Morgunblaðið - 30.01.1988, Side 1
72 SIÐUR B OG LESBÓK
24. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
ETA vill ræða við ríkisstjórn Spánar:
Stjómvöld vilja
fyrst vopnahlé
Madríd. Reuter.
Aðskilnaðarsamtök Baska
(ETA) buðu í gær fyrir milli-
göngu ríkisstjóraar Alsírs 60
daga vopnahlé að þvi tilskildu
að spænska ríkisstjórnin gengi
til viðræðna að nýju. Viðræður
hafa legið niðri siðan 11 manns
fórust í sprengjuárás ETA i
Saragossa i siðasta mánuði.
Stjóravöld sögðu að vopnahlé
þyrfti fyrst að komast á áður en
rætt yrði við ETA.
Javier Solana talsmaður
Reuter
Nýr prímati
Nýr primati, prósami, hefur
fundizt á eynni Madagaskar
undan vesturströnd Afríku.
Til prímata teljast ýms æðri
spendýr, meðal annars mað-
urinn og apadýr hvers konar.
spænsku ríkisstjómarinnar sagði
að loknum ríkisstjómarfundi að
stjómvöld þyrftu að fullvissa sig
um að ETA hefði hætt ofbeldisverk-
um áður en viðræður hæfust. Hann
sagði að lögregla hefði gert
sprengju undir lögreglubifreið
óvirka í gær einungis tveimur
stundum eftir að tveir flutninga-
bílar fundust fullir af sprengjuefni
ætluðu til hryðjuverka.
Solana sagði að ekki kæmi til
mála að stjómin efndi til pólitískra
viðræðna við ETA. Felipe Gonzales
forsætisráðherra hefur áður sagt
að einungis yrði rætt um uppgjöf
ETA og sakamppgjöf einstakra
hryðjuverkamanna. En í yfirlýsingu
ETA sem birt var í gær og er bæði
löng og flókin er gert ráð fyrir að
viðræður leiði til þess að samtökin
fái pólitískum kröfum sínum fram-
gengt.
Baskneskir stjómmálamenn vom
ekki sammála um gildi tilboðs ETA
en flestir vom á einu máli um að
þótt stjómvöld myndu hafna því
opinberlega þá yrðu teknar upp
leynilegar viðræður. Aðrir veltu
vöngum yfír því að samtökin væm
nú í erfíðri aðstöðu vegna herferðar
franskrar og spánskrar lögreglu
gegn samtökunum á síðasta ári og
þess vegna freistuðu þeir þess nú
að ná samningum við stjómina.
Heimildarmenn innan innanríkis-
ráðuneytisins segja að einungis séu
eftir 70 liðsmenn í ETA.
Stríðið milli Aðskilnaðarsamtaka
Baska og ríkisstjómarinnar hefur
kostað sex hundmð manns lífíð og
væri hvert skref í átt til vopnahlés
mikill sigur fyrir ríkisstjóm Gonz-
ales.
Francois Mitterrand, forseti Frakklands, og Margaret Thatcher á blaðamannafundi eftir fund þeirra
í London í gær.
Fundur Thatchers ogf Mitterrands:
Hernaðartengsl Breta
og Frakka verði efld
London, Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, og Francois
Mitterrand, forseti Frakklands,
komust á fundi sinum i gær að
samkomulagi um að auka sam-
starf ríkjann á sviði varnarmála.
í þvi felst að sameiginlegum her-
æfingum rikjanna fjölgar og að
komið verður á kafbátaheim-
sóknum milli þeirra. Leiðtogarn-
ir komust hins vegar ekki að
samkomulagi um viðkvæm deilu-
mál varðandi útgjöld Evrópu-
bandalagsins til landbúnaðarins.
George Younger, vamarmálaráð-
herra Bretlands, sagði fréttamönn-
um í gær að Thatcher og Mitterrand
hefðu ákveðið að kafbátar hvors
landsins um sig gætu farið í hafnir
hins Iandsins, og væri það liður í
því að koma á frekari sáttum milli
heija ríkjanna. Hann sagði enn-
fremur að haldnar yrðu heræfingar
til að athuga hvort mögulegt væri
að breskar hersveitir gætu farið um
Frakkland ef til ófriðar kæmi til
að styrkja breskar hersveitir í Evr-
ópu. Thatcher reifaði þessa
hugmynd fyrst í viðtali við franska
blaðið L’Express, þegar hún hvatti
Frakka til að leyfa breskum her-
sveitum að nota franskar hafnir á
hættutímum.
Mitterrand sagði fréttamönnum
að viðhorf Breta og Frakka varð-
andi landbúnaðarmálin væm enn
mjög ólík, og að fundur leiðtoga
Evrópubandalagsins, sem haldinn
verður í Bmssel 11. til 12. febrúar,
yrði mjög erfiður. Á fundinum ætla
Þjóðveijar að leggja fram málamiðl-
unartillögu um útgjöld til land-
búnaðarins, en Thatcher telur að
tillagan gangi ekki nógu langt.
Tillaga um efnahagsþvinganir gegn íslendingum og Japönum:
Ekki gert ráð fyrir refsiaðgerð-
um af hálfu Bandaríkjamanna
Tillagan borin upp vegna hvalveiða Japana í vísindaskyni
SAMKVÆMT tillögu, sem Donald Bonker, þingpnaður Demó-
krataflokksins i fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lagt fram,
er skorað á Bandaríkjastjórn að hvetja aðildarriki Alþjóðahval-
veiðiráðsins til að gripa til efnahagsþvingana gegn íslendingum,
Japönum og öðram þeim þjóðum sem stunda hvalveiðar. í tillög-
unni er hins vegar ekki gert ráð fyrir að Bandarikjamenn gripi
til efnahagslegra refsiaðgerða gegn þessum rikjum. Halldór
Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra segir tillögu Bonkers óvenju
skýrt dæmi um að friðunarsamtök og talsmenn þeirra á Banda-
rikjaþingi stefni að því að stöðva pllar hvalveiðar um ókomna tíð.
Talsmaður Donalds Bonkers, upp vegna hvalveiða Japana í
Marie Pampush að nafni, stað-
festi í samtali við M.orgunblaðið í
gær að ekki væri gert ráð fyrir
því að Bandaríkjamenn gripu til
efnahagsþvingana gegn íslend-
ingum og Japönum af þessum
sökum. Sagði hún að tillagan
hefði fyrst og fremst verið borin
suðurhöfum, sem eru nýhafnar. I
samtalinu við hana kom fram að
mikil andstaða væri við vísinda-
veiðar Japana á Bandaríkjaþingi
og kvaðst hún eiga von á því að
afgreiðsla málsins gengi fljótt fyr-
ir sig. Verða atkvæði um tillöguna
að líkindum greidd á svipuðum
tíma bæði í fulltrúadeildinni og
öldungadeildinni. Tillagan er nú
til meðferðar í undimefnd sem
heyrir undir utanríkismálanefnd
fulltrúadeildarinnar.
Donald Bonker hefur setið
fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins og
hefur hann á undanfomum árum
verið ötull talsmaður þess að hval:
ir verði friðaðir með öllu. í
samtölum Morgunblaðisins við
aðstoðarmenn Bonkers kom fram
að hann hefur gefíð kost á sér til
setu í öldungadeild Bandaríkja-
þings og hefur hann þegar hafíð
kosningabaráttuna.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði að tillagan
sýndi greinilega að friðunarsam-
tök og talsmenn þeirra stefndu
að því að stöðva allar hvalveiðar
um ókomna framtíð. Benti Halldór
á að kveðið væri á um þetta í
fyrsta lið þingsályktunartillögu
Bonkers. Halldór heldur til fundar
við William Verity, viðskiptaráð-
herra Bandaríkjanna, í næstu viku
og kvaðst hann ekki eiga von á
því að tillaga þingmannsins myndi
hafa nokkur áhrif á þær viðræð- *
ur. Á hinn bóginn kynni að vera
gagnlegt að kynna sér hvort þessi
sjónarmið ættu fylgi að fagna á
Bandaríkjaþingi.
Halldór kvaðst vera tilbúinn að
hitta bæði Donald Bonker og alla
þá að máli sem væm reiðubúnir
til að ræða þessi mál og hlusta á
sjónarmið íslendinga.
Sjá nánar á bls.29
Nicaragua:
Viðræðum
frestaðum
tværvikur
San Jose, Costa Rica, Reuter.
FULLTRÚAR skæruliða og
stjórnar sandinista í Nicaragua
náðu ekki samkomulagi um
vopnahlé í átökum stjóraar-
hersms og skæruliða á fundum
sínum í höfuðborg Costa Rica,
en samþykktu að hefja viðræð-
ur á ný 10. febrúar næstkom-
andi.
„Viðræðumar voru mjög jákvæðar
og báðum aðilum er annt um að
fínna leiðir til vopnahlés í Nic-
aragua," sagði Bosco Vivas,
biskup, sem reynir að miðla málum
í viðræðum samninganefndanna.
Var þetta í fyrsta sinn, sem fulltrú-
ar stríðandi fylkinga í Nicaragua
mætast augliti til auglitis frá því
bardagar hófust fyrir sex árum.
Vivas sagði að samkomulag
hefði náðst um að nýjar viðræður
færu fram í Guatemala 10.-12.
febrúar næstkomandi. Þá mun
Bandaríkjaþing að öllum líkindum
hafa tekið afstöðu til beiðni Ron-
alds Reagans, forseta, um 36,25
milljóna dollara aðstoð við skæm-
liða.
Sjá „Friðaráætlunina verður
að framkvæma . . .“ á bls.
28.