Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR EINAR ÞÓRARINSSON, lést á vistheimilinu Kumbaravogi 4. janúar. Kristín Sæmundsdóttir Þórður Þórðarson, Þórarinn Sæmundsson, Brynja Benediktsdóttir, Reynir Sæmundsson, Þóra Sigurðardóttir og barnabörn.
t Móðir okkar, BRYNDÍS PÁLMADÓTTIR, lést þann 4. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Soffia Steindórsdóttir, Gunnlaugur P. Steindórsson.
t Ástkær eiginmaður minn, JÓNAS HALLGRÍMSSON, Hraunbæ 50, lést i Borgarspítalanum manudaginn 4. janúar. Sigríður Sóley Sveinsdóttir.
t INGIMUNDUR BRYNJÓLFSSON frá Þingeyri lést af slysförum 4. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Alda Einarsdóttir.
t ÓLAFUR HJARTARSON, Grýtubakka 4, lést í Landspitalanum 4. janúar. Guðrún Guðmundsdóttir og börn.
t Elskulegur eiginmaður minn og faöir okkar, JÓN SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Fagrahvammi 8, Hafnarfirði, sem andaðist mánudaginn 28. desember, verður jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.30. Auður Adolfsdóttir, Fjóla Björk Jónsdóttir, Adolf Jónsson.
t Faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, ÓLAFUR H. MATTHÍASSON frá Haukadal i Dýrafirði, lést í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki þann 28. desember sl. jarðarför- in fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 5 þ.m. í kyrrþey að ósk hins látna. Torfi Þ. Ólafsson, Guðrún Kristinsdóttir, Knútur H. Ólafsson, Guðrún Oddsdóttir, Gunnhildur Ól. Schram, Magnús Ó. Schram, Ólafur H. Matthiasson, barnabörn og barnabarnabörn.
t Móðir mín og amma okkar, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Heiðargerði 80, Reykjavík, sem andaðist 30. desember sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 8. janúar kl. 15.00. Nanna T ryggvadóttir, Guðmundur Jónsson, Tryggvi Jónsson.
t GUÐNI SKÚLASON, bifreiðastjóri, Grýtubakka 20, sem andaðist í Borgarspitalanum 29. desember sl. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju 7. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna Herdís Karlsdóttir.
Guðmundur Guð-
laugsson — Minning
Skömmu fyrir jól var til moldar
borinn Guðmundur Guðlaugsson
fyrrum forstjóri Kaffibrennslu KEA
á Akureyri.
Guðmundur fæddist að Dagverð-
amesi 18. í 1904. Hann var ellefta
bam séra Guðlaugs Guðmundsson-
ar, síðast prests að Stað í Stein-
grímsfírði, og konu hans, Margrétar
Jónasdóttur, Guðmundssonar
prests á Staðarhrauni.
Guðmundur ólst upp í foreldra-
húsum á Stað í Steingrímsfírði og
gekk snemma til allrar algengrar
vinnu eins og þá tíðkaðist. Prests-
heimilið á Stað var mannmargt,
bömin mörg eins og fyrr gat og
oftast eitthvert vinnufólk. Einnig
tók séra Guðlaugur jafnan nemend-
ur á vetmm og bjó þá undir
skólagöngu, ýmist í verslunarskóla
eða menntaskóla. Hann bjó son sinn
Guðmund undir nám í Verslunar-
skóla Islands, sem hann |auk ungur
að árum með góðum vitnisburði.
Eftir nám flutti Guðmundur
norður til Akureyrar þar sém hann
hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfírðinga,
KEA. Að nokkrum tíma liðnum tók
hann við starfí sem forstjóri Kaffí-
brennslu KEA.
Guðmundur tók þátt í félagsmál-
um á Akureyri, sat lengi í bæjar-
stjóm og var forseti hennar um
tíma. Hann var einnig formaður
stjórnar Krossanesverksmiðjunnar
•um árabil.
Til Reykjavíkur flutti Guðmund-
ur eftir að hann lét af störfum hjá
Kaffibrennslu KEA vegna heilsu-
brests, þá aldraður maður. í
Reykjavík átti hann heima til
dauðadags.
Guðmundur Guðlaugsson var
gæfumaður í einkalífí sínu. Hann
gekk ungur að eiga Guðríði Aðal-
steinsdóttur og varð hjónaband
þeirra farsælt. Guðríður var í hópi
fyrstu kvenna á Akureyri sem luku
stúdentsprófí frá Menntaskólanum
þar. Hún starfaði á skrifstofu hjá
KEA um tíma sem ung kona. Hún
lést fyrir fáum árum.
Guðmundur og Guðríður eignuð-
ust tvær dætur, Guðbjörgu sem er
meinatæknir að mennt, gift Bimi
Johnsen lækni og eiga þau þijú
böm, tvo syni og eina dóttur.
Margrét heitir yngri dóttir þeirra
Guðmundar og Guðríðar. Hún lauk
háskólaprófí í listfræði og hefur
lagt stund á myndlist og haldið
sýningar hér og erlendis. Margrét
býr í Svíþjóð og er ógift og bamlaus.
Guðmundur var jafnan dagfars-
prúður maður, jafnlyndur en hýr í
bragði. Jafnvel eftir að hann var
orðinn sárveikur á sjúkrahúsi þá
hélt hann jafnaðargeði sínu og lét
að sögn aldrei æðruorð falla, þrátt
fyrir þungbær veikindi.
Sem bam og unglingur hitti ég
Guðmund ömmubróður minn oft á
heimili ömmu minnar Guðrúnar á
Freyjugötu 37 i Reykjavik. Mér er
minnisstætt hvað mér þótti maður-
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
JÓN ÞORVERSSON
fyrrverandi vitavörður,
á Siglunesi,
sem andaöist 29. desember, veröur jarðsettur frá Siglufjarðar
kirkju miðvikudaginn 6. janúar kl. 14.00.
Soffia Jónsdóttir.
Þórður Jónsson,
Margrét Jónsdóttir,
Björn Búi Jónsson,
Snorri Jónsson,
Ásmundur Jónsson,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir,
Guðbjörg Björnsdóttir,
Björgvin Þóroddsson,
Hildur Sverrisdóttir,
Jónbjört Aðalsteinsdóttir,
Björg Brynjólfsdóttir,
Þráinn Gunnarsson,
Páll E. Pálsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA ÞORBERGSDÓTTIR
frá Þingeyri,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 26. desember.
Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk
hinnar látnu.
Auður Elíasdóttir, Kjartan Guðmundsson,
Erna Eliasdóttir, Þorsteinn Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNA JÓNSDÓTTIR
kennari,
Skjólbraut 10,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. janúar kl.
10.30.
Ragnar Ragnarsson,
Ingibjörg Ragnarsdóttir, Ragna Pálsdóttir,
Guðrún Ragnarsdóttir, Árni Björn Jónasson,
Ragna Árnadóttir, Páll Árnason og Jónas Árnason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT FINNSDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi,
áður Haugum, Stafholtstungum,
verður jarðsungin laugardaginn 9. janúar kl. 14.00 frá Stafholts-
kirkju.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Sigurður Þorsteinsson,
Ágúst Þorsteinsson, Guðrún Jóhannsdóttir,
Finnbogi Þorsteinsson,
Ingi Þorsteinsson, Pálfna Guðmundsdóttir,
■ barnabörn og barnabarnabörn.
inn virðulegur í allri framgöngu.
Jafnframt var hann svo ljúfur og
glaður að ég var aldrei feimin við
hann, þó ég væri bara lítil stúlka
en hann forseti bæjarstjómar og
forstjóri fyrir norðan. Ég átti ekki
oft leið um Akureyri meðan Guð-
mundur og Guðríður bjuggu þar,
en það kom þó fyrir. Þá heimsótti
ég Guðmund og Guðríði og var frá-
bærlega vel tekið.
Ommusystur mínar, Jóhanna og
Theódóra, hafa sagt mér margt frá
uppvaxtarárum þeirra systkina.
Theódóra sagði mér að Guðmundur
hafí sem unglingur haft gaman af
að setja saman vísur eins og systk-
ini hans flest. Jónas, elsti bróðirinn,
gérði raunar meira en að setja sam-
an vísur. Hann var skáld og gaf
út margar bækur, "bæði ljóðmæli
og skáldsögur. Kristján, sem var
yngstur af systkinunum, gaf út
ljóðabók áður en hann snéri sér að
lögfræðistörfum og blaðamennsku.
Þessi systkini áttu ekki langt að
sækja hagmælskuna. Margrét móð-
ir þeirra var fljúgandi hagmælt og
Guðlaugur faðir þeirra þótti skáld
gott, svo og móðir hans Guðrún
Guðmundsdóttir sem jafnan dvaldi
á heimili sonar síns og tengdadótt-
ur. Eftir Guðrúnu er vísan:
Margt er kiungur mæðunnar
meira en ungur hyggur.
Einhver drungi ömunar
á mér þungur liggur.
Það er erfítt að veijast því að
drungi ömunar setjist að fólki þegar
horft er á eftir ágætum manni yfír
móðuna miklu, jafnvel þó hann hafí
verið helsjúkur orðinn og aldur-
hniginn. En þetta er lögmál lífsins.
Öll erum við lítil tannhjól í eilífðar-
vélinni.
Með Guðmundi Guðlaugssyni er
genginn góður og gegn maður og
ég votta dætrum hans, tengdasyni
og barnabömum samúð mína vegna
fráfalls hans.
Guðrún Guðlaugsdóttir
Leiðrétting
Með greininni Shakespeare
og „Rómeó og Júlía“, sem birt-
ist hér í blaðinu 31. desember
sl. var tilvitnun í þýðingu eftir
Helga Hálfdanarson. Þar átti
9. ljóðlína að vera: þar sem
ósnortin æskan er að veði’.
Biðst blaðið afsökunar á þeim
mistökum, sem þar urðu í prent-
un.
Blóma- og
w skreytingaþjónusta w
hvert sem tilefnið er. ^*
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Állheimum 74. sími 84200