Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 56
'ALHLIÐAPRENTÞJÓNUSTA gSGkdk flf flf ^ Þjönusta íþínaþágu
SSGuíjónáhf. imiMtWPlWW
[ / 91-2 72 33 SAMVINNUBANKI SP ISLANDS HF.
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 VERÐ 1 LAUSASÖLU 55 KR.
Beiðnirnar hafa aldrei verið fleiri
Borgarfógetaembættið í Reykjavík:
1.163 beiðnirum
gjaldþrotaskipti
^ Morgunblaðið/Bjami
Eldurískemmu BUR
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var tvivegis kallað út í gærkvöldi. f fyrra tilfellinu hafði eldur komið
upp í rusli í skemmu Bæjarútgerðar Reykjavíkur sem verið er að rífa. Eldurinn reyndist ekki mikill
og gekk greiðlega að ráða niðulögum hans. í seinna tilfellinu var tilkynnt um reyk í kjallaraíbúð í
húsi við Hagamel. Þar hafði pottur gleymst á eldavél. Fjórir menn voru sofandi í íbúðinni og leik-
ur grunur á að þeir hafi haft áfengi um hönd.
Bretland og Þýzkaland:
Ferskfisksalan j ókst
um 5 prósent milli ára
Aukning í verðmætum 17,4%
ÍSLENDINGAR seldu á síðasta
ári 88.083 lestir af ferskum fiski
í Bretlandi og Þýzkalandi að
verðmæti rúmir 5 milljarðar
króna. Aukning í magni milli ára
er um 4,9% en í verðmætum
17,4%. Meðalverð fyrir fiskinn í
Bretlandi hækkaði um 12% en
9,6% í Þýzkalandi. Fisksalan
jókst í Bretlandi en dróst saman
í Þýzkalandi. Sé Frakkland tekið
með nam salan 89.000 lestum að
verðmæti 5,1 milljarður króna.
Ferskur fiskur er seldur til fleiri
landa, en Bretland og Þýzkaland
"eru stærstu kaupendurnir og töl-
ur þessar því marktæk vísbend-
ing um breytingar milli ára.
Árið 1987 voru seldar héðan til
Þýzkalands 26.889 lestir af fersk-
um físki ur fískiskipum og gámum
að verðmæti rúmir 1,3 milljarðar
króna. Árið áður nam salan 28.091
lest að verðmæti tæpir 1,3 milljarð-
ar. Meðalverð fyrra árið var 45,67
en seinna árið 50,06. Hækkun á
meðalverði er 9,6%, sem er svipað
og hækkun marksins gagnvart
krónunni. Samdráttur í magni varð
~*it,3% en aukning í verðmætum
4,9%. Sala úr gámum í Þýzkalandi
minnkaði milli áranna um rúmlega
1.600 lestir. Sala úr fískiskipum
jókst hins vegar um 160 lestir.
Sala á karfa jókst, en minnkaði af
öðrum tegundum.
Salan í Bretlandi í fyrra nam
61.194 lestum að verðmæti 3,7
■"Hnilljarðar króna. Meðalverð var
61,09. Hækkun á meðalverði frá
fyrra ári var 6,55 krónur eða 12%,
sem samsvarar gengisbreytingum á
árinu. Magn jókst um 5.341 lest
eða 9,6% en verðmæti um 692 millj-
ónir eða 22,7%. Sala úr gámum í
Bretlandi jókst um 3.287 lestir og
úr fiskiskipum um 2.054 lestir.
Sala á þorski jókst úr 35.126 lestum
í 36.360. Talsverð aukning varð
ennfremur á sölu á ufsa, kola og
grálúðu.
í Frakklandi 'voru á síðasta ári
seldar 988 lestir að verðmæti 49,9
milljónir króna. Meðalverð var
50,45 krónur. Rúmlega helmingur
þessa var þorskur. Árið 1986 var
selt svo lítið í Frakklandi að saman-
burður er ekki marktækur.
Upplýsingar þessar eru fengnar
frá LIU.
Sjá frétt um sölumet á bls. 23.
Spáð hlýn-
andi veðri
KALDAST varð við Mývatn og á
Staðarhóli i Aðaldal í gær og náði
frostið að verða 24 stig á þessum
tveimur stöðum. Víða norðan-
lands var frostið um 20 stig, en
sunnanlands var það á bilinu 6-12
stig.
í dag verður áframhaldandi frost
með éljum við ströndina, en björtu veðri
er spáð inn til landsins. Með kvöldinu
þykknar upp með suðaustlægri átt og
dregur þá úr frostinu. Spáð er snjókomu
eða slyddu á morgun og föstudag og
frostið verður á bilinu 0 til 6 stig á
landinu. Myndin er tekin í gærkvöldi
þegar Bjöm Karlsson hjá Veðurstof-
unni tók veðrið.
Borgarfógetaembættinu í Reykjavík bárust 1.163 beiðnir um
gjaldþrotaskipti á siðastliðnu ári og hafa þær aldrei verið fleiri.
Arið 1986 fékk embættið 945 slíkar beiðnir. Undanfarin ár hefur
gjaldþrotabeiðnum fjölgað mikið, til dæmis voru þær fimmfalt
fleiri í fyrra en árið 1982.
Gjaldþrotabeiðnimar skiptast
þannig, að sögn Ragnars, að 862
Fundur um
olíuleka
STARFSMENN vamarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins munu i dag eiga fund með
bæjarstjórum Keflavíkur og
Njarðvíkur vegna upplýsinga,
sem benda til þess að lekinn, sem
varð á leiðslu á olíugeymslusvæði
varnarliðsins, hafi orðið til þess
að olía sé komin í grunnvatn á
lekasvæðinu. Samkvæmt upplýs-
ingum varnarmálaskrifstofunn-
ar í gærkvöldi telja sérfræðjngar
b'tlar líkur á að olíumengun kom-
ist í vatnsból Keflvíkinga og
Njarðvíkinga, þar sem þau séu
ekki í stefnu grunnvatnsflæðis,
utan eitt lítið vatnsból Njarðvík-
inga, en það sé það langt undan,
að mengun þess er talin ólíkleg.
Veiðist síld
við Eldey?
Grindavík.
ÞRÍR Suðurnesjabátar, Amey
GK, Vonin KE og Geir goði GK,
vora meðal þeirra 14 síldveiði-
báta, sem sóttu um veiðileyfi
vegna viðbótarsöltunar fyrir
Sovétmenn.
Samkvæmt upplýsingum frétta-
ritara Morgunblaðsins hugðist
Óskar Þórhallsson, skipstjóri á Am-
ey GK frá Sandgerði, bytja að leita
að síld við Eldey í gærkvöldi, en
vart varð við tölvert af sfld í nóvem-
er og desember síðastliðnum milli
Snæfellsness og Eldeyjar, þó aldrei
væri reynt við hana.
Kr.Ben.
Morgunblaðið/Bjami
voru á hendur einstaklingum og
hafði þeim fjölgað um 100 frá
árinu á undan, en 301 á hendur
lögaðilum (t.d. hlutafélögum) og
ijölgaði þeim beiðnum um 128 frá
fyrra ári. Langfiestar gjaldþrota-
beiðnimar komu frá kröfuhöfum,
en 5—10% frá viðkomandi ein-
staklingum eða stjómendum
lögaðila.
Ekki leiða nærri allar gjald-
þrotabeiðnimar til gjaldþrots. Stór
hluti þeirra er dreginn til baka
vegna þess að mönnum hefur tek-
ist að bjarga sér á eileftu stundu.
Á árinu 1987 var kveðinn upp 351
gjaldþrotaúrskurður, 252 á hetidur
einstaklingum og 99 á hendur lög-
aðilum. Em þetta 11 fleiri úr-
skurðir er árið 1986, en Ragnar
sagði að þessi §öldi úrskurða segði
ekki alla söguna því um áramót
hefðu 80—90 mál verið í biðstöðu
vegna þess að ekki hefði unnist
tími til að úrskurða í þeim.
Á síðasta ári fékk skiptaráðandi
28 beiðnir um greiðslustöðvun,
sem er minna en árið 1986 þegar
40 slíkar beiðnir bámst, að sögn
Ragnars H. Hall.
••
Oll sala
tívolíbomba
bönnuð
Dómsmálaráðuneytið sendi
siðdegis í gær skeyti til allra
lögreglustjóra þar sem til-
kynnt er um bann á sölu
tívolíbomba til almennings.
Bannið gildir meðan rann-
sókn fer fram á þeim slysum
sem af bombunum hiutust um
áramótin. Söluaðilum var til-
kynnt bannið í gær, en þeir
munu nú athuga hvort þeir
geti talist skaðabótaskyldir
vegna slysanna sem urðu um
áramótin.
Flugeldasala er aðeins heimil
nokkra daga um hver áramót,
frá 27. desember til 6. janúar.
„Bannið tekur ekki til langs
tíma, en það er stefnt á að
stöðva sölu fyrir þrettándann
að svo miklu leyti sem henni er
ekki þegar lokið,“ sagði Þor-
steinn Geirsson ráðuneytisstjóri
í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Rannsókn stendur nú yfír í
Borgamesi og Reykjavík á slys-
unum, sem urðu vegna notkunar
tívolíbomba um áramótin, en
einnig munu lögreglustjórar
annars staðar kanna, hvort
óhöpp hafi hlotizt af meðferð á
tívolíbombum í þeirra umdæm-
um.
Sjá frétt á bls. 22 og um-
mæli þeirra, sem seldu
tivolíbomburaar, á bls. 31.