Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
Akranes:
Beiðni um gjald-
þrotaskipti Hennes
Bæjarfógetanum á Akranesi
barst í gær beiðni um að sauma-
stofan Hennes hf., sem er dóttur-
fyrirtæki Henson hf. i Reylqavík,
yrði tekin til gjaldþrotaskipta.
„Ákveðið fyrirtæki var að kanna
möguleika á kaupum en þegar það
brást var ekki annað að gera en óska
eftir gjaldþrotaskiptum. Ég hef velt
fyrir mér öllum möguleikum en því
miður hefur enginn þeirra gengið upp
og gjaldþrotabeiðnin er eini raun-
hæfi möguleikinn í stöðunni. En
þetta var vissulega erfið ákvörðun,"
sagði Halldór Einarsson iðnrekandi
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hennes hf. tók til starfa á Akra-
nesi haustið 1984 í nýju húsi, sem
sérbyggt var fyrir starfsemina. Véla-
kostur var allur nýr og hefur
saumastofan verið talin hin glæsileg-
asta á landinu. Starfsmenn voru 30
nú í desember en -voru flestir um 65
talsins.
Saumastofa Henson hf. í
Reykjavík starfar áfram af fullum
krafti að sögn Halldórs Einarssonar.
Prjónastofan Iðunn
hættir framleiðslu
PRJÓNASTOFAN Iðunn hefur
sagt upp nær öllum starfsmönnum
sínum og mun hætta framleiðslu
á ptjónavörum á árinu og breyta
rekstrinum. Um er að ræða tiu
starfsmenn og miðast uppsagnir
þeirra við 1. april.
Njáll Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að meginástæða
uppsagnanna væri að reksturinn
bæri ekki þann ijármagnskostnað,
sem væri við lýði í þjóðfélaginu nú.
Samt væri um að ræða rótgróið fyrir-
tæki með góðan vélakost og mikla
rejmslu af rekstri sem þessum.
45-50% framleiðslunnar hefði verið
selt á 'markað erlendis óg framleiðsl-
an væri orðin of dýr. Eins væri
innflutningur á samkeppnisvörum
mikill og erlend framleiðsla þætti
fínni en sú innlenda.
„Ég er mjög leiður y& því að
þetta skuli ekki geta gengið. Fyrir-
tækið er orðið 54 ára gamalt og þó
við hættum ffamleiðslu þá verður
verslunin rekin áfram. Við munum
þreifa fyrir okkur út þetta ár, en
skammtímalánin voru orðin of mikil
og dæmið of örðugt til þess að það
gengi upp í bili," sagði Njáll ennfrem-
Morgunblaðifl/Sigurour Sigmundsson
JOLINDONSUÐ UT
JÓLABÖLLUNUM fer nú að fækka enda er jóla-
hald á lokastigí og fer siðasti jólasveinninn til
fjalla í dag, á þrettándanum, samkvæmt þjóð-
trúnni. Jólaböllin hafa verið snar þáttur í
jólahaldi íslenskra barna og þessa mynd tók Sig-
urður Sigmundsson, fréttaritari Morgunblaðsins
í Hreppum, á jólaballi þar eystra nýverið.
Söluskattsfrumvarpið samþykkt:
Spurningar
og svör um
staðgreiðslu
STAÐGREIÐSLA skatta
hófst 1. janúar síðastliðinn og
í tilefni af þvi gefur Morgun-
blaðið lesendum sínum kost á
að fá svarað á síðum blaðsins
spurningum sem kunna að
vakna varðandi staðgreiðslu-
kerfið.
Morgunblaðið kemur þeim
spumingum sem berast á fram-
færi við embætti ríkisskatt-
stjóra. Spumingamar og svör
við þeim birtast síðan í blaðinu.
Lesendur geta hringt í síma
Morgunblaðsins 691100 kl.
10-12 árdegis mánudaga til
föstudaga og borið fram spum-
ingar sínar.
Stjórnarliðar deildu um
niðurgreiðslur á matvæli
Eru þær f öst krónutala eða „verðtryggðar“?
FRUMVARP ríkisstjómarinnar
um breytingar á söluskattslög-
gjöfinni var samþykkt á Alþingi
í gær og hafa því öllu tekjuöflun-
arfmmvörp ríkisstjómarinnar
verið samþykkt. Miklar deilur
hafa staðið um þetta fmmvarp á
þingi og þá sér i lagi ákvæði
þess efnis að söluskattur verði
lagður á matvæli. Fjármálaráð-
herra hefur sagt að matvara
muni hækka að meðaltali um 7%
en að þessar breytingar muni
ekki hafa áhrif á framfærslu
meðalfjölskyldu, þar sem aðrar
vörur muni lækka að sama skapi,
m.a. með breyttri tollalöggjöf.
Nokkrar deilur urðu í efri deild,
þegar málið kom þangað til loka-
afgreiðslu, um hvort niður-
greiðslur á matvöra væm föst
krónutala, eins og fjármálaráð-
herra vildi halda fram, eða ættu
að fylgja öðrum breytingum, eins
og þeir Halldór Blöndal og Egill
Jónsson töldu. Einnig var sam-
þykkt sem lög fmmvarp um
flutning Útflutningsráðs og út-
gáfu útflutningsleyfa frá við-
skipta- til utanríkisráðuneytis.
Stjómarandstæðingar fluttu
nokkrar breytingartillögur við
frumvarpið, m.a. þess efnis matvara
yrði undanþegin söluskatti, en þær
voru felldar. Hreggviður Jónsson,
Borgaraflokki, flutti breytingartil-
lögu þess efnis að felldur yrði niður
söluskattur af varahlutum o.fl. í
skip. Fjármálaráðherra sagði þessa
tillögu vera á misskilningi byggða.
í frumvarpinu væri óbreytt orðalag
frá núverandi lögum og hefði íjár-
málaráðherra heimild til þess að
undanþiggja þessar vörur sölu-
skatti. Þrír þingmenn stjómarliðs-
ins greiddu bó atkvæði með
tillögunni, þau Ólafur Þ. Þórðarson,
Guðmundur G. Þórarinsson og
Ragnhildur Helgadóttir. Guðni
Ágústsson sat hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Neðri deild breytti ákvæðum lag-
anna um gildistöku, en samkvæmt
frumvarpinu áttu þau að taka gildi
1. janúar þessa árs. Þar sem ekki
tókst að afgreiða frumvarpið sem
lög fyrir áramót var gildistöku-
ákvæðinu breytt í „þegar í stað“.
Vegna þessarar breytingar þurfti
frumvarpið að fara til efri deildar
á ný til einnar umræðu. Svavar
Gestsson spurði þar fjármálaráð-
herra hvort fjárhæðir þær sem
ætlaðar væm til niðurgreiðslu á
vömverði væm verðtryggðar. Jón
Baldvin Hannibalsson, ijármálaráð-
herra, sagði upphæðina í Qárlögum
vera fasta krónutölu. Halldór
Blöndal, formaður íjárhags- og við-
skiptanefndar, sagðist ekki áður
hafa heyrt að þessar ljárhæðir ættu
að vera föst krónutala. Hann hefði
ávallt talið að þær myndu breytast
ef forsendur þeirra breyttust. Það
væri ekki víst að allir þingmenn
stjómarinnar yrðu hrifnir af þessum
upplýsingum. Stuðningur hans við
fmmvarpið hefði m.a. verið bundinn
við það að þessar tölur hækkuðu í
takt við aðrar breytingar.
Egill Jónsson sagði að í nefndar-
áliti meirihluta landbúnaðamefndar
efri deildar vegna frumvarps um
framleiðslu og sölu á búvömm væri
það skjalfest hvemig niðurgreiðsl-
um yrði háttað á þessu ári, en um
það hefði náðst samkomulag milli
ijármálaráðuneytis og landbúnað-
arráðuneytis. Taldi hann ljóst að
þær ættu að fylgja öðmm verð-
breytingum.
Mikil aukning spamaðar:
í dag
Innlánsaukningin nær 36%
Merki um góðæri segja bankastjórar
MIKIL aukning varð á innlánum
viðskiptabankanna og stærstu
sparisjóðanna á árinu sem leið,
og jukust heildarinnlán um ná-
lægt 36%, eða mun meira en
lánskjaravísitala, sem hækkaði á
sama tíma um 22,3%.
Af bönkunum var aukningin
mest hjá Búnaðarbankanum, en
þar jukust innlán um 41,7%, en
hjá Sparisjóði vélstjóra jukust
innlán enn meira, eða um 46,7%.
Innlánaaukningin hjá öðmm
bönkum og sparisjóðum á síðasta
ári er á bilinu 28-39%, samkvæmt
bráðabirgðatölum.
Aukningin á innlánum bankanna
á árinu 1987 var sem hér segir:
Búnaðarbankinn 41,7%; Útvegs-
bankinn 37,0%; Landsbankinn
36,6%; Alþýðubankinn og Iðnaðar-
bankinn með um 36%; Samvinnu-
bankinn með um 32% og
Verzlunarbankinn með um 28%.
Samsvarandi tölur fyrir sex stærstu
sparisjóðina eru sem hér segir:
Sparisjóður vélstjóra 46,7%;
SPRON 38,8%; Sparisjóður Hafnar-
ijarðar 38,6%; Sparisjóður Mýra-
sýslu 38,3%, Sparisjóður Kópavogs
37,6% og Sparisjóður Keflavíkur
29,6%.
Meiri aukning varð á innlánum
Búnaðarbankans á Reykjavíkur-
svæðinu en á landsbyggðinni, að
sögn Jóns Adolfs Guðjónssonar,
bankastjóra Búnaðarbankans, en
alls voru innlán Búnaðarbankans
árið 1987 kr. 13.425 milljónir, sem
er aukning um 3.950 milljónir frá
árinu áður. Jón Adolf taldi ástæð-
una fyrir innlánaaukningunni
einkum vera þá að góðærið í landinu
skilaði sér inn í bankakerfíð, en
hækkandi vextir og góð kjör á inn-
lánsreikningum hjá Búnaðarbank-
anum væru einnig orsakir fyrir
hinni miklu innlánsaukningu bank-
ans.
Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs-
stjóri hjá Sparisjóði vélstjóra, sagði
að sparisjóðurinn hefði verið í mik-
illi sókn úndanfarin ár, t.d. hefði
innlánsaukningin verið 54% I fyrra,
en Sparisjóðurinn nyti einnig góð-
ærisins í landinu. Innlán hefðu
aukist frá árinu 1984, og þessi þró-
un væri enn athyglisverðari fyrir
þá sök að jafnframt þessu hefðu
kaup á verðbréfum aukist, þannig
að það væri ljóst að spamaður hefði
aukist mjög mikið þrátt fyrir alla
eyðsluna.