Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
Kenýa:
Thatcher og Moi
ræddu refsiaðgerð-
ir gegn S-Afríku
Nairobi, Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, kom til Kenýa
á mánudag og ræddi i gær við
Daniel Arap Moi, forseta Kenýa,
um helstu hagsmunamál Kenýa
og Afríku. Viðræðurnar voru vin-
samlegar en þó greindi leiðtogana
á um efnahagslegar refsiaðgerðir
gegn Suður-Afríku, sem Thatcher
leggst einarðlega gegn.
Moi, sem kom á sáttum í landa-
mæradeilu Kenýa við Uganda fyrir
viku, styður efnahagslegar refsiað-
gerðir til að knýja stjóm Suður-
Afríku til að breyta kynþáttastefnu
sinni. Thatcher hélt því hins vegar
fram að breytingar ættu sér þegar
stað í Suður-Afríku og viðhalda
þyrfti sambandi við Suður-Afríku til
að geta haft áhrif á stjóm Suður-
Afríku. Haft er eftir talsmanni
Thatchers að leiðtogamir séu ekki
ósammála um markmiðið, að .koma
eigi í veg fyrir kynþáttaaðskilnaðinn,
en þá hafi greint á um aðferðir til
að ná þessu markmiði fram. Thatc-
her hafí ennfremur sagst vera
umhugað að leiðtogi svartra þjóðem-
issinna í Suður-Afríku verði leystur
úr haldi sem fyrst og hún hafí ekki
útilokað að hún færi í heimsókn til
Suður-Afríku ef það gæti orðið að
gagni. Slíka heimsókn teldi hún þó
ótímabæra nú. Að sögn talsmannsins
virtist Moi ekki vera mótfallinn slíkri
heimsókn.
Sendimenn Breta sögðu að við-
ræðumar hefðu verið mjög vingjam-
legar og árangursríkar. Embættis-
menn frá Kenýa sögðu að
leiðtogamir hefðu athugað leiðir til
að auka samvinnu landanna tveggja.
Eftir viðræðumar lagði Thatcher
blómsveig að leiði Jamo Kenyatta,
fyrsta forseta Kenýa, og að leiðum
Rúmenía:
Prestí hót-
að lífláti
Vín, Reuter.
RÚMENSKA leyniþjónustan hót-
aði að myrða baptista-prest fyrir
að gagnrýna yfirvöld.
Að sögn Kathpress, trúarlegrar
austurrískrar fréttastofu, handtók
rúmenska lögreglan prestinn, Paul
Negrut, 30. desember síðastliðinn.
Honum var hótað lífláti ef hann
hætti ekki að gagnrýna yfírvöld í
predikunum sínum.
Prestinum var sagt að hans biðu
sömu örlög og pólska prestsins Popi-
eluszko, sem myrtur var af pólsku
öryggislögreglunni.
Lögregla í Rúmeníu hefur að und-
anfömu hert aðgerðir vegna gagn-
rýni á stjóm landsins eftir að efnt
var til mótmæla í borginni Brasov í
nóvember.
Varsjárbandalagið:
Vilja koma í veg fyrir endur-
nýjun kjamorkuflugskeyta
Austur-Berlín, Brussel, Bonn, Reuter.
ERICH Honecker, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, hefiu-
skýrt Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, frá því fyrir hönd
ríkja Varsjárbandalagsins að þau séu reiðubúin til að endumýja ekki
hluta af skammdrægum flugskeytum með kjamorkuhleðslum í eigu
ríkjanna gegn þvi að ríki Atlantshafsbandalagsins falli frá svipuðum
áformum. Austur-þýska fréttastofan ADN skýrði frá þessu á mánudag
og sagði Honecker hafa komið þessari tillögu á framfæri í bréfi til
Kohls í síðasta mánuði. Afvopnunarsáttmáli risaveldanna sem undirrit-
aður var í Washington í síðasta mánuði tekur ekki til svonefndra
vígvallarvopna með kjamorkuhleðslum. Kristilegir demókratar, flokks-
menn Kohls kanslara, fögnuðu tillögu þessari í gær en embættismenn
á vegum NATO kváðust tejja að henni væri fyrst og fremst ætlað að
reka fleyg milli Vestur-Þjóðvera og annarra ríkja bandalagsins.
Samkvæmt frásögn fréttastofunn- lögð á vigvallarvopn, einkum flug-
ar sagði Honecker að unnt væri að
vinna að jöfnuði I herafla risaveld-
anna með frekari afvopnunarsamn-
ingum ef ríki Atlantshafsbandalags-
ins væru reiðubúin til að falla frá
áformum um að endumýja þennan
hluta heraflans. Honecker ítrekaði
einnig í bréfínu að Austur-Þjóðveijar
legðu kapp á að samið yrði um fækk-
un þessara vopna þar eð þau ógnuðu
þýsku rílqunum tveimur fyrst og
fremst.
Svonefnd vígvallarvopn eru vopn
með kjamorkuhleðslum og geta eld-
flaugar, sem heyra undir þessa
skilgreiningu, dregið allt að 500 kíló-
metra. Samkvæmt frásögn ADN
miðuðust tillögur Honeckers ein-
göngu við eldflaugar. Kjamorku-
hleðslum má hins vegar einnig koma
fyrir í annars konar vígvallarvopnum
svo sem stórskotaliðsbyssum og flug-
vélum. Að undanfömu hafa ríki
Atlantshafsbandalagsins rætt hvem-
ig mæta beri miklum yfirburðum
Sovétríkjanna á sviði hins hefð-
bundna herafla í ljósi þéss að risa-
veldin hafa náð samkomulagi um að
eyða öllum meðaldrægum og
skammdrægum kjamorkuvopnum á
landi. Bandaríkjamenn og Bretar
hafa mælt með því að áhersla verði
um hefðbundna herafla.
Embættismenn innan Atlantshafs-
bandalagsins kváðust enn ekki hafa
fengið afrit af bréfí Honeckers en
þeim þótti sýnt að með þessu vildu
ríki Varsjárbandalagsins færa sér í
nyt ágreining Vestur-Þjóðveija og
annarra ríkja NATO um hvort fækk-
un skammdrægra kjarnorkuflug-
skeyta eða niðurskurður hins
hefðbundna herafla eigi að njóta for-
gangs í afvopnunarviðræðum.
skeyti, og var raunar ákveðið á
síðasta fundi kjamorkuáætlana-
nefndar NATO að kanna hvaða
möguleikar væm fyrir hendi i þeim
efnum.
Að sögn austur-þýsku fréttastof-
unnar kvaðst Honecker vera hlynnt-
ur því að viðræður um niðurskurð
hins hefðbundna herafla og um önn-
ur þau atriði sem stuðlað gætu að
traustari samskiptum austurs og
vesturs hæfust sem fyrst. Varaði
hann við því að efnavopn yrðu stað-
sett í Vestur-Þýskalandi og sagði að
það kynni að leiða til þess að viðræð-
ur um bann við framleiðslu þess
háttar vopna færu út um þúfur.
Alfred Öregger, formaður þing-
flokks kristilegra demókrata í
Vestur-Þýskalandi, fagnaði tillögu
Honeckers í gær og sagði að Vestur-
tjóðveijum væri umhugað um að
samið yrði um fækkun þessara
vopna. I máli hans kom fram að
Sovétmenn eiga fímmtan sinnum
fleiri skammdræg kjamorkuflug-
skeyti en aðildarríki NATO. Sagði
Dregger flokksbræður sína vera ein-
dregið þeirrar skoðunar að fækka
bæri skeytum þessum niður í þann
Ijölda sem væri nægjanlegur til þess
að fæla stórveldin frá árás með hin-
Strauss hrífst
af Gorbatsjov
FRANZ Josef Strauss leiðtogi kristilegra sósíalista í Bæjaralandi
skipti aldeilis um skoðun á Sovétríkjunum við heimsókn sina þangað
á dögunum. Vesturlönd „þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af
árásargimi stjórnvalda" í Moskvu, sagði Strauss meðal annars.
Síðasta ár og siðustu vikur byrjaði heimurinn að breytast. Striðsguð-
inn Mars má víkja og Merkúr viðskiptaguðinn kemur í hans stað,
bætti Strauss við.
Ef einhver Vestur-Þjóðveiji hefur
undanfama áratugi varað við
„rauðu hættunni" þá er það Franz
Josef Strauss. Þýskir blaðamenn
vitna gjaman í ummæli Strauss
enda oft hin hnyttilegustu, krydduð
latínu enda er hann lærður í fom-
fræðum. Hann hefur verið óþreyt-
andi að telja um fyrir þeim sem
viljað hafa sína Sovétmönnum lin-
kind: „Þeir sem dást að Brezhnev
hér um slóðir hafa minna vit í kollin-
um en Reagan hefur í sitjandan-
um,“ sagði Strauss í viðtali árið
1981.
En nú er annað hljóð í strokkn-
um. Strauss flaug sjálfur vél sinni
til Moskvu. Á þriðjudag í síðustu
viku biðu hans herlegar móttökur
í Kreml og Gorbatsjov heilsaði hon-
um með orðunum: „Gleður mig að
kjmnast yður.“ Þetta var í fyrsta
skipti sem Strauss kom til Sov-
étríkjanna og sagði hann að stærsta
stund lífs síns hefði verið að kom-
ast á forsíðu Prövdu málgagns
kommúnistaflokksins. Kannski
meira í gríni en alvöru en bar vott
um kurteisi heimsmannsins.
Eftir tvær og hálfa klukkustund
á fundi með Gorbatsjov var ljóst
að Strauss hafði „fallið fyrir“ per-
sónutöfrum flokksforingjans eins
og svo margir vestrænir leiðtogar
á undan honum. Strauss átti vart
hermanna Breska samveldisins áður
en hún heimsótti iðnfræðslumiðstöð
í sveitahéraði fyrir sunnan Nairobi.
Þá skoðaði Thatcher teverksmiðju
og ræddi við tebændur áður en hún
sneri aftur til Nairobi, þar sem Moi
hélt opinbera veislu henni til heiðurs.
Fagurlega klæddar konur af
Massai-ættflokknum færa
Thatcher forsætisráðherra háls-
festi með upphafsstöfunum
hennar.
Reuter
jAZZBáLLETTFVW*
7 ÁRAOG ELDRI
S87701 og1
tNGJATEIG 1
við Sigtúnsreit
LÆRA
AÐ DANSA HJÁ
OKKUR