Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 43 Ólafur var mjög vinnusamur mað- ur, var sívinnandi, og féll ekki verk úr hendi. Vann oft myrkranna á milli og gerði lítinn mun helgra daga og virkra. Hann varð þó aldrei ríkur af veraldlegum auði, enda mikill hluti þeirra verkefna sem hann tók að sér unninn fyrir vini og kunniningja, oft án þess að greiðsla kæmi til. Hjálp- samur var Olafur með afbrigðum og reyndi ávallt að leysa vanda þeirra, sem til hans leituðu. Ég tel mér það mikla gæfu að hafa ungur kynnst Ólafi og notið vináttu hans síðan. Og mikill er söknuður bama, tengda- bama og bamabama sem nú hafa kvatt en eru þó viss um endurfundi fyrir handan rúm og tíma, þar sem grætt er hvert sár og þerrað tár. Ólafur var trúaður maður og unni kirkju og kristni. Hann rækti bæn- ina, og enginn dagur leið án þess hann bæði bænina sem Kristur kenndi, faðirvor. Við lát Ástu, konu Ólafs, sem hann unni mjög, skrifaði systir hans nokkur minningarorð sem enduðu svohljóðandi: „Ásta trúði á uppris- una. Nú hefur hún lagst til svefns og falið sig guði á vald. Þegar hún gengur fyrir skapara sinn mun hún ekki hrósa sér af verkunum sem hún vann á þessari jörð. Hún mun segja eitthvað á þessa leið: Guð, vertu mér syndugri líknsamur." Ég hygg að eins verði þessu varið með Ólaf mann hennar. Ólafur skildi eftir hjá ástvinum sínum margar fagrar og dýrmætar minningar sem munu verða þeim til blessunar á ókomnum árum. Magnús Ó. Schram Þriðjudaginn 5. janúar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Ólafur Haukur Matthías- son fv. bókhaldari, en hann lést 28. desember á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, eftir stutta sjúkdóms- legu. Góðan nágranna og vin vil ég hér kveðja með þessum fátæklegu línum. Ólafur var fæddur 19. mars árið 1898 í Haukadal í Dýrafirði. Hann var sonur hjónanna Marsibil Ólafs- dóttur og Matthíasar Ólafssonar og voru þau systkinin 15 alls. Matthías faðir Ólafs var verslunarstjóri og kennari í Dýrafirði og talinn braut- ryðjandi í skólamálum þar vestra í sinni tíð, auk þess sem hann var um tíma þingmaður V-ísfirðinga. Ólafur naut ekki mikilar menntun- ar umfram þá sem hann öðlaðist hjá föður sínum heima fyrir en dvaldi þó hjá séra Sigtryggi á Núpi við nám í einn eða tvo vetur. Árið 1914 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og stund- aði Ólafur þá ýmis störf. Var m.a. til sjós um tíma. 1918 réðst hann til starfa að Kaupfélaginu í Norðurfirði á Ströndum og var hann þar í nokk- ur ár við ýmis störf allt frá pakk- húspuði til bókhalds, en á þeim tíma voru störfín ekki eins sundurgreind og nú er. Þama við kaupfélagið lærði Ólafur bókfærslu og að færa full- komið bókhald. Sá lærdómur varð honum notadijúgur því bókhald varð hans aðalstarf alla tíð eftir að ver- unni á Ströndum lauk. Starfaði hann lengst sem skrifstofustjóri hjá Sam- ábyrgð íslands, eða í áratugi, en þar fyrir utan annaðist hann bókhald fyrir flölda einstaklinga og fyrir- tæki. Var Ólafur alla tíð virtur bókhaldari, enda fær í greininni og nákvæmur svo af bar. Á árunum á Ströndunum kynntist Ólafur fyrri konu sinni Sigrúnu Guð- mundsdóttur frá Melum í Ámes- hreppi og eignuðust þau tvo syni, Matthías sem nú er látinn og Torfa sem er prentari í Reykjavík. Þau Sigrún slitu samvistum eftir fá ár í hjónabandi. Árið 1934 giftist Ólafur síðari konu sinni Ástu Jósepsdóttur frá Hrísum í Helgafellssveit. Eignuð- ust þau saman tvö böm, Knút, sem er bankastarfsmaður í Varmahlíð og Gunnhildi, sem búsett er (Reykjavík. Ásta Jósepsdóttir lést árið 1961. Skömmu eftir lát konu sinnar, eða árið 1965, fluttist Ólafur norður í Varmahlíð til Knúts, sonar síns og Guðrúnar Oddsdóttur, konu hans, og hjá þeim átti hann sitt heimili alla tíð eftir það, utan vetrarpart sem hann dvaldist á Akranesi. Hjá Knúti og Guðrúnu var gott að vera, þar fann Ólafur skjól og þar leið honum vel. Eftir að Ólafur kom norður í Varmahlíð vann hann fullur starfs- orku við bókhald í mörg ár eða allar götur þar til sjóndepra eða blinda hamlaði, en nú hin síðustu ár var Ólafur því nær alveg blindur. Að öðm leyti var andlegt atgervi í full- komnu lagi allt fram undir síðasta dag, og þótt svo með augum sínum sæi hann ekki ljós dagsins þá var ætíð bjart hið innra. Þar skein ljós sem birtu stafaði af allt í kring um hann, það fundu allir sem Ólafi kynntust. Alla tíð var Ólafur mikill áhuga- maður um hverskonar menningar- starfsemi. Var mikill áhugamaður um leiklist, góður leikari sjálfur og frábær upplesari. Hann hlustaði mik- ið á útvarp eftir að sjónleysið hrakti hann frá skrifborðinu og í gegn um útvarpsfréttir fylgdist hann af eld- móði með gangi þjóðmálanna og fór ekki dult með skoðanir sínar á efna- hagsmálum þjóðarinnar eða öðrum þeim málum sem efst voru á baugi hveiju sinni. Glaðværð og hlýja var einkennandi í fari Ólafs, góðvild og hjálpsemi við alla þá er á hans vegi urðu og voru hjálpar þurfí. Þá var snyrtimennskan alveg einstök. T.d. var hann ætíð klæddur í hvíta skyrtu og með háls- bindi upp á hvem dag. Hann var gleðimaður og félagslyndur. Hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Frá- sagnir hans ógleymanlegar enda jafnan kryddaðar með eftirhermum og gæddar lífi sem fáum einum er fært að gera. Sagði hann gjaman frá veru sinni á Ströndunum. Frá mönnum og mannlífi þar, svo sem það kom honum fyrir sjónir. Ekki síður var unun að hlýða á frásagnir úr bæjarlífí Reykjavíkur hér fyrr á árum. Ólafur var aldrei magnaðri en þegar hann brá sér í gervi stjóm- málaskörunga fyrri ára og ýmsar merkispersónur sem settu svip á bæinn í þá tíð er hann var upp á sitt besta. Nú er lokið langri ævi og hvíldin kærkomin, eða eins og Öm Amarson orðar það í sínu frábæra kvæði: Þá var ég ungur. Er syrtir af nótt til sængur er mál að ganga - sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga... Við, og bömin okkar viljum þakka fyrir kynnin. Þakka fyrir góðvild og hlýju í öllum samskiptum. Við send- um öllum aðstandendum og syrgj- endum hlýjar samúðarkveðjur. Sérstakar kveðjur til Knúts og Guð- rúnar og bama þeirra. Helga og Páll, Varmahlíð Hann Ólafur vinur minn er látinn. Þegar ég fékk þessar fréttir komu þær mér ekki á óvart vegna þeirra veikinda sem hann hafði átt við að stríða sl. mánuði en samt sem áður finnst mér ótrúlegt að hann sé far- inn. Þessi myndarlegi, fallegi og vel gefni maður. Ég kynntist Ólafi fyrir 14 ámm þegar ég var að vinna í söluskálanum í Varmahlíð. Hann sá um bókhald söluskálans en vegna þess hve sjón hans hafði hrakað mikið fórum við að vinna saman, þannig að ég var augun hans, eins og við sögðum. Sumarið eftir var ég bamshafandi og þurfti að hafa hægt um mig og liggja mikið. Þá var það Ólafur sem kom til mín og sat hjá mér. Við spjölluðum saman til að stytta okkur stundir eða þá að ég las úr góðri bók. Með þessari miklu samveru okk- ar mynduðist smám saman sterk vináttubönd milli okkar sem héldust æ síðan. Við höfðum bæði mikla unun af að fara í göngutúra og spjalla saman því það var varla til það málefni sem Óláfur hafði ekki gaman af að tala um. Hann fylgdist vel með málefnum líðandi stundar, hafði unun af söng og leiklist. Yfir- leitt enduðu göngutúramir með því að við fórum inn á eitthvert kaffíhús- ið og fengum okkur skammtinn okkar, þ.e.a.s. kaffi og rúnstykki. Minningin um þennan yndislega mann, sem gaf mér svo mikið af þekkingu sinni og kærleik, mun ylja mér um aldur og ævi og það sem hann gaf mér af gæsku sinni gerir mig ríka í anda, því eitt af því sem ég met mest í lífinu er einlæg vin- átta og það var það sem Olafur heitinn gaf mér. Ég sendi fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur og megi minningin um þennan stórkost- lega og elskulega mann, Ólaf Hauk Matthíasson, ylja okkur um ókomna framtíð. Stína Hanna Frímannsdóttir fáw 'Actsbtm Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS) Nýnámskáð hefast ínæstuviku ALMENN NÁMSKEIÐ - 5 VIKUR Líkamsstaða, göngulag, fótaburður, fata- og litaval, and- lits- og handsnyrting, hárgreiðsla, mataræði, borðsiðir, almenn framkoma o.fl. MÓDEL NÁMSKEIÐ - 7 VIKUR~ Sviðsframkoma, göngulag, hreyfingar, líkamsbeiting, snyrting fyrir svið og Ijósmyndir, hárgreiðsla, fatnaður o.fl. INNRITUN ALLA DAGA FRÁ KL16-22 í SÍMA 38126. # % ‘'KJPN Hjálparsveit skáta Reykjavík Þrettánda flugeklar Opið frá kl. 13-18 í dag í Skátabúðinni við Snorrabraut. 20% afsláttur af öllum vörum. Styðjið okkur - stuðlið að eigin öryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.