Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
33
Fjöldi breytingartillagna
við kvótafrumvarpið
Sjávarútvegsnefnd fjórklofin:
Heimildir smábáta rýmkaðar töluvert
Smábátar að veiðum
ÖNNUR umræða um kvótafrum-
varpið hófst í neðri deild klukkan
tvö í gær en henni var frestað
klukkan rúmlega sjö. Meirihluti
sjávarútvegsnefndar, •sem þeir
Olafur G. Einarsson, Kjartan Jó- .
hannsson, _ Alexander Stefánsson
og Guðni Agústsson skipa, leggur
til að frumvarpið verði samþykkt
með breytingum en minnihlutarn-
ir þrir, Matthías Bjarnason,
Hjörleifur Guttormsson og Hregg-
viður Jónsson, leggja allir fram
breytingartillögur við frumvarpið
auk þess sem einstakir þingmenn
munu væntanlega leggja fram
breytingartillögur. Fyrstu um-
ræðu verður framhaldið klukkan
tiu í dag.
Kjartan Jóhannsson (A/Rn) var
framsögumaður meirihluta sjávarút-
vegsnefndar neðri deildar sem leggur
til að frumvarpið verði samþykkt
með nokkrum breytingum.
Meirihlutinn leggur til að heimild
ráðherra til að undanþiggja undir-
málsfisk frá kvóta verði þrengd en
hingað til hefur undirmálsfískur al-
farið fallið utan kvóta. Nefndin teldi
að stefna bæri að því að undirmáls-
fískur teldist að fullu til kvóta en
að nokkum aðlögunartíma þyrfti til
þess.
Kjartan sagði meirihluta nefndar-
innar einnig leggja til breytingar á
þeim kafla laganna er snerti 10.
grein frumvarpsins, þá er fjallar um
smábáta. Meirihlutinn vildi rýmka
heimildir þessara báta nokkuð. Bann-
dögum línu- og handfærabáta er
fækkað á sumar- og haustmánuðum
þannig að banndagar verði sjö í júní
og október eins og verið hefur sl. tvö
ár. Einnig er lagt til að þeim bátum
sem stunda línu- eða handfæraveiðar
verði gefínn kostur á að sæta veiði-
takmörkunum með aflahámarki í
stað banndaga óski þeir þess sjálfír.
Aflahámark þeirra sem það kysu
myndi í þessum tilvikum alfarið
byggjast á eigin reynslu. Loks væri
gert ráð fyrir að allar þær útgerðir
sem hefðu stundað þorskfískveiðar á
árunum 1986-87 á bátum undir sex
tonnum ættu kost á leyfi til slíkra
veiða áfram í stað þess að miðað
væri einungis við þá er leyfí fengu
til netaveiða á árunum 1986 og 1987.
Þorskfísknetaveiði hefði verið leyfís-
bundin frá 10. febrúar til 15. maí
sl. tvö ár og héfði eitthvað verið um
það að menn hefðu eingöngu stundað
netaveiðar utan þess tímabils og því
ekki þurft leyfí. Eðlilegt þætti að
þessir aðilar sætu við sama borð og
hinir sem leyfí hefðu þurft.
Meirihlutinn leggur einnig til að
sá afli sem veiðist frá 1. janúar til
gildistöku laganna verði dreginn frá
kvóta viðkomandi skips.
Kjartan sagði meirihlutann telja
að stórauka bæri eftirlit með veiðum
og vinnslu afla um borð í frystiskip-
um og að stefna bæri að fullnýtingu
afla. Bæri að gera kröfur til þess
að fískiskip, og þá fyrst frystitogar-
ar, kæmu með allan afla að landi
jafnskjótt og forsendur væru til slíks.
Við skipun fulltrúa í endurskoðunar-
nefnd væri rétt að fullt tillit væri
tekið til þingstyrks og að þeir fulltrú-
ar sem tilnefndir væru af þingflokk-
unum störfuðu sjálfstætt innan
nefndarinnar. Nefndin ætti að hefja
störf þegar í stað og skila áfanga-
áliti sem fyrst, helst innan árs. Hún
ætti að fjalla sérstaklega um með
hvaða hætti unnt væri að taka tiliit
til byggðasjónarmiða við stjóm físk-
veiða og úthlutun veiðiheimilda. Loks
teldi meirihlutinn eðlilegt að sjávar-
útvegsráðherra myndi skila árlega
skýrslu til sjávarútvegsnefndar Al-
þingis um störf samráðsnefíidar.
Matthíaa Bjarnason, formaður
sjávarútvegsnefndar, skipar fyrsta
minnihluta sjávarútvegsnefndar.
Matthías sagðist vera íjarri því að
vera talsmaður eða fylgjandi al-
menns kvótakerfis í fískveiðum.
Hann hefði hins vegar áhuga á að
allt yrði gert til að skapa sem víðtæk-
ast samstarf um afgreiðslu þessa
mikilvæga máls á Alþingi. Því hefði
hann verið reiðubúinn til þess að
greiða þessu frumvarpi atkvæði sitt
með því skilyrði að gengið yrði til
móts við skoðanir hans og fjölmargra
annarra varðandi gildistíma laganna,
skýr ákvæði um endurskoðun, veiðar
smábáta, veiðar úthafsrækju, sam-
ráðsnefnd, aðstoð við byggðarlag
þegar hætta væri á byggðaröskun
vegna sölu skips frá byggðarlaginu
o.fl. Þar sem meirihluti nefridarinnar
hefði ekki fallist á þessi sjónarmið
gæti hann ekki átt samleið með hon-
um við afgreiðslu málsins. Hann
flytti því breytingartillögur við frum-
varpið á sérstöku þingskjali og réðu
afdrif þeirra tillagna afstöáu hans
til frumvarpsins í heild.
Það væri skoðun hans að miðstýr-
ingu og skömmtunarkerfí sem verið
hefðu í gildi undanfarin tvö ár hefði
þurft að minnka en ekki bæta við
þau eins og gert væri með frum-
varpinu eftir afgreiðslu þess í efri
deild.
Hjörleifur Guttormsson (Abl/
Al) tók næstur til máls en hann
myndar annan minnihluta sjávarút-
vegsnefndar. Hjörleifur sagðist telja
að með frumvarpinu væru ekki sniðn-
ir augljósir og alvarlegir agnúar af
því stjómkerfí sem í gildi hefði verið
undanfarin ár. Jafnframt væri gripið
til ástæðulausrar ofstjómar varðandi
smábáta.
Meðal agnúa á kerfínu nefndi
Hjörleifur að með fiskveiðistjómun-
inni hefði ekki tekist að ná settum
markmiðum um veiðar úr helstu
nytjastofnum. Einhliða úthlutun
kvóta til fískiskipa hefði reynst mikl-
um annmörkum háð og verð á
fiskiskipum hefði hækkað um nálægt
100% umfram vátryggingarverð-
mæti. Sú verðhækkun væri að
vemlegu leyti til komin vegna þess
að menn væm að komast yfír afla-
kvóta. Engar virkar hömlur væm á
sölu skipa úr heimahöfn sívaxandi
útflutningur á óunnum fiski gæti
valdið hráefnisskorti og raskað at-
vinnu í landi.
Hjörleifur sagði þingmenn Al-
þýðubandalagsins flytja tillögu um
gmndvallarbreytingu á 10. greininni
þar sem gert væri ráð fyrir nánast
óbreyttum ákvæðum um smábáta-
veiðar.
Hjörleifur gagnrýndi einnig stöðu
hafrannsókna og sagði skilning nú-
verandi stjómvalda á rannsóknaþörf
og ráðgjöf í sjávarútvegi vera hörmu-
lega litla og bitna jafnt á veiðum og
vinnslu. Þetta skilningsleysi hefði
m.a. verið staðfest við afgreiðslu
ijárlaga fyrir árið 1988 þar sem
breytingartillögur frá stjómarand-
stöðunni um framlög til þessara
málaflokka hefðu allar verið felldar.
Gildistími laganna taldi þingmað-
urinn að ætti að vera ótiltekinn eins
og algengast væri um lög í landinu.
Sagði hann að eftir fjögurra ára
tilraunir með nýtt stjómkerfí í físk-
veiðum hefði ekki tekist að skapa
sæmilegan frið um þetta þýðingar-
mikla mál. A því væri þó mikil
nauðsyn bæði af hagrænum og fé-
lagslegum ástæðum. Hatrammar
deilur um tilhögun fískveiðistjómun-
ar drægju úr og seinkuðu því átaki,
sem nauðsynlegt væri að gera varð-
andi fískiðnað í landinu og stórbætt
lqör og vinnuaðstæður fískvinnslu-
fólks. Uní þetta mál hefði þurft að
skapa víðtæka samstöðu en ríkis-
stjómin hefði gert vonir um það að
engu. Þvi væru horfur á því að lands-
menn myndu áfram búa við meingall-
að stjórnkerfi í fiskveiðum næstu
þijú árin.
Hreggviður Jónsson (B/Rn),
þriðji minnihluti sjávarútvegsnefnd-
ar, sagði frumvarp það sem nú lægi
fyrir Alþingi vera all sérstætt fyrir
margra hluta sakir. Borgaraflokkur-
inn hefði lagt áherslu á að sjávarfang
það sem lög um stjóm fískveiðar
ættu að ná yfír væri sameign þjóðar-
innar allrar. í því fælist að leitað
væri leiða til að ná aflanum úr greip-
um sjávar með sem arðbærustum
hætti. Þingmenn Borgaraflokksins
væru einhuga um að hafa stjóm á
’sókninni í auðlindir sjávar og það
með sem minnstum höftum. Þeir
væru því í meginatriðum ósammála
skipan mála eins og gert væri ráð
fyrir í frumvarpinu.
Þeir gerðu sér þó grein fyrir því
að meirihluti þingmanna væri á önd-
verðum meiði og því aðeins raunhæft
að reyna að fá lagfærða verstu gall-
ana á frumvarpinu eins og það lægi
fyrir.
Þeir legðu því fram breytingar-
tillögur við frumvarpið sem fælu í
sér að landið yrði gert að einu veiði-
svæði, að sérstök framkvæmdanefnd
færi með stjóm fiskveiða, ásam sjáv-
arútvegsráðherra, að botnfískveiðar
báta minni en 10 brl. verði óbreyttar
frá eldri lögum, að sérstakur dóm-
stóll, fískveiðidómur, fjalli úm þau
atriði laganna sem dæma þarf um
og að gildistími laganna verði ein-
' ungis eitt ár.
Hreggviður sagði að það að beija
frumvarpið í gegnum báðar deildir
Alþingis með forgangshraði og helst
án vinnu í nefndum væri víti til vam-
aðar, þegar svo viðamikið mál og
viðkvæmt væri til umræðu og af-
greiðslu á hinu háa Alþingi. I
meðferð nefnda hefðu verið gerðar
lítilsháttar breytingar sem væm til'"
bóta en langt frá því að vera full-
nægjandi.
Kristín Einarsdóttir, (K/Rvík)
taldi ákvæði fmmvarpsins vera í
mótsögn við fyrstu grein, þar sem
talað væri um að fiskistofnamir
væm sameign þjóðarinnar, enda
væri gert ráð fyrir því að kvóta
væri úthlutað ókeypis til einstaklinga
og fyrirtækja, sem gætu ráðstafað
honum að vild.
Kristín gagnrýndi að hvar sem
gripið væri niður í fmmvarpinu,
væri allt meira og minna sett undir
vald ráðherra. Valdi ráðherra vilja
þær kvennalistakonur dreifa, þar á
meðal til sveitarfélaga, en í tillögum
Kvennálistans er gert ráð fyrir því
að kvóta verði úthlutað til byggðar-
laga, sem aftur úthlutuðu honum til
einstaklinga. Núgildandi lög hafa
haft í för með sér alvarlega byggðar-
öskun, að mati Kristínar, sem taldi
það vemlega gagnrýnivert að at-
vinnutækifæri heilu byggðarlaganna
væm sett í vald einstaklinga.
Um veiðar smábáta sagði Kristín
að 10. gr. væri sama sem ekkert
breytt og væri lendingin undarleg
hjá meirihluta nefndarinnar. Taldi
hún að þeir stjómarsinnar, sem við
fyrstu umræðu hefðu lýst andstöðu
sinni við fmmvarpið, hlytu að vera
það enn sem áður.
Kristín lýsti sig sammála þeirri
skoðun formanns sjávarútvegsnefnd-
ar, að gildistími nýrra laga um
fiskveiðistjómun ætti að vera eitt ár.
Fjármálaráðherra um söluskatt á matvæli:
Matvara mun hækka að meðaltali um 7%
Bætt upp með hliðarráðstöfunum
FRUMVARP stjórnarinnar um
breytingar á lögum um sölu-
skatt var samþykkt í neðri deild
síðdegis i gær. Þriðja umræða
um frumvarpið hófst klukkan
rúmlega 14 á mánudaginn og
lauk henni ekki fyrr en um
hálftólfleytið en atkvæða-
greiðslu var frestað. Við
atkvæðagreiðsluna í gær voru
allar breytingartillögur stjórn-
arandstöðunnar felldar, en þær
gerðu m.a. ráð fyrir því að
ekki yrði lagður söluskattur á
matvæli. Fjármálaráðherra
sagði í umræðum um frum-
varpið að „út í hött“ væri að
tala um matarskatt sem myndi
sliga heimilin. Áætlað væri að
meðaltalshækkun á matvöru
yrði um 7% og væri það bætt
barnafjölskyldum rúmlega upp
með hliðarráðstöfunum.
Ákvæði um gildistöku laganna
var breytt þar sem frumvarpið
gerði ráð fyrir að lögin tækju
gildi 1. janúar. Vegna þessarar
breytingar þurfti frumvarpið
að fara aftur til einnar umræðu
í efri deild. Sú umræða ásamt
atkvæðagreiðslu stóð í tæpa
klukkustund og var söluskatts-
frumvarpið loks samþykkt um
hálffimmleytið.
Hreggviður Jónsson (B/Rn)
sagði að í frumvarpinu væri ekki
gert ráð fyrir undanþágu fyrir
varahluti í tæki í fískiskip sem
og annan búnað. Þarna væri
greinilega um mistök að ræða og
ættu menn að geta náð samstöðu
um að bæta úr því.
Hjörleifur Guttormsson
(Abl/Al) sagði fjármálaráðherra
hafa látið að því liggja að við
værum að feta í fótspor annarra
vestrænna ríkja með þessum
breytingum á skattkerfinu. Annað
hefði verið sýnt fram á, m.a. af
Steingrími J. Sigfússyni, við aðra
umræðu um þetta mál. Öll lönd
Evrópubandalagsins væru með að
mir.nsta , kosti tvö prósentustig
nema Danmörk og væri tveggja
þrepa söluskattur nánast skilyrði
í samræmingartillögum fram-
kvæmdastjómar Evrópubanda-
lagsins.
Kristin Halldórsdóttir (Kvl/
Rn) sagði afleiðingu þessarar
breytingar ekki bara vera að
þyngja byrðar heimilanna heldur
væri líka verið að blása á glæður
verðbólgu og storka samtökum
launafólks. Viðhorf þeirra aðila
sem hefðu verið kallaðir á fund
fjárhags- og viðskiptanefndar af
stjómarandstöðunni hefðu líka
verið nánast öll á þann veg að
verið væri að þyngja byrðar þeirra
sem eyddu mestum hluta tekna
sinna í nauðþurftir og þetta myndi
auka þungann í kröfum fyrir
næstu kjarasamninga.
Steingrímur J. Sigfússon
(Abl/Ne) sagðist ekki hafa hitt
nokkurn mann sem styddi þessar
aðgerðir. Það væri eðlilegt þar
sem þetta væri alveg fráleitt.
Rökin fyrir matarskattinum væm
að hans mati hmnin, þetta hefði
aldrei verið neitt annað en skatta-
gleði.
Stefán Valgeirsson (SJF/Ne)
sagðist hafa áhyggjur af því að
þær upphæðir sem ætlaðar væm
til niðurgreiðslna á matvöm
myndu ekki endast út allt árið.
Hann gagnrýndi einnig vinnu-
brögð í ijárhags- og viðskipta-
nefnd varðandi tekjuöflunarfmm-
vörpin.
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra, sagði Hregg-
við hafa talið að þau mistök hefðu
verið gerð að söluskatt skyldi nú
innheimta af varahlutum í skip
og reyndar flugvélar líka. Þessar
breytingartillögur hans sagði ráð-
herra vera á misskilningi byggðar
þar sem engar breytingar hefðu
verið gerðar frá núverandi lögum
nema hvað flugvélar sem væm
ekki í atvinnurekstri væm ekki
lengur undanþegnar.
Stefán Valgeirsson hefði haft
efasemdir um að fjárhæðir til nið-
urgreiðslu dygðu allt árið og
einnig hefði verið spurt hvort þær
yrðu verðtryggðar. Fjármálaráð-
herra sagði að fjárhæð sú sem
ætluð væri til niðurgreiðslu á
matvælum hefði verið hækkuð
vemlega frá því fjárlagafrum-
varpið var fyrst Jagt fram og
væri nú um að ræða allt í allt
nánast 3 milljarða króna. Áætlað
væri að þetta fé myndi endast út
allt árið miðað við gefnar forsend-
ur en það væri ekki verðtryggt.
Varðandi þá spurningu af
hveiju ekki væm fleiri þrep í sölu-
skattinum sagði Jón Baldvin að
við hefðum reynslu af fleiri þrep-
um og ónýtu söluskattskerfí.
Framkvæmdastjórn EB væri nú
að reyna að koma á tveggja stiga
kerfí sem hún teldi mikla framför
frá núverandi ástandi en í sumum
löndum er allt að sex þrepa virðis-
aukakerfí. Það væm þó litlar líkur
á að þessar breytingar næðust í
gegn þar sem framkvæmdastjóm-
in hefði ekkert framkvæmdavald.
Á öllu hinum Norðurlöndunum
væri hins vegar um að ræða eins
þreps virðisaukakerfi.
Fjármálaráðherra sagði allt tal
um matarskatt sem ætti að sliga
heimilin vera „út í hött“. Áætlað
væri að matvara myndi hækka
um 7% að meðaltali og yrði bama-
fjölskyldum bætt upp með hliðar-
ráðstöfunum.
Varðandi breytingartillögu sem
lögð hefði verið fram af þing-
mönnum Borgaraflokksins þess
efnis að felld yrði úr lögunum
heimild fjármálaráðherra til þess
að undanþiggja sk. afruglara fyr-
ir útsendingar Stöðvar 2 sölu-
skatti sagði ráðherra að ef þessi
heimild yrði nýtt væri það til þess
að mismuna fólki ekki eftir bú-
setu, en nú væri það aðallega fólk
á landsbyggðinni sem ekki hefði
enn keypt slík tæki, og til að fram-
fylgja anda útvarpslaganna, en
þar væri kveðið á um jafnræði
mismunandi rekstraraðila. RÚV
hefði t.d. á sínum tíma fengið
niðurfelld gjöld af öllum sínum
útsendingarbúnaði. Sagði fjár-
málaráðherra að ef öll opinber
gjöld myndu leggjast'á afruglar-
ana myndu þeir kosta allt að
26.000 krónum.