Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 47 „Sveiattan svínið þitt,“ sagði Christina við grísinn Emii. CHRISTINE ONASSIS Skammastu þín Þessi bráðsmellna mynd var tekin af Christinu | rak upp hátt og mikið rýt af gleði. Síðan reis hann Onassis á dögunum þegar hún fór með dóttur upp á afturfætuma og gerði tilraun til að kjassa sína, Aþenu, í dýragarð Parísarborgar. Þar kom Christinu en þá var henni nú aldeilis nóg boðið. grísinn Emil auga á hana og leist svo vel á að hann | Aþena litla sýndi aftur á móti stillingu. EYÐNI Donna og* hommarnir Hommar hafa gert líf mitt að hreinu helvíti," segir Donna Summer og dæsir. Diskóddrottn- ingin fýrrverandi hefur nú þurft að þola áróðursherferð homma gegn sér í þijú ár og segir hún það nærri hafa orðið ferli sínum að falli. Allt hófst þetta þegar hún ræddi ejtt sinn við vin sinn sem er hommi. „Ég bað hann um að fara varlega, því að eyðnin væri banvæn. Hann hlýt- ur að hafa misskilið mig eitthvað, stuttu seinna birtist viðtal við hann í víðlesnu hommablaði þar sem hann rangtúlkaði mál mitt. Málið var blásið upp og allir snerust gegn mér.“ Hommar ákærðu hana fyrir að hafa lýst því yfir að eyðni væri „hefnd Guðs“ sem beindist að hommum. Donna neitaði þessu staðfastlega en allt kom fyrir ekki. Hommamir brenndu plöturnar hennar, bönnuðu að lög hennar yrðu flutt á hommabörum og hvöttu plötuútgefendur til að virða hana ekki viðlits. Nú telur Donna að martröðinni sé um það bil að ljúka, hún hefur nýlega gefið út plötu og farið í velheppnað tónleikaferðalag um Evrópu. Gefum henni síðasta orðið, „Ég hef þekkt marga homma og ég tel kynvillu ekki vera eitthvað sem sé rangt. Nú vona ég bara að fólk trúi því að ég meinti ekkert illt með ummælum rnínurn." Ævi Donnu Summer hefur ekki verið hnökralaus. TVÍFARI HARRY GLASSMANNS Hleyptu mér inn Viktoría Victoria Principal hrósaði happi yfír skarpskyggni sinni um daginn er ókunnur maður komst fram hjá ör- yggisvörðum hennar og alla leíð að húsdyrunum. Var mesta mildi að ekki fór verr en á horfðist. Maðurinn hafði búið sig í dulargervi Harry Glassm- anns, eiginmanns Viktoríu og grunlausir öryggisverðir hleyptu honum fram hjá. Hann reyndist lyklalaus og hringdi dyrabjöllunni. Þegar Viktoria svaraði, sagði hann með rödd sem líktist mjög rödd eiginmanns hennar: „Heyrðu elskan, þetta er ég. Ég gleymdi lyklunum í vinn- unni, mundir þú vilja vera svo væn að hleypa mér inn?“ Eitthvað í málrómi mannsins vakti grunsemdir Viktoriu og hún grandskoðaði hann á sjónvarpsskjánum sem tengdur var við dyrabjöll- una. Henni brá heldur en ekki í brún þegar hún sá mann, furðulíkan Harry standa á tröppunum og glotta illilega. Brá hún við slq'ótt og kallaði á öryggis- verði sem hlupu af stað. En það reyndist of seint í rass- inn gripið, fuglinn var flog- inn. Viktoria brosti hreint ekki þegar tvífari Harrys komst alla leið að húsdyrunum. N A M S K E I Ð Myndþerapía Verklegt námskeið hefst í byrjun janúar. Myndlistarkunnátta engin forsenda. Með myndsköpun, myndskoðun og um- ræðum fær þátttakandi æfingu í: Skapandi hugmyndaflugi Frumkvæði Innlifun Sjálfstjáningu Mannlegum samskiptum • Sjálfskoðun (tilfinningar, viðhorf og hegðun) Skoðun á ríkjandi ástandi Úrvinnslu Leiðbeinandi verður Sigrfður Björnsdóttir (löglegur aöili að The British Assoeiation of Art Therapists). Innritun og nánari upplýsingar í síma 17114 flest kvöld og morgna. Þjónustumiöstöö EIMSKIPS í Sundahöfn er vettvangur góöra atvinnutækifæra. Þessa dagana leitum við að starfsmönnum til framtíöarstarfa í eftirfarandi stööur: 1. Lyftarastörf 2. Vörumóttaka (8 tímar á dag) 3. Almenn störf á hafnarsvæði 4. Afleysingastarf fsmurstöð Hjá okkur er góöur vinnuandi, næringaríkt mötuneyti og lifandi starfsmannafélag. Ef þú hefur áhuga á góðri vinnu með mikla framtíöarmöguleika þá skaltu hringja í síma 689850 Framtíðar- starfið færðu hjá EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.