Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 Tjóuabílar frá Drammen — Hvað næst? eftirJúlíus Vífil Ingvarsson Hvað ef Boeing-flugvélaverk- smiðjumar gæfu út yfirlýsingu um að tilteknar flugvélar væru hættulegar? Myndi nokkur vilja fljúga með slíkum flugvélum? Myndi nokkurt flugfélag kaupa slíkar vélar? Bílar eru mun hættu- legri og mannskæðari samgöngu- tæki en flugvélar. Engu að síður gætir ótrúlegs tvískinnungs í mál- um er varða umferðaröryggi. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að gæta fyllsta öryggis í umferð- inni þegar þess er kostur. Aftakaveður og flóð í Drammen Þann 16. október var mikið aftakaveður í Noregi. Háflæði, rigning og flóð í ánni Drammen lögðust á eitt að færa í kaf að hluta eða alveg 17.090 bfla sem biðu þess á bökkum Dramsfjarðar að fara á götur Noregs. Reyndar vom á þessum stað u.þ.b. 7.000 óútleystir bílar. Nokkrir bflar fóm á flot og flutu út á sjó. Pleiri, sérstaklega smábílar, fóm á flot og flutu á næstu bfla. Þannig var því farið um Subam Justy. Aber- andi er að bflar fóm mjög mismunandi illa út úr náttúm- hamfömm þessum, þar á meðal bflar sömu gerðar sem stóðu á svipuðum slóðum. Ástæðan er að bflamir stóðu mishátt og mi- snærri sjónum. Framleiðandinn krafð- ist strax að bílarnir yrðu sendir í brotajárn Strax í upphafí var þess krafíst af hálfu framleiðanda Subara, Fuji Heavy Industries, að bflar sem skemmst höfðu í flóðinu yrðu allir eyðilagðir, sendir í brotajám, til þess að tiyggt yrði að þeir yrðu hvergi í heiminum seldir til neyt- enda. Ástæðumar vom fyrst og fremst ófrávíkjanlegar kröfur ffamleiðanda um öryggi og gæði framleiðslu sinnar. Af þessum ástæðum gerði Subara-umboðs- aðilinn í Noregi þær ítrekuðu kröfur til tryggingarfélagsins sem bflana átti að bæta eftir flóðið að bflamir yrðu eyðilagðir eftir að þeir höfðu verið bættir. Þvert ofan í þessi tilmæli undirbjó trygging- arfélagið án vitneskju umboðsins sölu tjónabflanna til amerísks fé- lags sem hagnaðist um gífurlegar fjámpphæðir fyrir það eitt að selja íslenskum fjórmenningum úr Keflavík bflana. Til þess að sýn- ast, að því er virðist, tók trygging- arfélagið það fram í samningi sínum við hinn ameríska aðila að ekki mætti selja bílana til Norður- landa að íslandi undanskildu. Var ísland undanskilið vegna þess að frá því hafði þá þegar verið geng- ið að selja tjónabflana til íslands. Eignarrétturinn færðist yfir til tryggingaf élagsins Tryggingafélagið greiddi Su- bam-tjónabflana að fullu. Það gerir ekkert tryggingarfélag nema það sé fullljóst að varan sé það skemmd að ekki sé hægt að gera við hana og segir það eitt sér sína sögu um ástand bflanna. Vegna þessa hafði eignarrétturinn færst yfír til tiyggingarfélagsins við greiðslu bóta og eftir það var ekki hægt _að hafa stjóm á J)ví hvað um bflana varð. Af sömu sökum var ekki hægt að innkalla bflana. Eignarréttur Mitsubishi-tjóna- bflanna, sem Hekla hf. flutti inn, virðist ekki hafa færst yfír til tryggingarfélagsins eftir greiðslu bóta. Það gefur til kynna að Mitsubishi-tjónabflamir hafí ekki verið bættir að fullu. Hugsanlega hafa Mitsubishi-bflamir staðið á betri stað í Drammen heldur en Subara-tjónabflamir og því ekki eins illa famir. Yfirlýsing frá framleiðanda Þegar ljóst var orðið að tjóna- bflamir myndu flestir vera á leið til íslands sendi framleiðandinn yfírlýsingu til Bifreiðaeftirlitsins T ryggingafélagið greiddi Su'oaru-tjóna- bílana að fullu. Það gerir ekkert trygging- arfélag- nema það sé fullljóst að varan sé það skemmd að ekki sé hægt að gera við hana og segir það eitt sér sína sögu um ástand bílanna. þar sem það er varað við ástandi þeirra og til þess mælst að bflam- ir verði ekki skráðir. Bifreiðaeftirlitið ákvað í fram- haldi af henni og fleiri upplýsing- um að ekki skyldi skrá bflana af öryggisástæðum. Varaði fram- leiðandi sérstaklega við því að gallar af tjóni sem þessu geti kom- ið fram síðar og við ófyrirsjáanleg- ar og hættulegar aðstæður og að útilokað sé að sjá fyrir eða meta gallana. Hverja varðar innflutn- ingur tjónabílanna 1) Fyrst og fremst em það hags- munir allra þeirra sem í umferðinni em. Það em allir Iandsmenn með tölu. 2) Subam-eigendur með nýlega bfla eiga hagsmuna að gæta. Subam er besti endursölubfll landsins. Það er ástæða margra fyrir því að kaupa Subara. Helsta ástæðan fyrir hinu háa endursöluverði em annáluð gæði og ending þess- ara bfla. Hefur þetta marg- sinnis komið fram í könnunum og blaðaviðtölum við bflasala notaðra bíla. Ef svo ólánlega tekst til að tjónabflamir fari á Vetramámskeið hefjast fímmtudaginn 7. janúar 1988. Kennslustadir: Leikfímisalur Laugamesskóla og íþróttahús Seltjarnamess. Fjölbreyttar æfingar Músík Dansspuni Þrekæfingar Slökun Get bætt við nokkrum konunt í byrjen daflokki í Laugamesskólanum Innritun og upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. göturnar hér á landi er hætt við því að hið háa endursölu- verð Subara sé ekki lengur tryggt. Mun Ingvar Helgason hf. gera allt sem í valdi fyrir- tækisins stendur til þess að koma í veg fyrir að endursölu- verð lækki. Bílaumboð hefur skyldum að gegna gagnvart sínum viðskiptavinum og mun Ingvar Helgason standa vörð um þessa hagsmuni viðskipta- manna sinna sem kostur er. Meðal þeirra hluta sem Ingvar Helgason hf. hyggst gera er að auðkenna á tryggan hátt bfla sinna viðskiptavina. 3) Þeir sem hyggja á kaup notaðs bíls í framtíðinni hafa hags- muna að gæta. Þeir em margir en þeir geta staðið uppi vam- arlausir. Bifreiðaeftirlitið neitaði að skrá í skráning- arskírteini Mitsubishi-bflanna að þeir hefðu lent í tjóni. Fari svo að Bifreiðaeftirlitið skrái Subam-bflana munu þeir koma út á hinn almenna markað notaðra bfla og seldir sem bílar innfluttir af umboðinu, enda þótt ljóst sé að þeir munu ekki njóta ábyrgðar umboðsins né heldur þjónustu. 4) Á undanfömum tíu ámm hefur Ingvar Helgason hf. skapað Subam-bflunum nafn og markað hérlendis. Einnig það hefur hagsmuna að gæta hér. Ósannindi og aðdróttanir Því mður hefur maður mátt lesa og heyra- ýmislegt um þetta mál sem ekki er rétt. Mun ég aðeins drepa á það helsta. Yfírlýsing frá framleiðanda Subam-bflanna, Fuji Heavy Ind- ustries, hefur verið afgreidd á þann hátt að hún sé einungis bréf frá umdæmisstjóra Evrópu. Þetta er alrangt. Yfirlýsingar verk- smiðjanna eru reyndar tvær, önnur til Bifreiðaeftirlits ríkis- ins og hin til dómsmálaráð- herra, báðar frá aðalskrifstof- nniim í Japan. Em þær undirritaðar af þar til bæmm mönnum, í æðstu stöðum, og em formlegar yfírlýsingar framleið- anda til áðurgreindra aðila. Sá misskilningur hefur gert vart við sig að það hafí verið hinn lögformlegi innflutningsaðili Su- bam í Noregi, A/S Autoindustri, sem setti þau fáránlegu skilyrði fyrir sölu tjónabflanna að þá mætti ekki flytja inn til Norður- landanna að Islandi undanskyldu. Eins og ég hef komið inn á áður setti A/S Autoindustri fram þá kröfu strax í upphafi, að þegar tjónabílarnir höfðu verið bættir að fullu (þar sem þeir voru ónýtir), yrðu þeir sendir í brotajárn. Þetta kemur m.a. fram í bréfum frá A/S Auto- industri til tryggingarfélagsins strax eftir flóðið og hef ég afrit þeirra bréfa undir höndum. Reynt hefur verið að láta að því liggja að Ingvar Helgason hf. hafí haft áhuga á því að flytja tjónabflana inn. Atvinnurógur af þessu tagi varðar við lög. Ingvar Helgason hf. er lögformlegur innflutningsaðili Subaru og það er með öllu óhugsandi að fyrir- tækið geti farið út í innflutning af þessu tagi þvert ofan í ströng fyrirmæli framleiðanda. Þá ber einnig á það að líta að öll fyrir- tæki sem hafa langtímasjónar- mið að leiðarljósi hugsa fyrst og fremst um sina viðskipta- vini, einnig eftir að sala hefur farið fram. Að flytja inn tjóna- bfla af þessu tagi sem skaða myndi hina einstaklega góðu endursölu Subaru-bfla, og þar með fjár- hagslega eigendur þeirra, hefði aldrei komið til greina. Svo sem búast mátti við hafa innflytjendur tjónabflanna haldið því fram að bflamir séu óskaddað- ir. Tveir þeirra Qórmenninga hafa verið um nokkurt skeið í Noregi að undirbúa útflutninginn þaðan. í frekar mildu frosti í Dramm- en eru tjónabflarnir freðnir fastir, svo mjög, að þá er ekki hægt að hreyfa hjálparlaust úr stað og hafa margir þeirra ver- ið færðir í upphitað hús í þeim tilgangi að þíða og losa fasta hreyfifleti. Þá reyndist nauðsyn- legt að skipta um olíu á sumum gírkössum, drifum og vélum. Burtséð frá því er erfitt að sjá hvemig hægt er að fullyrða að tjónabflar þessir séu lítt eða jafn- vel óskaddaðir með hliðsjón af því sem gerst hefur, þvert á álit fram- leiðanda sem ætti þó að vita þetta best. Því hefur ítrekað verið haldið fram í fjölmiðlum af hálfu innflytj- enda tjónabflanna að verið sé að reyna að skaða þá. Þetta er al- rangt. Fjórmenningunum hafa verið boðnar slíkar féfúlgur að ömggt má telja að þeir hefðu hagnast meira. á því að þiggja boð A/S Autoindustri og Fuji Heavy Industries heldur en að selja tjóna- bflana hér á íslandi. Var það boð upp á 1,7 milljónir dollara fyrir 235 tjónabfla til þess eins að geta eyðilagt bflana. Ástæður fjór- menninganna liggja sennilegast í því að þeir, eins og fram hef- ur komið í fjölmiðlum, hyggja á meiri innflutning af sama tagi. Siikur hugsunarháttur getur leitt til þess að bílarusia- kista framtíðarinnar verði ísland. Að umferðarörygginu slepptu verður svo líka að hafa í huga í þessu sambandi að með tjónabflainnflutningnum skaða fjórmenningamir þúsundir manna fjárhagslega um miklu hærri upp- hæðir heldur en þeir geta reiknað sér í hagnað af sölu tjónabflanna. Saltmagn vatnsins sem bflamir lentu í hefur jafnframt verið til umræðu og lítið úr því gert. Ótoll- afgreiddir bflar í Noregi em geymdir á bökkum eða öllu heldur leimm Dramsijarðar. Um það hefur ekki verið deilt að flóðalda frá sjónum gekk yfír geymslu- svæðið, enda stóð rokið af sjónum á bflana. Samtímis flæddi áin Drammen sem rennur í Drams- Q'örð. Það er því ljóst að stór hluti bíla af ýmsum gerðum sem á Ieirunum stóðu urðu fyr- ir óblönduðum sjó. Aðrir urðu fyrir saltblönduðu vatni sjávarins og árinnar og enn aðrir jafnvel lítt saltblönduðu vatni. Það er því rannsóknarefni hveiju sinni hversu miklu salti hver bfll lenti í. Því miður er það einnig rann- sóknarefni þar sem, að liðnum svo löngum tíma, er erfítt ef ekki úti- lokað að fá óyggjandi niðurstöður. Saltmagn sjávar Dramsfjarðar er 18.500 mg /CL /C og er það svip- að því sem er við strendur íslands. Þáttur Félags íslenskra bifreiðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur tekið mjög ákveðið á þessu máli. FÍB em stór neytendasam- tök sem hafa beitt sér fyrir mörgum hagsmunamálum bfla- eigenda með góðum árangri. Með ábyrgri afstöðu og vinnubrögðum hafa þau áunnið virðingu neyt- enda og stjómvalda. FIB sendi dómsmálaráðherra og Bifreiðaeft- irliti ríkisins bréf þar sem FÍB leggur til að umræddir tjónabflar verði ekki skráðir. Með leyfi FÍB langar mig til þess að enda grein þessa á beinni tilvitnun í bréf FÍB til dómsmálaráðherra, Jóns Sig- urðssonar: „Félag íslenskra bif- reiðaeigenda telur fráleitt að flytja slíka bfla til landsins, ekki síst vegna þess að hér á landi er eng- in skoðunarstöð, sem getur gengið úr skugga um raunvemlegt ástand þeirra. FÍB telur því algera óhæfu að markaðssetja hér á landi bifreiðir, sem ekki em taldar sölu- hæfar í nágrannalöndunum. Því leggur FÍB til, að þeir bflar, sem lentu í sjóflóðunum í Dramm- en, verði ekki skráðir hér á landi." Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Ingvars Helga- sonarhf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.