Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
17
25 milljónir
á tromp!
45 milljónir
á númeríð allt!
Rík ástæða fyrir þig
til að taka þátt!
pdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings-
hlutrall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings-
hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð-
um peningum sem vinningshafar ráðstafa að
eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnir skatti!
Vinningamir 1988: 9 á 5.000.000 kr./ 108 á 1.000.000 kr./
108 á 500.000 kr J 324 á 100.000 kr./ 1.908 á 25.000 kr./
10.071 á 15.000 kr./ 122.238 á 7.500 kr/ 234 aukavinningar
á 25.000 kr./ Samtals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr.
Helgi Háifdanarson
GRYTTJORÐ
Nú á áramótum flutti útvarps-
stjóri Ríkisútvarpsins prýðisgott
ávarp til þjóðarinnar, og fjallaði
meðal annars um nauðsyn þess
að varðveita íslenzka tungu og
veija hana fyrir óhollum erlend-
um áhrifum.
Fáeinum klukkustundum
síðar var frá því sagt í fréttum
Ríkisútvarpsins, að leiðtogar
stórveldanna hefðu sagt eitthvað
(hvað sem það nú var) um þjóð-
ir hvors annars (í stað hvor um
annars þjóðir), og að bflar hefðu
rekizt aftan á hver annan (í stað
hver aftan á annarí).
Víst hefur ræða útvarpsstjór-
ans verið orð í tíma töluð, fýrst
starfsmenn hans, sem lögum
samkvæmt eru skyldugir að vera
til fyrirmyndar um málfar, hafa
svo gersamlega glatað skilningi
á algengustu orðum móðurmáls-
ins og misst á þeim öll tök.
Á þessum sama sólarhring
hafði forsætisráðherrann og
síðan forsetinn einnig eggjað
þjóðina lögeggjan að varðveita
Qöregg sitt, íslenzka tungu. Það
var ánægjulegt, að þama skyldu
þessir þrír leiðtogar með svo
prýðilegum hætti leggjast á eitt,
og að sama skapi hörmulegt, að
sáð þeirra skyldi falla í svo
grýtta jörð, einmitt þar sem það
hefði hvað helzt þurft að bera
ávöxt.
Þetta skeytingarleysi út-
varpsmanna um málfar er fyrir
löngu orðið óþolandi. Það er
krafa þjóðarinnar, að þar sé bót
á ráðin tafarlaust.
Nokkuð tíðkast það, að menn
stundi ýmiss konar heitstreng-
ingar um áramót. Sumir
strengja þess heit að leggja nið-
ur reykingar eða annan óvana.
Aðrir heita því að hætta að
mestu að lernja kerlingu sína
(nema í sjálfsvöm), ellegar
steinþætta einhveiju sem er enn
verra. Hvemig væri nú að út-
varpsmenn strengdu þess heit
að hætta með öllu að kvelja
landa sína með málvillum frá
og með því ári, sem nú er að
hefjast?
Fyrir fáum ámm gaf Bók-
menntafélagið út smákver, sem
nefnist Gætum tungunnar. Enda
þótt ég ætti þar nokkum hlut
að máli, var ég einhvem tíma
svo frakkur að ráðleggja út-
varpsmönnum að lesa þennan
pésa (það tekur hálftíma); en
þar er sýnt, hvemig forðast má
allflest þeirra mállýta, sem út-
varpsmerin gera sig- seka um.
Nú leyfi ég mér að ítreka þessa
ráðleggingu, þó ekki hafl því
góða fólki til þessa þótt ástæða
til að taka á henni mark. Það
sem þar kynni að þykja álita-
mál, gætu þau borið undir
málfarsráðunaut útvarpsins.
Þess hlýt ég að geta, að mér
er vel kunnugt um starfsfólk hjá
Ríkisútvarpinu, sem er piýðilega
máli farið og lætur sér mjög
annt um málvöndun í starfí sínu.
En þeim mun verri er hlutur
hinna, sem iðka subbuskap sinn
í blóra við vandláta samstarfs-
menn, því engin tök hafa hlust-
endur á því að skilja sauðina frá
höfrunum.
Auðvitað eiga útvarpsmenn
margra kosta völ til að bæta ráð
sitt, og þá mættu þeir minnast
þess, að þeir hafa fengið ágætan
málfræðing til ráðuneytis.
Að svo mæltu óska ég þeim
góðs gengis á nýju ári.