Morgunblaðið - 06.01.1988, Side 54

Morgunblaðið - 06.01.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 ) SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM . Loks sigraði Vreni Schneider í stórsvigi SVISSNESKA stúlkan Vreni Schneider sigraði í stórsvigi kvenna íheimsbikarkeppninni í skíðaíþróttum sem fram fór í Tignes í Frakkiandi í gœr. Þetta var fyrsti sigur Schneider í heimsbikarnum ívetur, en í fyrra varð hún heimsmeistari í stórsvigi. Þetta var því kær- kominn sigur fyrir hina 23 ára gömlu svissnesku stúlku svona rótt fyrir Ólympíuleika. Vreni Schneider hafði næst besta brautartímann í fyrri umferð, 5/100 úr sekúndu á eftir frönsku stúlkunni Catherine Quittet sem varð önnur. Carole Merle frá Frakklandi varð þriðja og Michela Figini frá Sviás í Qórða, en hún hefur nú forystu í heimsbikamum með 104 stig. Schneider, sem unnið hefur 10 stórsvigsmót og tvö svigmót frá því hún hóf keppni í heimsbikamum 1984, hefur verið talin hafa einna bestu skíðatæknina í kvennaflokki síðustu tvö árin. Hún er ein af sviss- nesku skíðakonunum sem koma frá smábænum Elm. En þar búa einnn- ig Michela Figini og Maria Walliser. Urslit í stórsviginu vom þessi: Vreni Schneider, Sviss 2.33,68 Catherine Quittet, Frakklandi 2.33,83 Carole Merle, Frakklandi 2.34,82 Michela Figini, Sviss 2.36,12 Anita Wachter, Austurriki 2.35,37 Mateja Svet, Júgóslaviu 2.36,63 Maria Walliser, Sviss 2.35,66 Marina Kiehl, V-Þýskalandi 2.36,09 Michaela Gergf, V-Þýskalandi 2.36,19 ChristeUe Guignard, Frakklandi 2.36,23 Staðan í heimsbikamum: Michela Figini, Sviss 104 Antia Wachter, Austurríki 81 Fernandez Ochoa, Spáni 75 Vreni Schneider, Sviss 69 Stúlkumar keppa aftur í stórsvigi á sama stað í dag. Reuter Vrenl Schnelder frá Sviss sigraði í stórsvigi kvenna f heimsbikamum í Tig- nes í Frakklandi í gær. KORFUKNATTLEIKUR AMERÍSKI FÓTBOLTINN KNATTSPYRNA / REYKJAVÍKURMÓTIÐ í INNANHÚSS Ljósmynd/Bergþór Reykjavíkurmelstarar Þróttar f innanhússknattspymu 1987. Aftari röð frá vinstri: Magnús Bergs, þjálfari, Steinar Helgason, Ásmundur Vilhelmsson, Daði Harðarson, Theódór Jóhannsson, Björgvin Björgvinsson, Sigurður Hallvarðsson og Jón H. Ólafsson, formaður knattspymudeildar. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Kristiansen, liðs- stjóri, Sverrir Pétursson, Sigurður Gunnarsson, Nikulás Jónsson, fyrirliði, Sigfús Kárason og ívar Jósafatsson. Þróttur Reykjavflcurmeistari Þróttur varð Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki í innanhússknattspymu 1987 sem fram fór milli hátíðanna. Þróttarar unnu Fylki í jöfnum og spennandi úrslitaleik 11:10. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 5:5 og eftir framlengingu var staðan enn jöfn 7:7. Þá fór fram vítaspymukeppni sem Þróttur vann 4:3. Liðunum í meistaraflokki var skipt í tvo riðla. Þróttur vann Víking 6:5, Leikni 10:4, Ármann 7:6 og Fram 6:5. í hinum riðlinum gerði Fylkir jafntefli við Val 5:5, vann síðan Víkveija 6:4, KR 3:2 og ÍR 5:4. Reuter Doug Smith leikmaður Houston Oilers hellir hér vatni yfir þjálfarann Jerry Granville eftir leik Oilers og Seattle Seahawks á dögunum. Úrvalslið Vals Ingimundarsonar gegn Gainsville Urvalslið Vals Ingimundar- sonar í körf uknattleik leikur gegn bandariska körfuknatt- leiksliðinu Gainsville Florída i kvöld í Njarðvík kl. 20. Bandaríska liðið kemur hing- að til lands eftir að hafa verið á keppnisferðalagi um Norð- urlöndin. rvalslið Vais er þannig skip- að: Valur Ingimundarson, ísak Tómasson, Helgi Rafnsson, Hreiðar Hreiðarsson, Teitur Örl- ygsson, Sturla Örlygsson og Ámi Lárusson, allir úr Njarðvík, og Guðni Guðnason, KR, Jón Kr. Gíslason, Keflavík og Guðmundur Bragason, Grindavík. Gainsville Florfda leikur svo annað kvöld gegn Keflavíkurliðinu í íþróttahúsinu í Keflavík kl. 20. Urslitakeppnin hafin leikimir (svokallaðir ,,Bowl“-leikir) vom að venju leiknir á nýársdag. Eins og í öðmm liðsíþróttum hjá háskólum í Bandaríkjunum, þá leika liðin í svæðabundnum deildum og ákvarða íþróttafréttaritarar síðan um hverja helgi hvaða lið teljast sterkust. Er öllum liðum þannig raðað eftir leiki hverrar helgar og í ár var Oklahoma talið besta liði og Miami næstbest. Þessi lið mætt- ust í Orange Bowl-leiknum í Miami-borg um meistaratitilinn. Fyrirfram var Oklahoma talið sig- urstranglegra og eftir að tveir af sterkustu vamarmönnum Miami féllu á lyfjaprófi á gamlársdag, var Oklahoma talið nánast ömggt um sigur. En eins og oft gerist þá komu leikmenn Miami tvíefldir til leiks og unnu sanngjaman sigur 20:14. Það er því Miami sem telst meistari í háskólakeppninni í ár. Þess má geta að Oklahoma hefur aðeins tap- að þremur leikjum síðustu þijú árin. Öllum gegn Miami! í öðmm úrslitaleikjum er helst frétt- næmt að Michigan State vann Southem Califomia University (SCU) í elsta úrslitaleiknum, Rose Bowl í Pasadena í Kalifomíu. Michigan State vann SCU 20:17 að viðstöddum rúmlega 100 þúsund áhorfendum. KEPPNI í ameríska fótboltan- um er nú að komst á lokastig. Úrslitaleikjum hjá háskólaliö- unum er lokiö og úrslitakeppni NFL-atvinnudeildarinnar er hafin. INFL-deildinni em nú átta lið eftir í úrslitakeppninni. Sigur- vegararnir úr riðlunum sex komast beint í úrslitakeppnina, en síðan beijast þau. fjögur Gunnar lið sem bestan ár- Valgeirsson angurinn hafa, af skrífar þejm ]jgum sem eftjr em, um síðustu tvö sætin. Um helgina lék Minnesota gegn New Orleans og Seattle gegn Hous- ton um réttinn til að halda áfram í úrslitakeppninni. Minnnesota gerði sér lítið fyrir og rúllaði New Orle- ans upp í Superdome-höllinni í New Orleans með 44 stigum gegn 10, að viðstöddum rúmlega 80 þúsund áhorfendum. í Houston sigmðu heimamenn lið Seattle í framlengd- um og mjög spennandi leik 23:20. í þessum leik lenti boltinn tvisvar í stöng hjá gestunum áður en spark- ari heimaliðsins gerði út um leikinn með vallarmarki. Um næstu helgi fær San Fransiskó lið Minnesota í heimsókn og Was- hington sækir Chicago heim í „National" deildinni. I „Amerísku" deildinni spilar Houston í Denver og Cleveland fær Indianapolis í heimsókn á Municipal Stadium á bökkum Erie-vatns. Allir þessir leikir fara fram í frostinu utanhúss, en báðir leikimir um síðustu helgi vom innanhúss. Líklegt er öll heimaliðin vinni sína leiki, en í gegnum árin hafa oft orðið. mjög óvænt úrslit í úrslita- keppninni. Því verður mjög spenn- andi að fylgjast með gangi mála um næstu helgi. Hðskólakeppnin Keppni háskólaliðanna í fótboltan- um er lokið eftir að síðustu úrslita- 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.