Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 ) SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM . Loks sigraði Vreni Schneider í stórsvigi SVISSNESKA stúlkan Vreni Schneider sigraði í stórsvigi kvenna íheimsbikarkeppninni í skíðaíþróttum sem fram fór í Tignes í Frakkiandi í gœr. Þetta var fyrsti sigur Schneider í heimsbikarnum ívetur, en í fyrra varð hún heimsmeistari í stórsvigi. Þetta var því kær- kominn sigur fyrir hina 23 ára gömlu svissnesku stúlku svona rótt fyrir Ólympíuleika. Vreni Schneider hafði næst besta brautartímann í fyrri umferð, 5/100 úr sekúndu á eftir frönsku stúlkunni Catherine Quittet sem varð önnur. Carole Merle frá Frakklandi varð þriðja og Michela Figini frá Sviás í Qórða, en hún hefur nú forystu í heimsbikamum með 104 stig. Schneider, sem unnið hefur 10 stórsvigsmót og tvö svigmót frá því hún hóf keppni í heimsbikamum 1984, hefur verið talin hafa einna bestu skíðatæknina í kvennaflokki síðustu tvö árin. Hún er ein af sviss- nesku skíðakonunum sem koma frá smábænum Elm. En þar búa einnn- ig Michela Figini og Maria Walliser. Urslit í stórsviginu vom þessi: Vreni Schneider, Sviss 2.33,68 Catherine Quittet, Frakklandi 2.33,83 Carole Merle, Frakklandi 2.34,82 Michela Figini, Sviss 2.36,12 Anita Wachter, Austurriki 2.35,37 Mateja Svet, Júgóslaviu 2.36,63 Maria Walliser, Sviss 2.35,66 Marina Kiehl, V-Þýskalandi 2.36,09 Michaela Gergf, V-Þýskalandi 2.36,19 ChristeUe Guignard, Frakklandi 2.36,23 Staðan í heimsbikamum: Michela Figini, Sviss 104 Antia Wachter, Austurríki 81 Fernandez Ochoa, Spáni 75 Vreni Schneider, Sviss 69 Stúlkumar keppa aftur í stórsvigi á sama stað í dag. Reuter Vrenl Schnelder frá Sviss sigraði í stórsvigi kvenna f heimsbikamum í Tig- nes í Frakklandi í gær. KORFUKNATTLEIKUR AMERÍSKI FÓTBOLTINN KNATTSPYRNA / REYKJAVÍKURMÓTIÐ í INNANHÚSS Ljósmynd/Bergþór Reykjavíkurmelstarar Þróttar f innanhússknattspymu 1987. Aftari röð frá vinstri: Magnús Bergs, þjálfari, Steinar Helgason, Ásmundur Vilhelmsson, Daði Harðarson, Theódór Jóhannsson, Björgvin Björgvinsson, Sigurður Hallvarðsson og Jón H. Ólafsson, formaður knattspymudeildar. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Kristiansen, liðs- stjóri, Sverrir Pétursson, Sigurður Gunnarsson, Nikulás Jónsson, fyrirliði, Sigfús Kárason og ívar Jósafatsson. Þróttur Reykjavflcurmeistari Þróttur varð Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki í innanhússknattspymu 1987 sem fram fór milli hátíðanna. Þróttarar unnu Fylki í jöfnum og spennandi úrslitaleik 11:10. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 5:5 og eftir framlengingu var staðan enn jöfn 7:7. Þá fór fram vítaspymukeppni sem Þróttur vann 4:3. Liðunum í meistaraflokki var skipt í tvo riðla. Þróttur vann Víking 6:5, Leikni 10:4, Ármann 7:6 og Fram 6:5. í hinum riðlinum gerði Fylkir jafntefli við Val 5:5, vann síðan Víkveija 6:4, KR 3:2 og ÍR 5:4. Reuter Doug Smith leikmaður Houston Oilers hellir hér vatni yfir þjálfarann Jerry Granville eftir leik Oilers og Seattle Seahawks á dögunum. Úrvalslið Vals Ingimundarsonar gegn Gainsville Urvalslið Vals Ingimundar- sonar í körf uknattleik leikur gegn bandariska körfuknatt- leiksliðinu Gainsville Florída i kvöld í Njarðvík kl. 20. Bandaríska liðið kemur hing- að til lands eftir að hafa verið á keppnisferðalagi um Norð- urlöndin. rvalslið Vais er þannig skip- að: Valur Ingimundarson, ísak Tómasson, Helgi Rafnsson, Hreiðar Hreiðarsson, Teitur Örl- ygsson, Sturla Örlygsson og Ámi Lárusson, allir úr Njarðvík, og Guðni Guðnason, KR, Jón Kr. Gíslason, Keflavík og Guðmundur Bragason, Grindavík. Gainsville Florfda leikur svo annað kvöld gegn Keflavíkurliðinu í íþróttahúsinu í Keflavík kl. 20. Urslitakeppnin hafin leikimir (svokallaðir ,,Bowl“-leikir) vom að venju leiknir á nýársdag. Eins og í öðmm liðsíþróttum hjá háskólum í Bandaríkjunum, þá leika liðin í svæðabundnum deildum og ákvarða íþróttafréttaritarar síðan um hverja helgi hvaða lið teljast sterkust. Er öllum liðum þannig raðað eftir leiki hverrar helgar og í ár var Oklahoma talið besta liði og Miami næstbest. Þessi lið mætt- ust í Orange Bowl-leiknum í Miami-borg um meistaratitilinn. Fyrirfram var Oklahoma talið sig- urstranglegra og eftir að tveir af sterkustu vamarmönnum Miami féllu á lyfjaprófi á gamlársdag, var Oklahoma talið nánast ömggt um sigur. En eins og oft gerist þá komu leikmenn Miami tvíefldir til leiks og unnu sanngjaman sigur 20:14. Það er því Miami sem telst meistari í háskólakeppninni í ár. Þess má geta að Oklahoma hefur aðeins tap- að þremur leikjum síðustu þijú árin. Öllum gegn Miami! í öðmm úrslitaleikjum er helst frétt- næmt að Michigan State vann Southem Califomia University (SCU) í elsta úrslitaleiknum, Rose Bowl í Pasadena í Kalifomíu. Michigan State vann SCU 20:17 að viðstöddum rúmlega 100 þúsund áhorfendum. KEPPNI í ameríska fótboltan- um er nú að komst á lokastig. Úrslitaleikjum hjá háskólaliö- unum er lokiö og úrslitakeppni NFL-atvinnudeildarinnar er hafin. INFL-deildinni em nú átta lið eftir í úrslitakeppninni. Sigur- vegararnir úr riðlunum sex komast beint í úrslitakeppnina, en síðan beijast þau. fjögur Gunnar lið sem bestan ár- Valgeirsson angurinn hafa, af skrífar þejm ]jgum sem eftjr em, um síðustu tvö sætin. Um helgina lék Minnesota gegn New Orleans og Seattle gegn Hous- ton um réttinn til að halda áfram í úrslitakeppninni. Minnnesota gerði sér lítið fyrir og rúllaði New Orle- ans upp í Superdome-höllinni í New Orleans með 44 stigum gegn 10, að viðstöddum rúmlega 80 þúsund áhorfendum. í Houston sigmðu heimamenn lið Seattle í framlengd- um og mjög spennandi leik 23:20. í þessum leik lenti boltinn tvisvar í stöng hjá gestunum áður en spark- ari heimaliðsins gerði út um leikinn með vallarmarki. Um næstu helgi fær San Fransiskó lið Minnesota í heimsókn og Was- hington sækir Chicago heim í „National" deildinni. I „Amerísku" deildinni spilar Houston í Denver og Cleveland fær Indianapolis í heimsókn á Municipal Stadium á bökkum Erie-vatns. Allir þessir leikir fara fram í frostinu utanhúss, en báðir leikimir um síðustu helgi vom innanhúss. Líklegt er öll heimaliðin vinni sína leiki, en í gegnum árin hafa oft orðið. mjög óvænt úrslit í úrslita- keppninni. Því verður mjög spenn- andi að fylgjast með gangi mála um næstu helgi. Hðskólakeppnin Keppni háskólaliðanna í fótboltan- um er lokið eftir að síðustu úrslita- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.