Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
35
Minning:
Þórdís Magnúsdóttir
Fædd 6. september 1905
Dáin 28. desember 1987
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr et sama.
En orðstírr
deyr aldrigi,
hveims sér góðan getr.
Þórdís Magnúsdóttir, húsfreyja
að Bollagötu 2, lést að kvöldi hins
28. desember sl. eftir fimm mánaða
stranga sjúkdómslegu. Hún verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju í
dag, á þrettánda degi jóla.
Við fráfall góðs vinar leita minn-
ingamar á hugann og þær á ég
margar og ljúfar um Þórdísi eftir
liðlega fjörutíu ára kynni. Fundum
okkar bar fyrst saman, þegar ég
lítil telpa kom í heimsókn til ömmu-
systur minnar, Guðrúnar og manns
hennar, Sigurðar E. Hlíðar, yfir-
dýralæknis. Þau hjónin voru svo
lánsöm að fá leigða íbúð hjá heið-
urshjónunum Þórdísi og Runólfi
Jónssyni, pípulagningameistara, að
Bollagötu 2, þegar þau fluttust
búferlum frá Akureyri til
Reykjavíkur árið 1943. Þar bjuggu
þau það sem eftir var ævinnar eða
um tuttugu ára skeið. Ég hygg það
sé einsdæmi hversu umhyggjusöm,
hjálpleg og hlý þau hjónin, Þórdís
og Runólfur, voru í garð leigjenda
sinna. Þar eð ég og foreldrar mínir
vomm tíðir gestir á heimili ömmu-
systur minnar fór ekki hjá því að
við kynntumst Dísu í Bolló, eins og
við kölluðum Þórdísi, því hun leit
oft við á neðri hæðinni hjá ömmu-
systur minni, var þá að færa henni
einhveijar góðgerðir eða að bjóðast
til að liðsinna henni á einhvem
hátt. Frá þeim tíma og fram á þenn-
an dag hefur ríkt mikil og traust
vinátta milli fjölskyldu minnar og
fjölskyldunnar í Bollagötu.
Ég held ég megi segja að mínar
fyrstu tilfinningar í garð Dísu hafi
verið matarást. Ég stóð mig einatt
að því að laumast út í Bollagötu
um matarleytið á virkum degi í von
um að mér yrði boðið að fá mér
bita, því að öllum öðrum ólöstuðum
fannst mér enginn búa til þvflíkan
mat og Dísa, skoðun sem ekkert
hefur breyst síðan. Ekki fór ég er-
indisleysu til hennar í þeim efnum
þá fremur en öðrum síðar á lífsleið-
inni. Södd og sæl kvaddi ég hverju
sinni, eins og raunar ætíð, því höfð-
ingsskapur og gestrisni var aðals-
merki þeirra hjóna.
Á fögru heimili þeirra var ávallt
mjög gestkvæmt. Ég man glöggt
eftir fyrstu veislunni sem mér var
boðið til með foreldrum mínum, en
það var skírnarveisla Brynju Dísar,
dóttur þeirra. Mikil var hamingja
þeirra og gleði þegar þeim fæddist
dóttirin. Veislan stendur mér fyrir
hugskotssjónum sem mikið ævin-
týri.
Við Jónas áttum því láni að fagna
sumarið 1962 að ferðast frá Kaup-
mannahöfn, þar sem við vorum
búsett þá, suður um Rínardalinn til
Lúxemborgar með Þórdísi, Runólfi
og Brynju. Ferðin var farin í tilefni
af fermingu Brynju. Skiptust þeir
Runólfur og Jónas á að aka bíl
þeirra hjóna. Ekki var laust við að
okkur konunum þættu þeir aka
helst til greitt á hraðbrautunum,
sátum fölar og máttum vart mæla
milli áningarstaða. Síðar rifjuðum
við oft upp spaugileg og skemmtileg
atvik úr þessari ferð sem var okkur
hjónum til mikillar ánægju.
Þórdís var frábær húsmóðir,
skörungur til allra verka og mikil
búkona. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að fljóta með við
„haustverkin“ í Bollagötu um nokk-
urra ára skeið. Sigurður, yfirdýra-
læknir, valdi árvals lambaskrokka
frá Óspakseyri fyrir heimili þeirra
og okkar, meðan hans naut við,
ekkert annað kjöt kom til greina.
Þetta voru vænir skrokkar, síðumar
þverhandarþykkar. Síðan var hafist
handa og það var mikið um að vera
í bílskúrnum í Bollagötu á þessum
stjömubjörtu haustkvöldum. Kjötið
var sagað, hoggið, búið um það til
frystingar og saltað í kvartil. Ekk-
ert saltkjöt jafnaðist á við saltkjöt,
saltað að hætti Dísu. Að þessu
loknu var tekið til við rúllupylsu-
gerð uppi í eldhúsi. Þá var oft glatt
á hjalla og unnið hörðum höndum
fram á nótt. Ekki var minna um
að vera þegar slátrið var tekið, en
í þá daga þurfti að fara með alls
kyns brúsa og flát til þess að ná í
slátrið lengst austur í bæ og standa
þar í biðröð í kuldanum. Við lögðum
jrfirleitt upp í bítið. Runólfur lét
ekki sitt eftir liggja, ók okkur þang-
að og aðstoðaði á alla lund.- Ég man
að Dísu fannst nú yfirleitt að sviðin
sem fylgdu væru óttalegir kattar-
hausar. En ekki þýddi að fást um
það. Við létum hendur standa fram
úr ermum í eldhúsinu, þegar í Bolla-
götuna var komið. Dísa blandaði,
kryddaði, hrærði og tróð í af mikl-
um dugnaði eins og henni einni var
lagið og úr varð alltaf frábært slát-
ur.
Þórdís var fínleg kona, íturvaxin
og góðum gáfum gædd. Hún var
kvik á fæti og bar sig einkar vel.
Stálminnug var hún og fjölfróð og
því var afar skemmtilegt á góðri
stund að spjalla við hana um liðna
tíð, ekki síst bernsku hennar og
uppvaxtarár. Hún lét sig þjóðmálin
miklu varða, fylgdist vel með at-
burðum líðandi stundar og tók alltaf
ákveðna afstöðu til mála.
Ég og fjölskylda mín höfum ætíð
dáðst að því hversu heilsteypt
Þórdís var og raungóð. Við kunnum
henni hugheilar þakkir fyri'r tryggð
hennar og vináttu í áratugi. Megi
góður Guð blessa hana og varðveita.
Ég og fjölskylda mín færum
bömum, tengdabörnum og barna-
bömum hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ásthildur Erlingsdóttir
Þegar hjónin Þórdís og Runólfur
fluttu í nýbyggt hús sitt, á Bolla-
götu 2 árið 1943 vom foreldrar
mínir fyrstu leigjendur þeirra. Þau
leigðu þar fyrstu hæðina í tæp 20
ár. *
Með hjónunum á 1. og 2. hæð
tókst vinátta er óx með ámnum og
var órofin til hinstu stundar.
Ég kom heim að loknu námi er-
lendis í stríðslok 1945 og var ég
sjálfsagður gestur þeirra æ síðan.
Arið 1963 flutti ég heim frá útlönd-
um og settist að í Reykjavík.
Allt frá þeirri stundu tókum við
við vináttu foreldra minna og hélst
hún til hinstu stundar.
Það var mikils virði að eiga vin-
áttu Þórdísar og Runólfs. Á heimili
þeirra var reisn og höfðingsskapur
og oft var ég leystur út með gjöfum.
Þórdís var mikil húsmóðir og þau
hjón vom samhent í höfðingsskap
í hverskyns mannfagnaði.
Runólfur Iést í nóvember 1985
og Þórdís nú tveimur ámm síðar.
Þórdis var vinur vina sinna alla
stund. Við, sem eftir stöndum,
minnumst vináttu hennar nú þegar
hún hverfur yfir móðuna miklu.
Við þökkum elsku Þórdísi langa
Minning:
Sigríður Hannesdóttir
Fædd 14. júní 1905
Dáin 29. desember 1987
í dag kl. 15.00 er minningarguðs-
þjónusta um Sigríði Hannesdóttur
í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Sigga, en svo var hún alltaf köll-
uð á meðal vina og ættingja,
fæddist í Stykkishólmi og ólst þar
upp í 5 systkina hópi.
Foreldrar hennar vom Jóhanna
Þómnn Jónasdóttir frá Helgafelli
og Hannes Kristján Andrésson skip-
stjóri frá Búðanesi við Stykkishólm.
Aðeins 7 ára gömul missti Sigga
móður og 7 ámm síðar dó faðir
hennar við skipstjóm á Portlandinu,
er gert var út frá Þingeyri. Hannes
var einn af fyrstu skipstjómarlærð-
um mönnum á Islandi, þ.e.a.s. með
íslenskt próf og framhaldsnám úr
sjómannaskóla í Danmörku. Um-
skiptin í lífi þeirra systkina urðu
því mikil við missi foreldranna.
Vinir og ættingjar buðu bömun-
um heimili, en snemma lærðu þau
að vinna fyrir sér og fóm út í at-
vinnulífið.
Sigga frænka kom til Reykjavík-
ur 1922. Hún réð sig í fiskvinnu
og kynntist fljótt óöryggi verkalýðs-
ins.
Hún varð ein af brautryðjendum
í verkakvennafélaginu Framsókn
og vann við hlið Jóhönnu Egils-
dóttur og fleiri framsýnna kvenna
í áraraðir. Um tíma sat hún í mið-
stjóm Alþýðusambands íslands. Á
lífsskeiði sínu var Sigga ötul félags-
hyggjukona og vildi jafnan hag
fólksins í landinu. Að því takmarki
vann hún alla tíð. Árið 1926 eignað-
ist hún soninn Þóri Jónsson, sem
varð henni mikil lífsgleði. í verka-
lýðsfélagsskapnum kynntist Sigga
eiginmanni síniim, Hannesi Páls-
syni frá Hofi í Öræfum, f. 5. janúar
1906. Þau gengu í hjónaband 1940.
Árið 1942 byggðu þau sér heimili
að Meðalholti 9. Ári seinna eignuð-
ust þau svo dótturina Hafdísi sem
fyllti heimili þeirra hamingju.
Hannes, mann sinn, missti Sigga
1978, þá var hann verkstjóri hjá
Ríkisskip. Seinni árin fann Sigga
til vanheilsu og hlúði Hafdís mjög
vel að móður sinni.
Þau systkinin vom 8, en 3 létust
í æsku.
Þau sem upp komust vom: Gunn-
ar, Alfons, María, Sigríður Gog
Ástríður. Af þeim systkinum em
nú á lífí María móðir mín, sem bjó
ý húsi með Siggu frá 1942, og
Ástríður, sem liggur nú veik á Borg-
arspítalanum.
Ut af þeim systkinum er komin
mannmörg ætt.
Þann 29. desember heimsótti
Sigga Ástríði systur sína á Borg-
arspítalann og las fyrir hana
jólakveðjur til hennar.
Er heim kom lagðist Sigga
frænka til hvflu og sofnaði vært
sínum síðasta blundi.
Við ættingjamir þökkum henni
hjartahlýju og tryggð.
Herdís Jónsdóttir
og trygga vináttu og óskum henni Innilegar samúðarkveðjur send-
góðrar heimkomu. um við börnum og afkomendum.
Far þú í friði Guðbrandur Jóhann og Herder
friður Guðs þig blessi, 1
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Leitum við langt yf ir skammt?
Ættum við að hugsa jafnmikið og við gerum um hungrið
í heiminum og önnur slík mál? Eg sé ekki betur en að hér
á landi sé nóg af fólki sem þarfnist allrar þeirrar aðstoð-
ar sem við getum látið í té.
Já, okkur ber að minnast allra landa sem búa við ýmiss
konar nauðir, sérstaklega þegar fátækt kreppir að. En við
eigum líka að beina sjónum til fólks annars staðar í heimin-
um sem býr við þrengingar. Á þessu ári deyja milljónir manna
eingöngu vegna næringarskorts og hungurs.
Guð lætur sér annt um allan heiminn og hann býðtir okk-
ur að bera umhyggju fyrir öllum jarðarbúum. Þetta kemur
fram í boðun trúarinnar á Krist: „Farið og gjörið allar þjóðir
að lærisveinum.“ (Matt. 28, 19.) En þetta snertir vissulega
líka umhyggjuna fyrir líkamlegum þörfum annarra því að
Guð ber umhyggjuna fyrir manninum öllum, líkama, sál og
anda. Mesta þörf mannsins er andleg því að mannkynið er
glatað og orðið viðskila við Guð, en kærleikur okkar til ann-
arra felur einnig í sér löngun til að bæta úr annarri þörf þeirra.
Eg vona að þú minnist dæmis Jesú. Hann læknaði sjúka
og meittaði hungraða þegar hann starfaði hér á jörðinni,
jafnframt því sem hann boðaði fagnaðarerindið um hjálpræð-
ið. Já, hann varaði lærisveina sína við og kvað þá mundu
verða dæmda fyrir að vanrækja að létta undir með þurfamönn-
um, hvar sém þá væri að fínna:
v „Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er
djöflinum og árum hans. Því hungraður var eg en þér gáfuð
mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að
drekka... það sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu
bræðra minna, það hafíð þér ekki heldur gjört mér.“ (Mátt.
25, 41, 42, 45.)
Bið Guð að gefa þér kærleika til annarra, jafnvel þó að
þeir séu mjög ólíkir þér og að hann hjálpi þér að fínna leiðir
til að styðja þá. Þetta er þáttur í þeirri ábyrgð sem lögð er
okkur á herðar.
En jafnframt því sem þú hugleiðir þetta bið eg þig að leiða
hugann að andlegri þörf sjálfs þín. Fyrsta skréfíð sem þú
þarft að stíga er að biðja Krist að koma inn í líf þitt. Síðan
skaltu fylgja honum dag hvem með því að bera umhyggju
fyrir öðrum.
Við þökkum innilega þeim sem sýndu okkur samúð og veittu
okkur aðstoð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
JÓNU ODDNÝJAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Sérstakar þakkir faerum við hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir mjög góða umönnun.
Haraldur Hálfdánarson,
Móses Guðmundsson,
Njáll Sveinbjörnsson,
Ragnhildur Guðbjörnsdóttir,
Ólafía Guðbjörnsdóttir,
Dóra Guðbjörnsdóttir,
Jón Guðbjörnsson,
Guðlaug Guðbjörnsdóttir,
Gunnar Guðbjörnsson,
Inga Guðbjörnsdóttir,
Svavar Guðbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þórdis Haraldsdóttir,
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför systur
minnar, tengdamóður, ömmu okkar og langömmu,
ARNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR
fyrrv. námsstjóra.
Guðríður Jónsdóttir,
Ingveldur Dagbjartsdóttir,
Arnheiður A. Lindsay,
Gunnar Haraldsson,
Guðrún Haraldsdóttir,
• Haraldur Magnús Haraldsson,
Kristin Haraldsdóttir
og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað í .dag vegna jarðarfarar GUÐBRANDAR
JÓHANNSSONAR.
Fasteignasalan Garður,
Skipholti 5.