Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 55 HANDKNATTLEIKUR / WORLD CUP I SVIÞJOÐ Landsllðlð lék gegn Víkingum í æfmgatíma liðsins í gærkvöldi. Indriðason þjálfari Víkings fylgist með. Morgunblaöiö/Bjami Eiriksson Hér svífur Geir Sveinsson inn i teiginn í gær, Ámi HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND Kristján gerði sjö mörk fyrir Gummersbach - en það dugði ekki því Grosswall- stadt sigraði 23:20 í gærkvöldi KRISTJÁN Arason skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach er lið hans tapaði fyrir Grosswallstadt á útivell 23:20 í Bundeslig- unni í handknattleik í gærkvöldi. Þrátt fyrir tapið heldur Gummersbach efsta sæti deildarinnar. Gummersbach var betra liðið í fyrri hálfleik og hafði ávallt frumkvæðið. Grosswallstadt komst í fyrsta skipti yfir rétt fyr- ir leikhlé, 11:10. Leikmenn Gross- wallstadt gerðu síðan út um leikinn á 10 mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik er þeir breyttu stöðunni úr 12:12 í 18:13. Uppselt var á leikinn sem var þokkalega vel spilaður, en mikil barátta framanaf. Með sigrinum heldur Grosswallstadt í vonina um Frá Jóhannilnga Gunnarssyni iÞýskalandi eitt af toppsætunum. Kristján var markahæstur í liði Gummersbach ásamt landsliðs- manninum Rudiger Neitzel með 7 mörk. Martin Schwalb skoraði 7 mörk fyrir Grosswallstadt og Hönnige 5 mörk. Gummersbach er S efsta sæti, Kiel S öðru sæti og Páll Ólafsson og félagar hjá Diisseldorf í þriðja, en þeir geta náð öðru sætinu ef þeir vinna Massenheim í kvöld. Essen leikur S kvöld við Milberts- hofen. Sigurður Sveinsson líklega ekki með SIGURÐUR Sveinsson lands- liðsmaður í handknattleik verður að öllum líkindum ekki með íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsbikarkeppn- inni í Svíþjóð í næstu viku. Hann fær ekki leyfi hjá félags- liði sínu Lemgo. taða okkar S deildinni er mjög slæm og maður skilur stjórnina og þjálfarann vel að vilja ekki gefa leyfi. Við erum $ neðsta sæti og mikil meiðsli hafa hrjáð leikmenn liðsins. Ef við ætlum okkur að hanga í deildinni verðum við að gera betur en hingað til. En það hefði verið gaman að taka þátt f mótinu í Svíþjóð,“ sagði Sigurður Sveinsson í samtali við Morgun- blaðið f gærkvöldi. Landsliðið æfír nú daglega. Það er ljóst að hvorki Kristján Sigmunds- son né Brynjar Kvaran komast í þessa ferð vegna vinnu, þannig að markverðir á mótinu verða væntan- lega Einar Þorvarðarson, Guð- mundur Hrafnkelsson og GSsli Felix Bjamason. Aðrir leikmenn verða að öllum líkindum Þorgils Óttar Mathiesen, Sigurður Gunnarsson, Kristján Arason, Páll Ólafsson, Atli Hilmarsson, Valdimar Grfmsson, Jakob Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Geir Sveinsson, Al- freð Gislason, Karl Þráinsson og JúISus Jónasson. Þá er óljóst hvort Sigurður Sveinsson verður með, sem fyrr segir, en ekki er enn ljóst hver tekur sæti hans 'hópnum. FOLK ■ SJGRÚN Jóhannsdóttir setti nýtt íslandsmet í kúluvarpi telpna (13-14 ára) á innanfélagsmóti KR á dögunum. Sigrún kastaði kúlunni 10.32 m. Gamla metið, sem hún átti sjálf, var 10.01 m. ■ BJARNI Konráðsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Reynis frá Ársskógsströnd í knatt- spymu næsta sumar. Bjarni hefur nýlokið námi við íþróttaháskólann í Köin } Vestur-Þýskalandi. ■ DÓNSKU landsliðsmennimir, sem urðu sigurvegarar S fjögurra þjóða mótinu í handknattleik í Dan- mörku milli jóla og nýárs, fengu kr. 6000 á mann fyrir sigur f mót- inu. ■ V-ÞJÓÐVERJAR eru ákveðnir að undirbúa sig sem -best fyrir Evrópukeppni landsliða í knattspymu, sem verður f V- Þýskalandi f sumar. Þeir hafa boðið Sovétmönnum, Svíum og Argentínumönnum f fjögurra þjóða mót í V-Berlín 31. mars til 2. apríl. Þá leika þeir vináttuleik gegn Sviss 27. apríl í Kaiserslaut- em. ■ CHARUE Nicholas fyrrum landsliðsmaður Skota í knattspymu hefur samþykkt að fara frá Arse- nal til Aberdeen. Kaupverðið var 500 þúsund pund og var gengið endanlega frá kaupunum í gær. Nicholas var settur út úr liði Arse- nal snemma á þessu keppnistímabili og hefur ekki náð að endurheimta sæti sitt aftur. „Ég gat ekki beðið Charlie Nlcholas. verður spilaður í Köln í stað heima- vallar Leverkusen, Ulrich Haber- land-leikvanginum. Ástæðan er sú að Haberland-leikvangurinn tek- ur ekki nema 20 þúsund áhorfendur en Mtingersdorfer-leikvangurinn í Köln tekur 60 þúsund. Bernd Schuster, sem leikur nú með Barc- elona, mun þvf leika á sfnum gamla heimavelli í Köln. ■ JOHAN Cruyff, sem sagði upp starfi sínu sem þjálfari Ajax í fyrra dag, vill koma aftur til félags- ins. Cruyff vill að stjómin bjóði honum að koma aftur. ■ MICK Kennedy, hinn harði leikmaður Portsmouth, var í gær seldur til Bradford fyrir 250 þús- und pund. Kennedy er 27 ára og hefur leikið með Portsmouth síðan 1984, en þá var hann keyptur frá Middlesbrough fyrir 100 þúsund pund. Hann á aðeins tvo landsleiki að baki fyrir íra og voru þeir báðir spilaðir í Reykjavík 1986. Egon Coordos. endalaust eftir að ná sæti mínu í liðinu aftur. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgerð martröð," sagði Nic- holas. Arsenal keypti hann frá Glasgow Celtic fyrir 750 þúsund Sund 1983. I EGON Coordes hefur verið kallaður til starfa sem aðstoðar- þjálfari vestur-þýsku meistaranna Bayern Miinchen. Coordes var aðstoðarmaður Udo Lattek frá 1984 til 1986 en fór síðan til Stuttgart en var rekinn þaðan eft- ir slakt gengi liðsins. Bayem MUnchen er nú í 3. sæti vestur- þýsku deildarinnar, þremur stigum á eftir Werder Bremen sem á einn leik til góða. Þjálfari Bayem, Jupp Heynckes, vill fá Coordes til að- stoðar við að endurheimta efsta sætið er keppnin hefst aftur í febrú- ar. ■ FYRRI leikurinn milli Bayer Leverkusen og Barcelona í und- anúrslitum UEFA-keppninnar IÞROTTAMAÐUR ARSINS Eðvarö Þór Eðvarðsson, sundkappi, var kjörinn fþróttamaður ársins fyrir árið 1986. Hér hampar hann styttunni glæsilegu sem nafnbótinni fylgir. Hver lyftir henni í dag? Kjöri lýst á Hótel Loflleiðum í dag Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir kjöri íþróttamanns ársins 1987 á Hótel Loftleiðum í dag kl. 17.30. Þetta verður í 32. sinn sem þetta kjör fer fram a veg- um Samtaka íþróttafréttamanna. Alls hefur 21 íþróttamaður hlotið útnefningu frá upphafi. Vilhjálmur Einarsson var fyrstur til að hljóta titilinn 1956 og hefur hann unnið hann oftast allra, alls 5 sinnum. — HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Tökum sennilega boðinu frá Japan - segir Jón Hjaltalín, formaður HSÍ „ ALLT bendir til þess að við tökum boði Japana og leikum landsleiki f Japan í mai i tengsl- um við kynningarsýningu um Norðurlöndin," sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formað- ur HSÍ, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Eins og áður hefur verið greint frá buðu Japanir íslenska landsliðinu í handknattleik að leika tvo sýningarleiki við Japan í tengslo um við sýninguna Scandinavia Today og þrjá leiki við félagslið. Boðið var upp á fríar ferðir og uppi- hald fyrir 20 manns. „Leikir á þessum tíma falla vel inn í undir- búninginn fyrir Ólympíuleikana og ég geri fastlega ráð fyrir að við tökum þessu rausnarlega boði,“ sagði Jón Hjaltalín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.