Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
23
Bretland og Þýskaland:
Hoffell SU og Við-
ey RE settu sölumet
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Kaupfélag Hvammsfjarðar í Stykkishólmi hefur nú hætt rekstri.
Stykkishólmur:
Matvöruverslun hættir
MJÖG hátt verð fæst nú fyrir
ferskan fisk á erlendum mörkuð-
um. Tvö íslenzk fiskiskip, Hoffell
SU og Viðey RE seldu í Bret-
landi og Þýzkalandi og fengu
bæði hærra meðalverð í krónum
talið en áður hefur fengizt.
Ástæðan er fyrst og fremst eftir-
spurn umfram framboð.
Hoffellið seldi á -mánudag og
þriðjudag í Hull samtals 165,9 lest-
ir. Heildarverð var 16,2 milljónir
króna, meðalverð 97,60. Talsverður
munur var á verði á fiskinum milli
daga. Á mánudag voru seldar 106,7
lestir fyrir 9,5 milljónir króna, með-
alverð 89,20. Síðari daginn voru
seldar 59,2 lestir að verðmæti 6,7
milljónir króna, meðalverð 112,59.
Skýringin á þessum verðmun er sú,
að fyrri daginn var elzti fiskurinn
seldur, en allt að 20 dagar voru liðn-
ir frá því fyrsti fiskurinn var
veiddur, fyrir jólin. Lítið var af stór-
um þorski í afla Hoffellsins, en
Kópavognr:
Þrettánda-
brenna
og blysf ör
SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar gengst
í kvöld fyrir þrettándabrennu og
blysför sem hefst kl. 20.00 við
íþróttahúsið á Digranesi í Kópa-
vogi. Gengið verður undir
blysum vestur Fífuhvammsveg
að Smáravelli þar sem kveikt
verður í bálkesti.
Við bálið verður kötturinn sleg-
inn úr tunnunni, lúðrasveit leikur
og HSSK setur á loft flugelda.
Skátafélagið Kópar sér um fram-
kvæmdir og eru allir velkomnir.
Fólk er hvatt til að klæðast að
hætti álfa, jólasveina, púka eða
annarra þekktra og óþekktra vætta
sem birtust mönnum þennan dag.
hann fór að meðaltali á 179 krónur
hvert kíló. Meðalverð fyrir þorsk
var 95,08, ýsa fór á 137,90, ufsi á
61,09, karfi á 51,70 og grálúða á
•80,74. Skipstjóri á Hoffellinu er
Högni Skaftason.
Það var íslenzka fyrirtækið Is-
berg, sem sá um sölu fisksins. Pétur
Bjömsson, framkvæmdastjóri þess,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að framboð á fiski í Bretlandi væri
nú mjög lítið enda hefðu heimabát-
ar ekki komizt á sjó að marki vegna
veðurs eftir áramótin. Til dæmis
hefði í gær enginn fiskur verið í
Grimsby og segja mætti að allt
Kirkjuhck, Fljót»hlíð.
NAUTGRIPIR veiktust og einn
drapst nýlega þegar verið var
að hræra upp mykju á bænum
Guðnastöðum í Austur-Landeyj-
um. Mykjan er hrærð upp með
mykjudælu svo hægt sé að bera
hana á tún. .
Þegar Ragnar Guðlaugsson
bóndi á Guðnastöðum vann við
þetta í haughúsi sínu varð honum
litið inn í fjósið og sá þá að ung-
neyti lágu undarlega í lausagöng-
unni og fór að athuga það. Ragnar
sagðist þá hafa séð að einn var
dauður og fimm lágu ósjálfbjarga.
Var þá farið að loftræsta eins og
hægt var og hætt að hræra. Tókst
honum þannig að bjarga þeim sem
veikir voru en þeir sem lengst voru
leiddir gátu ekki staðið upp fyrr en
eftir tvær klukkustundir. Talið er
að kolsýringseitrun hafí valdið og
Bretland bitist um þessa titti, enda
vildu menn gjaman fisk eftir
hátíðasteikumar.
Viðey RE seldi á mánudag 165
lestir, mest karfa í Bremerhaven.
Heildarverð var 12,6 milljónir
króna, meðalverð 76,11. Það er
hæsta meðalverð í krónum talið,
sem fengizt hefur á þessum mark-
aði. Skýring þar, eins og í Bretlandi,
liggur í eftirspurn umfram fram-
boð. Þorskur í afla Viðeyjar fór á
100,17 krónur að meðaltali, ýsa á
111,32, Ufsi á 82,10, og karfí á
73,97. Skipstjóri á Viðey er Ólafur
Örn Jónsson.
má þakka snarræði bóndans að
ekki fór verr. Ekki veit fréttaritari
til að svona óhapp hafi áður orðið
hér á landi.
Stykkishólmi.
ÁKVÖRÐUN hefir verið tekin
um að hætta rekstri matvöru-
verslunar Kaupfélags Hvamms-
fjarðar í Stykkishólmi. í
ágústbyijun sl. árs yfirtók Kaup-
félag Hvammsfjarðar rekstur
matvöru- og byggingarvöru-
verslunar Kaupfélágs Stykkis-
hólms, sem hætti þá rekstri.
Rekstur verslananna hefir verið
í tveirhur gömlum verslunarhúsum
nú í eigu Sambands ísl. samvinnufé-
laga, en upphaflega byggt af
Kaupfélagi Stykkishólms, en þessi
hús standast engan veginn kröfur
tímans. Að undanförnu hafa staðið
yfír viðræður mijli Kaupfélags
Hvammsíjarðar og Sambandsins
um úrbætur í húsamálunum, en
engra úrbóta á aðstöðu er að
vænta, en það er forsenda fyrir
áframhaldandi rekstri fyrirtækj-
anna.
Kaupfélag Stykkishólms var
stofnað árið 1920 og starfaði hér
í 66 ár. Um tíma var það mjög
öflugt og rak 7 útibú bæði hér og
í Dalasýslu. Auk þess hafði það
bæði saumastofu, dúnhreinsunar-
stöð, bifreiðaverkstæði, bifreiða-
akstur o.fl. Það rak einnig frystihús
og tók þátt í útgerð og því aðili sem
vann mikið í uppbyggingarstarfi
Stykkishólms og veitti mikla at-
vinnu.
Fyrir nokkru voru uppi áform
um að Sambandið byggði hér stórt
verslunarhús undir starfsemi sam-
vinnuverslunar hér. Fékk það í þeim
tilgangi stóra og góða lóð hjá
Stykkishólmshreppi á einum besta
stað í bænum. Voru framkvæmdir
hafnar, en svo var allt stöðvað og
síðan reksturinn.
Kaupfélag Hvammsijarðar hefir
hug á að reka byggingarvöruversl-
unina áfram og mun það ákveðið.
Hjá Kaupfélaginu í matvöruversl-
uninni hafa starfað 8 manns sem
nú missa vinnu sína og fækkar með
því störfum við verslun í Stykkis-
hólmi.
— Árni
Eggert
TÖLVUGRUNNUR 11.1.
Austur-Landeyjar:
Nautgrípir veikj-
ast vegua kolsýr-
ings úr haughúsi
Morgunblaðið/Helga V.
Heggur víkur fyrir
ráðhúsi
GAMALL heggur, sem staðið hefur við norð-vesturenda Tjarnar-
innar, hefur nú, ásamt lerkitré, orðið að víkja vegna fyrir-
hugaðrar ráðhúsbyggingar. Að áliti byggingarnefndar var
nauðsynlegt að fjarlægja þessi tré og að sögn Jóhanns Pálssonar
garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar var ekki unnt aldurs þeirra
vegna að flytja þau í heilu lagi. Jóhann sagði, að græðlingar
hefðu verið teknir af trjánum svo að afkomendur þeirra mættu
vaxa og dafna, borgarbúum til yndisauk- í framtíðinni.
SÍMI:
621066
Á 40 TÍMUM ÖÐLAST ÞÚ GRUNDVALLAR-
ÞEKKINGU Á EINKATÖLVUM OG HÆENl
TIL AÐ NOTA ÞÆR AF ÖRYGGI
Jafnframt er þetta námskeiö hið fyrsta í röð námskeiða sem mynda
annaðhvort Forritunar- og kerfisnám eða þjálfunarbraut, eftir því
hvora leiðina þú kýst, hyggir þú á framhaldsnám í tölvufræðum.
Hið fyrra er 200 klst. nám og hið siðarnefnda 40 klst. nám, að
grundvallarnámi loknu.
NÁMSEFNI:
Kynning á einkatölvum. Helstu skipanir stýrikerfisins MS-DOS og öll
helstu hjálparforrit þess. Ftitvinnslukerfið WOFID, töflureiknirinn
MULTIPLAN og gagnasafnskerfið dBASE 111+.
Við bjóðum dagnámskeið kl. 8:30-12:30 og kvöldnámskeið
kl. 19:30-22:30, tvo og þrjá daga í viku, um 4ra til fimm vikna skeið.
Kennt er að Ánanaustum 15. Námskeiðin hefjast 11.janúar.
Þetta er lengsta og besta byrjendanámskeið fyrir notendur
einkatölva sem völ er á.
ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA
TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ.
Stjórnunarfélag íslands A
TÖLVUSKOU Ms
— --'..l Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66