Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988
spurt og svarad
I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI
Skattamál
HÉR Á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins
hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál og svör
við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt
í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 til 12 virka
daga og borið upp spurningar um skattamál. Morgunblaðið leit-
ar svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra og birtast
þau síðan í þessum þætti.
Námsf rádráttur
Ingólfur Armannsson spyr:
Fá námsmenn í öldungadeildum
engan afslátt samkvæmt nýju
skattareglunum? Eiga þeir ekki rétt
á sérstökum námsfrádrætti og ef
svo er, hvemig er útgáfu skattkorta
þeirra háttað?
Almennur námsfrádráttur var
felldur niður með staðgreiðslukerf-
inu en í stað þess voru tekin upp
svonefnd námsmannaskattkort.
Launamaður sem stundar nám í
a.m.k. 6 mánuði á ári, en 23’stig
í öldungadeild samsvara þeim tíma,
getur sótt um að fá námsmanna-
skattkort hjá ríkisskattstjóra. Á
námsmannaskattkorti er persónu-
afslætti þeirra mánaða sem liðnir
eru af árinu og nám hefur verið
stundað á, safnað upp og skipt á
þá mánuði sem námsmaður hefur
launatekjur á, þó lengst í þtjá mán-
uði. Námsmannaskattkort mun
þannig bera hærri mánaðarlegan
persónuafslátt en aðalskattkort.
Ríkisskattstjóri mun í apríl senda
öllum skráðum námsmönnum við
viðurkennda framhaldsskóla um-
sóknareyðublað um námsmanna-
skattkort. Umsóknum ber að skila
til ríkisskattstjóra fyrir tiltekinn
tíma. Þeir sem uppfylla skilyrði til
þess að fá námsmannaskattkort
munu fá þau póstsend í maí. Náms-
maður mun þannig hafa tvö skatt-
kort til afnota fyrir mánuðina júní,
júlí og ágúst; námsmannaskattkort
með uppsöfnuðum persónuafslætti
ásamt hinu reglulega skattkorti.
Námsmenn
erlendis
Kristján Jóhannsson spyr:
Hvað um námsmenn sem hafa
verið erlendis árið 1987 og fóru því
á mis við skattfijálsa árið — fá
þeir einhveijar skattaívilnanir þeg-
ar þeir koma heim?
Námsmenn sem koma frá útlönd-
um á árinu 1987 eða síðar koma
ekki til með að njóta sérstakra
skattívilnana umfram aðra launa-
menn.
Samkvæmt nýsamþykktum lög-
um koma vissar ívilnanir til greina
hjá þeim sem koma til landsins og
hafa aflað launatekna erlendis.
Slíkar ívilnanir verða veittar sam-
kvæmt umsókn til ríkisskattstjóra
og geta þær leitt til lækkunar á
tekjuskattsstofni.
Skattleysismörk
Óskar Hauksson spyr:
Hvar eru skattleysismörkin? Ef
maður hefur miklar tekjur annan
hvem mánuð en engar þess á milli,
hvemig nýtist persónuafslátturinn?
Að óbreyttu skatthlutfalli 35,2%
og persónuafslætti 14.797 krónur
eru skattleysismörk við 42.036
krónur. Hjá hjónum og sambýlis-
fólki sem skattlagt er saman eru
skattleysismörkin 75.666 krónur
svo fremi að annar maki hafi engar
tekjur og hinn r.ýti 80% af persónu-
afslætti hans.
Heimilt er að flytja persónuaf-
slátt milli mánaða ef launamaður
starfar að staðaldri hjá sama launa-
greiðanda og skattkort hans er í
vörslu launagreiðandans.
Ónýttur
námsf rádráttur
Alda Sigurðardóttir spyr:
Ég á ónýttan námsfrádrátt frá
1984 og sótti um yfírlit yfír hann
í sumar. Þá fékk ég úrskurð um að
'eg ætti ónýttan námsfrádrátt
næstu ijögur ár. Hvemig get ég
nýtt námsfrádráttinn í staðgreiðslu-
kerfinu?
Þegar úrskurðaðaðar eftirstöðv-
ar ónýtts námsfrádráttar halda
væntanlega gildi sínu en frádráttur-
inn lækkar þó ekki staðgreiðslu
viðkomandi launamanns, hann
kemur til frádráttar við álagningu
og uppgjör á framtali næsta árs.
Samsköttun
Ámi Jónsson spyr:
Er ekki heimilt fyrir sambýlisfólk
að nýta skattkort þess aðila að fullu
sem hefur engar eða mjög litlar
tekjur og sá aðili greiði síðan fullan
skatt af sínum tekjum ef þær verða
einhveijar? Er skattafsláttur ekki
gerður upp endanlega þegar búið
er að gera skattskýrslu eftir árið
ef skattafsláttur nýtist ekki hjá
öðrum aðila?
1. Sambýlisfólk, sem heimiluð er
samsköttun leyfíst að millifæra
persónuafslátt með sama hætti
og hjón. Hámark millifærslu er
alltaf 80% af ónýttum persónu-
afslætti hins makans.
2. Skattafsláttur er endanlega
gerður upp við álagningu á
framtal næsta árs.
Nýting
persónuaf sláttar
Kristinn Björnsson spyr:
Ef námsmaður vinnur með námi
og hefur um 15 þúsund króna tekj-
ur að vetrinum en vinnur sumar-
mánuðina þijá — borgar sig þá fyrir
hann að nýta skattkort sitt þegar
eftir áramót eða safna afslættinum
upp og nýta hann að sumrinu? Er
hægt að nýta hluta afsláttarins að
vetrinum?
Sjá svar við spumingu Ingólfs
Ármannssonar hér að framan. Rétt
þykir þó að taka fram að endanleg
niðurstaða um skatt og þar með
nýtingu á persónuafslætti liggur
alltaf fyrir við uppgjör sem gert er
eftirá.
Ásthildur Emilsdóttir spyr:
Þegar annað hjóna nýtir ekki
sinn persónuafslátt nema annan
Að læknisráði
JASS-
BALLETT
Innritun erhafiní
jassballett fyrir
byrjendurog
framhaldshópa.
Kennsla hefst
H.janúar.
Morgun-, dag- og
kvöldtímar.
Innritun
ísíma 45399
UÓSABEKKIR • NUDDP0TTUR
DANSSTÖDÍÓ
DISU
DANSNEISTINN
Smiðsbúð 9, Garðabæ
l rétt við nýju Reykjanesbrautina
eftir Guðstein
ÞengHsson
Eitt með því lakara, sem heyrst
hefur og sést frá heilsugæslusvið-
inu, er yfírlýsing 133 lækna, er
birtist í Morgunblaðinu 17. des-
ember sl. í yfírskriftinni segir,
að ekki sé ástæða til að ætla, að
íslenska þjóðin missi fótfestuna í
áfengismálum, þótt leyfð verði
sala bjórs. Með „bjór“ er átt við
þann áfenga bjór eða öl, sem
frumvarp bjórmanna á Alþingi
ljallar um, þótt yfirskriftin sé
ekki skarplegar orðuð en þetta.
Ekki er heidur gott að átta sig á
því, hvaða fótfestu við getum
misst í áfengismálum. Atburðir
síðustu daga og vikna bera þess
ekki vott, að hún sé ýkja mikil.
Þeir undirskriftamenn virðast
ekki gera sér mikla rellu út af
því, hvort þeir fari með rétt mál
eða ekki. I yfírlýsingunni segir,
að „sú skoðun að bjómeysla muni
bætast alfarið ofan á aðra neyslu
er órökstudd, og benda einu hlið-
stæður erlendis til þess, að
heildameyslan muni lítið breyt-
ast, að því tilskildu, að bjórinn
verði seldur á sama hátt og annað
áfangi". Þetta er alrangt, og má
í því sambandi benda á Færeyjar,
sem verða að teljast mjög sam-
bærilegt land. Þar var farið að
selja áfengan bjór 1979 með mjög
miklum takmörkunum, eða á ein-
um tveimur stöðum á eyjunum.
Samt sýna skýrslur mikla aukn-
ingu á áfengisneyslu, og var hún
þó meiri fyrir en hér er nú. Hjá
einni af virtustu stofnunum heims
á sviði vímuefnarannsókna,
Addiction Research Foundation
of Ontario, fáum við að vita, að
í iandi þar sem áfengur bjór hef-
ur ekki verið leyfður áður, muni
hann bætast við heildarneysluna
eða auka hana stórlega. Samt
geta 133 læknar skrifað undir
Guðsteinn Þengilsson
„Þeir hafa skrifað nöfn
sín í flaustri og fljót-
færni, eins og reyndar
texti ályktunarinnar
ber með sér, og fundist
þeir vera að beijast fyr-
ir frelsinu.“
fullyrðingu þess efnis, að það sé
órökstutt að neysla áfengs bjórs
eða öls bætist við eða auki heild-
arneysluna. Þetta er alveg
furðulegt.
Þá er farið að tala um það í
ályktuninni, að faraldsfræðilegar
rannsóknir um skorpulifur á ís-
landi sýni, að tíðni sjúkdómsins
hafí minnkað á sama tíma og
heildameysla áfengis hafí aukist
í landinu. Skorpulifur er sjaldgæf-
ur sjúkdómur hér á landi, sérstak-
lega ef miðað er við þau lönd, þar
sem áfengur bjór og neysla léttra
vína efla sídrykkju manna. Línu-
rit yfír algengi sjúkdómsins
hérlendis getur því ekki gefíð
neinar vísbendingar um áhrif
áfengis á hann til eða frá. Auk
þess má benda á, að einungis
þriðjungur tilfella með skorpulifur
er talinn tengjast áfengisneyslu
hér á landi. Það er því hæpið að
draga ályktanir af þessari far-
aldsfræði og tæpast sæmandi
þeim, sem eru agaðir við vísinda-
leg vinnubrögð.
Loks er borið saman hlutfall
drykkjusjúkra á íslandi og í
Bandaríkjunum, það sé svipað
þrátt fyrir meiri áfengisneyslu í
Bandaríkjunum. Hér er algjörlega
gengið á svig við staðreynd, sem
öllum læknum hér ætti að vera
kunnugt um. Hér eru drykkju-
menn lagðir inn og teknir til
meðferðar miklu fyrr á ferli sínum
en gert yrði við sams konar fólk
í Bandaríkjunum. Aðeins brot af
þeim sem hér fá meðferð fengju
slíka hjálp þar.
Af þessu öllu má ráða, að rök-
semdir læknanna fyrir áfenga
bjómum eru heldur í hæpnara
lagi. Þó að pm ályktunina fjalli
sérfræðingar, sem allir eru góðir
og gegnir hver á sínu sviði, hafa
flestir þeirra álíka þekkingu eða
reynslu í meðferð drykkjusjúkra
og sá sem þessar línur ritar. Samt
þykir þeim ástæða til að mót-
mæla því, sem virtir vísindamenn
hafa að segja um áhrif og út-
breiðslu vímuefna, einkum
áfengis, og því sem þeir hafa að
segja um áfengan bjór og afleið-
ingar þess, ef hann yrði til sölu
hér eins og títtnefnt frumvarp
gerir ráð fyrir. Hér er um menn
að ræða sem hafa stundað um-
fangsmiklar rannsóknir hér að
lútandi árum saman. Á öðrum
vettvangi hafa kollegar með
geysimikla reynslu í meðferð
vímuefnaneytenda látið í ljós álit
sitt á afleiðingum þess, ef bjór-
frumvarpið yrði samþykkt, kol-
legar sem eru sérfræðingar á því
sviði. En hafa sérfræðingamir
hvem mánuð — er dæmið þá gert
upp einu sinni á ári þannig að full
nýting fáist á persónuafslætti
þeirra beggja?
Sjá svar við spumingu Óskars
Haukssonar. Dæmið er ávallt gert
upp ári eftir staðgreiðsluár.
Giftingar-
frádráttur
Stefán Jónsson spyr:
Fæst sérstakur giftingarfrá-
dráttur áfram í nýja skattakerfinu.
Munu þeir sem gifta sig á næsta
ári njóta hans á árinu?
Giftingarfrádráttur féll niður við
upptöku staðgreiðslukerfis. Þeir
sem ganga í hjónaband á næsta ári
munu því ekki njóta giftingarfrá-
dráttar.
Húsnæðisbætur
Guðrún Indriðadóttir spyr:
Ég keypti hús á árinu 1987 en
tek ekki við því fyrr en á árinu
1988. Miðast húsnæðisbætur við
afhendingardag eða kaupsamning?
Réttur til húsnæðisbóta stofnast
við dagsetningu kaupsamnings.
Skyldusparnaður
Ólafur Thordersen spyr:
Hvað verður um skylduspamað
í staðgreiðslukerfinu — verður tek-
inn skattur af honum?
Frádráttur vegna skylduspamað-
ar féll niður við upptöku stað-
greiðslukerfis.
Rétt þykir að leiðrétta milsskiln-
ing sem gætir í spumingu Ólafs.
Skylduspamaður hefur aldrei verið
skattlagður heldur hefur verið um
frádrátt að ræða frá tekjuskatt-
stofni. Enginn sérstakur frádráttur
verður vegna skylduspamaðar í
hinu nýja staðgreiðslukerfí.
sem undirrituðu margumtalað
ávarp hugleitt, að með því eru
þeir að saga sundur upp við tijá-
boiinn greinina sem þeir sitja á?
Þeir hafa borið brigður á álit
færustu sérfræðinga okkar á sviði
vímuefnamála. Hvemig geta þeir
ætlast til þess framvegis, að
nokkur læknir taki mark á því,
sem þeir skrifa um sína sérgrein?
A.m.k. ekkert umfram það, sem
é'g eða mínir líkar kynnu að hafa
að segja.
Heilsugæsla í nútímaskilningi
felst að miklu leyti í því að fyrir-
byggja sjúkdóma eða draga úr
líkunum á því að fólk fái þá. Það
er m.a. gert með því að fræða
menn um hollustuhætti og veita
fólki stuðning og aðhald með það
fyrir augum að auka viðnám þess
gegn sjúkdómum. Þar er stór
þáttur baráttan gegn vímu og
vímuefnum, þar sem áfengis-
neysla og reykingar eru efst á
baugi. Áfengisneyslan er algeng-
ust og því hættulegust, einnig
vegna þess að hún leiðir afar oft
til neyslu annarra og stundum enn
sterkari vímuefna. I ljósi þess er
mjög hörmulegt að svo margir
læknar skuli í rauninni vera að
leggja blessun sína yfír neyslu
áfengs bjórs með þessu ávarpi
sínu. Ég er þess fullviss að stór
hluti þjóðarinnar skoðar það sem
einskonar gæðayfírlýsingu frá
þessum læknum. Einkum munu
hinir yngri og reynsluminni telja,
að nú geti þeir farið að drekka
áfengt öl „að læknisráði". Ég
veit að visu, að þetta hefur ekki
verið ætlun þeirra undirritunar-
manna. Þeir hafa skrifað nöfn sín
í flaustri og fljótfæmi, eins og
reyndar texti áíyktunarinnar ber
með sér, og fundist þeir vera að
beijast fyrir frelsinu. En allt er
þetta greinileg jarðýtuvinna. Það
liggur við að manni detti í hug
kona ein, þegar maður hennar
fann að því, að hún talaði áður
en hún hugsaði. Þá sagði konan:
„En hvemig á ég þá að vita hvað
ég hugsa, ef ég má ekki segja
það fyrst?"
Höfundur er Iæknir.