ályktaði að i stjómun
framleiðslu yrði að taka
meira tillit til landkosta
og atvinnumögxdeika
landsvæða en verið hef-
ur. Við verðum að ná
böndum á framleiðsluna
og skipuleggja hana á
hveiju svæði. Draga úr
henni á ákveðnum svæð-
um og vonandi auka
hana á öðrum, þá fyrst
verður hægt að þróa
hana að breyttum að-
stæðum. Sauðfjárfram-
leiðsla er hentugust á
afskekktum svæðum þar
sem ekki eru önnur at-
vinnutækifæri. Vestfirð-
ir og Langanesið eru t.d.
góð _ sauðfjárræktar-
svæði. Á Suðurlandi er
verið að draga úr sauð-
fjárframleiðslu en aukið
við nyólkurframleiðslu-
rétt. Þingvallasveit og
Grafningur hafa t.d.
mikla möguleika sem úti-
vistar- og þjóðgarðs-
svæði, liggja nálægt
þéttbýlislqömum og em
auðveld til skógræktar.“
150 ársverk —
ívaskinn
Enn siðar i viðtalinu
segir Haukun
„Á siðasta ári dróst
sala sauðfjárafurða sam-
an um 600 tonn eða 150
ársverk."
Þetta em áhrif
breyttrar neyzlu lands-
manna — á aðeins einu
ári. Breyttar neyzluvenj-
ur þjóðarinnar á mörg-
um undangengnum árum
hafa skorið íslenzkan
landbúnað niður um
mörg hundmð ársverk.
Innlend verðbólga
langt umfram verðþróun
búvöm á erlendum
mörkuðum, einkum á
árabilinu 1971-1983, hef-
ur nánast lokað á búvöm-
útflutning — nema með
himinháum útflutnings-
bótum.
Þessvegna er illt i efni,
ef búvaran heldur ekki
markaðshlutdeild sinni
innanlands. En þar hefur
verulega á skort."
í lok viðtalsins segir
Haukur:
„Vissulega em vanda-
málin mörg, hvert sem
litið er. En við eigum
gott og sérstætt land sem
hægt er að nýta á
margvíslegan hátt. Með
breyttri landnýtingu . og
breyttum og hagkvæm-
ari búháttum eigum við
góða möguleika á að
snúa vöra i sókn. Til þess
að það megi takast verða
bændur að sjá sér hag i
að vera með eðlilega
samvinnu og sameigin-
legar afurðastöðvar til
að fá sem mesta hagræð-
ingu í kerfið. Við stefn-
um að því að flytja sem
allra minnst út næstu ár
og aðlaga okkur innan-
landsmarkaði i hefð-
bundnu greinunum.
Hinar verðum við að
byggja markvisst upp á
sem skemmstum tima.
Við verðum að nota
tímann og fjármagnið
vel.“
EFTIRLAUNASJ ÓÐTR VIB:
11 - 11,5%
ávöxtun umfram verðbólgu
Nýtt ár með nýjum og góðum venjum!
□ Eftirlaunasjóðir VIB eru verðbréf í eigu einstaklinga skráð á
verðbréfareikning á nafn hvers eiganda.
□ Eftirlaunasjóðir VIB eru alveg óbundnir en þeir eru ávaxtaðir
eins vel og frekast er unnt án þess að taka of mikla áhættu.
□ Flestir greiða mánaðarlega í eftirlaunasjóð sinn. VIB sér um að
senda gíróseðla eða minna á reglulegar greiðslur með öðrunt hætti.
□ Síminn að Ármúla 7 er 68 15 30. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður
B., Vilborg og Þórólfur gefa allar nánari upplýsingar.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR tÐNAÐARBANKANS HF
Armula 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30