Morgunblaðið - 30.01.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.01.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Spilað í fjórum heimsálfum Rætt við Asdísi Valdimarsdóttur lágfiðluleikara Úr tónlistarlffinu TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Hljómsveitir eru reknar á margvíslegan hátt. Á meg- inlandinu er ekki óalgengt að þó meðlimimir séu fastráðnir, þá sé ekki spilað stöðugt, heldur komið saman endrum og sinnum til að spila og fara í tónleikaferðir og upptökur. Þeir, sem eru í slíkum hljómsveitum geta því verið í fleiri en einni, eru í kammerhópum eða einhverri annari samvinnu. Ein slíkra hljómsveita heitir The Cham- ber Orchestra of Europe. Þetta er fært upp hér, því einn íslendingur, Ásdis Valdimarsdóttir lágfiðluleik- ari, er viðloðandi þessa hljómsveit. Hún hefur auk þess komið víðar við í evrópsku tónlistarlífi. Ekki óforvitnilegt að heyra ögn af hvem- ig þar er umhorfs, og hvað ungu og efnilegu tónlistarfólki stendur þar til boða. Evrópska kammersveitin hóf störf fyrir um sjö árum, óx útúr æskuhljómsveit Evrópubandalags- ins, European Community’s Youth Orchestra. Æskuhljómsveitin er rekin á vegum Evrópubandalagsins, sem er ekki aðeins atkvæðamikið í verslun og viðskiptum, heldur líka í menningarmálum. Þetta er stór sinfóníuhljómsveit með yfir hundr- að manns. í hana er aðeins tekið fólk úr bandalagslöndunum, svo því miður komast Islendingar ekki að þar. Nokkrir meðlimir æskuhljóm- sveitarinnar voru að eldast út úr henni, en fannst það dapurleg til- hugsun að þurfa að hætta í þessum ágæta félagsskap. Þau komu að máli við stjómandann og tónlistar- ráðunaut hennar, Claudio Abbado, sem tæplega þarf að kynna tónlist- arfólki eða tónlistarunnendum. Hann tók að sér að verða aðalstjóm- andi og ráðunautur í þessari nýju hljómsveit, rétt eins og í hinni. Umsvifamikil og þekkt umboðs- skrifstofa í London tók hana upp á sína arma, sér um reksturinn í sam- vinnu við skrifstofu hljómsveitar- innar, sem er einnig í London. Hljómsveitin er kammerhljóm- sveit, í henni eru þrjátíu fastir hljóðfæraleikarar og hún er rekin eins og æskuhljómsveit Evrópu- bandalagsins. Hver meðlimur býr, Amorgun, sunnudag, verður Guðni Franzson klarínettu- leikarí með tónleika í Norræna húsinu kl. 17, flytur nokk- ur verk öldungis einn síns liðs, sumhver áður óflutt. Efnisskráin er ekki löng, blanda af stuttum verkum, römmuð inn í segulbands- verk eftir Guðna, sem á það til að hlaupa útundan sér og semja sjálf- ur, auk þess að spila. Þetta verk er fyrir fimm segulbandstæki og úr tækjunum kemur reyndar klarí- nettuleikur höfundar. Eftir þessa opnun kemur verk eftir Þórólf Eiríksson fyrir klarínett og segulband. Það hét í upphafi Froskmaðurinn, en titlinum breytt nú í vikunni, heitir nú Mar, visar enn til hafsins, auk þess til dóttur þar sem honum sýnist innan Evr- ópu, en þegar líður að tónleikum safnast meðlimimir saman til æf- inga á þeim stað, sem fyrstu tónleikamir verða. Hljómsveitar- meðlimimir koma úr ýmsum Evrópulöndum, búa til dæmis í Búdapest, Róm, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, en flestir í London. Hljómsveitin greiðir ferðakostnað meðlima á æfingastað frá sínum heimahögum, en það er óvfst hvort Ásdísi leyfist að ferðast til og frá íslandi á kostnað hljómsveitarinnar. Að þessu leyti er ísland aðeins laus- tengt Evrópu. Abbado stjómar oft, en ekki ein- göngu. Reksturinn er óvenju lýðræðislegur, þannig að allir fastir meðlimir og þeir, sem eiga fyrsta sætið í hveiju hljóðfæri, taka ákvarðanir sameiginlega. Ákveða í samvinnu við umboðsskrifstofuna hveijir skuli beðnir að stjóma, ákveða einleikara, verkefni og ann- að. En hvemig komst Ásdís í tæri við hljómsveitina? „Ég hef lengi vitað um þessa hljómsveit. Þegar þau komu til Kölnar, þar sem ég hef búið síðast- liðin tvö ár, notaði ég tækifærið til að prufuspila til að komast inn á aukamannalista. Ég spilaði þar að- eins fyrir föstu víóluleikarana, því það eru þeir fástráðnu í hveiju hljóðfæri, sem gefa umsögn um þá sem sækja um í þeirra deild. Það gekk vel, því fljótlega var hringt í mig og mér boðin vinna, en ég gat þá aðeins tekið eina ferð, sem byrj- aði í Róm í október. Þar mættu allir til æfinga og fyrstu tónleik- anna. Þetta var seinni hluti prufu- spilsins fyrir mig. Það virðist hafa gengið vel líka, því nokkrum dögum seinna var svo hringt í mig og mér boðið að vera með á ferð um Banda- ríkin og Japan sem byijar í febrúar. í þeirri ferð er farið fyrst til Hart- ford í Connecticut. Síðan verða tónleikar í Yale og því ænst í Camegie Hall í New York. Abbado stjómar, en einleikarar í ferðinni verða píanóleikaramir Mauritzio Pollini og Cecile Licad, sem kom héma á Listahátíð einu sinni. Söng- konan Teresa Berganza kemur líka Þórólfs, sem heitir María og vísast eru skírskotanimar fleiri. Þórólfur er við nám í raftónlist í Hollandi, er við sama skóla og Lárus Hörður Grímsson og fleiri hafa verið við. Á eftir Mar koma þijú stykki eftir ekki ómerkara tónskáld en Stravin- ský. Þó árið sé nýbyijað verður í annað skipti á þessu ári flutt verk eftir ítalska tónskáldið Luciano Berio, Guðni spilar Ljóð eftir ítal- ann. Karkowski er ungur Pólveiji, búsettur í Svíþjóð. Þeir Guðni kynntust í Noregi í UNM, hátíð ungra, norrænna tónlistarmanna. Það er kannski varla þorandi að nefna að á þeirri hátíð var flutt verk fyrir loftpressur eftir Kark- owski og hljóðið magnað upp með fram með hljómsveitinni. Blásarar úr hljómsveitinni verða líka einleik- arar, en hljómsveitarmeðlimimir fá iðulega tækifæri til að koma fram sem einleikarar. í maí verð ég með þeim í Vín í upptökum fyrir Deutsc- he Grammophon og á tónleikum." En Ásdís hefur kynnst ýmsu öðru í evrópsku og bandarísku tónlist- arlífi. Hún var í fimm ár við Juilliard skólanum í New York og fór meðal annars með kammersveit skólans í mánaðar tónleikaferð um Suður- Ameríku. Síðan fór hún til Kölnar, var þar í tvö og hálft ár. Þar var hún meðlimur í fjórtán manna kammersveit, sem nefnist Deutsche Kammerakademie og ferðaðist með þeim vítt og breitt um Evrópu, auk þess sem hún sótti spilatíma. Kammersveitin kom meðal annars fram á tónlistarhátíð fiðluleikarans Gideon Kremers í Lockhaus í Aust- urríki og á Kuhmo kammerhátíðinni í Finnlandi. Leiðin lá líka alla leið til Kína. Spiluðu þar í tvær vikur í ferð, sem Goethe-stofnunin þýska skipulagði. í þeirri ferð var Ásdís ekki eini íslendingurinn, því Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari, sem er við nám f Köln, bauðst að slást í hópjnn. Ásdís var á samningi við þýsku kammersveitina í tvö ár, en lét það þá gott heita, því þá buðust aðrir hlutir. sem ekki féllu að starfinu þar. I Marlboro í Vermont fylki í Bandaríkjunum er árlega haldin tónlistarhátíð frá júlíbyijun fram í miðjan ágúst. Þessi hátíð var sett á stofn 1951 af nokkrum merkum tónlistarmönnum, meðal annars fiðluleikaranum Adolf Busch og tengdasyni hans, píanóleikaranum Rudolf Serkin. Guameri kvartettinn hefur verið viðloðandi þama undan- farin ár. Þama spila saman allan liðlangan daginn gamlir snillingar Ásdís Valdimarsdóttir og ungt fólk og hafa allir hið besta af og þá ekki síður áheyrendur, sem flykkjast að. Eins og nærri má geta, þá er aðsóknin gríðarleg, margir kallaðir en fáir útvaldir. Það er prufuspilað til að komast þama að og það er gert í New York. Þegar Asdís var þar við nám, hvarflaði það ekki einu sinni að henni að reyna, en kennari hennar í Þýskalandi, sem hefur verið þama, hvatti hana eindregið til að reyna, sem hún og gerði. Fór reyndar ekki í prufuspil til New York, því þegar Guameri kvartett- inn er á tónleikaferðalögum í Evrópu, halda þeir gjaman pmfu- spil. Ásdís spilaði fyrir kvartettinn í Berlín og komst inn. Var með síðastliðið sumar og var boðið að koma aftur í sumar, sem hún ætlar að þiggja. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari var þama í tvö sumur á undan Ásdísi. Eins og sést af undanfarandi frá- sögn, þá er eitt og annað, sem góðu tónlistarfólki stendur til boða. Það er á þeim að heyra, sem hafa til dæmis verið í Mið-Evrópu, að þar sé enginn hrögull á vinnu fyrir tón- listarfólk, ekki bara fastri vinnu, heldur að vera viðloðandi hina og þessa hópa, bæði stóra og smáa. hátölurum, þarf víst varla að taka fram að hávaðinn var næstum sárs- aukafullur. Klarínettuverk Kark- owskys, sem Guðni fmmflytur nú, er kröftugt, en nær tæpast krafti loftpressuverksins. Átli Ingólfsson er við tónsmíða- nám á Ítalíu, nánar tiltekið í Mflanó og á verk á þessum sunnudagstón- leikum. Ingvar Lidholm, fæddur 1921, má kalla afann í sænskri nútímatónlist, er stjómandi auk þess að vera tónskáld, sem hefur samið ballett- og leikhústónlist, auk hljómsveitarverka, kammertónlist- ar, einleiksverka og sjónvarpsópem. Leiðir þeirra Guðna lágu saman í Gautaborg og þar fékk Guðni hjá honum verkið, sem hann ætlar að flytja á morgun. Þessa dagana er Guðni í plötu- upptöku, ásamt Þorsteini Gauta Sigurðssyni, þeir em að taka upp efni fyrir íslenska tónverkamiðstöð, framhald af því, sem er þegar farið af stað á þeim bæ, en á morgun sumsé íslensk og erlend samtíma- tónlist í Norræna húsinu, á hæfíleg- um tíma til að hugsa eitthvað gott við undirleik Guðna, eftir sunnu- dagsúti- eða innivem. Guðni Franzson á tónleikum á morgun Guðni Franzson Morgunbiaðið/BAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.